Ísland fær 170 þúsund skammta af bóluefni Pfizer

Stjórnvöld ætla að tryggja sér bóluefni fyrir rúmlega 280 þúsund einstaklinga, eða 76 prósent íbúa landsins. Áætlað er að fyrstu skammtar berist um áramót. Þeir duga fyrir 10.600 manns.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa und­ir­ritað samn­ing við bólu­efna­fram­leið­and­ann Pfizer um að fá alls 170 þús­und skammta af bólu­efni þess til Íslands. Hver ein­stak­lingur þarf tvo skammta og því dugar pönt­unin fyrir 85 þús­und manns. 

Gert er ráð fyrir að Lyfja­stofnun Evr­ópu veiti lyf­inu mark­aðs­leyfi í síð­asta lagi 29. des­em­ber næst­kom­andi og í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu segir að áætlað sé að fyrstu skammt­arnir frá Pfizer ber­ist um ára­mót, alls rúm­lega 21 þús­und skammtar sem duga fyrir 10.600 manns.

Tryggðir hafa verið samn­ingar af Íslands hálfu við tvo bólu­efna­fram­leið­endur og sá þriðji er í burð­ar­liðn­um. Ísland hefur þegar gert samn­ing um kaup á bólu­efni Astr­­aZeneca, sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­l­inga. Þann 12. jan­úar fjallar Lyfja­­stofnun Evr­­ópu svo um mark­aðs­­leyfi fyrir bólu­efnið frá Moderna, en fyrir liggja drög að samn­ingi Íslands um kaup að því bólu­efni og einnig bólu­efni sem John­­son & John­­son er að þróa og minni fregnir hafa borist af en hinum þrem­­ur.

Sam­tals tryggja þeir samn­ingar sem hafa verið gerð­ir, eða eru í drög­um, bólu­efni fyrir rúm­lega 280 þús­und ein­stak­linga, eða um 76 pró­sent íbúa lands­ins. Það ætti að vera nóg til að ná hjarð­ó­næmi ef vel gengur að fólk til að láta bólu­setja sig, en til að ná því er gert ráð fyrir að það þurfi að bólu­setja 75 pró­sent lands­manna. Engar for­sendur eru til ann­ars enda sýndi nýleg könnun Mask­ínu að 92 pró­sent lands­manna ætlar að láta bólu­setja sig. 

Ný teg­und bólu­efna

Bólu­efni Pfiz­er-BioNTech og Moderna byggja á svo­kall­aðri mRNA-­tækni en slík bólu­efni inni­halda hluta af erfða­efni SAR­S-CoV-2 veirunn­ar. Þetta er í fyrsta skipti sem þess­ari tækni er beitt við þróun bólu­efna.

Auglýsing
Bóluefni Astr­aZeneca/Ox­ford háskóla og Jans­sen-Cilag byggja á tækni þar sem svo­kall­aðar aden­óv­eirur eru nýttar sem gena­ferjur fyrir hluta af erfða­efni veirunn­ar. Þær veirur geta hins vegar hvorki fjölgað sér né valdið sjúk­dómi. Þess­ari tækni hefur áður verið beitt við þróun bólu­efna.

Þrátt fyrir þennan tækni­lega breyti­leika eiga bólu­efnin það sam­eig­in­legt að þegar þau hafa verið gefin lesa frumur lík­am­ans upp­lýs­ingar erfða­efn­is­ins í bólu­efn­inu og hefja fram­leiðslu á svoköll­uðum gadda­prótein­um.

Ónæm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til varna með því að fram­leiða mótefni og T-frum­ur. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völdum SAR­S-CoV-2 veirunnar þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja hana og ráð­ast gegn henni.

Fyrstu nið­ur­stöður benda til að mRNA-­bólu­efnin veiti 90-95 pró­sent vörn, en Astr­aZeneca bólu­efnið um 70 pró­sent. Ekki er þó hægt að bera þessar tölur beint saman því að rann­sókn­irnar eru ekki gerðar á sama stað og tíma og þýðið er ekki heldur fylli­lega sam­bæri­legt.

Í nýbirtri grein í Lancet, þar sem grein er gerð fyrir fyrstu nið­ur­stöðum um virkni Astr­aZeneca bólu­efn­is­ins, kemur fram að 86,7 pró­sent hinna bólu­settu voru á aldr­inum 18-55 ára og því er ljóst að upp­lýs­ingar um virkni í elsta ald­urs­hópnum eru enn af skornum skammti og lítið hægt að full­yrða um virkni innan þess hóps enn sem komið er.

Nið­ur­stöð­urnar fyrir mRNA-­bólu­efnin tvö hafa enn ekki verið birtar opin­ber­lega í nægum smá­at­riðum og því ekki tíma­bært að mæla með einu bólu­efni frekar en öðru fyrir til­tekna hópa.

Þurfa sam­þykkt frá Lyfja­stofnun Evr­ópu

Bólu­efnin þurfa að fá sam­þykkt frá Lyfja­stofnun Evr­ópu með veit­ingu skil­yrts mark­aðs­leyfis að und­an­gengnu ítar­legu mati á ávinn­ingi og áhættu þeirra hvers fyrir sig. Bólu­efni við COVID-19 eru þróuð og metin sam­kvæmt sömu laga­legu kröfum um gæði, öryggi og virkni og gilda fyrir önnur lyf.

Hvergi er slegið af kröfum um þessi atriði þegar kemur að bólu­efnum við COVID-19. Lyfja­stofnun Evr­ópu notar öll þau úrræði sem stofn­unin hefur yfir að ráða til þess að flýta mats­ferl­inu án þess þó að slaka á þeim kröfum sem gerðar eru til lyfja almennt og spilar áfangamatið þar stóran þátt. Tvö bólu­efni (Pfiz­er/BioNtech og Moderna) eru komin í form­legt umsókn­ar­ferli til að hljóta skil­yrt mark­aðs­leyfi og tvö bólu­efni (Aztr­aZeneca/Ox­ford háskóla og Jans­sen-Cilag) eru í komin áfanga­mat.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent