Rúmlega 170 þúsund færri gistinætur á Airbnb

Gisting í gegnum síður á borð við Airbnb hefur dregist töluvert saman í ár miðað við fyrra ár. Gistinóttum í gegnum slíkar síður hefur jafnframt fækkað hlutfallslega meira en gistinóttum á hótelum og gistiheimilum.

suurland_14588461286_o.jpg
Auglýsing

Heimagist­ing í gegnum vef­síður á borð við Air­bnb og Homeaway hefur dreg­ist tölu­vert saman í ár. Á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2019 var fjöldi gistinótta í gegnum slíkar síður 1,48 millj­ón­ir. Það eru 174 þús­und færri gistinætur en á sama tíma­bili í fyrra eða 10,5 pró­sent fækk­un. 

Mest mun­aði um mán­uð­ina eftir fall WOW air en í maí dróst slík gist­ing saman um nærri 30 pró­sent. Þetta kemur fram í áætl­uðum gistin­átta­tölum Hag­stof­unn­ar.

Fram­boð á íbúðum einnig dreg­ist saman

A­ir­bn­b g­ist­ing á Íslandi tók af stað árið 2015 þegar erlendum ferða­­mönnum tók að fjölga veru­lega. Mark­aðs­hlut­deild gist­ing­ar­innar jókst hratt og náði hámarki í 38 pró­sentum í fyrra, að því er fram kemur í ferða­­þjón­ust­u­­grein­ingu Lands­­bank­ans. 

Það sem af er þessu ári hefur mark­aðs­hlut­­deild Air­bnb hins vegar lækkað í fyrsta sinn síðan 2015 og fjöldi gistinótta í gegnum vef­síð­una dreg­ist hlut­falls­lega meira saman en á öðrum gististöðum. 

Auglýsing


Í grein­ing­u Lands­­bank­ans kemur jafn­­framt fram að fram­­boð af Air­bnb íbúðum og húsum hefur dreg­ist saman á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu í ár. Í júlí dróst fram­­boð íbúða saman um 8,4 pró­­sent miðað við sama mánuð í fyrra en það er mesti sam­­dráttur í fram­­boði frá því að Air­bnb ævin­týrið hófst hér á landi, sam­­kvæmt Lands­­bank­an­­um. 

138 millj­ónir vegna skrán­inga heimagist­inga 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckMikil aukn­ing hefur orðið á fjölda skráðra heimagist­inga í kjöl­far þess að ferða­mála­ráð­herra ákvað að efla eft­ir­lit með heimagist­ingu í júní 2018 eða alls tvö­falt fleiri skrán­ing­ar. 

Þrátt fyr­ir­ þessa aukn­ingu í skrán­ingu áætlar sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu að um helm­ingur skamm­­tíma­­leigu hér á landi fari enn fram án til­­skil­inna leyfa eða skrán­ing­­ar.

Frá júní 2017 til ágúst 2019 nam sam­an­lögð upp­­hæð skrán­ing­­ar­gjalda, stjórn­­­valds­­sekta og fyr­ir­hug­aðra stjórn­­­valds­­sekta vegna óskráðra heimagist­inga rúm­lega 138 millj­ón­um. Þar af voru fyr­ir­hug­aðar og álagðar stjórn­­­valds­­sektir vegna átaks­ins 94.6 millj­­ón­­ir. 

2,2 millj­­ónir ferða­­manna komi til lands­ins árið 2021

Tölu­vert færri ferða­manna heim­sóttu landið á þessu ári eða alls 12,8 pró­sent færri ferða­manna á tíma­bil­inu nóv­em­ber 2018 til októ­ber 2019, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður.

Þrátt fyrir þessa fækkun hefur hag­fræði­deild Lands­bank­ans spáð því að komum er­­lend­ra ferða­manna til lands­ins fjölgi um 3 pró­sent á næsta ári og um 5 pró­sent árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 millj­­ón­ir, litlu færri en metárið 2017. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent