Smit meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd

Kórónuveirusmit hafa greinst meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. Hælisleitendur gagnrýndu Útlendingastofnun í vikunni fyrir aðstöðu á Grensásvegi.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Upp hafa komið COVID-19 smit meðal umsækj­enda um alþjóð­lega vernd. Um er að ræða ein­stak­linga sem dvelja í þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í hús­næði með íbúðum fyrir fjöl­skyld­ur. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Í henni segir að fyrsta smitið hafi greinst fyrr í vik­unni og hafi aðrir íbúar þá þegar farið í sótt­kví en nokkrir þeirra greindust smit­aðir í gær.

„Gripið hefur verið til allra við­eig­andi ráð­staf­ana til að ná tökum á útbreiðsl­unni. Hinir smit­uðu hafa verið fluttir í far­sótt­ar­hús í Reykja­vík í sam­vinnu við almanna­varnir en Hafn­ar­fjarð­ar­bær þjón­ustar þá sem dvelja í sótt­kví,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn stað­festi í sam­tali við frétta­stofu RÚV í morgun að um átt smit væri að ræða. Hann sagði að nokkur fjöldi fólks væri í sótt­kví vegna smit­anna en gat ekki stað­fest hversu marg­ir. Smitrakn­ing væri enn í gangi.

Gagn­rýna Útlend­inga­stofnun harð­lega

Hæl­is­leit­endur gagn­rýndu aðstöðu Útlend­inga­stofn­unar á Grens­ás­vegi í vik­unni en í færslu hóps­ins Refu­gees in Iceland á Face­book var birt mynd­skeið af aðstöð­unni þar.

„Enn einu sinni brýtur Útlend­inga­stofnun á mann­rétt­indum og setur heilsu okkar og öryggi í hættu. Fjöldi fólks hefur verið flutt frá Ásbrú í búðir í Reykja­vík (Grens­ás). Við vitum ekki af hverju en við höldum að það sé vegna þess að það sé of kostn­að­ar­samt að reka búð­irnar á Ásbrú.

Undir venju­legum kring­um­stæðum myndum við fagna því að búa á stað sem er fjöl­farn­ari, eins og við höfum óskað eftir í tvö ár núna. En að gera það í miðjum COVID-far­aldri, þegar fólk á meira og minna að vera í ein­angr­un, þýðir að það þarf að gera það vel og var­lega. Það var ekki gert af hendi Útlend­inga­stofn­un­ar.“

Lýsa aðstæðum á Grensás sem hræði­legum

Þá kemur fram í færsl­unni að aðstæður á Grensás séu hræði­leg­ar. Að minnsta kosti tvær mann­eskjur séu í hverju her­bergi og í sumum her­bergjum séu jafn­vel fjórar til fimm. Hæl­is­leit­end­urnir segja að Útlend­inga­stofnun neiti að taka til­lit til þess að sumir þeirra séu í áhættu­hópi þegar kemur að COVID-19.

Þá er bent á að ekki megi fleiri en 10 deila bað­her­bergi en á Grensás séu 32 með tvær hrein­læt­is­að­stöð­ur.

„Allir vita að sótt­varna­ráð­staf­anir eru öfl­ug­asta vopnið gegn frek­ari útbreiðslu COVID-far­ald­urs. Jafn­vel þótt Útlend­inga­stofnun fari eftir 10 manna tak­mörk­un­um, sem hún gerir ekki, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort þetta ætti ekki vera enn strang­ara í far­aldri.“

Segir að aldrei búi fleiri en tveir saman í her­bergi á Grens­ás­vegi

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar vegna búsetu­úr­ræðis fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Grens­ás­vegi segir að 28 her­bergi séu með eld­un­ar­að­stöðu. „42 umsækj­endur um vernd dvelja í hús­næð­inu um þessar mund­ir. Tveir ein­stak­lingar deila her­bergi í flestum til­vikum en þegar um er að ræða ein­stak­linga sem glíma við alvar­leg veik­indi dvelja þeir einir í her­bergi. Aldrei búa fleiri en tveir saman í her­bergi á Grens­ás­veg­i.“

Þá kemur fram að í hús­næð­inu séu átta bað­her­bergi og að verið sé að end­ur­nýja þau, tvö og tvö í einu. Meðan á end­ur­bót­unum stendur séu því sex bað­her­bergi í notkun hverju sinni. Sápa og hand­spritt sé til staðar á bað­her­bergjum og geti íbúar fengið grímur eftir þörfum hjá örygg­is­verði.

„Her­bergið sem sést á myndum í fjöl­miðlum og í mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlum var tekið úr notkun og íbúum þess fengið annað her­bergi þegar þeir létu vita af því að vatns­kran­inn væri bil­að­ur. Þess má geta að her­bergið á mynd­unum er minnsta her­bergið í hús­in­u,“ segir á vef Útlend­inga­stofn­un­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent