„Ekki mikill metnaður heldur bara lágmarkið“

Fyrrverandi þingmaður VG gagnrýnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum og segir ríkisstjórnina einungis festa á blað það lágmark sem sé líklegt að Ísland verði hvort sem er að taka upp í samstarfi við Evrópusambandið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka og fyrrum þing­maður Vinstri grænna, segir það vera tíma­bært og mik­il­vægt að upp­færa mark­mið Íslands um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Frá þessu greinir hann á Face­book í dag en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mun kynna ný mark­mið Íslands í lofts­lags­málum á leið­toga­fundi 12. des­em­ber næst­kom­andi.

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að sam­dráttur verði auk­inn í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda – úr núver­andi mark­miði um 40 pró­sent sam­drátt miðað við árið 1990 í 55 pró­sent eða meira til árs­ins 2030 en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­egi.

„Með því að setja markið á 55 pró­sent sam­drátt er rík­is­stjórnin hins vegar ekki að velja sér metn­að­ar­full mark­mið, heldur bara að festa á blað það lág­mark sem er lík­legt að Ísland verði hvort eð er að taka upp í sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið,“ skrifar Andrés Ingi á Face­book.

Auglýsing

Dan­mörk með mark­mið um 70% sam­drátt

Hann segir að frá því að ESB lýsti yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum fyrir ári síðan hafi verið ljóst að það stefndi í að upp­færa sín mark­mið úr 40 pró­sent í 55 pró­sent. Evr­ópu­þingið sam­þykkti svo í októ­ber á síð­asta ári að stefna frekar að 60 pró­sent en það komi vænt­an­lega í ljós á leið­toga­fundi í dag hvort mark­miðið verði ofan á.

„Innan Evr­ópu eru síðan ein­stök ríki sem sýna mik­inn metnað og ætla sjálf að ganga lengra en sam­eig­in­leg mark­mið ESB krefjast, eins og Dan­mörk sem lög­festi í vor mark­mið um 70 pró­sent sam­drátt í los­un. Því miður virð­ist núver­andi rík­is­stjórn Íslands ekki ná saman um metn­að­ar­full mark­mið eins og dönsku kolleg­arn­ir. Hér á landi er lág­marks­metn­að­ur­inn lát­inn duga í stærsta úrlausn­ar­efni sam­tím­ans,“ skrifar hann.

Efla aðgerðir til að ná mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040

Leið­toga­fund­ur­inn fyrr­nefndur þar sem for­sæt­is­ráð­herra mun kynna ný mark­mið er hald­inn á fimm ára afmæli Par­ís­ar­sátt­mál­ans á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna með breskum og frönskum stjórn­völd­um, í sam­vinnu við Chíle og Ítal­íu. „Til­gangur fund­ar­ins er að vekja athygli á lofts­lags­vánni og skapa vett­vang fyrir nýja sókn til að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins um að halda hnatt­rænni hlýnun innan við 2°C og leita leiða til að tak­marka hlýnun við 1,5°C,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en í til­kynn­ing­unni segir að nýju mark­miðin séu metn­að­ar­full.

Mark­miðin eru þrjú:

  • Auk­inn sam­dráttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Úr núver­andi mark­miði um 40 pró­sent sam­drátt miðað við árið 1990 í 55 pró­sent eða meira til árs­ins 2030, en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­egi.
  • Efldar aðgerðir til að ná mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og áfanga­mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi los­unar á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda í kringum árið 2030.
  • Aukin áhersla á lofts­lagstengd þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni, einkum á sviði sjálf­bærrar orku með til­liti til íslenskrar sér­þekk­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent