Smit meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd

Kórónuveirusmit hafa greinst meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. Hælisleitendur gagnrýndu Útlendingastofnun í vikunni fyrir aðstöðu á Grensásvegi.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Upp hafa komið COVID-19 smit meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd. Um er að ræða ein­stak­linga sem dvelja í þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í hús­næði með íbúðum fyrir fjöl­skyld­ur. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Í henni segir að fyrsta smitið hafi greinst fyrr í vik­unni og hafi aðrir íbúar þá þegar farið í sótt­kví en nokkrir þeirra greindust smit­aðir í gær.

„Gripið hefur verið til allra við­eig­andi ráð­staf­ana til að ná tökum á útbreiðsl­unni. Hinir smit­uðu hafa verið fluttir í far­sótt­ar­hús í Reykja­vík í sam­vinnu við almanna­varnir en Hafn­ar­fjarð­ar­bær þjón­ustar þá sem dvelja í sótt­kví,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn stað­festi í sam­tali við frétta­stofu RÚV í morgun að um átt smit væri að ræða. Hann sagði að nokkur fjöldi fólks væri í sótt­kví vegna smit­anna en gat ekki stað­fest hversu marg­ir. Smitrakn­ing væri enn í gangi.

Gagn­rýna Útlend­inga­stofnun harð­lega

Hæl­is­leit­endur gagn­rýndu aðstöðu Útlend­inga­stofn­unar á Grens­ás­vegi í vik­unni en í færslu hóps­ins Refu­gees in Iceland á Face­book var birt mynd­skeið af aðstöð­unni þar.

„Enn einu sinni brýtur Útlend­inga­stofnun á mann­rétt­indum og setur heilsu okkar og öryggi í hættu. Fjöldi fólks hefur verið flutt frá Ásbrú í búðir í Reykja­vík (Grens­ás). Við vitum ekki af hverju en við höldum að það sé vegna þess að það sé of kostn­að­ar­samt að reka búð­irnar á Ásbrú.

Undir venju­legum kring­um­stæðum myndum við fagna því að búa á stað sem er fjöl­farn­ari, eins og við höfum óskað eftir í tvö ár núna. En að gera það í miðjum COVID-far­aldri, þegar fólk á meira og minna að vera í ein­angr­un, þýðir að það þarf að gera það vel og var­lega. Það var ekki gert af hendi Útlend­inga­stofn­un­ar.“

Lýsa aðstæðum á Grensás sem hræði­legum

Þá kemur fram í færsl­unni að aðstæður á Grensás séu hræði­leg­ar. Að minnsta kosti tvær mann­eskjur séu í hverju her­bergi og í sumum her­bergjum séu jafn­vel fjórar til fimm. Hæl­is­leit­end­urnir segja að Útlend­inga­stofnun neiti að taka til­lit til þess að sumir þeirra séu í áhættu­hópi þegar kemur að COVID-19.

Þá er bent á að ekki megi fleiri en 10 deila bað­her­bergi en á Grensás séu 32 með tvær hrein­læt­is­að­stöð­ur.

„Allir vita að sótt­varna­ráð­staf­anir eru öfl­ug­asta vopnið gegn frek­ari útbreiðslu COVID-far­ald­urs. Jafn­vel þótt Útlend­inga­stofnun fari eftir 10 manna tak­mörk­un­um, sem hún gerir ekki, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort þetta ætti ekki vera enn strang­ara í far­aldri.“

Segir að aldrei búi fleiri en tveir saman í her­bergi á Grens­ás­vegi

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar vegna búsetu­úr­ræðis fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Grens­ás­vegi segir að 28 her­bergi séu með eld­un­ar­að­stöðu. „42 umsækj­endur um vernd dvelja í hús­næð­inu um þessar mund­ir. Tveir ein­stak­lingar deila her­bergi í flestum til­vikum en þegar um er að ræða ein­stak­linga sem glíma við alvar­leg veik­indi dvelja þeir einir í her­bergi. Aldrei búa fleiri en tveir saman í her­bergi á Grens­ás­veg­i.“

Þá kemur fram að í hús­næð­inu séu átta bað­her­bergi og að verið sé að end­ur­nýja þau, tvö og tvö í einu. Meðan á end­ur­bót­unum stendur séu því sex bað­her­bergi í notkun hverju sinni. Sápa og hand­spritt sé til staðar á bað­her­bergjum og geti íbúar fengið grímur eftir þörfum hjá örygg­is­verði.

„Her­bergið sem sést á myndum í fjöl­miðlum og í mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlum var tekið úr notkun og íbúum þess fengið annað her­bergi þegar þeir létu vita af því að vatns­kran­inn væri bil­að­ur. Þess má geta að her­bergið á mynd­unum er minnsta her­bergið í hús­in­u,“ segir á vef Útlend­inga­stofn­un­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent