Grafið undan séreignarstefnu í húsnæðismálum

Stefán Ólafsson segir að það sé óvenju erfitt að eignast íbúðarhúsnæði nú á dögum fyrir fjölskyldur með lágar tekjur og meðaltekjur.

Auglýsing

Frá því félags­lega hús­næð­is­kerfið var lagt niður árið 1999 hafa hús­næð­is­málin verið í miklum ólestri. Þetta hefur öðru fremur ein­kennst af óvenju miklum verð­hækk­unum á íbúð­ar­hús­næði. Frá 2000 til 2021 hefur raun­verð íbúða hækkað meira hér en í öllum OECD-­ríkj­unum nema Ung­verja­land­i. ­Mestar hækk­anir hér voru 2004 til 2008, 2016-17 og á árinu 2021. 

Sam­hliða þessu hefur helsta stuðn­ings­kerfi stjórn­valda við íbúða­kaup­end­ur, vaxta­bóta­kerf­ið, nært alveg fjarað út. Við þetta hafa svo bæst miklar sveiflur í fram­boði hús­næðis tengdar nýfrjáls­hyggju­bólunni í aðdrag­anda hruns­ins (2004-2008), eft­ir­köstum hruns­ins (2009-2013) og nú Kóvid-krepp­unni (2021 og 2022).

Sam­spil hækk­andi íbúða­verðs og hverf­andi vaxta­bóta á síð­ustu árum má sjá á mynd 1.

Mynd 1: Samband milli verðhækkana íbúða og útgreiddra vaxtabóta, 1998 til 2021. Heimild: Hagstofa Íslands og Þjóðskrá.

Þegar félags­lega hús­næð­is­kerfið var aflagt af rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks var því lofað að vaxta­bóta­kerfið yrði helsti vett­vangur félags­legra úrræða í fram­hald­inu. Strax eftir að einka­bönk­unum var hleypt inn á hús­næð­is­lána­mark­að­inn árið 2004 hófu stjórn­völd að lækka vaxta­bæt­urnar veru­lega, þrátt fyrir að á sama tíma væri íbúða­verð ört hækk­andi. Í stað­inn áttu íbúða­kaup­endur mögu­leika á því að skuld­setja sig í meiri mæli en áður hafði þekkst hér á landi - með til­heyr­andi auk­inni greiðslu­byrði. Því hefði frekar mátt ætla að vaxta­bóta­kerfið yrði eflt á þeim tíma, því þörfin fyrir það jókst. 

Auglýsing
En svo var ekki. Vaxta­bætur þóttu stríða gegn trú­ar­brögð­unum um óhefta mark­aði. Hins vegar voru vaxta­bætur stór­efldar af vinstri stjórn­inni í kjöl­far hruns­ins og sér­stakar auka vaxta­bætur greiddar árin 2011 og 2012. En eftir það hafa vaxta­bæt­urnar stór­lega dreg­ist saman á hverju ári uns þær eru nú flestum horfn­ar, sama hversu lágar tekjur fólk hef­ur. Það er einkum vegna þess að vaxta­bóta­kerfið er með eigna­teng­ingu auk venju­legra tekju­teng­inga. Eigna­teng­ingin er ekki leið­rétt af fjár­mála­ráðu­neyt­inu vegna óeðli­legrar hækk­unar fast­eigna­verðs og þess vegna hverfa vaxta­bæt­urnar þegar íbúða­verð ríkur upp - þó skulda­byrði heim­ila sé áfram mikil eða jafn­vel enn meiri en áður.

Veik­ara stoð­kerfi – veik­ari sér­eign­ar­stefna

Í stað­inn hafa verið byggðar almennar leigu­í­búðir fyrir lág­tekju­fólk með nið­ur­greiðslum kostn­aðar í formi stofn­fram­laga frá ríki og sveit­ar­fé­lögum og á síð­asta ári komu hlut­deild­ar­lán til sög­unnar fyrir fyrstu kaup­endur með mjög lágar tekj­ur. Þó þessi úrræði séu ágæt við­bót þá nýt­ast þau ein­ungis mjög litlum hluta þeirra sem þurfa. Sem stað­geng­ill vaxta­bóta­kerf­is­ins eru þau alls ófull­nægj­andi, enda var aldrei um það samið að vaxta­bóta­kerfið yrði aflagt þegar verka­lýðs­hreyf­ingin fór fram á þessu nýju úrræði (sjá nánar um þetta í Kjara­f­réttum Efl­ingar hér).

Nið­ur­staða en sú að stoð­kerfi íbúða­kaup­enda, stoð­kerfi sér­eign­ar­stefn­unn­ar, hefur stór­lega veikst. Eins og við er að búast hefur það grafið undan sér­eign­ar­stefn­unni sem hefur verið helsta mark­mið íslenskrar hús­næð­is­stefnu frá því snemma á síð­ustu öld, bæði að hálfu stjórn­valda sem og í verka­manna­bú­staða­kerf­inu og síðar í félags­lega hús­næð­is­kerf­in­u. 

Nið­ur­lagn­ing félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins var ekki ein­ungis óheilla­skref heldur hefur það ásamt nið­ur­lagn­ingu vaxta­bóta­kerf­is­ins skilið hús­næð­is­málin eftir í hinum mesta ólestri. Flestir hrópa að vand­inn sé ein­ungis sá að ekki sé byggt nógu mikið sem stend­ur. Það skiptir líka máli en stoð­kerfið er sér­stak­lega mik­il­vægt þegar horft er til kaup­getu fjöl­skyldu­fólks.

Mynd 2 sýnir að hlut­fall fólks sem býr í eigin hús­næði hefur farið úr um 85-86% niður í tæp­lega 74% frá 2004 til 2018.

Mynd 2: Hlutfall íbúa í eigin húsnæði og leiguhúsnæði frá 2004 til 2018. Heimild: Eurostat.

Fjár­mála­hrunið 2008 setti stórt strik í getu þjóð­ar­innar til að búa í eigin hús­næði, með veru­legri hækkun greiðslu­byrði íbúða­skulda sam­hliða lækkun kaup­mátt­ar. Kaup­máttur hefur komið til baka en þó ekki gagn­vart íbúða­kaup­um, sem hafa hækkað langt umfram laun. Þess vegna var eyði­legg­ing vaxta­bóta­kerf­is­ins svo skað­leg. 

Síðan er athygl­is­vert að hlut­fall þeirra sem búa í eigin hús­næði lækk­aði aftur 2017 og 2018 eftir veru­legar verð­hækk­anir og áfram­hald­andi rýrnun vaxta­bóta. Hlut­fall eigin hús­næðis hefur vænt­an­lega farið enn neðar á árunum 2020 og 2021.

Rýrnun vaxta­bóta dró úr ávinn­ingi af lækkun vaxta­kostn­aðar

En lækk­uðu ekki vextir umtals­vert á síð­ustu árum, meðal ann­ars fyrir til­stilli Lífs­kjara­samn­ings­ins? 

Jú - og það hefði verið veru­leg kjara­bót ef vaxta­bæt­urnar hefðu ekki horfið sam­hliða vaxta­lækk­un­inni. Þannig át rýrnun vaxta­bót­anna upp þann ávinn­ing sem átti að verða af lækkun íbúða­vaxta. Þetta er sýnt á mynd 3.

Mynd 3: Minnkandi stuðningur af barna- og vaxtabótum til heimila samhliða lækkun vaxtagjalda. Tölurnar eru hlutfall af heildartekjum meðaltekjufólks. Heimild: Hagstofa Íslands.

Myndin sýnir sam­spil milli þró­unar vaxta­gjalda með­al­tekju­fólks og þess sem sama fólk fékk í stoð­greiðslur frá rík­inu í formi vaxta­bóta og barna­bóta, allt mælt sem hlut­fall af heild­ar­tekjum með­al­tekju­fólks. Þró­unin var mjög óhag­stæð í aðdrag­anda hruns­ins þar sem vaxta­gjöld fóru langt fram úr stoð­greiðsl­unum - um leið og íbúða­verð hækk­aði mik­ið.

Eftir að vaxta­gjöld fóru lækk­andi, úr ofur­hæðum bólu- og hru­náranna, á upp­sveifl­unni eftir hru­nárin þá er lækkun stoð­greiðsln­anna til fjöl­skyldna í beinu hlut­falli við lækkun vaxta­gjald­anna, eins og myndin sýn­ir. Sem sagt: Veik­ing vaxta­bóta­kerf­is­ins át upp þann ávinn­ing sem heim­ili íbúða­eig­enda hefðu haft af vaxta­lækk­un­inni. Og nú eru vextir aftur hækk­andi.

Nið­ur­staða

Það hefur því aug­ljós­lega verið grafið undan sér­eign­ar­stefnu í hús­næð­is­málum á Íslandi eftir að félags­lega hús­næð­is­kerfið var aflagt og enn frekar þegar vaxta­bóta­kerfið var eyði­lagt á síð­ustu 7-8 árum. Engin full­nægj­andi úrræði hafa komið í stað­inn. Það er því óvenju erfitt að eign­ast íbúð­ar­hús­næði nú á dögum fyrir fjöl­skyldur með lágar tekjur og með­al­tekj­ur.

Á fyrri skeiðum stóð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vörð um sér­eign­ar­stefnu í hús­næð­is­mál­um, að sagt var (lána­fyr­ir­greiðsla til íbúð­ar­kaupa var þó lengst af ófull­nægj­and­i). Verka­manna­bú­staða­kerfið og síðar félags­lega hús­næð­is­kerfið skiptu lægri tekju­hópa þó senni­lega meira máli sem stoð­kerfi eign­ar­halds á íbúð­ar­hús­næði en stjórn­ar­seta Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en verka­lýðs­hreyf­ingin stóð vörð um þessi kerfi meðan þeirra naut við. 

Það er síðan athygl­is­vert að það er sá hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hefur að mestu farið með hús­bónda­vald í fjár­mála­ráðu­neyt­inu frá 2013 sem hefur grafið undan vaxta­bóta­kerf­inu - og þar með undan sér­eign­ar­stefn­unni.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar