Upplýsingar um dánaraðstoð grundvöllur umræðu

Beiðni níu þingmanna um skýrslu um dánaraðstoð hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingmennirnir telja að til þess að umræðan um dán­ar­að­stoð geti þroskast og verið mál­efna­leg þá verði að liggja fyrir skýrar og hlutlausar upp­lýs­ingar.

Eldri manneskja
Auglýsing

Beiðni níu þing­manna úr ­Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Vinstri græn­um, Pírötum og Sam­fylk­ingu um að heil­brigð­is­ráð­herra flytji Alþingi skýrslu um dán­ar­að­stoð var sam­þykkt í gær. Óskað var eftir því að fjallað yrði um ­tíðni, ástæð­ur, reynslu og skil­yrði dán­ar­að­stoðar þar sem hún er leyfð. Auk þess vilja þing­menn­irnir að skoðað sé að gera við­horfskönnun á meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar. 

End­ur­tekin beiðni um slíka skýrslu 

Dán­ar­að­stoð er þýð­ing á gríska orð­inu evþanasía sem merkir að binda enda á líf af ásetn­ingi til þess að leysa við­kom­andi undan óbæri­legum sárs­auka eða þján­ing­um. 

Beiðni um skýrslu um dán­ar­að­stoð hafði áður verið lögð fram fimm sinnum á Alþingi. Beiðni um skýrsl­una var leyfð á Alþingi í júní síð­ast­liðnum með atkvæða­greiðslu en skýrslan barst aldrei þing­inu. Í sept­em­ber 2018 var þingá­lykt­un­ar­til­laga um slíka beiðni jafn­framt send til vel­­ferð­­ar­­nefndar þar sem hún dag­aði upp­i. 

Tutt­ugu umsögnum var þó skilað inn um þá til­lögu sem lögð var fram í sept­em­ber. Meðal þeirra sem skil­uðu inn umsögn var Emb­ætti land­lækn­is, Alþýð­u­­­sam­­­band Íslands, Sið­­­mennt, Kaþ­ólsku kirkjan á Íslandi og Lækna­­­fé­lag Íslands.

Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga fylgj­andi dán­ar­að­stoð 

Emb­ætti land­læknis mælti ein­­­dregið gegn ­­þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­unn­i í sinni umsögn og sagði að ekki væri ráð að færa umræð­una um dán­­­ar­að­­­stoð inn á Alþingi Íslend­inga. Frekar ætti að ræða mál­efnið í sam­nor­ræn­um vett­vang­i utan þings og án þrýst­ings frá stjórn­­­­­mál­u­m. 

Lífs­virð­ing­­, félag um dán­­­ar­að­­­stoð, hvatti hins vegar Alþingi ein­­­dregið til að sam­­­þykkja þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lög­una. Í nýrri könnun sem Ma­sk­ína fram­kvæmdi fyrir hönd Lífs­virð­ingar kemur fram að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga seg­ist vera hlynnt­ur því að þeir sem vilji binda enda á líf sitt vegna sjúk­dóms sem er ólækn­andi eða ástands sem þeir meta óbæri­legt fái að gera það með aðstoð.

Þá ­segjast fleiri Íslend­ingar vera hlynntir dán­ar­að­stoð í könnun Líf­virð­ingar en í svip­aðri könnun Sið­menntar frá árinu 2015, eða alls 77,7 pró­sent árið 2019 og 74,5 pró­sent árið 2015.

Flestir fylgj­andi „hol­­lensku leið­inn­i“ 

Í könnun Lífs­virð­ingar var jafn­framt spurt um hvaða aðferð Íslend­ingar ættu að nota ef dán­­ar­að­­stoð yrði lög­leyfð en í dag er not­­ast við þrjár meg­in­að­­ferðir við dán­­ar­að­­stoð í heim­in­um. Alls völdu 47 pró­sent leið­ina: „Læknir gefur ban­vænt lyf í æð“ sem oft er nefnd „hol­­lenska leið­in“ en á ensku heitir hún eut­hanasia og er notuð í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­­borg. Í þeim Hollandi og Belgíu var þessi aðferð leyf með lögum árið 2002 en í Lúx­em­­borg árið 2008.

Í Holland­i eiga sjúk­l­ingar ekki rétt á líkn­­ar­drápi og lækni ber aldrei skylda til að aðstoða við líkn­­ar­dráp. Hann má hins vegar aðstoða ef hann er sann­­færður um að sjúk­l­ingur upp­­­fyllir skil­yrði reglna og telur ekki aðra lausn draga úr eða lina þján­ingar sjúk­l­ings­ins. Árið 2017 fengu 4,4 pró­­sent þeirra sem lét­ust í Hollandi aðstoð við að deyja eða 6585 ein­stak­l­ing­­ar.

Árið 2010 var gerð könnun á afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks hér á landi til dán­ar­að­stoð­ar­. ­Nið­ur­stað­an var sú að dán­ar­að­stoð þótti rétt­læt­an­legt hjá 18 pró­sent lækna og 20 pró­sent hjúkr­un­ar­fræð­inga en aðeins 3 pró­sent þeirra vildu verða við slíkri ósk. Þing­menn­irn­ir ­sem lögðu fram fyrr­nefnda skýrslu­beiðni ósk­uðu eftir því að slík könnun verði fram­kvæmd aftur á meðal heil­brigð­is­starfs­fólks. 

Nauð­syn­leg umræða um við­kvæmt mál

Í grein­ar­gerð beiðn­innar segir að á síð­ustu árum hafi reglu­lega komið upp umræða í íslensku sam­fé­lagi um dán­ar­að­stoð, líkn­ar­dráp eða sjálfs­víg með aðstoð og að ljóst sé að umgjörð um þetta við­kvæma mál sé mis­mun­andi eftir lönd­um.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld BeckÞing­menn­irnir telja að til þess að umræðan um dán­ar­að­stoð geti þroskast og verið mál­efna­leg þá verði að liggja fyrir upp­lýs­ingar um stöðu þess­ara mála í öðrum lönd­um, svo og upp­lýs­ingar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks hér á landi. Því sé mik­il­vægt að stjórn­völd safni þeim upp­lýs­ingum saman og setji fram á skýran og hlut­lausan hátt.

„Beiðni þessi felur ekki í sér afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta lögum hér­lend­is. Til­gang­ur­inn er að treysta grund­völl nauð­syn­legrar umræðu um við­kvæmt mál,“ segir að lokum í grein­ar­gerð­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent