Fleygur í þjóðarsál: Hugleiðingar um almannatryggingar, viðbótarlífeyri og dóm um lífeyrissjóði í árslok 2021

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir að núverandi forsætisráðherra hafa fært almennt siðferði niður. Í hennar tíð hafi laun þingmanna og embættismanna margfaldast og séu nú að auki vísitölubundin en slíkt tíðkist hvergi nema um lágmarkslaun.

Auglýsing

Fátt segir meira um þroska þjóðar en með­ferð hennar á þeim sem minnst mega sín. Ætt­ern­is­stapi og útburður eru hug­tök sem heyra grárri for­tíð­inni til. Í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi verða til hug­tök eins og barna­bætur og elli­líf­eyr­ir, sem byggj­ast á sam­stöðu kyn­slóð­anna um fram­færslu og öryggi þegar þroska skortir og þrek þrýt­ur. Á Norð­ur­löndum verður vel­ferð­ar­kerfið til á milli­stríðs­ár­unum og á sjö­unda ára­tugnum er bætt við svo­kall­aðri við­bót­ar­trygg­ingu við eft­ir­laun­in. Sömu sögu er að segja frá Íslandi. Trygg­inga­stofnun rík­is­ins verður til árið 1936. Við­ræður um hina svoköll­uðu við­bót­ar­trygg­ingu á sjö­unda ára­tugnum strönd­uðu hins vegar á hinu „sér­ís­lenska þing­ræð­i“, sem bygg­ist á sér­plægni þing­manna, ef ekki fyrir sjálfa sig, þá fyrir flokk­inn, og til verður núver­andi líf­eyr­is­sjóða­kerfi í alls­herjar kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði frá árs­byrjun 1970. Ann­markar íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins hafa verið ljósir lengi en þeir snúa einkum að skatt­kerf­inu og sam­teng­ingu þess við almanna­trygg­ing­ar.

Í sem stystu máli snýst ágrein­ing­ur­inn um það hvort menn greiði 31,45% skatt af tekjum sínum í dag eða 76% við 67 ára ald­ur. Dóm­ur­inn frá 22. des­em­ber 2021 átti að leysa þennan ágrein­ing.

Það er tvennt sem vert er að vekja athygli á áður en lengra er hald­ið. Í fyrsta lagi eru það ein­stak­lingar sem standa í mála­rekstr­in­um, en ekki stétt­ar­fé­lög; nú er það svo að sam­kvæmt lögum nr. 80/1938 er samn­ings­rétt­ur­inn í höndum verka­lýðs­fé­laga, ekki ein­stak­linga, og vekur það upp spurn­ingar um heil­indi verka­lýðs­fé­laga. Afhverju var ekki samið um þetta? Í öðru lagi er það orwellskan í orða­notk­un, einkum rík­is­lög­manns, en hann heyrir beint undir for­sæt­is­ráð­herra. Notað er hug­tak­ið: „skerð­ing­ar“ um skatta á laun og líf­eyri frá almanna­trygg­ing­um. Þetta er bein til­vísun í Reagan, fyrrum Banda­ríkja­for­seta, upp­hafs­mann svelti­stefn­unnar sem sagði: „Starve the Beast“. Þegar hins vegar Klem­ens Jóns­son, land­rit­ari (1904-1918), tal­aði um skatta not­aði hann hug­tök­in: að leggja vegi, byggja brýr, auka menntun og bæta heil­brigð­is­mál­in; með öðrum orð­um, að byggja upp sam­fé­lag. Nú telja stjórn­völd skatta vera annað orð yfir skerð­ing­ar.

Aðdrag­andi og stofnun líf­eyr­is­sjóða

Mikil upp­stokkun varð á rík­is­fjár­mál­unum í upp­hafi sjö­unda ára­tugar síð­ustu ald­ar: tekju­skattur var lagður af á svo til öllum launum sam­hliða aukn­ingu óbeinna skatta. Fjöl­skyldu­bætur voru teknar út úr skatt­kerf­inu og stór­auknar ásamt miklum end­ur­bótum á elli­líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga. Á þessum árum voru um 15 opin­berir líf­eyr­is­sjóðir í land­inu, en engir fyrir þá sem störf­uðu á almennum mark­aði. Almennir verka­menn neydd­ust því til að vinna fram í rauðan dauð­ann og ekki óal­gengt að átt­ræðir menn væru í bygg­ing­ar­vinnu, klifr­andi upp still­ansa með 50 kílóa sem­ents­poka, eða ynnu við upp­skip­un. Þetta skóp slysa­hættu og var dýrt fyrir allt sam­fé­lag­ið. 

Auglýsing
Árið 1964 fékk rík­is­stjórnin Har­ald Guð­munds­son, fyrrum ráð­herra og for­stjóra Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins, til að skrifa grein­ar­gerð um mál­ið, en hann samdi m.a. frum­varpið um almanna­trygg­ingar 1936 og hafði kynnt sér þessi mál best Íslend­inga. Í grein­ar­gerð hans segir m.a.:

„Það er full­kom­lega tíma­bært að setja lög­gjöf um eft­ir­launa­sjóð og eft­ir­launa­trygg­ingu fyrir allt vinn­andi fólk til við­bótar við gild­andi líf­eyr­is­trygg­ing­ar. Eft­ir­launin séu miðuð við fyrri vinnu­tekjur og starfs­tíma, kaup­máttur þeirra tryggður og upp­hæð þeirra ákveðin með það fyrir aug­um, að elli­bæt­urn­ar, þ.e. líf­eyrir og eft­ir­laun sam­tals, nægi til þess að afstýra til­finn­an­legri kjara­skerð­ingu að loknu ævi­starfi. Jafn­framt lít ég svo á, að sam­tímis þess­ari laga­setn­ingu þurfi að gera breyt­ingar á gild­andi líf­eyr­is­trygg­ing­um, svo að þær verði hæfi­legur grund­völlur og und­ir­staða eft­ir­launa­trygg­ing­ar­innar og lág­marks­bætur við hæfi.“

Í kjöl­farið stofn­aði rík­is­stjórnin 5 manna nefnd í apríl 1966 til að semja frum­varp til laga um almennan líf­eyr­is­sjóð fyrir alla lands­menn þar sem grein­ar­gerð Har­aldar var lögð til grund­vall­ar. Þing­flokk­arnir til­nefndu sinn mann­inn hver, en for­maður var skip­aður án til­nefn­ingar Sverrir Þor­björns­son for­stjóri Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins. Aðrir nefnd­ar­menn voru: Erlendur Vil­hjálms­son deild­ar­stjóri, Guð­jón Han­sen trygg­inga­fræð­ingur og þing­menn­irnir Hanni­bal Valdi­mars­son og Ingvar Gísla­son. 

Bæði í Nor­egi og Sví­þjóð hafði verið sett heil­steypt lög­gjöf um grunn­trygg­ingu úr almanna­trygg­inga­kerf­inu ásamt svo­kall­aðri við­bót­ar­trygg­ingu við almanna­trygg­inga­kerf­ið, og vann nefndin eftir þeim hug­mynd­um. Elli­líf­eyrir almanna­trygg­inga mið­að­ist við dag­vinnu­laun verka­manna og nam um 800 þús­und króna á ári á núvirði m.v. árið 1968. Við­bót­ar­trygg­ingin skyldi koma þar ofan á og vera um 77% af grunn­líf­eyri. Iðgjaldið skyldi vera 10% af laun­um, sem skipt­ist milli laun­þega og atvinnu­rek­enda í hlut­föll­unum 2/5 og 3/5 af laun­um. Eft­ir­launa­ald­ur­inn mið­að­ist við 67 ár. Ef iðgjöldin yrðu hærri, t.d. 12 eða 15%, mætti ann­að­hvort hækka greiðslur eða lækka eft­ir­launa­ald­ur­inn. Nefndin taldi sjóða­myndun heppi­legri fyrir íslenskar aðstæður þar sem sparn­að­ar- og fjár­fest­ing­ar­þörf var mun meiri á Íslandi en víða ann­ars­stað­ar. Nú skiptir sjóð­ur­inn öllu máli, en til­gang­ur­inn öllum gleymd­ur. 

Hér er óþarfi að rekja nánar frum­varp um einn líf­eyr­is­sjóð fyrir alla lands­menn og þá miklu vinnu sem fór í það. Nefndin skil­aði frum­varp­inu af sér seint á árinu 1968 þar sem það fór til yfir­lestrar hjá þing­flokk­unum og er þar enn. Þing­menn, ráð­herrar og emb­ætt­is­menn voru allir í góðum líf­eyr­is­sjóðum og höfðu enga per­sónu­lega hags­muni af sam­þykkt þess. Verka­mann urðu áfram að vinna fram í rauðan dauð­an.

Þó má geta þess að þegar félags­mála­ráð­herra var minntur á það í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi að haustið 1968 hafi flokks­þing Alþýðu­flokks­ins sam­þykkt skil­yrði í 8 liðum um þátt­töku í rík­is­stjórn­inni og þar er 3. liður svo hljóð­andi:

„Ákvörðun um að stofn­aður verði líf­eyr­is­sjóður fyrir alla lands­menn eftir til­tek­inn tíma og að almanna­trygg­ingar verði efld­ar.“

Ráð­herra svar­aði þessu svo: „Fyrst og fremst hefur rík­is­stjórnin lýst yfir, að hún vildi að þessu vinna. Þær yfir­lýs­ingar liggja fyr­ir“

Verka­lýðs­hreyf­ingin og vinnu­veit­endur sáu að ekki yrði við unað og sömdu í alls­herjar kjara­samn­ingum 1969 um að setja upp atvinnu­tengda líf­eyr­is­sjóði með skyldu­að­ild og fullri sjóð­söfnun frá byrjun árs 1970. Stofnun þeirra byggð­ist á vinnu við áður­nefnd frum­varp um einn líf­eyr­is­sjóð fyrir alla lands­menn. Rík­is­stjórnin greiddi fyrir gerð kjara­samn­ing­anna með yfir­lýs­ingu um að hún myndi greiða líf­eyri til aldr­aðra félaga stétt­ar­fé­laga innan Alþýðu­sam­bands­ins.

Björn Páls­son, sá snjalli skör­ung­ur, var­aði við þess­ari þró­un, einkum hinni miklu sjóða­myndun hinna nýju líf­eyr­is­sjóða á þingi árið 1971 og sagði m.a.:

„Við­ur­kenna ber, að fyrr­ver­andi ríkis­stjórn fór kæn­lega að, sé miðað við áhuga hennar við að stofna sjóði, með því að láta forráða­menn í sam­tökum stétt­ar­félaga og bænda fall­ast á eða óska eftir stofnun líf­eyr­is­sjóða. Sú beita var notuð að láta atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, stofn­lána­deild og ríkis­sjóð greiða ör­litlar fjár­hæðir til þeirra öldr­uðu fyrstu 15 ár­in. Nema þær fjár­hæðir senni­lega 5-10% af iðgjöldum til líf- eyr­is­sjóða. Þetta er hlið­stætt því, þegar fiski­menn láta síld­ar­bita á öngla, þegar veiða skal ýsu, þorsk og keilu. ...  Á nokkrum ára­tugum hefur safn­ast stór­fé í þessa sjóði, sé löggjöfin óbreytt. Þetta fé verður lánað til ein­stak­linga og atvinnu­fyr­ir­tækja og braskað með það á ýmsan hátt. Sjóðir þessir mun því eiga veru­legan hluta af eignum lands­manna eftir nokkra ára­tugi, hlið­stætt því, sem kaþólska kirkjan átti fyrir siða­skipt­in. Hér er á ferð­inni meiri sósíalís­er­ing en áður hefur þekkzt hér á landi, því að rík­is­valdið mun vilja ráða yfir þessum sjóðum og þeirra starf­semi að meira eða minna leyti. Þetta þýðir því meira rík­is­vald, en minna efna­legt sjálf­stæði ein­stak­linga. Alþingi þarf að breyta þess­ari óvit­ur­legri löggjöf, gera kerfið ein­falt og afnema fram­lög til hinna mörgu lög­bundnu líf­eyr­is­sjóða.“ 

Björn bætti svo við þetta almennri vit­neskju um hina nýstofn­uðu líf­eyr­is­sjóði árið 1971: „Fé­lagar í stétt­ar­fé­lögum og bændur eiga að fá tvö­faldan líf­eyri, þ. e. frá almanna­trygg­ingum og hinum lög­boðnu líf­eyr­is­sjóð­um, þegar þeir taka til starfa.“

Það er þó ekki fyrr en árið 1974 að sett eru lög á grund­velli þess­ara samn­inga sem skyld­uðu alla launa­menn og atvinnu­rek­endur þeirra til að greiða a.m.k. 10% af iðgjöldum til lög­bund­inna eða við­ur­kenndra líf­eyr­is­sjóða. Með lögum frá 1980 náði þessi skylda einnig yfir sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga og árið 1986 var síðan samið um að greidd væru iðgjöld af öllum laun­um, ekki aðeins af dag­vinnu­laun­um. Núver­andi lög um líf­eyr­i­s­jóði tóku gildi 1998.

Fjár­mögnun líf­eyr­is­trygg­inga

Hér má rifja upp hvernig sjúkra­sam­lagið var fjár­magnað þar sem það kemur ekki skýrt fram í dómn­um, heldur er látið að því liggja að rétt­indi skap­ist ein­göngu með lög­heim­ili en í fyrstu var notað við rík­is­borg­ara­rétt og lá hann lengi til grund­vall­ar. Hið rétta er að rétt­indi voru að stærstum hluta fjár­mögnum með iðgjöld­um, sem voru frá­drátt­ar­bær frá tekju­skatti. Iðgjald veitir hins vegar ákveðin rétt­indi, sem dóm­ur­inn horfir fram hjá:

Þegar opin­ber sjúkra­sam­lög komu fyrst til sögu i hreppum lands­ins sam­kvæmt lögum um alþýðu­trygg­ing­ar, nr. 26/1936, voru ár­legar tekjur hvers sam­lags ákveðnar þannig, sbr. 34. og 35. gr. lag­anna: 

 1. Iðgjöld sam­lags­manna 4/6
 2. Fram­lag rík­is­sjóðs 1/6
 3. Fram­lag sveit­ar­sjóðs 1/6

Þetta hélst óbreytt til árs­ins 1943, en með 42. og 47. gr. laga nr. 104/1943 voru tekjur ákveðnar þannig: 

 1. Iðgjöld sam­lags­manna 3/5
 2. Fram­lag rík­is­sjóðs 1/5
 3. Fram­lag sveit­ar­sjóðs 1/5

Næst var þessu breytt með 21. gr. laga nr. 13/1960 og tekjur ákveðnar þannig: 

 1. Iðgjöld sam­lags­manna 10/26
 2. Fram­lag rík­is­sjóðs 11/26

  3. Fram­lag sveit­ar­sjóðs 5/26

Þessi skipun var látin haldast, þegar sett voru lög nr. 40/1963, sbr. 54 og 55. gr. þeirra, eins og þær voru upp­haf­lega, en með 9. og 10. gr. laga nr. 83/1967 var þessum greinum breytt og tekjur ákveðnar þannig: 

 1. Iðgjöld sam­lags­manna 20/87 hlutar
 2. Fram­lag rík­is­sjóðs 50/87 hlutar
 3. Fram­lag sveit­ar­sjóðs 17/87 hlutar

Þessi skipan hélst til laga nr. 67/1971, sbr. 20. gr.

Útgjöld líf­eyr­is­trygg­ing­anna skulu eft­ir­taldir aðilar bera, og skulu fram­lög og iðgjöld þeirra ákveðin með það fyrir aug­um, að kostn­að­ur­inn skipt­ist í þeim hlut­föll­um, er hér grein­ir:

Með lögum nr. 113/1990 um trygg­inga­gjald rann iðgjald líf­eyr­is­trygg­inga inn í trygg­inga­gjaldið ásamt fjórum öðrum gjöld­um: launa­skatti frá 1965, líf­eyr­is­trygg­inga­gjaldi, slysa­trygg­ing­ar­gjaldi frá 1971, vinnu­eft­ir­lits­gjaldi frá 1980 og atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­gjaldi frá árinu 1981. Allt var þetta sam­einað í eitt gjald.

Sam­kvæmt 24. gr. laga nr. 100/2007 eru líf­eyr­is­trygg­ingar almanna­trygg­inga fjár­magn­aðar með trygg­inga­gjald­in­u. 

Um dóm­inn

Aðdrag­andi að stofnun líf­eyr­is­kerf­is­ins á almenna mark­aði kemur ekki alveg nógu skýrt fram í dómnum frekar en fjár­mögnun almanna­trygg­inga, en hvað um það. Stefn­andi bendir á að tvenns konar eign­ar­rétt­indi séu skert, sem í báðum til­vikum njóti verndar 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 1. gr. 1. við­auka mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þótt með ólíkum hætti sé. 

 1. Ann­ars vegar sé skertur réttur stefn­anda til elli­líf­eyris sem stefn­andi öðl­að­ist á grund­velli laga nr. 100/2007 [...] 2009 þegar hún varð 67 ára eftir að hafa búið á Íslandi í a.m.k. þrjú alm­an­aksár frá 16 ára aldri. 

Rík­is­lög­maður fellst ekki á að skyldu­bundnir líf­eyr­is­sjóðir séu við­bót­ar­trygg­ing við almanna­trygg­ingar og byggir í reynd vörn sína á þess­ari maka­lausu sér­plægni þing­manna um að klára ekki mál­ið. Hann segir m.a. um sam­komu­lagið á vinnu­mark­aði í vörn sinni: „Þótt með sam­komu­lag­inu væri miðað að stofnun skyldu­líf­eyr­is­sjóða hafi engar for­sendur verið því sam­fara hvernig um frá­drátt eða skerð­ingu færi til fram­búð­ar, enda ekki á valdi aðila kjara­samn­inga að ákveða þar sem elli­líf­eyrir sé ákveð­inn með lög­um.“ Rík­is­lög­maður bætir svo við: „Þá séu máls­á­stæður um skatt­lagn­ingu greiðslna úr líf­eyr­is­sjóði einnig mál­inu óvið­kom­andi. Sama sé að segja um skatt­lagn­ingu eftir lögum nr. 4/1995 um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.“ Hann hnykkir svo á því með því að segja: „Eins og fram hafi komið sé elli­líf­eyrir úr almanna­trygg­inga­kerf­inu ekki áunn­inn réttur með iðgjöldum eða beinu fram­lagi líf­eyr­isþegans. Réttur til elli­líf­eyris sé því ekki meiri en lög­gjaf­inn skil­greini á hverjum tíma.“ 

Hér fer rík­is­valdið ekki með rétt mál, en eins og vikið var að hér á undan eru líf­eyr­is­trygg­ingar almanna­trygg­inga fjár­magn­aðar með trygg­inga­gjald­inu, sbr. lög nr. 113/1990. Um þetta atriði segir dóm­ari„... þá hefur í dóma­fram­kvæmd Hæsta­réttar ekki verið tekin afstaða til þess hvort líf­eyr­is­rétt­indi sem fjár­mögnuð voru [með] skattfé og án þess að gagn­gjald líf­eyr­is­þega hafi áhrif á rétt­indin falli undir vernd 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.“ Að öðru leyti fjallar dóm­ari ekk­ert um sam­band trygg­inga­gjalds og trygg­inga. Það hefði þurft að skoða þennan þátt miklu bet­ur. Hér hefði t.d. mátt fjalla um eigna­hluta hreppa­sjúkra­sam­lag­anna, en for­feður okkar stofn­uðu alþýðu­trygg­ingar í miðri heimskrepp­unni 1936 og þá varla til að afhenda útgerð­inni eign­ar­hlut­ann, eða hvað? Sam­kvæmt bréfi ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála­ráðu­neytis 1971 runnu þau inn í ný sjúkra­sam­lög. Ráðu­neyt­is­stjór­inn segir m.a.:

Auglýsing
„Eignir og skuldir sjúkra­sam­laga þeirra, sem störf­uðu fyrir gild­is­töku laga þess­ara, yfir­fær­ast á sjúkra­sam­lag það, sem tekur við hlut­verki þeirra, þannig, að helm­ingur hreinna eigna sam­lags þess, sem niður er lagt, skal renna i vara­sjóð hins nýja sam­lags, en helm­ingur skal ganga upp i fram­lög hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lags til hins nýja sam­lags. Sjúkra­trygg­inga­deild Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins ábyrgist skuldir sam­laga þeirra, sem niður eru lögð, sem eigin skuld." 

Í frum­varpi til laga nr. 117/1993, um almanna­trygg­ing­ar, er sagt að eyður og númer laga hafi raskast. Hér hefði dóm­ari mátt taka til­lit til ábyrgðar stjórn­sýsl­unnar þegar rétt­indi og þekk­ing glatast, en í frum­varp­inu segir m.a.:

„Gild­andi lög um almanna­trygg­ing­ar, nr. 67/1971, gengu í gildi 1. jan­úar 1972. Lög­unum hefur á liðnum tveimur ára­tugum verið breytt lið­lega sex­tíu sinn­um. Þótt ýmsar þessar breyt­ingar hafi verið all­um­fangs­miklar hafa lögin aldrei verið end­ur­út­gefin á þessu tíma­bili. ... Fljót­lega kom hins vegar í ljós að við síend­ur­teknar breyt­ingar höfðu eyður mynd­ast í lögin og jafn­vel að númer greina hefði raskast. Nið­ur­staðan varð því sú að nauð­syn­legt væri að fella lögin saman og leggja þau þannig fyrir Alþingi ásamt þeim breyt­ingum sem gera þyrfti á þeim vegna aðildar Íslands að Evr­ópsku efna­hags­svæði. Á 116. lög­gjaf­ar­þingi var lagt frum­varp sem var ann­ars vegar sam­fell­ing lag­anna og hins vegar nauð­syn­legar breyt­ingar vegna EES-­samn­ings­ins. Jafn­framt voru ýmis ákvæði lag­anna, sem í raun voru orðin úrelt vegna eldri breyt­inga, felld nið­ur.“

Almennt trúir fólk að trygg­inga­gjöld veiti trygg­ingu. Að menn tryggi ekki eftir á. Nema stjórn­völd hafi verið að fífla fólk. Láta það halda að það væri að greiða trygg­inga­gjald til að sætta það við hærri skatt síð­ar. Það mætti a.m.k. ætla í dag.

Að öðru leyti fellst dóm­ari ekki alveg á rök rík­is­lög­manns en þó næstum því, og segir m.a.: 

„Í sam­ræmi við það sem að framan er rakið telur dóm­ur­inn að leggja verði til grund­vallar að réttur stefn­anda til elli­líf­eyris sam­kvæmt lögum nr. 100/2007 njóti stjórn­skipu­legrar verndar 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, eins og það ákvæði verður skýrt með hlið­sjón af ákvæði 1. mgr. 1. gr. samn­ings­við­auka nr. 1 við mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og túlkun Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins á því ákvæði, sbr. dóm Hæsta­réttar í máli 391/2016 ... Dóm­ur­inn getur ekki fall­ist á með stefn­anda að reglur laga nr. 100/2007 um áhrif greiðslna úr skyldu­bundnum atvinnu­tengdum líf­eyr­is­sjóði á útreikn­ing elli­líf­eyris sam­kvæmt lögum nr. 100/2007 hafi í för með sér að þau eign­ar­rétt­indi sem fel­ast í líf­eyr­is­rétt­indum stefn­anda í almennum líf­eyr­is­sjóðum séu þar með skert. Þá verður heldur ekki talið að stefn­andi hafi á grund­velli sam­komu­lags aðila vinnu­mark­að­ar­ins árið 1969, og eftir atvikum síð­ari breyt­inga sem byggðust á því sam­komu­lagi, eign­ast rétt­mætar og lög­vernd­aðar vænt­ingar til þess að ekki yrði hróflað við fyr­ir­komu­lagi almanna­trygg­inga um áhrif líf­eyr­is­greiðslna 40 árum frá því að upp­haf­legt sam­komu­lag var gert. Verður því að hafna máls­á­stæðum stefn­anda að því marki sem þær byggj­ast á því að rétt­indi hennar úr almennum líf­eyr­is­sjóðum hafi verið skert.“

 1. Hins vegar sé líf­eyr­is­rétt­indi sem stefn­andi afl­aði sér með iðgjalda­greiðslum í skyldu­bundna atvinnu­tengda líf­eyr­is­sjóði á árunum 1970-2011 skert.

Dóm­ur­inn hljóðar svo:

„Dóm­ur­inn getur ekki fall­ist á með stefn­anda að sá grein­ar­munur sem er gerður á greiðslum úr skyldu­bundnum atvinnu­tengdum líf­eyr­is­sjóðum og öðrum greiðslum sem stefn­andi notar til sam­an­burðar bygg­ist á ómál­efna­legum sjón­ar­miðum sem séu and­stæð jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár eða, eftir atvik­um, 14. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 1. gr. fyrsta við­auka sátt­mál­ans. Þótt skoð­anir geti vissu­lega verið skiptar um fyr­ir­komu­lag og rétt­mæti þeirra skerð­inga sem við­hafðar eru á útreikn­ingi elli­líf­eyris á grund­velli 16. gr. laga nr. 100/2007 er ein­sýnt að þær ganga jafnt yfir alla sem þiggja líf­eyr­is­greiðslur úr atvinnu­tengdum sjóð­u­m.“ 

Með öðrum orðum fellst dóm­ari á rök­semd rík­is­valds­ins að heim­ilt sé að skatt­leggja greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum um 76% á meðan aðrar launa­tekjur eru skatt­lagðar um 31,45% og annar sparn­aður s.s. sér­eign­ar­sjóður og bankainn­stæða ekki skatt­lagt um þessi 45%. 

Þetta er þvert á til­gang­inn með stofnun líf­eyr­is­sjóða eins og hann kom fram hjá Birni Páls­syni hér á und­an. Rík­is­valdið segir þennan mun hvetja aldr­aða til vinnu og stang­ast það algjör­lega á við yfir­lýstan til­gang eft­ir­launa og skatt­leggur ótæpi­lega þá sem hafa lægstar tekj­urnar og greitt hafa í líf­eyr­is­sjóði. Hér má minna á að sér­stakir skattar vegna sér­að­gerða eru í raun ekki til. Það er ekki nóg fyrir stjórn­mála­menn að setja sér­stakt nafn á skatt til að lýsa honum sem sér­stökum skatti, sbr. þjóð­ar­bók­hlöðu­skatt­ur­inn eða tollur á lita­sjón­vörp, sem að nafn­inu til átti að efla íslenska dags­skrár­gerð. Hvor­ugur þess­ara skatta rann heill og óskiptur til við­kom­andi stofn­ana. Skattur Trygg­inga­stofn­unar á greið­endur í líf­eyr­is­sjóði gerir það ekki held­ur. Jafn­framt má benda á að skatta­lög gera ekki grein­ar­mun á launa­greiðslum úr líf­eyr­is­sjóðum eða frá launa­greið­end­um, frekar en launa­greiðslum frá SÍS eða Eim­skip. Hvort tveggja eru laun. Eini mun­ur­inn er að laun­þegi geymir ákveð­inn hluta launa sinna í eft­ir­launa­sjóði til efri ára, sem við­kom­andi greiðir af fullan skatt við útborg­un. Skattar mið­ast við tekjur og því hærri tekjur því hærri skatt­ar. Rík­is­valdið kann hins vegar ráð við þessu. Það færir hluta skatt­heimt­unnar frá fjár­mála­ráð­herra til félags­mála­ráð­herra, þó svo skatt­grunn­ur­inn sé sá sami. Félags­mála­ráð­herra notar ekki tekju­hug­tak skatta­laga heldur ald­ur. Allir sem eru 67 og eldri og fóru að lögum um líf­eyr­is­sjóði skulu greiða 45% í skatt af elli­líf­eyr­in­um. Hvað næst? Skyldi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra leggja á sér­stakan skatt miðað við þyngd lands­manna, og láta Fiski­stofu sjá um vigt­un­ina?

Nið­ur­lag

Þrátt fyrir skýrar reglur um skatta, sbr. Jean Bodin og Adam Smith, þar sem sá fyrr­nefndi fjallar um full­veldi, skatta og endi­mörk skatt­heimtu (1576), en sá síð­ar­nefndi almennar álagn­ing­ar­reglur (1776), þá eru skattar póli­tísk ákvörð­un. Það er því varla sann­gjarnt að ætl­ast til að dóm­stólar leysi mál sem stjórn­mála­menn hafa ekki getað leyst á síð­ustu 60 árum. Þetta mál tekur þó til fleiri þátta, einkum almennrar stjórn­sýslu og sann­girni og ekki til önnur leið. Dómnum hefur verið áfrýj­að. Verði málið hins vegar áfram óleyst getur það haft margs­konar afleið­ingar í för með sér og ýtt undir van­trú á þing­ræði, en varla er það æski­legt, og nú er leitun að hugs­andi manni sem gæti lýst yfir trausti á Alþingi í nútíð og fram­tíð. Mikið er rætt um mis­mun­andi mót­stöðu­afl þjóða gegn illum afleið­ingum þing­ræðis en svo virð­ist að hér á landi séu alveg sér­stök sam­valin vaxt­ar­skil­yrði fyrir ókosti þess. Eitt af því er sér­plægni þing­manna sem fyrr er get­ið, ef ekki fyrir sjálfa sig, þá fyrir flokk­inn. 

Auglýsing
Ólafur Thors, for­sæt­is­ráð­herra tók margoft fram að það væri ekki við­eig­andi að kjör þinga­manna og emb­ætt­is­manna end­ur­spegl­uðu annan raun­veru­leika en hins almenna borg­ara. Þegar hann neydd­ist til að gefa eftir runnu umbætur hans á íslensku þjóð­fé­lagi út í sand­inn. Davíð Odds­son gerði sér grein fyrir þessu og eitt hans fyrsta verk sem for­sæt­is­ráð­herra var að stöðva kjara­dóm. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, er hins vegar af allt öðru sauða­húsi og hefur fært almennt sið­ferði nið­ur. Á hennar tíð hafa laun þing­manna og emb­ætt­is­manna marg­fald­ast og eru nú að auki vísi­tölu­bundin en slíkt tíðkast hvergi nema um lág­marks­laun. Eft­ir­launa­menn og barna­fólk er hins vegar rekið út á vinnu­markað til að hafa í sig og á. Þar með hefur Katrín tyllt sér hægra megin á bekk­inn við hlið­ina á Trump.

Þrátt fyrir fjölda yfir­lýs­inga frá Katrínu Jak­obs­dóttur og Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála­ráð­herra, um mál­efni eft­ir­launa­fólks og öryrkja, er hvergi fjallað um þau í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Þar segir hins veg­ar: „Lög­gjöf og reglu­verk á sviði vinnu­mark­aðar verður skoðað í sam­hengi við þróun vinnu­mark­að­ar­ins og breyt­inga á ráðn­ing­ar­formi milli launa­fólks og atvinnu­rek­enda.“ Rík­is­stjórnin hefur und­ir­búið sig vel. Bjarni Bene­dikts­son skip­aði Jökul H. Úlfs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóra sjóða­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is, til að sjá um kjara­mál rík­is­ins og Svan­hildi Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­mann sinn til fjölda ára, fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs Íslands, en Við­skipta­ráð var á sér­samn­ingi við fjár­mála­ráðu­neyti við samn­ingu skatta­laga fyrir Hrunið 2007. Katrín Jak­obs­dóttir hefur heldur ekki setið auðum höndum og gert sinn „mann“ Höllu Gunn­ars­dótt­ur, að fram­kvæmda­stjóra Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Um leið hefur hún kallað Henný Hins, fyrrum hag­fræð­ing ASÍ, og Bryn­dísi Hlöðvers­dótt­ur, fyrrum rík­is­sátta­semj­ara, til starfa í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Jafn­framt sem Gylfi Arn­björns­son, fyrrum for­seti ASÍ, er kom­inn til starfa fyrir rík­is­stjórn­ina. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrrum for­maður Efl­ing­ar, fékk hins vegar reisupass­ann þegar hún krafði líf­eyr­is­sjóði skýr­inga á sjálftök­unni. Það veit ekki á gott fyrir kom­andi kjara­samn­inga­við­ræð­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar