Upplýsingamengun í annarra boði!

Forseti Alþingis svarar grein prófessors við lagadeild HR sem birt var á Kjarnanum í gær.

Auglýsing

Doktor Bjarni Már Magn­ús­son, pró­fessor við laga­deild HR. hefur sent frá sér grein rétt í þessu til birt­ingar í Kjarn­anum sem hann nefn­ir; „upp­lýs­inga­mengun í boði Alþing­is.“

Það er ekki ráð­ist á garð­inn þar sem hann er lægstur að svara slík­um, en óum­flýj­an­legt þar sem veru­legs mis­skiln­ings svo ekki sé sagt van­þekk­ingar gætir í grein­inni á því hvernig um útgáfu laga­safns­ins er búið.

­Fyrir það fyrsta er það sér­stök rit­stjórn laga­safns­ins sem fer með það hlut­verk, sbr. 9. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað, sem dóms­mála­ráð­herra skip­ar. For­seti Alþingis til­nefnir að vísu einn mann í þá rit­stjórn en hún er sem slík sjálf­stæð og for­seti Alþingis hefur ekki afskipti af hennar störf­um. Rit­stjórnin mótar sér rit­stjórn­ar­stefnu og hef ég ástæðu til að ætla að sú sem nú situr hafi siglt eftir svip­uðum sigl­inga­ljósum og þær næstu á undan henn­i. 

Hitt er allt annað mál að laga­safnið er aðgengi­legt á vef Alþingis enda mikið til þess gripið hér á bæ eðli máls­ins sam­kvæmt, ekki síst í störfum þing­nefnda. Það, að laga­safnið sé aðgengi­legt á vef Alþing­is, gefur hins vegar leikum hvað þá lærðum engin til­efni til að álykta út frá því að Alþingi sé ábyrgt fyrir útgáf­unni og slá um sig með krassandi fyr­ir­sögnum á grund­velli þess.

Auglýsing
Með þessu er ekki sagt að ekki megi gera betur hvað varðar skýr­leika og fram­setn­ingu við birt­ingu laga­safns­ins sem nú er raf­ræn og hefur verið síðan síð­asta prent­aða útgáfan kom 2007. Ábend­ingar Bjarna Más hvað varðar mis­ræmi í birt­ingu alþjóða­samn­inga og/eða fyr­ir­vara sem við þá kunna að hafa verið gerðir eru allrar athygli verðar og til­valið að beina því til rit­stjórnar laga­safns­ins að fara yfir það mál og bæta úr ef við á. En, aftur verður þá að beina slíku í rétta átt og ekki hengja hér bak­ara fyrir smið, þ.e. Alþingi í stað þess að eiga það við rit­stjórn­ina. Einnig ber að hafa í huga að halli er á birt­ingu alþjóða­samn­inga í C-deild stjórn­ar­tíð­inda, en það er verk­efni utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins en ekki Alþingis að drífa þá hluti áfram.

Höf­undur er for­seti Alþing­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar