Loftslagsstefna Íslands verði að vera „miklu gagnsærri og skýrari“

Náttúruverndarsamtök Íslands kalla eftir meiri skýrleika varðandi markmið Íslands um samdrátt í losun fram til ársins 2030 og segja „óboðlegt“ að gengið verði til kosninga á næsta ári án þess að búið verði að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi 2040.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands skora á Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um að skýra betur hver nákvæm­lega stefna Íslands um sam­drátt í losun fram til árs­ins 2030 sé, þegar hún ávarpar leið­toga­fund um lofts­lags­mál sem Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Bret­land og Frakk­land standa að á morg­un. 

Sam­tökin kalla eftir því að Katrín setji fram tölu­leg mark­mið Íslands „refja­laust“, en ekki óljós mark­mið sem háð séu samn­ingum við Evr­ópu­sam­band­ið, um til dæmis 40-46 pró­sent minni losun árið 2030 miðað við 1990, eins og for­sæt­is­ráð­herra nefndi í sam­tali við Vísi í gær.

„Lofts­lags­stefna íslenskra stjórn­valda verður að vera miklu gagn­særri og skýr­ari. Það er engin von til að stjórn­sýsla lofts­lags­mála skýrist þegar ekki er ljóst hvað stjórn­völd vilja,“ segir Árni Finns­son, for­maður sam­tak­anna í sam­tali við Kjarn­ann. 

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna er bent á að í febr­úar hafi Nor­egur end­ur­nýjað fyr­ir­heit sín og norsk stjórn­völd stefni nú á 50 pró­sent sam­drátt, að lág­marki, árið 2030 miðað við 1990. Á sama tíma sé margt óljóst um mark­mið Íslands og stefnu í lofts­lags­mál­um.

„Óboð­legt“ að ekki sé skýrt hvað kolefn­is­hlut­leysi 2040 þýði

„Það er til dæmis ekki ljóst hvað kolefn­is­hlut­leysi 2040 þýð­ir. Og hvað eiga emb­ættimenn þá að ger­a?“ spyr Árni, en auk þess að kalla eftir skýrum tölum um hvað Ísland ætli sér að minnka losun mikið segja sam­tökin að stjórn­völd verði að lög­festa mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.

Þau segja það hrein­lega „óboð­legt“ að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir fari inn í kosn­inga­bar­áttu næsta árs „án þess að kjós­endur séu nokkru nær um hvað hug­takið eða stefnan feli í sér,“ en Árni á sæti í lofts­lags­ráði, sem hefur hvatt stjórn­völd til þess að lög­festa hug­tak­ið.

Í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna segir að ef „kolefn­is­hlut­leysi árið 2040“ sé ekki skil­greint sam­kvæmt íslenskum lögum sé ekki hægt að vita hvað stjórn­völd hyggj­ast fyrir og bent er á að þónokkur ríki hafi þegar lög­fest kolefn­is­hlut­leysi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent