Líknardrápum fjölgar stöðugt í Hollandi

Líknardrápum hefur fjölgað um tuttugu prósent á síðustu tveimur árum í Hollandi en líknardráp hefur verið löglegt þar í landi frá árinu 2002. Á Íslandi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram þrívegis en skiptar skoðanir eru um málefnið

Eldri manneskja
Auglýsing

Líkn­ar­drápum hefur fjölgað um tæp 20 pró­sent á tveimur árum í Hollandi. Líkn­ar­dráp var lög­leitt árið 2002 í Hollandi en þar í landi er beint líkn­ar­dráp leyfi­legt, þar sem læknir gefur ban­væna lyfja­gjöf í æð, en aðstoð við sjálfs­víg er þar einnig leyfi­leg. Árið 2017 fengu 4,4 pró­sent þeirra sem lét­ust í Hollandi aðstoð við að deyja eða 6585 ein­stak­ling­ar. Frá þessu er greint í Lækna­blað­inu.

„Til­fell­unum hefur fjölgað í gegnum árin en nú teljum við að jafn­vægi sé að nást,“ seg­ir Ant­ina de Jong, doktor í sið­fræði, en hún tal­aði fyrir kon­ung­legu hol­lensku lækna­sam­tök­un­um á ráð­stefnu lækna­fé­lags Íslands og Alþjóða­lækna­fé­lags­ins um lífsið­fræði, sem haldin var í Hörpu í októ­ber.

Sam­kvæmt Ant­in­u de Jong ­mega læknar í Hollandi aðstoða við and­lát en regl­urnar eru strang­ar. Grund­vall­ar­regl­urn­ar eru að það liggi fyrir frjáls og vel íhuguð beiðni sjúk­lings, til staðar séu óbæri­legar þján­ingar án mögu­leika á bættri líð­an. Að sjúk­lingar séu upp­lýstir um stöðu sína og líkur á bata og að sann­ar­lega sé engin önnur skyn­sam­leg lausn í boði. Þá þarf sam­ráð við annan lækni og fram­kvæma þarf líkn­ar­dráp með aðgát segir í umfjöllun Lækna­blaðs­ins.

Auglýsing

Í Holland­i eiga sjúk­lingar ekki rétt á líkn­ar­drápi og lækni ber aldrei skylda til að aðstoða við líkn­ar­dráp. Hann má hins vegar aðstoða ef hann er sann­færður um að sjúk­lingur upp­fyllir skil­yrði reglna og telur ekki aðra lausn draga úr eða lina þján­ingar sjúk­lings­ins. Af þessum ríf­lega 6000 and­látum í fyrra eru fimm þeirra í nán­ari skoðun opin­bers saksak­sókn­ara, sam­kvæmt Jong eru það mál þar sem ekki var farið eft­ir grund­vall­ar­regl­um.

Umræða um líkn­ar­dráp á Íslandi

Á Alþingi hefur þings­á­lykt­un­ar­til­laga um dán­ar­að­stoð verið lögð fram þrí­veg­is. Nú síð­ast í lok sept­em­ber af sjö þing­mönnum úr öllum þing­flokk­unum nema Flokk fólks­ins. Til­lagan var rædd á þingi og fór til umfjöll­unar í vel­ferð­ar­nefnd.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að heil­brigð­is­ráð­herra yrði falið að taka saman upp­lýs­ingar um þróun lag­ara­mma þar sem dán­ar­að­stoð er leyfð. Einnig er lagt til að opin­ber umræða í nágranna­löndum sé skoð­uð. Ásamt því yrði gerð skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra og hvort starfs­menn telji dán­ar­að­stoð vera rétt­læt­an­lega í ákveðnum til­fellum og hvort þeir væru til­búnir að verða við slíkri ósk að upp­fylltum skil­yrðum og að því gefnu að það sam­ræm­ist íslenskum lög­um. Lagt er til að skýrsla um málið verið skilað fyrir lok febr­úar 2019.

75 pró­sent Íslend­inga hlynnt dán­ar­að­stoð

Í nóv­em­ber 2015 lét Sið­mennt gera könnun á lífs­skoð­unum og trú Íslend­inga þar sem fram kom að 75 pró­sent aðspurðar voru mjög eða frekar hlynntir því að ein­stak­lingur geti feng­ið að­stoð ið að binda enda á líf sitt ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi. Átján pró­sent voru hvorki né en 7,1 pró­sent mjög eða frekar and­víg.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÁrið 2010 var gerð könnun um afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­fólks til sið­fræð­i­­legra álita­­mála um tak­­mörk­un ­­með­­­ferð­­ar­ við lífslok, var gerð var nið­­ur­­staðan sú að líkn­­ar­dráp þótti rétt­læt­an­­legt hjá 18 pró­­sent lækna og 20 pró­­sent  hjúkr­un­­ar­fræð­inga en aðeins 3 pró­­sent vildu verða við slíkri ósk. Frá þessu er greint í grein­­ar­­gerð ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Í grein­ar­gerð­inni segir að umræður um dán­ar­að­stoð hafi sprottið upp hér á landi í meira mæli eftir að stofnuð voru sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð og í kjöl­far skoð­ana­könn­unar Sið­mennt­ar.„­Flutn­ings­menn þess­arar til­lögu telja að for­senda þess að umræðan geti þroskast og verið mál­efna­leg sé að fyrir liggi upp­lýs­ingar um stöðu þess­ara mála í öðrum lönd­um, svo og um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks. Mik­il­vægt er að stjórn­völd safni þeim upp­lýs­ingum saman og setji fram á skýran og hlut­lausan hátt. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan felur ekki í sér afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta lögum hér­lend­is. Til­gang­ur­inn er að treysta grund­völl nauð­syn­legrar umræðu um við­kvæmt mál.“

Land­lækni hugn­ast ekki að dán­ar­að­stoð sé til umræðu á þingi.

Alls hefur verið skilað inn tutt­ugu umsögn­um, álitum og athuga­­semdum um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una. Meðal þeirra sem skil­uðu inn umsögn var Emb­ætti land­lækn­is, Alþýð­u­­sam­­band Íslands, Sið­­mennt, Kaþ­ólsku kirkjan á Íslandi og Lækna­­fé­lag Íslands.

Emb­ætti land­læknis mælti ein­­dregið gegn ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i í sinni umsögn og sagði ekki væri ráð að færa umræð­una um dán­­ar­að­­stoð inn á alþingi Íslend­inga frekar ætti að ræða mál­efnið í sam­nor­ræn­um vett­vang­i utan þing og án þrýst­inga frá stjórn­­­mál­u­m. 

Landakotskirkja

Umsagnir Kaþ­ólsku kirkj­unnar á Ísland og Rétt­­trún­­að­­ar­­kirkj­unnar er á þá leið að líkn­­ar­dráp sé glæp­­sam­­legt athæfi. „Fyrst og fremst viljum við segja að það að drepa ein­hvern eða að hjálpa honum að fyr­ir­fara sér er hvorki eut­hanasi­a (dauði með gleði) né dán­­ar­að­­stoð (það að hjálpa ein­hverjum sem er að deyja), heldur glæp­­sam­­legt aðgerð. Þá getum við á engan hátt sam­­þykkt slíka gjörn­inga vegna þess að þeir brjóta gegn nátt­úru­­legum lögum og eru einnig and­­stæðir meg­in­­reglum krist­innar trú­­ar.“

Í umsögn Lífs­virð­ing­­ar, félags um dán­­ar­að­­stoð, hvetur félagið Alþingi ein­­dregið til að sam­­þykkja þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­una. „Víð­tæk, mál­efna­­leg og yfir­­­veguð umræða almenn­ings og fag­­fólks er mik­il­væg og lyk­ill­inn að gagn­­kvæmum skiln­ing­i.“ segir í umsögn­inni. Lífs­virð­ing tekur einnig undir með flutn­ings­­mönnum þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­unnar að mik­il­vægt er að kanna afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­manna til dán­­ar­að­­stoð­­ar.  Síð­­asta rann­­sóknin er frá 2010 og sam­­kvæmt ­fé­lag­in­u hefur umræðan í hinum vest­rænum heimi þró­­ast mikið síðan þá. „Miklar fram­farir í lækna­vís­indum hafa þær afleið­ingar að hægt er að halda fólki lengur á lífi en áður. Tíð­­ar­and­inn hef­ur einnig breyst og aukin áhersla er á sjálf­ræði ein­stak­l­ings­ins og þátt­­töku í ákvörð­un­­um.“

Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030
Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.
Kjarninn 24. maí 2019
Olíuverð lækkar og Bandaríkjaþing samþykkir aðstoð til bænda
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er farið að valda fjárfestum miklum áhyggjum, og bændur í Bandaríkjunum hafa víða farið illa út úr því.
Kjarninn 23. maí 2019
Icelandair gerir ráð fyrir að kyrrsetningin á Max-vélunum vari lengur
Óvíst er hvenær 737 Max vélin frá Boeing fer í loftið. Nú er gert ráð fyrir kyrrsetningu, til að minnsta kosti 15. september, segir í tilkynningu Icelandair.
Kjarninn 23. maí 2019
Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent