Þórunn: Annaðhvort að einhenda sér í reiði og fýlu eða gera það besta úr stöðunni

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að við þurfum öll að búa okkur undir öðruvísi jól.

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Á morgun taka gildi breyttar sótt­varna­reglur og þær til­slak­anir sem ein­hverjir von­uð­umst eftir verða ekki að veru­leika. Við þurfum sem sagt að búa okkur undir öðru­vísi jól. Það er tvennt í stöð­unni, ann­að­hvort að ein­henda sér í reiði og fýlu eða velja þann kost­inn að gera það besta úr stöð­unn­i.“

Þetta sagði Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún benti jafn­framt á að við lifðum í ver­öld þar sem spritt­brúsi í vasa væri við­ur­kenndur stað­al­bún­aður og gríma væri hluti af grunn­bún­aði. „Ein­hvern tím­ann tald­ist svona útbúið fólk til hóps sem fáir vildu kenna sig við. En nú er öldin önn­ur. Einn dag­inn munum við öll hugsa til baka til jól­anna 2020 og segja kom­andi kyn­slóðum sögur frá þessum óvenju­legu jólum og hvernig við gerðum okkar besta. Eflaust verður hægt að hlæja að jóla­boð­unum sem haldin voru í gegnum fjar­fund, já eða spila­kvöldum eða það getur verið bara eitt­hvað allt ann­að.“

Auglýsing

Þór­unn fór með lagið um það sem ekki má með heima­til­búnum texta og upp­skar hlátur í þingsal:

Það má ekki halda jóla­boð,

það má ekki drekka saman jóla­mjöð,

það má ekki fara á skemmtun og hitta góða vini,

og það þarf kannski að taka sýni.

Þetta sótt­varna­fólk er svo skrýt­ið,

það er alltaf að banna allt.

Þó maður geri ekki neitt,

það er alltaf að banna allt.

Hún sagði að nú væru Íslend­ingar hvattir til þess að velja jóla­vini. „Þegar fjöl­skyldur búa ekki í sama lands­hluta getur verið snið­ugt að búa til jólakúlu með vinum eða nágrönn­um. Þannig kynn­umst við kannski nýjum jóla­hefðum sem vert er að taka upp. Erf­ið­ast verður þetta þó fyrir ein­stak­linga sem eru í við­kvæmum hóp­um. Hugsa má um nýjar leiðir til þess að gleðja ætt­ingja sem þurfa að halda sig til hlés heilsu sinnar vegna.

Njótum saman raf­rænna sam­veru­stunda. Þær eru öðru­vísi, en til þess að við getum látið þetta ganga upp þurfum við líka að halda öðru­vísi jól,“ sagði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent