Ætla að greiða starfsmönnum leikskóla 75 þúsund fyrir að fá vini eða ættingja til starfa

Starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar munu geta fengið 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Ráðast á í auglýsingaherferð og frekari aðgerðir til að fá fólk til starfa á leikskólum borgarinnar.

Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að ráð­ast í nokkrar aðgerðir til þess að reyna að laða fólk að störfum á leik­skól­um, meðal ann­ars nýja aug­lýs­inga­her­ferð og verk­efni sem felst í að greiða starfs­mönnum leik­skóla fyrir að fá vini og ætt­ingja til starfa í skól­un­um. Alls er um að ræða 75 þús­und króna launa­auka sem greiddur er út þegar vin­ur­inn eða ætt­ing­inn er búinn að starfa í þrjá mán­uði á leik­skóla.

Áætl­aður kostn­aður við launa­auk­ann nemur fimm millj­ónum króna af þeim 20 milljón krónum sem borg­ar­ráð sam­þykkti í gær að ráð­stafa til aðgerða sem ætlað er að fjölga starfs­mönnum á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Í til­lögum frá skóla- og frí­stunda­sviði sem lagðar voru fram af Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í borg­ar­ráði í gær segir að fyr­ir­huguð fjölgun leik­skóla­plássa á næstu árum feli í sér að fjölga þurfi starfs­mönnum á leik­skólum um 250-300 næstu 3-4 árin. Búast megi við því að það verði krefj­andi, þar sem ekki hafi tek­ist að full­manna leik­skóla borg­ar­innar í haust.

Auk þeirra aðgerða sem þegar hafa verið nefndar er lagt til að bæta aug­lýs­ingar leik­skóla á umsókn­ar­vef borg­ar­innar og búa til sér­staka lend­ing­ar­síðu á net­inu fyrir leik­skól­ana, þar sem „dregnar verða fram mik­il­vægar upp­lýs­ingar um störfin og þau hlunn­indi sem stör­f­unum fylgja.“

Þá er áformað að efla mót­t­töku nýliða í leik­skól­unum og reyna að draga úr því að þeim sé „hent beint í djúpu laug­ina“ og „stór­efla íslensku­kennslu,“ helst á þann máta að hún fari fram áður en fólk hefji störf á leik­skól­un­um. Talið er að þetta myndi stækka umsækj­enda­hóp­inn.

Einnig er áformað að ráð­ast í frek­ari grein­ingar á umsóknum á leik­skól­ana og starfs­manna­veltu, meðal ann­ars á því hvernig laða megi fleira ungt fólk til starfa á leik­skólum og hvað útskýri starfs­lok á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Áformað er að ráða sér­stakan mannauðs­ráð­gjafa til eins árs til þess að halda utan um þetta átaks­verk­efni í mannauðs­málum leik­skól­anna, en áætl­aður kostn­aður við það er um 12 millj­ónir króna.

Einnig er áætlað að styðja sér­stak­lega við leik­skóla sem eru í miklum vanda vegna mönn­unar um þessar mundir með tíma­bund­inni ráðn­ingu aðila úr hópi núver­andi eða fyrr­ver­andi leik­skóla­stjóra til þriggja mán­aða. Þessi starfs­maður ætti að greina helstu vanda­málin sem leik­skóla­stjórar standa frammi fyrir og leita á þeim lausna og veita stuðn­ing og hand­leiðslu. Áætl­aður kostn­aður við þetta er þrjár millj­ón­ir.

Ekki ráð­ist að rót vand­ans

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, gagn­rýndi þessar áform­uðu aðgerðir í bókun sinni á fund­inum í gær og sagði að ekki væri ráð­ist að rót vand­ans, sem væru launa­kjör og starfs­að­stæð­ur.

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það verður að horfast í augu við rót vand­ans og skoða raun­veru­legar ástæður þess af hverju illa gengur að ráða fólk til starfa á leik­skólum en ekki setja það á herðar starfs­fólks að fá nýja inn. Sama hversu mikið er aug­lýst eða fólk hvatt til þess að sækja um, þá stendur eftir sú staða að hér eru störf sem ekki er mikið greitt fyr­ir. Starfs­fólk leik­skól­ans ætti að fá launa­auka fyrir að vinna mik­il­væg­asta starf í heimi eins og aug­lýs­inga­her­ferðir hafa sann­ar­lega bent rétti­lega á. Starfs­fólk leik­skóla hefur verið undir miklu álagi, hefur þurft að hlaupa hratt og sinna miklu undir álagi, sér­stak­lega þegar áhrifum COVID er bætt ofan á,“ sagði Sanna Magda­lena í bókun sinni.

Hún bætti því við að hún sæi ekki hvernig það að koma á launa­auka sem sumir fengju og aðrir ekki fyrir að útvega starfs­fólk, yrði til þess að bæta stöð­una.

„Það er á ábyrgð borg­ar­innar að manna stöð­ur, ekki á að færa þá ábyrgð á starfs­fólk leik­skóla.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent