Líknardrápum fjölgar stöðugt í Hollandi

Líknardrápum hefur fjölgað um tuttugu prósent á síðustu tveimur árum í Hollandi en líknardráp hefur verið löglegt þar í landi frá árinu 2002. Á Íslandi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram þrívegis en skiptar skoðanir eru um málefnið

Eldri manneskja
Auglýsing

Líkn­ar­drápum hefur fjölgað um tæp 20 pró­sent á tveimur árum í Hollandi. Líkn­ar­dráp var lög­leitt árið 2002 í Hollandi en þar í landi er beint líkn­ar­dráp leyfi­legt, þar sem læknir gefur ban­væna lyfja­gjöf í æð, en aðstoð við sjálfs­víg er þar einnig leyfi­leg. Árið 2017 fengu 4,4 pró­sent þeirra sem lét­ust í Hollandi aðstoð við að deyja eða 6585 ein­stak­ling­ar. Frá þessu er greint í Lækna­blað­inu.

„Til­fell­unum hefur fjölgað í gegnum árin en nú teljum við að jafn­vægi sé að nást,“ seg­ir Ant­ina de Jong, doktor í sið­fræði, en hún tal­aði fyrir kon­ung­legu hol­lensku lækna­sam­tök­un­um á ráð­stefnu lækna­fé­lags Íslands og Alþjóða­lækna­fé­lags­ins um lífsið­fræði, sem haldin var í Hörpu í októ­ber.

Sam­kvæmt Ant­in­u de Jong ­mega læknar í Hollandi aðstoða við and­lát en regl­urnar eru strang­ar. Grund­vall­ar­regl­urn­ar eru að það liggi fyrir frjáls og vel íhuguð beiðni sjúk­lings, til staðar séu óbæri­legar þján­ingar án mögu­leika á bættri líð­an. Að sjúk­lingar séu upp­lýstir um stöðu sína og líkur á bata og að sann­ar­lega sé engin önnur skyn­sam­leg lausn í boði. Þá þarf sam­ráð við annan lækni og fram­kvæma þarf líkn­ar­dráp með aðgát segir í umfjöllun Lækna­blaðs­ins.

Auglýsing

Í Holland­i eiga sjúk­lingar ekki rétt á líkn­ar­drápi og lækni ber aldrei skylda til að aðstoða við líkn­ar­dráp. Hann má hins vegar aðstoða ef hann er sann­færður um að sjúk­lingur upp­fyllir skil­yrði reglna og telur ekki aðra lausn draga úr eða lina þján­ingar sjúk­lings­ins. Af þessum ríf­lega 6000 and­látum í fyrra eru fimm þeirra í nán­ari skoðun opin­bers saksak­sókn­ara, sam­kvæmt Jong eru það mál þar sem ekki var farið eft­ir grund­vall­ar­regl­um.

Umræða um líkn­ar­dráp á Íslandi

Á Alþingi hefur þings­á­lykt­un­ar­til­laga um dán­ar­að­stoð verið lögð fram þrí­veg­is. Nú síð­ast í lok sept­em­ber af sjö þing­mönnum úr öllum þing­flokk­unum nema Flokk fólks­ins. Til­lagan var rædd á þingi og fór til umfjöll­unar í vel­ferð­ar­nefnd.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að heil­brigð­is­ráð­herra yrði falið að taka saman upp­lýs­ingar um þróun lag­ara­mma þar sem dán­ar­að­stoð er leyfð. Einnig er lagt til að opin­ber umræða í nágranna­löndum sé skoð­uð. Ásamt því yrði gerð skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra og hvort starfs­menn telji dán­ar­að­stoð vera rétt­læt­an­lega í ákveðnum til­fellum og hvort þeir væru til­búnir að verða við slíkri ósk að upp­fylltum skil­yrðum og að því gefnu að það sam­ræm­ist íslenskum lög­um. Lagt er til að skýrsla um málið verið skilað fyrir lok febr­úar 2019.

75 pró­sent Íslend­inga hlynnt dán­ar­að­stoð

Í nóv­em­ber 2015 lét Sið­mennt gera könnun á lífs­skoð­unum og trú Íslend­inga þar sem fram kom að 75 pró­sent aðspurðar voru mjög eða frekar hlynntir því að ein­stak­lingur geti feng­ið að­stoð ið að binda enda á líf sitt ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi. Átján pró­sent voru hvorki né en 7,1 pró­sent mjög eða frekar and­víg.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÁrið 2010 var gerð könnun um afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­fólks til sið­fræð­i­­legra álita­­mála um tak­­mörk­un ­­með­­­ferð­­ar­ við lífslok, var gerð var nið­­ur­­staðan sú að líkn­­ar­dráp þótti rétt­læt­an­­legt hjá 18 pró­­sent lækna og 20 pró­­sent  hjúkr­un­­ar­fræð­inga en aðeins 3 pró­­sent vildu verða við slíkri ósk. Frá þessu er greint í grein­­ar­­gerð ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Í grein­ar­gerð­inni segir að umræður um dán­ar­að­stoð hafi sprottið upp hér á landi í meira mæli eftir að stofnuð voru sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð og í kjöl­far skoð­ana­könn­unar Sið­mennt­ar.„­Flutn­ings­menn þess­arar til­lögu telja að for­senda þess að umræðan geti þroskast og verið mál­efna­leg sé að fyrir liggi upp­lýs­ingar um stöðu þess­ara mála í öðrum lönd­um, svo og um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks. Mik­il­vægt er að stjórn­völd safni þeim upp­lýs­ingum saman og setji fram á skýran og hlut­lausan hátt. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan felur ekki í sér afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta lögum hér­lend­is. Til­gang­ur­inn er að treysta grund­völl nauð­syn­legrar umræðu um við­kvæmt mál.“

Land­lækni hugn­ast ekki að dán­ar­að­stoð sé til umræðu á þingi.

Alls hefur verið skilað inn tutt­ugu umsögn­um, álitum og athuga­­semdum um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una. Meðal þeirra sem skil­uðu inn umsögn var Emb­ætti land­lækn­is, Alþýð­u­­sam­­band Íslands, Sið­­mennt, Kaþ­ólsku kirkjan á Íslandi og Lækna­­fé­lag Íslands.

Emb­ætti land­læknis mælti ein­­dregið gegn ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i í sinni umsögn og sagði ekki væri ráð að færa umræð­una um dán­­ar­að­­stoð inn á alþingi Íslend­inga frekar ætti að ræða mál­efnið í sam­nor­ræn­um vett­vang­i utan þing og án þrýst­inga frá stjórn­­­mál­u­m. 

Landakotskirkja

Umsagnir Kaþ­ólsku kirkj­unnar á Ísland og Rétt­­trún­­að­­ar­­kirkj­unnar er á þá leið að líkn­­ar­dráp sé glæp­­sam­­legt athæfi. „Fyrst og fremst viljum við segja að það að drepa ein­hvern eða að hjálpa honum að fyr­ir­fara sér er hvorki eut­hanasi­a (dauði með gleði) né dán­­ar­að­­stoð (það að hjálpa ein­hverjum sem er að deyja), heldur glæp­­sam­­legt aðgerð. Þá getum við á engan hátt sam­­þykkt slíka gjörn­inga vegna þess að þeir brjóta gegn nátt­úru­­legum lögum og eru einnig and­­stæðir meg­in­­reglum krist­innar trú­­ar.“

Í umsögn Lífs­virð­ing­­ar, félags um dán­­ar­að­­stoð, hvetur félagið Alþingi ein­­dregið til að sam­­þykkja þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­una. „Víð­tæk, mál­efna­­leg og yfir­­­veguð umræða almenn­ings og fag­­fólks er mik­il­væg og lyk­ill­inn að gagn­­kvæmum skiln­ing­i.“ segir í umsögn­inni. Lífs­virð­ing tekur einnig undir með flutn­ings­­mönnum þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­unnar að mik­il­vægt er að kanna afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­manna til dán­­ar­að­­stoð­­ar.  Síð­­asta rann­­sóknin er frá 2010 og sam­­kvæmt ­fé­lag­in­u hefur umræðan í hinum vest­rænum heimi þró­­ast mikið síðan þá. „Miklar fram­farir í lækna­vís­indum hafa þær afleið­ingar að hægt er að halda fólki lengur á lífi en áður. Tíð­­ar­and­inn hef­ur einnig breyst og aukin áhersla er á sjálf­ræði ein­stak­l­ings­ins og þátt­­töku í ákvörð­un­­um.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent