Hver íbúi á Íslandi notar líklega um 110-120 kíló af plasti á ári

Talið er að aðeins 5 prósent af öðru plasti en plastumbúðum skili sér endurvinnslu hér á landi. Í áætlun sem umhverfisráðherra hefur kynnt er að finna átján aðgerðir sem ætlað er að hafa áhrif á hegðun fólks í þeim tilgangi að draga úr notkun plasts.

Plast brotnar í óteljandi búta í hafinu og skolar svo upp í fjörur. Þessir plastbútar tilheyra ógrynni af plastrusli sem tínt var í fjörum í Árneshreppi á Ströndum í sumar.
Plast brotnar í óteljandi búta í hafinu og skolar svo upp í fjörur. Þessir plastbútar tilheyra ógrynni af plastrusli sem tínt var í fjörum í Árneshreppi á Ströndum í sumar.
Auglýsing

Á hverju ári eru notuð um 47 kíló af plast­um­búðum að með­al­tali á hvern íbúa Íslands, eða alls um 16.500 tonn á ári. Þessar tölur ná yfir almennar umbúðir sem not­aðar eru á heim­il­um, stofn­unum og hjá fyr­ir­tækj­um, svo sem umbúðir utan um mat­væli og annan varn­ing, og þær ná yfir drykkj­ar­vöru­um­búðir úr plasti og plast til að vefja utan um hey.



Á síð­ustu árum hafa að með­al­tali 43 pró­sent af plast­um­búðum sem not­aðar eru hér á landi skilað sér til end­ur­vinnslu. Upp­lýs­ingar um notkun ann­ars plasts en umbúða­plasts liggja ekki fyr­ir. Um 40 pró­sent af fram­leiddu plasti í heim­inum eru notuð í umbúðir og 60 pró­sent í annan varn­ing. Ef tekið er mið af þessu hlut­falli og gert ráð fyrir að 40 pró­sent af plast­notkun hér á landi sé vegna umbúða má leiða að því líkum að heild­ar­plast­notkun á Íslandi á hverju ári gæti verið á bil­inu 110-120 kíló á hvern íbúa að með­al­tali. Lítið skilar sér til end­ur­vinnslu af öðru plasti en umbúða­plasti, eða lík­lega innan við 5 pró­sent.



Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í gær áætl­un­ina Úr viðjum plast­s­ins. Hún sam­anstendur af 18 aðgerðum sem miða að því að draga úr plast­notkun í sam­fé­lag­inu, auka end­ur­vinnslu plasts og sporna gegn plast­mengun í hafi.



Meira en helm­ingur aðgerð­anna er þegar kom­inn til fram­kvæmda, til að mynda bann við afhend­ingu burð­ar­poka án gjald­töku. Í sumar sam­þykkti Alþingi frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra þar sem bann var lagt við mark­aðs­setn­ingu ýmissa einnota plast­vara, svo sem bómull­arp­inna, hnífa­p­ara og blöðru­prika.

Auglýsing



Unnið er að því að skylda flokkun á úrgangi og sam­ræma flokk­un­ar­merk­ingar á land­inu öllu með frum­varpi sem lagt verður fram á alþingi í vet­ur. Þá á að auka end­ur­vinnslu á plasti með hag­rænum hvöt­um. Á næsta ára­tug mun ríkið aðstoða sveit­ar­fé­lög á land­inu fjár­hags­lega svo hægt sé að ráð­ast í frek­ari end­ur­bætur á frá­veitu­kerfum og hefta þannig losun örplasts í haf­ið, til að mynda með grænum ofan­vatns­lausn­um. Aug­lýst verður eftir verk­efnum á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins í haust.



 „Að ráð­ast gegn plast­mengun er áskorun sem allar þjóðir heims­ins standa frammi fyrir og hafa óæski­leg áhrif plast­meng­unar á líf­ríki komið æ betur í ljós á síð­ustu árum og er mik­il­vægt fyrir íslenskt sam­fé­lag að grípa til aðgerða til að draga úr óábyrgri og óþarfri notkun plasts hér á landi, auka end­ur­vinnslu plasts og lág­marka magn þess plasts sem ratar út í umhverf­ið, ekki síst til sjáv­ar,“ er haft eftir Guð­mundi Inga Guð­brands­syni, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, í til­kynn­ingu vegna aðgerða­á­ætl­un­ar­inn­ar.



Aðgerð­irnar átján byggja á til­lögum sam­ráðs­vett­vangs um aðgerða­á­ætlun í plast­mál­efnum sem ráð­herra skip­aði árið 2018 og í sátu full­trúar stjórn­valda, atvinnu­lífs, félaga­sam­taka og þing­flokka.



Aðgerð­unum er skipt í þrjá hluta eftir eðli þeirra.



Dregið úr notkun plasts



Aðgerð 1: Notkun burð­ar­poka úr plasti verður hætt.



Aðgerð 2: Dregið úr umhverf­is­á­hrifum af til­teknum vörum úr plasti.



Aðgerð 3: Styrkir til rann­sókna og þró­unar á plast­lausum lausn­um.



Aðgerð 4: Vit­und­ar­vakn­ing um ofnotkun einnota plast­vara.



Aðgerð 5: Við­ur­kenn­ing fyrir fram­úr­skar­andi plast­lausar lausn­ir.



Aðgerð 6: Þátt­taka í Grænum skrefum í rík­is­rekstri gerð almenn.



Aðgerð 7: Neyt­endum auð­veldað að fá afgreidd mat­væli í eigin umbúð­ir.



Aðgerð 8: Ábyrg notkun plasts í atvinnu­líf­inu.



Aukin end­ur­vinnsla plasts



Aðgerð 9: Inn­leið­ing skyldu til sam­ræmdrar flokk­unar úrgangs.



Aðgerð 10: Athugun á mögu­leikum til álagn­ingar úrvinnslu­gjalds á fleiri plast­vör­ur.



Aðgerð 11: Grænar lausnir fyrir atvinnu­lífið - mið­læg upp­lýs­inga­gjöf.



Aðgerð 12: Græn nýsköp­un.



Plast í hafi



Aðgerð 13: Sam­ræmdar rann­sóknir á plast­mengun í hafi.



Aðgerð 14: Bætt skólp­hreins­un.



Aðgerð 15: Dregið úr losun örplasts með ofan­vatni.



Aðgerð 16: Tak­mark­anir á mark­aðs­setn­ingu snyrti­vara sem inni­halda örplast.



 Að­gerð 17: Hreinsun íslenskra stranda.



Aðgerð 18: Meiri end­ur­heimt tap­aðra veið­ar­færa.



Pólý.... hvað?



Plast er í raun sam­heiti yfir mörg efna­sam­bönd. Þessi efna­sam­bönd eiga það sam­eig­in­legt að vera svo­kall­aðar fjölliður og þau eru jafnan létt en sterk­byggð og brotna ekki niður í umhverf­inu nema á mjög löngum tíma. Að lík­indum tekur það fleiri hund­ruð ár fyrir plast að brotna að fullu nið­ur, sem líf­nið­ur­brjót­an­leg efna­sam­bönd gera á fáeinum dögum eða vik­um, segir í aðgerða­á­ætl­un­inni.



Algeng­ustu plast­fjöllið­urnar sem not­aðar eru í vörur til almennra nota eru pólý­etý­len (PE), pólýprópý­len (PP), pólý­vínyl­klóríð (PVC), pólý­etý­lenter­eþalat (PET), pólýkar­bónat (PC), pólý­metýl­metakrýlat (PMMA), akrýlónítríl­bútadíen­stýren (ABS) og pólý­stýren(PS).



Við sem kaupum vörur eigum því í erf­ið­leikum með að átta okkur á hverjar þeirra inni­halda plast. Og plast leyn­ist í fleiri vörum en þeim aug­ljósu, t.d. í snyrti­vörum margs­kon­ar.

Litskrúðug plaströr eiga eftir að missa litinn en þó haldast nokkuð heil í hafinu í áratugi eða lengur.

Um 40 pró­sent af fram­leiddu plasti í heim­inum eru notuð í umbúð­ir, 20 pró­sent í bygg­ing­ar, 10 pró­sent í öku­tæki, 6 pró­sent í raf­tæki og 24 pró­sent í ann­að, s.s. fatn­að, hús­gögn, lækn­inga­tæki og vörur til notk­unar í land­bún­aði.



„Plast sem endar í umhverf­inu veldur umhverf­is­vá,“ segir í aðgerða­á­ætl­un­inni og á það ekki síst við um vist­kerfi hafs­ins. Sjáv­ar­dýr fest­ast í plast­úr­gangi og hljóta af því sár eða deyja. Fuglar og önnur dýr taka plast­úr­gang fyrir fæðu og deyja úr vannær­ingu. Efna­sam­böndum sem geta verið skað­leg líf­ríki er gjarnan blandað í plast við fram­leiðslu, til að ná fram til­teknum eig­in­leik­um, og í plasti eru jafn­framt leifar af hvar­fefnum sem notuð voru við fram­leiðsl­una. Þessi efna­sam­bönd geta losnað úr plast­inu og ber­ist þau í umhverfið geta þau haft skað­leg áhrif. Þau eru oft það sem kallað er þrá­virk og þau safn­ast því fyrir í líf­ver­um.

Skað­leg efni

Plast hefur enn fremur þann eig­in­leika að við það vilja loða ýmis efna­sam­bönd og örverur sem það kemst í snert­ingu við á ferða­lagi sínu á leið til sjáv­ar. Sjálft plastið og óæski­leg efna­sam­bönd og örverur sem fylgja því geta því verið skað­leg líf­verum sem inn­byrða plastið og m.a. haft áhrif á inn­kirtla­starf­semi. Örplast sem líf­verur inn­byrða safn­ast jafn­framt fyrir í þeim og fær­ist upp fæðu­keðj­una. Á síð­ustu árum hafa fjöl­margar rann­sóknir leitt í ljós að örplast er að finna í drykkj­ar­vatni um allan heim. Hvort tveggja í drykkj­ar­vatni af krana og í því sem tappað hefur verið á flösk­ur. „Þótt enn sem komið er hafi ekki komið fram aug­ljósar vís­bend­ingar um að örplast í drykkj­ar­vatni hafi áhrif á heilsu fólks þá er samt sem áður knýj­andi þörf á að grípa til aðgerða til að draga úr streymi plasts út í umhverfið og draga úr plast­meng­un,“ stendur í aðgerða­á­ætl­un­inni.

Einnota plastvörur heyra brátt sögunni til.

Þótt plast henti í sumum til­fellum vel sem hrá­efni í ýmsar vörur þá er mikið af þeim vörum sem fram­leiddar eru úr plasti gerðar til að vera í notkun ein­ungis stutta stund. Jafn­vel ein­ungis til notk­unar einu sinni. Í aðgerða­á­ætl­un­inni er bent á að það sé í engu sam­ræmi við hversu sterkt og end­ing­ar­gott plast jafnan er. Í flestum til­fellum séu til margnota stað­göngu­vörur eða einnota vörur úr öðrum efni­viði sem hafa minni umhverf­is­á­hrif en einnota plast­vör­ur. „Notkun á einnota plast­vörum er því oft óþörf og teng­ist venjum sem hafa skap­ast á síð­ustu árum og ára­tug­um, fremur en nauð­syn.“



Aðgerð­unum átján sem settar eru fram í áætl­un­inni sem nú hefur litið dags­ins ljós, er ætlað að hafa áhrif á hegðun fólks í þeim til­gangi að draga úr notkun plasts meðal almenn­ings, atvinnu­lífs og opin­berra stofn­ana, m.a. með því að stuðla að frek­ari notkun fjöl­nota vara í stað einnota plast­vara. Aðgerð­irnar eiga jafn­framt að stuðla að auk­inni flokkun plast­úr­gangs og er ætl­unin að nýta hag­ræna hvata til að auka end­ur­vinnslu úrgangs­ins. Síð­ast en ekki síst er aðgerð­unum ætlað að varpa ljósi á hversu mikil plast­mengun er í haf­inu við Ísland, stuðla að hreinsun stranda og að draga veru­lega úr losun plasts út í umhverf­ið, þ.m.t. í haf­ið.



Aðgerða­á­ætl­un­inni er ætlað að vera áfangi í bar­átt­unni gegn þeirri vá sem plast í umhverf­inu er. „Um er að ræða umfangs­mikið verk­efni sem er rétt að hefj­ast og er mik­il­vægt að stjórn­völd leggi áherslu á það næstu ára­tug­i,“ segir í skýrsl­unni.



Til að fylgja eftir fram­kvæmd áætl­un­ar­innar mun umhverf­is– og auð­linda­ráð­herra skipa stýri­hóp full­trúa rík­is, sveit­ar­fé­laga, atvinnu­lífs og mögu­lega fleiri aðila. Hlut­verk stýri­hóps­ins verður m.a. að fylgja því eftir að fram­kvæmd aðgerða miði áfram og að vera vett­vangur umræðu um aðgerð­irn­ar, plast­mál­efni og mögu­legar frek­ari aðgerðir gegn plast­mengun sem fýsi­legt væri að grípa til í nán­ustu fram­tíð. Stýri­hóp­ur­inn getur þannig lagt til við ráð­herra að áætl­unin eða ein­stakar aðgerðir hennar verði end­ur­skoð­að­ar.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent