Ætla að greiða starfsmönnum leikskóla 75 þúsund fyrir að fá vini eða ættingja til starfa

Starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar munu geta fengið 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Ráðast á í auglýsingaherferð og frekari aðgerðir til að fá fólk til starfa á leikskólum borgarinnar.

Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að ráð­ast í nokkrar aðgerðir til þess að reyna að laða fólk að störfum á leik­skól­um, meðal ann­ars nýja aug­lýs­inga­her­ferð og verk­efni sem felst í að greiða starfs­mönnum leik­skóla fyrir að fá vini og ætt­ingja til starfa í skól­un­um. Alls er um að ræða 75 þús­und króna launa­auka sem greiddur er út þegar vin­ur­inn eða ætt­ing­inn er búinn að starfa í þrjá mán­uði á leik­skóla.

Áætl­aður kostn­aður við launa­auk­ann nemur fimm millj­ónum króna af þeim 20 milljón krónum sem borg­ar­ráð sam­þykkti í gær að ráð­stafa til aðgerða sem ætlað er að fjölga starfs­mönnum á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Í til­lögum frá skóla- og frí­stunda­sviði sem lagðar voru fram af Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í borg­ar­ráði í gær segir að fyr­ir­huguð fjölgun leik­skóla­plássa á næstu árum feli í sér að fjölga þurfi starfs­mönnum á leik­skólum um 250-300 næstu 3-4 árin. Búast megi við því að það verði krefj­andi, þar sem ekki hafi tek­ist að full­manna leik­skóla borg­ar­innar í haust.

Auk þeirra aðgerða sem þegar hafa verið nefndar er lagt til að bæta aug­lýs­ingar leik­skóla á umsókn­ar­vef borg­ar­innar og búa til sér­staka lend­ing­ar­síðu á net­inu fyrir leik­skól­ana, þar sem „dregnar verða fram mik­il­vægar upp­lýs­ingar um störfin og þau hlunn­indi sem stör­f­unum fylgja.“

Þá er áformað að efla mót­t­töku nýliða í leik­skól­unum og reyna að draga úr því að þeim sé „hent beint í djúpu laug­ina“ og „stór­efla íslensku­kennslu,“ helst á þann máta að hún fari fram áður en fólk hefji störf á leik­skól­un­um. Talið er að þetta myndi stækka umsækj­enda­hóp­inn.

Einnig er áformað að ráð­ast í frek­ari grein­ingar á umsóknum á leik­skól­ana og starfs­manna­veltu, meðal ann­ars á því hvernig laða megi fleira ungt fólk til starfa á leik­skólum og hvað útskýri starfs­lok á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Áformað er að ráða sér­stakan mannauðs­ráð­gjafa til eins árs til þess að halda utan um þetta átaks­verk­efni í mannauðs­málum leik­skól­anna, en áætl­aður kostn­aður við það er um 12 millj­ónir króna.

Einnig er áætlað að styðja sér­stak­lega við leik­skóla sem eru í miklum vanda vegna mönn­unar um þessar mundir með tíma­bund­inni ráðn­ingu aðila úr hópi núver­andi eða fyrr­ver­andi leik­skóla­stjóra til þriggja mán­aða. Þessi starfs­maður ætti að greina helstu vanda­málin sem leik­skóla­stjórar standa frammi fyrir og leita á þeim lausna og veita stuðn­ing og hand­leiðslu. Áætl­aður kostn­aður við þetta er þrjár millj­ón­ir.

Ekki ráð­ist að rót vand­ans

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, gagn­rýndi þessar áform­uðu aðgerðir í bókun sinni á fund­inum í gær og sagði að ekki væri ráð­ist að rót vand­ans, sem væru launa­kjör og starfs­að­stæð­ur.

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það verður að horfast í augu við rót vand­ans og skoða raun­veru­legar ástæður þess af hverju illa gengur að ráða fólk til starfa á leik­skólum en ekki setja það á herðar starfs­fólks að fá nýja inn. Sama hversu mikið er aug­lýst eða fólk hvatt til þess að sækja um, þá stendur eftir sú staða að hér eru störf sem ekki er mikið greitt fyr­ir. Starfs­fólk leik­skól­ans ætti að fá launa­auka fyrir að vinna mik­il­væg­asta starf í heimi eins og aug­lýs­inga­her­ferðir hafa sann­ar­lega bent rétti­lega á. Starfs­fólk leik­skóla hefur verið undir miklu álagi, hefur þurft að hlaupa hratt og sinna miklu undir álagi, sér­stak­lega þegar áhrifum COVID er bætt ofan á,“ sagði Sanna Magda­lena í bókun sinni.

Hún bætti því við að hún sæi ekki hvernig það að koma á launa­auka sem sumir fengju og aðrir ekki fyrir að útvega starfs­fólk, yrði til þess að bæta stöð­una.

„Það er á ábyrgð borg­ar­innar að manna stöð­ur, ekki á að færa þá ábyrgð á starfs­fólk leik­skóla.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent