Stjórnvöld nýti ástandið til að lauma bitlingum til ríkasta fólksins

Forseti ASÍ gefur ekki mikið fyrir aðgerðir stjórnvalda um að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund krónur. „Það er jólagjöfin í ár,“ segir hún.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Þessar áherslur stjórn­valda vekja ekki vonir um að við komumst út úr krepp­unni með jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag. Þvert á móti á að nýta ástandið til að lauma bit­lingum til rík­asta fólks­ins, það er jóla­gjöfin í ár.“

Þetta skrifar Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í viku­legum pistli sínum í dag sem hún nefnir „Millj­arða jóla­gjöf til hinna ríkust­u“.

„Það er handa­gangur í öskj­unni á Alþingi rétt fyrir jól og mögu­leikar almenn­ings, til að greina ákvarð­anir og veita aðhald, taka­mark­að­ir. Nú stendur fyrir dyrum að létta skatt­byrði á þeim allra rík­ustu í sam­fé­lag­inu með því að hækka frí­tekju­mark fjár­magnstekna úr 150 þús­und í 300 þús­und og láta það ná til arð­greiðslna og sölu­hagn­aðs. Aðgerð sem kostar rík­is­sjóð um millj­arð á ári á sama tíma og Land­spít­al­inn þarf að hag­ræða um 4 millj­arða,“ skrifar hún.

Auglýsing

Setur Drífa þessa aðgerð í sam­hengi við bar­átt­una um að ná fram skatta­lækk­unum á þá allra tekju­lægstu í sam­fé­lag­inu sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um. „Sú skatta­lækkun var knúin fram í krafti kjara­við­ræðna og var hluti af kjara­bótum almenn­ings. Samn­inga­við­ræður áttu sér stað og Alþýðu­sam­bandið lagði fram gögn sem sýndu að skatt­byrði hefði auk­ist á þá sem lægst hafa laun­in. Það þurfti mikið afl til að breyta skatt­kerf­inu og það var gert til að auka jöfn­uð.“

Hún segir að nú þegar rík­is­stjórnin vilji létta sköttum á þeim allra rík­ustu og þar með veikja tekju­stofna rík­is­ins sé ekk­ert sam­ráð og afar veikur rök­stuðn­ingur en jóla­gjöfin þeim mun veg­legri.

Rík­asta fólk lands­ins þarf ekki að greiða útsvar til sveit­ar­fé­laga þótt þau nýti þjón­ustu þeirra

„Í því sam­bandi má nefna að núver­andi frí­tekju­mark fjár­magnstekna nýt­ist 90 pró­sent fram­telj­enda. Aðgerðin nýt­ist því 10 pró­sent tekju­hæstu fram­telj­end­unum best. Horfið er af braut jöfn­uðar og ekk­ert sem styður þennan gjörn­ing á tímum þegar rík­is­sjóður hefur sann­an­lega ekki efni á að minnka tekjur sínar nema fyrir því séu afar góð rök. Nær væri að efla tekju­öflun rík­is­ins en með því að veikja tekju­stofna sína er ríkið líka að rýra tekjur sveit­ar­fé­laga. Fleiri munu falla út af atvinnu­leys­is­bótum og þurfa að treysta á fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­lag­anna auk þess sem þau hafa ríkar skyldur að halda uppi vel­ferð á kreppu­tím­um.

Á meðan þarf rík­asta fólk lands­ins, þau sem fá tekjur sínar af pen­ingum og fjár­mála­gjörn­ing­um, ekki að greiða útsvar til sveit­ar­fé­laga þótt þau nýti þjón­ustu þeirra á við alla aðra, hvort sem litið er til snjó­mokst­urs eða leik- og grunn­skóla,“ skrifar Drífa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent