Takmarkanir settar á húsnæðislán og sveiflujöfnunarauki endurvakinn

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stíga fast á bremsuna í þeirri von að hægja á ört hækkandi fasteignaverði. Það er gert með því að reyna að draga úr skuldsetningu heimila með nýjum reglum.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Vegna ört hækk­andi fast­eigna­verðs, sem vigtað hefur í vax­andi verð­bólgu, hefur fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands ákveðið að setja reglur um hámark greiðslu­byrðar á fast­eigna­lán­um. 

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í morg­un, segir að greiðslu­byrð­ar­hlut­fall – mán­að­ar­leg greiðslu­byrði fast­eigna­lána á móti mán­að­ar­legum ráð­stöf­un­ar­tekjum lán­taka – fast­eigna­lána skuli almennt tak­markast við 35 pró­sent en 40 pró­sent fyrir fyrstu kaup­end­ur. Lán­veit­endum er veitt und­an­þága frá regl­unum fyrir allt að fimm pró­sent heild­ar­fjár­hæðar nýrra fast­eigna­lána sem veitt er í hverjum árs­fjórð­ungi.

Þessar aðgerðir eru í takti við það sem Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn mælti með að yrði gert hér­lendis í áliti sem hann birti í apr­íl. Þar sagði hann að bregð­ast ætti við verð­hækk­unum á hús­næð­is­mark­aði og vax­andi hluta íbúða­lána hjá bönkum með beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja, til dæmis með reglum um hámark lána­greiðslna sem hlut­­fall af tekjum lán­tak­enda eða hámarks­­hlut lán­anna í eigna­safni bank­anna. 

Í júní var hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls fast­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­sent en hámarks­hlut­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­sent.

Sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn snýr aftur

Þá hefur fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndin ákveðið að end­ur­vekja hinn svo­kall­aða sveiflu­jöfn­un­ar­auka sem var afnum­inn í fyrra­vor til að auka þrótt kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna þriggja til að lána heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing
Nefndin telur ekki lengur þörf á því við­bót­ar­svig­rúmi. „Er það mat nefnd­ar­innar að hratt hækk­andi eigna­verð sam­hliða auk­inni skuld­setn­ingu heim­ila, hafi nú þegar fært sveiflu­tengda kerf­is­á­hættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu far­sótt­ar­inn­ar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi auk­innar upp­söfn­unar sveiflu­tengdrar kerf­is­á­hættu að hækka sveiflu­jöfn­un­ar­auka á fjár­mála­fyr­ir­tæki úr 0 pró­sent í 2 pró­sent. Ákvörðun nefnd­ar­innar tekur gildi að 12 mán­uðum liðnum í sam­ræmi við þær reglur sem um sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann gilda. Sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn sann­aði gildi sitt í far­aldr­inum og hefur nefndin tekið til skoð­unar hvert hlut­laust gildi sveiflu­jöfn­un­ar­aukans eigi að vera til fram­tíð­ar.“

Sveiflu­­jöfn­un­­ar­­auki Seðla­­bank­ans eru við­­bót­­ar­­kröfur á eigið fé fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja umfram lög­­bundnar eig­in­fjár­­­kröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjár­­­mála­­kerf­inu. Ef mikil hætta er á þenslu getur Seðla­­bank­inn hækkað auk­ann til að koma í veg fyrir of mik­inn útlána­vöxt, en ef hætta er á sam­drætti getur bank­inn lækkað auk­ann til að efla útlána­­getu fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­anna. 

Þegar sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn var afnumin í mars í fyrra var það gert til að auka þrótt efna­hags­lífs­ins til að takast á við afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins ­með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem átti að nema allt að 350 millj­­örðum króna. Þorri þessa svig­rúms hefur verið nýtt í að lána til hús­næð­is­kaupa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent