Fishrot-málið bar á góma hjá utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings

Randy Berry, sem líklega verður brátt skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Namibíu, ræddi um Fishrot-skandalinn og spillingarvarnir í Namibíu er hann kom fyrir þingnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í liðinni viku.

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og sakborningur í þeim anga Fishrot-málsins sem hefur verið til rannsóknar þar í landi.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og sakborningur í þeim anga Fishrot-málsins sem hefur verið til rannsóknar þar í landi.
Auglýsing

Öld­unga­deild­ar­þing­maður Demókra­ta­flokks­ins gerði Fis­hrot-­málið svo­kall­aða, sem varðar meintar mútu­greiðslur íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja til namibískra áhrifa­manna, að umtals­efni á opnum fundi utan­rík­is­mála­nefndar þings­ins síð­ast­lið­inn fimmtu­dag.

Þar sátu nokkur sendi­herra­efni, sem til­nefnd hafa verið í emb­ætti af Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, fyrir svörum nefnd­ar­manna. Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær var Carrin F. Pat­man, sem til­nefnd hefur verið í emb­ætti hér á Íslandi þar á með­al. En einnig diplómat­inn Randy Berry, sem hefur verið sendi­herra Banda­ríkj­anna í Nepal und­an­farin ár. Nú stendur til að hann fær­ist til Namib­íu.

Þing­mað­ur­inn Dan Car­din vildi ræða um spill­ingu í Namibíu við Berry. Car­din byrj­aði á að halda því til haga að Namibía er nokkuð ofar­lega á spill­ing­ar­mæli­kvarða Tran­sparency International, eða 58. sæti af um 180 ríkjum og í 6. sæti af ríkjum Afr­íku, en minnt­ist svo á að nýlega hefðu namibísk stjórn­völd tek­ist á við stóran spill­ing­arskandal, kall­aðan Fis­hrot, sem tengd­ist úthlutun kvóta.

Auglýsing

Car­din vildi vita hvernig Berry myndi beita slag­krafti sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Namibíu gegn spill­ingu í Namib­íu, ef hann yrði skip­aður sendi­herra, eins og allt útlit er fyr­ir.

Berry svar­aði því til að hann teldi engan vafa á að spill­ing, sér í lagi þegar kjörnir full­trúar og emb­ætt­is­menn stæðu ekki undir trausti fólks­ins, væru ein helsta ógnin við lýð­ræð­ið.

Randy Berry hefur verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna í Namibíu.

„…og ég held að Fis­hrot-skandall­inn hafi opin­berað nokkra af þeim veik­leikum sem ungt lýð­ræði Namibíu glímir við á þessu svið­i,“ sagði Berry, en bætti svo við að hann vildi benda á nokkra upp­örvandi punkta sem hægt væri að sjá varð­andi mál­ið.

Í fyrsta lagi hefði málið kom­ist upp vegna umfjall­ana frjálsra og óháðra fjöl­miðla. Í öðru lagi hefðu namibísk stjórn­völd vikið þeim stjórn­mála- og áhrifa­mönnum sem voru sak­aðir um spill­ingu í mál­inu og hefðu komið þeim fyrir dóm.

Berry sagði í svari sínu, og raunar í skrif­legum vitn­is­burði sínum líka, að hann myndi leggja áherslu á spill­ing­ar­varnir í störfum sín­um, ef hann yrði skip­aður sendi­herra og að banda­rísk stjórn­völd myndu eiga í sam­starfi við namibísk stjórn­völd til þess að lág­marka tæki­færin til spill­ingar í land­inu.

Banda­ríkin beittu ráð­herrana tvo refsi­að­gerðum

Á meðal sak­born­inga í Fis­hrot-­mál­inu í Namibíu eru tveir fyrr­ver­andi ráð­herra í rík­is­stjórn lands­ins, þeir Bern­hard Esau og Sacky Shang­hala. Þeir hafa setið í gæslu­varð­haldi síðan í árs­­lok 2019. Síð­asta sumar greindu banda­rísk stjórn­völd frá því að þeir hefðu verið beittir refsi­að­gerð­um, sem fel­ast í því að þeim hefur verið meinað að ferð­ast til Banda­­ríkj­anna.

Í til­­kynn­ingu á vef banda­ríska utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins um miðjan júní í fyrra sagði að þeir Esau og Shang­hala hefðu grafið undan trú namibísku þjóð­­ar­innar á lýð­ræð­is­­legum stofn­unum með því að hafa notað póli­­tísk áhrif sín og opin­berar valda­­stöður til að hagn­­ast per­­són­u­­lega með þátt­­töku í mark­verðri spill­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent