Dánaraðstoð og afstaða fatlaðs fólks

Ingrid Kuhlman segir engan fá dánaraðstoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða fatlað fólk eða aðra.

Auglýsing

Dán­ar­að­stoð er við­kvæmt mál og því mik­il­vægt að sem flestir taki þátt í umræð­unni. Einn hópur sem hefur haft áhyggjur af lög­leið­ingu dán­ar­að­stoðar er fatlað fólk. Reynslan í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er til umræðu sýnir að það hafa komið fram efa­semdir og varn­að­ar­orð frá hags­muna­sam­tökum fatl­aðra. Nefnt hefur verið að lög­gjöf um dán­ar­að­stoð sé ótíma­bær, sið­ferði­lega röng og óæski­leg. Ástæða er til að svara áhyggjum fatl­aðs fólks og ást­vina þess í umræð­unni um dán­ar­að­stoð. Skoðum helstu rök fatl­aðs fólks gegn dán­ar­að­stoð.

Félags­legar aðstæður fatl­aðra

Ein rökin eru þau að nauð­syn­legt sé, áður en dán­ar­að­stoð verði heim­il­uð, að farið verði í rót­tækar end­ur­bætur á heil­brigð­is- og félags­þjón­ust­unni og að hætt verði að mis­muna fötl­uðu fólki. Ef fatlað fólk búi ekki við gott örygg­is­net og góð lífs­kjör og hafi ekki góðan aðgang að heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu noti það mögu­lega dán­ar­að­stoð sem leið út úr því. Það sé ódýr­ari kostur að hjálpa því að deyja en veita því við­eig­andi stuðn­ing og tryggja því sam­fé­lags­þátt­töku. Með því að fjar­lægja þær hindr­anir sem fatlað fólk standi frammi fyrir og hjálpa því að lifa með reisn þyrfti það ekki lengur að biðja um dán­ar­að­stoð þar sem líf þess yrði bæri­legra. 

Hér er fötl­uðu fólki og fólki sem er óbæri­lega kvalið blandað sam­an. Það eru ekki sam­fé­lags­legir erf­ið­leikar sem fá fólk til að biðja um dán­ar­að­stoð heldur sárs­auki, óbæri­legar þján­ingar og van­líðan sem fólk glímir við síð­ustu mán­uði og vikur ævi sinn­ar, oft­ast vegna ólækn­andi sjúk­dóma. Jafn­vel þótt hægt væri að breyta og bæta aðstæður eða umhverfi þess­ara ein­stak­linga hyrfu ekki þján­ing­arn­ar. Þeir sem eru ein­göngu með fötlun en ekki ólækn­andi sjúk­dóma eða óbæri­legar þján­ingar myndu ekki fá beiðni um dán­ar­að­stoð sam­þykkta.

Lög­gjöf um dán­ar­að­stoð myndi mynda þrýst­ing

Einn stærsti ótt­inn er að þegar dán­ar­að­stoð er leyfð mynd­ist þrýst­ingur til að binda endi á líf sitt hjá þeim sem upp­lifa sig byrði á sam­fé­lag­inu eða sínum nánustu, t.d. fjár­hags­lega eða vegna umönn­un­ar. Í sam­fé­lag­inu ríki gjarnan þekk­ing­ar- og skiln­ings­leysi og jafn­vel for­dómar í garð fatl­aðra. Val­kost­ur­inn um dán­ar­að­stoð gæti falið í sér skila­boð og þrýst­ing um að nýta sér þennan mögu­leika þar sem líf fatl­aðs fólks sé óæðra og minna virði en líf þeirra sem ekki búa við fötl­un. Lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar myndi þannig leiða til þess að fatlað fólk þyrfti að rétt­læta vilja sinn til að fá að lifa. 

Auglýsing
Að sjálf­sögðu á eng­inn að þurfa að rétt­læta til­vist sína. Allir eiga að hafa jafnan rétt og tæki­færi á að lifa góðu lífi, alveg eins og allir ættu að hafa rétt á að velja að halda ekki áfram að lifa. Eng­inn þrýst­ingur á að vera frá lækni eða aðstand­endum um að binda endi á líf sitt enda væri það ósið­legt og ekki í sam­ræmi við hugs­un­ina um að geta óskað eftir dán­ar­að­stoð að upp­fylltum ströngum skil­yrð­um. Auk þess er mikil áhersla lögð á það í þjálfun lækna í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er heimil að þeir ræði eins­lega og ítrekað við sjúk­ling­inn um rök hans fyrir dán­ar­að­stoð til að ganga úr skugga um að ósk hans sé sjálf­viljug og vel ígrunduð og ekki um þrýst­ing frá öðrum að ræða.

Áhyggjur af hlut­verki lækna

Önnur rök eru áhyggjur af hlut­verki lækna og hvernig dán­ar­að­stoð hefði áhrif á störf þeirra og til­finn­inga­legt ástand. Það sé hlut­verk lækna að lækna fólk en ekki deyða það. 

Greina má hug­ar­fars­breyt­ingu hjá læknum en bresku lækna­sam­tökin ákváðu sem dæmi fyrr á þessu ári, fyrst lækna­sam­taka í heimi, að breyta afstöðu sinni til dán­ar­að­stoðar úr því að vera and­víg og í það að vera hlut­laus. Auk þess er mik­il­vægt að nefna að í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er heim­iluð er aldrei hægt að þvinga lækni til að veita dán­ar­að­stoð. Læknar hafa ótví­ræðan rétt til að neita ef dán­ar­að­stoð stríðir gegn sann­fær­ingu þeirra eða sam­visku. Sjúk­lingur á ekki rétt á dán­ar­að­stoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dán­ar­að­stoð.

Leið til að losa sam­fé­lagið við fatlað fólk

Stundum er haldið fram að dán­ar­að­stoð sé aðferð sam­fé­lags­ins til að losa sig við fatlað fólk og dán­ar­að­stoð jafn­vel líkt við aðferð­irnar sem not­aðar voru í Þýska­landi á tímum nas­ista­stjórn­ar­inn­ar. 

Þessi rök­semd felur í sér afar vill­andi við­horf. Það er eng­inn að fara að losa sig við neinn. Dán­ar­að­stoð er í fyrsta lagi aðeins veitt að beiðni ein­stak­lings og það er aðeins hann sem getur lagt mat á eigin lífs­gæði. Aðeins lítið hlut­fall þeirra sem líða óbæri­legar þján­ingar biður um dán­ar­að­stoð. Læknir veitir þar að auki aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn mun fá dán­ar­að­stoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða fatlað fólk eða aðra. 

Í öðru lagi yrði dán­ar­að­stoð aldrei heim­iluð hér á landi nema að upp­fylltum skýrum og ströngum skil­yrð­um. Skýrir verk­ferlar myndu tryggja að ekki yrði farið gegn vilja ein­stak­lings á neinn hátt.

Köllum eftir mál­efna­legri umræðu

Það er þörf á góðri og fag­legri umræðu um þetta mik­il­væga mál­efni. Það skiptir máli að fatlað fólk, heil­brigð­is­starfs­menn, hags­muna­sam­tök sjúk­linga, stjórn­mála­menn og sam­fé­lagið allt komi inn í þá umræðu. Lífs­virð­ing leggur áherslu á að dán­ar­að­stoð verði mann­úð­legur val­kost­ur. Félagið berst ekki fyrir þvi að sem flestir velji þessa leið, ein­göngu að dán­ar­að­stoð standi þeim örfáu til boða sem þrá lífs­lok vegna óbæri­legra þján­inga.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar