Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram

Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.

Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fé­lagið Sam­herji birti nýtt mynd­band á vef­síðu sinni í gær­kvöldi þar sem það seg­ist vera að „leið­rétta rang­færsl­ur“ um félagið Cape Cod FS á Mars­hall-eyj­um, sem Sam­herji segir að hafi komið fram í umfjöllun Kveiks 26. nóv­em­ber í fyrra. 

Sam­herji til­tekur í mynd­band­inu þrjár „ásak­an­ir“ úr þætti Kveiks og segir að full­yrt hafi verið í þætt­inum að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod, að pen­ingar frá Namibíu hafi streymt á reikn­inga félags­ins og verið „þvegn­ir“ og sömu­leiðis að norski rík­is­bank­inn DNB hafi á end­anum lokað á við­skipti Cape Cod af þeim sök­um.

Ekk­ert af þessu þrennu var þó í reynd full­yrt í þessum þætti Kveiks um Sam­herj­a­skjöl­in. Umfjöllun um Cape Cod og DNB hefst eftir 17:50 mín­útur í þætt­in­um, sem sjá má hér.

Auglýsing

Í fyrsta lagi full­yrti frétta­maður Kveiks ekki að Sam­herji hefði átt félagið Cape Cod, heldur sagði hann frá því að norski bank­inn DNB hefði sjálfur talið að Cape Cod væri í eigu Sam­herja, þar sem starfs­maður Sam­herja hefði verið bæði stofn­andi og pró­kúru­hafi reikn­ings Cape Cod í DNB.

Í annan stað var ekk­ert full­yrt í Kveik um að pen­ingar frá Namibíu hefðu verið „þvegn­ir“ í Nor­egi, né að það væri ástæðan fyrir því að reikn­ingi Cape Cod hefði verið lok­að.

Hins vegar var sagt frá því í þætti Kveiks að árið 2017 hefðu komið upp rauð ljós við áhættu­mat inn­an­húss hjá DNB varð­andi við­skipta­vin­inn JPC Shipmana­ga­ment, kýp­verskt móð­ur­fé­lag Cape Cod, auk þess sem sagt var frá því að þrátt fyrir það hefði bank­inn ekki gripið til aðgerða í sam­ræmi við varnir gegn pen­inga­þvætti fyrr en ári seinna, eða árið 2018.

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja. Mynd: Samherji

Einnig kom fram í þætt­inum að Økokrim, efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar, væri með brotala­mir í vörnum DNB gegn pen­inga­þvætti til skoð­un­ar.

Kveikur greindi líka frá því að fjár­munir frá dótt­ur­fé­lögum Sam­herja á Kýp­ur, sem einnig var með reikn­inga í norska bank­an­um, hefðu runnið inn á reikn­inga í eigu Cape Cod. Sömu­leiðis hefði fé runnið frá Cape Cod og inn á reikn­inga Sam­herj­a­fé­laga, en hvergi var full­yrt að pen­inga­þvætti af hálfu Sam­herja hefði verið ástæðan fyrir því að reikn­ingum Cape Cod var lok­að.

Frétta­maður Kveiks sagði „lítið vit­að“ um það af hverju pen­ingar úr Afr­íku­starf­semi Sam­herja hefðu streymt um banka­reikn­inga í Nor­egi, en einnig var sagt frá því að norski bank­inn sjálfur hefði bent á að engin þörf virt­ist vera á því að félögin væru með banka­reikn­inga í Nor­egi.

Sam­herji segir hluti slitna úr sam­hengi

Sam­herji segir Kveik hafa „gefið í skyn að ástæða lok­un­ar­innar hefði verið mögu­leg brot í starf­semi Sam­herja í Namib­íu“ og segir hluti hafa verið slitna úr sam­hengi, þegar Kveikur fjall­aði um áhættu­mat DNB á JPC Shipmana­gement.

Sam­herji gerir athuga­semdir við að ekki hefði verið til­tekið í þætt­inum að milli­færslur til Rúss­lands og Úkra­ínu hefðu verið veiga­mikið atriði í því að rauð ljós kvikn­uðu við áhættu­mat­ið. Skjalið var birt í heild sinni í þætt­in­um.

„Ef þú lest þetta skjal sem hefur verið sýnt í Stund­inni og í Kveik, þarna er um að ræða rúss­neska sjó­menn og úkra­ínska. Það hófst stríð á Krím­skaga og þá fer Rúss­land á svartan lista. Það er í raun athuga­semdin sem DNB ger­ir. Að setja svona fram, það er tvennt sem kemur til greina. Annað hvort er það ill­vilji eða yfir­sjón. Ég vil gefa mér það að þetta hafi verið yfir­sjón,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja í mynd­band­inu.

Greiðsl­urnar sagðar til að tryggja að sjó­menn fengju borgað á réttum tíma

Sam­herji segir að gögn sem hafi mátt finna í Sam­herj­a­skjöl­unum á Wiki­leaks hafi „skýrt eign­ar­hald Cape Cod og hvernig félagið var not­að,“ en að ekk­ert hafi verið fjallað um þessi gögn í Kveik.

„Mikið hefur verið gert úr greiðslum frá dótt­ur­fé­lögum Sam­herja á Kýpur til Cape Cod, sem og greiðslum frá Cape Cod til dótt­ur­fé­lag­anna, en í þætti Sam­herja eru þessar greiðslur skýrð­ar. Um var að ræða lán­veit­ingar og var eini til­gangur þeirra að tryggja að skip­verjar frá Rúss­landi og Úkra­ínu, sem störf­uðu í útgerð­inni í Namib­íu, fengju greitt á réttum tíma,“ segir um þetta á vef Sam­herja, en rakið er í mynd­band­inu hvernig gjald­eyr­is­höft í Namibíu töfðu greiðslur til sjó­manna.

Í mynd­bandi Sam­herja, sem sjá má hér að neð­an, segir Björgólfur Jóhanns­son for­stjóri reyndar einu sinni að Cape Cod sé kýp­verskt félag og á útskýr­ing­ar­myndum sem Sam­herji birtir í mynd­band­inu er Cape Cod sömu­leiðis stað­sett á Kýp­ur. Það er ekki reynd­in, heldur var Cape Cod FS skráð á Mars­hall-eyj­um, sem eru þekkt skatta­skjól.

Norski bank­inn DNB sleit við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs, án útskýr­inga. Ekki hefur komið fram opin­ber­lega af hverju sú ákvörðun var tekin innan bank­ans, en eftir að málið rataði í norska fjöl­miðla snemma í febr­úar sagði Björgólfur að hnökra­laust hefði gengið fyrir sig að færa banka­við­skiptin ann­að.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent