„Ekki mikill metnaður heldur bara lágmarkið“

Fyrrverandi þingmaður VG gagnrýnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum og segir ríkisstjórnina einungis festa á blað það lágmark sem sé líklegt að Ísland verði hvort sem er að taka upp í samstarfi við Evrópusambandið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka og fyrrum þing­maður Vinstri grænna, segir það vera tíma­bært og mik­il­vægt að upp­færa mark­mið Íslands um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Frá þessu greinir hann á Face­book í dag en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mun kynna ný mark­mið Íslands í lofts­lags­málum á leið­toga­fundi 12. des­em­ber næst­kom­andi.

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að sam­dráttur verði auk­inn í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda – úr núver­andi mark­miði um 40 pró­sent sam­drátt miðað við árið 1990 í 55 pró­sent eða meira til árs­ins 2030 en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­egi.

„Með því að setja markið á 55 pró­sent sam­drátt er rík­is­stjórnin hins vegar ekki að velja sér metn­að­ar­full mark­mið, heldur bara að festa á blað það lág­mark sem er lík­legt að Ísland verði hvort eð er að taka upp í sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið,“ skrifar Andrés Ingi á Face­book.

Auglýsing

Dan­mörk með mark­mið um 70% sam­drátt

Hann segir að frá því að ESB lýsti yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum fyrir ári síðan hafi verið ljóst að það stefndi í að upp­færa sín mark­mið úr 40 pró­sent í 55 pró­sent. Evr­ópu­þingið sam­þykkti svo í októ­ber á síð­asta ári að stefna frekar að 60 pró­sent en það komi vænt­an­lega í ljós á leið­toga­fundi í dag hvort mark­miðið verði ofan á.

„Innan Evr­ópu eru síðan ein­stök ríki sem sýna mik­inn metnað og ætla sjálf að ganga lengra en sam­eig­in­leg mark­mið ESB krefjast, eins og Dan­mörk sem lög­festi í vor mark­mið um 70 pró­sent sam­drátt í los­un. Því miður virð­ist núver­andi rík­is­stjórn Íslands ekki ná saman um metn­að­ar­full mark­mið eins og dönsku kolleg­arn­ir. Hér á landi er lág­marks­metn­að­ur­inn lát­inn duga í stærsta úrlausn­ar­efni sam­tím­ans,“ skrifar hann.

Efla aðgerðir til að ná mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040

Leið­toga­fund­ur­inn fyrr­nefndur þar sem for­sæt­is­ráð­herra mun kynna ný mark­mið er hald­inn á fimm ára afmæli Par­ís­ar­sátt­mál­ans á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna með breskum og frönskum stjórn­völd­um, í sam­vinnu við Chíle og Ítal­íu. „Til­gangur fund­ar­ins er að vekja athygli á lofts­lags­vánni og skapa vett­vang fyrir nýja sókn til að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins um að halda hnatt­rænni hlýnun innan við 2°C og leita leiða til að tak­marka hlýnun við 1,5°C,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en í til­kynn­ing­unni segir að nýju mark­miðin séu metn­að­ar­full.

Mark­miðin eru þrjú:

  • Auk­inn sam­dráttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Úr núver­andi mark­miði um 40 pró­sent sam­drátt miðað við árið 1990 í 55 pró­sent eða meira til árs­ins 2030, en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­egi.
  • Efldar aðgerðir til að ná mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og áfanga­mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi los­unar á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda í kringum árið 2030.
  • Aukin áhersla á lofts­lagstengd þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni, einkum á sviði sjálf­bærrar orku með til­liti til íslenskrar sér­þekk­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
Kjarninn 27. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent