Líknardrápum fjölgar stöðugt í Hollandi

Líknardrápum hefur fjölgað um tuttugu prósent á síðustu tveimur árum í Hollandi en líknardráp hefur verið löglegt þar í landi frá árinu 2002. Á Íslandi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram þrívegis en skiptar skoðanir eru um málefnið

Eldri manneskja
Auglýsing

Líkn­ar­drápum hefur fjölgað um tæp 20 pró­sent á tveimur árum í Hollandi. Líkn­ar­dráp var lög­leitt árið 2002 í Hollandi en þar í landi er beint líkn­ar­dráp leyfi­legt, þar sem læknir gefur ban­væna lyfja­gjöf í æð, en aðstoð við sjálfs­víg er þar einnig leyfi­leg. Árið 2017 fengu 4,4 pró­sent þeirra sem lét­ust í Hollandi aðstoð við að deyja eða 6585 ein­stak­ling­ar. Frá þessu er greint í Lækna­blað­inu.

„Til­fell­unum hefur fjölgað í gegnum árin en nú teljum við að jafn­vægi sé að nást,“ seg­ir Ant­ina de Jong, doktor í sið­fræði, en hún tal­aði fyrir kon­ung­legu hol­lensku lækna­sam­tök­un­um á ráð­stefnu lækna­fé­lags Íslands og Alþjóða­lækna­fé­lags­ins um lífsið­fræði, sem haldin var í Hörpu í októ­ber.

Sam­kvæmt Ant­in­u de Jong ­mega læknar í Hollandi aðstoða við and­lát en regl­urnar eru strang­ar. Grund­vall­ar­regl­urn­ar eru að það liggi fyrir frjáls og vel íhuguð beiðni sjúk­lings, til staðar séu óbæri­legar þján­ingar án mögu­leika á bættri líð­an. Að sjúk­lingar séu upp­lýstir um stöðu sína og líkur á bata og að sann­ar­lega sé engin önnur skyn­sam­leg lausn í boði. Þá þarf sam­ráð við annan lækni og fram­kvæma þarf líkn­ar­dráp með aðgát segir í umfjöllun Lækna­blaðs­ins.

Auglýsing

Í Holland­i eiga sjúk­lingar ekki rétt á líkn­ar­drápi og lækni ber aldrei skylda til að aðstoða við líkn­ar­dráp. Hann má hins vegar aðstoða ef hann er sann­færður um að sjúk­lingur upp­fyllir skil­yrði reglna og telur ekki aðra lausn draga úr eða lina þján­ingar sjúk­lings­ins. Af þessum ríf­lega 6000 and­látum í fyrra eru fimm þeirra í nán­ari skoðun opin­bers saksak­sókn­ara, sam­kvæmt Jong eru það mál þar sem ekki var farið eft­ir grund­vall­ar­regl­um.

Umræða um líkn­ar­dráp á Íslandi

Á Alþingi hefur þings­á­lykt­un­ar­til­laga um dán­ar­að­stoð verið lögð fram þrí­veg­is. Nú síð­ast í lok sept­em­ber af sjö þing­mönnum úr öllum þing­flokk­unum nema Flokk fólks­ins. Til­lagan var rædd á þingi og fór til umfjöll­unar í vel­ferð­ar­nefnd.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að heil­brigð­is­ráð­herra yrði falið að taka saman upp­lýs­ingar um þróun lag­ara­mma þar sem dán­ar­að­stoð er leyfð. Einnig er lagt til að opin­ber umræða í nágranna­löndum sé skoð­uð. Ásamt því yrði gerð skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra og hvort starfs­menn telji dán­ar­að­stoð vera rétt­læt­an­lega í ákveðnum til­fellum og hvort þeir væru til­búnir að verða við slíkri ósk að upp­fylltum skil­yrðum og að því gefnu að það sam­ræm­ist íslenskum lög­um. Lagt er til að skýrsla um málið verið skilað fyrir lok febr­úar 2019.

75 pró­sent Íslend­inga hlynnt dán­ar­að­stoð

Í nóv­em­ber 2015 lét Sið­mennt gera könnun á lífs­skoð­unum og trú Íslend­inga þar sem fram kom að 75 pró­sent aðspurðar voru mjög eða frekar hlynntir því að ein­stak­lingur geti feng­ið að­stoð ið að binda enda á líf sitt ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi. Átján pró­sent voru hvorki né en 7,1 pró­sent mjög eða frekar and­víg.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÁrið 2010 var gerð könnun um afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­fólks til sið­fræð­i­­legra álita­­mála um tak­­mörk­un ­­með­­­ferð­­ar­ við lífslok, var gerð var nið­­ur­­staðan sú að líkn­­ar­dráp þótti rétt­læt­an­­legt hjá 18 pró­­sent lækna og 20 pró­­sent  hjúkr­un­­ar­fræð­inga en aðeins 3 pró­­sent vildu verða við slíkri ósk. Frá þessu er greint í grein­­ar­­gerð ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Í grein­ar­gerð­inni segir að umræður um dán­ar­að­stoð hafi sprottið upp hér á landi í meira mæli eftir að stofnuð voru sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð og í kjöl­far skoð­ana­könn­unar Sið­mennt­ar.„­Flutn­ings­menn þess­arar til­lögu telja að for­senda þess að umræðan geti þroskast og verið mál­efna­leg sé að fyrir liggi upp­lýs­ingar um stöðu þess­ara mála í öðrum lönd­um, svo og um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks. Mik­il­vægt er að stjórn­völd safni þeim upp­lýs­ingum saman og setji fram á skýran og hlut­lausan hátt. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan felur ekki í sér afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta lögum hér­lend­is. Til­gang­ur­inn er að treysta grund­völl nauð­syn­legrar umræðu um við­kvæmt mál.“

Land­lækni hugn­ast ekki að dán­ar­að­stoð sé til umræðu á þingi.

Alls hefur verið skilað inn tutt­ugu umsögn­um, álitum og athuga­­semdum um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una. Meðal þeirra sem skil­uðu inn umsögn var Emb­ætti land­lækn­is, Alþýð­u­­sam­­band Íslands, Sið­­mennt, Kaþ­ólsku kirkjan á Íslandi og Lækna­­fé­lag Íslands.

Emb­ætti land­læknis mælti ein­­dregið gegn ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i í sinni umsögn og sagði ekki væri ráð að færa umræð­una um dán­­ar­að­­stoð inn á alþingi Íslend­inga frekar ætti að ræða mál­efnið í sam­nor­ræn­um vett­vang­i utan þing og án þrýst­inga frá stjórn­­­mál­u­m. 

Landakotskirkja

Umsagnir Kaþ­ólsku kirkj­unnar á Ísland og Rétt­­trún­­að­­ar­­kirkj­unnar er á þá leið að líkn­­ar­dráp sé glæp­­sam­­legt athæfi. „Fyrst og fremst viljum við segja að það að drepa ein­hvern eða að hjálpa honum að fyr­ir­fara sér er hvorki eut­hanasi­a (dauði með gleði) né dán­­ar­að­­stoð (það að hjálpa ein­hverjum sem er að deyja), heldur glæp­­sam­­legt aðgerð. Þá getum við á engan hátt sam­­þykkt slíka gjörn­inga vegna þess að þeir brjóta gegn nátt­úru­­legum lögum og eru einnig and­­stæðir meg­in­­reglum krist­innar trú­­ar.“

Í umsögn Lífs­virð­ing­­ar, félags um dán­­ar­að­­stoð, hvetur félagið Alþingi ein­­dregið til að sam­­þykkja þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­una. „Víð­tæk, mál­efna­­leg og yfir­­­veguð umræða almenn­ings og fag­­fólks er mik­il­væg og lyk­ill­inn að gagn­­kvæmum skiln­ing­i.“ segir í umsögn­inni. Lífs­virð­ing tekur einnig undir með flutn­ings­­mönnum þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­unnar að mik­il­vægt er að kanna afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­manna til dán­­ar­að­­stoð­­ar.  Síð­­asta rann­­sóknin er frá 2010 og sam­­kvæmt ­fé­lag­in­u hefur umræðan í hinum vest­rænum heimi þró­­ast mikið síðan þá. „Miklar fram­farir í lækna­vís­indum hafa þær afleið­ingar að hægt er að halda fólki lengur á lífi en áður. Tíð­­ar­and­inn hef­ur einnig breyst og aukin áhersla er á sjálf­ræði ein­stak­l­ings­ins og þátt­­töku í ákvörð­un­­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent