Stjórnvöld nýti ástandið til að lauma bitlingum til ríkasta fólksins

Forseti ASÍ gefur ekki mikið fyrir aðgerðir stjórnvalda um að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund krónur. „Það er jólagjöfin í ár,“ segir hún.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Þessar áherslur stjórn­valda vekja ekki vonir um að við komumst út úr krepp­unni með jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag. Þvert á móti á að nýta ástandið til að lauma bit­lingum til rík­asta fólks­ins, það er jóla­gjöfin í ár.“

Þetta skrifar Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í viku­legum pistli sínum í dag sem hún nefnir „Millj­arða jóla­gjöf til hinna ríkust­u“.

„Það er handa­gangur í öskj­unni á Alþingi rétt fyrir jól og mögu­leikar almenn­ings, til að greina ákvarð­anir og veita aðhald, taka­mark­að­ir. Nú stendur fyrir dyrum að létta skatt­byrði á þeim allra rík­ustu í sam­fé­lag­inu með því að hækka frí­tekju­mark fjár­magnstekna úr 150 þús­und í 300 þús­und og láta það ná til arð­greiðslna og sölu­hagn­aðs. Aðgerð sem kostar rík­is­sjóð um millj­arð á ári á sama tíma og Land­spít­al­inn þarf að hag­ræða um 4 millj­arða,“ skrifar hún.

Auglýsing

Setur Drífa þessa aðgerð í sam­hengi við bar­átt­una um að ná fram skatta­lækk­unum á þá allra tekju­lægstu í sam­fé­lag­inu sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um. „Sú skatta­lækkun var knúin fram í krafti kjara­við­ræðna og var hluti af kjara­bótum almenn­ings. Samn­inga­við­ræður áttu sér stað og Alþýðu­sam­bandið lagði fram gögn sem sýndu að skatt­byrði hefði auk­ist á þá sem lægst hafa laun­in. Það þurfti mikið afl til að breyta skatt­kerf­inu og það var gert til að auka jöfn­uð.“

Hún segir að nú þegar rík­is­stjórnin vilji létta sköttum á þeim allra rík­ustu og þar með veikja tekju­stofna rík­is­ins sé ekk­ert sam­ráð og afar veikur rök­stuðn­ingur en jóla­gjöfin þeim mun veg­legri.

Rík­asta fólk lands­ins þarf ekki að greiða útsvar til sveit­ar­fé­laga þótt þau nýti þjón­ustu þeirra

„Í því sam­bandi má nefna að núver­andi frí­tekju­mark fjár­magnstekna nýt­ist 90 pró­sent fram­telj­enda. Aðgerðin nýt­ist því 10 pró­sent tekju­hæstu fram­telj­end­unum best. Horfið er af braut jöfn­uðar og ekk­ert sem styður þennan gjörn­ing á tímum þegar rík­is­sjóður hefur sann­an­lega ekki efni á að minnka tekjur sínar nema fyrir því séu afar góð rök. Nær væri að efla tekju­öflun rík­is­ins en með því að veikja tekju­stofna sína er ríkið líka að rýra tekjur sveit­ar­fé­laga. Fleiri munu falla út af atvinnu­leys­is­bótum og þurfa að treysta á fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­lag­anna auk þess sem þau hafa ríkar skyldur að halda uppi vel­ferð á kreppu­tím­um.

Á meðan þarf rík­asta fólk lands­ins, þau sem fá tekjur sínar af pen­ingum og fjár­mála­gjörn­ing­um, ekki að greiða útsvar til sveit­ar­fé­laga þótt þau nýti þjón­ustu þeirra á við alla aðra, hvort sem litið er til snjó­mokst­urs eða leik- og grunn­skóla,“ skrifar Drífa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent