Telur að Íslendingar ættu að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi

Fjármála- og efnahagsráðherra og þingmaður Flokks fólksins ræddu lífeyrismál á þingi í gær.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra deildu ekki sömu skoðun varð­andi líf­eyr­is­sjóðs­kerfið hér á landi í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær. Bjarni sagði meðal ann­ars að „við ættum að vera stolt af því hversu ótrú­lega öfl­ugt almanna­trygg­inga­kerfi við höfum byggt upp til að styðja við fólk sem ekki hefur náð að leggja til hliðar í líf­eyr­is­sparn­að“.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á því að segja að ein­stak­lingur sem hefði verið með 400 þús­und krónur í mán­að­ar­laun mætti reikna með að fá 50 pró­sent af því, eða um 200.000 krón­ur, úr líf­eyr­is­sjóði. „Þessi ein­stak­lingur verður fyrir skerð­ingu, 45 pró­sent skerð­ingu, allt að frá 60 pró­sent og upp undir 80 pró­sent skerð­ingu, þegar hann skráir sig hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. Með­al­launin í við­kom­andi stétt eru enn 400.000 og þar af leið­andi á hann enga mögu­leika á að kom­ast upp í það sem hann hafði áður fyrir utan það að hann er kom­inn í fátækt.

Á sama tíma og 60 til 80 pró­sent skerð­ingar og skattar ganga yfir þessa elli­líf­eyr­is­þega erum við með arð­greiðslur upp á millj­arða og þar er verið að ríf­ast um hvort verið sé að skatta millj­arð­ana um 10 pró­sent eða 20 pró­sent. Er þetta eðli­legt? Finnst hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra þetta eðli­legt? Finnst honum þetta eðli­leg skipt­ing? Ætti ekki að snúa þessu algjör­lega við?“ spurði Guð­mundur Ingi.

Auglýsing

„Er sann­gjarnt að þeir sem fá millj­arða fái 10 til 20 pró­sent skatt af arð­inum sín­um? Ættu þeir sem eru með lög­þving­aðan eign­ar­rétt­ar­var­inn líf­eyr­is­sjóð þá ekki frekar að fá svona 10 til 20 pró­sent eða bara fjár­magnstekju­skatt á sitt?“ spurði hann enn frem­ur.

Íslend­ingar að gera betur en flestir

Bjarni svar­aði og sagð­ist ætla að gera sitt besta til að bregð­ast við þegar farið væri svona vítt yfir völl­inn. „Ég ætla byrja á því að segja að ríkið tekur engan tekju­skatt af 200.000 króna líf­eyr­is­tekjum elli­líf­eyr­is­þega, bara eng­an. Hins vegar myndi við­kom­andi skila útsvari til sveit­ar­fé­lags. Hátt­virtur þing­maður gerir athuga­semd við það að sá sem hefur haft ein­hverjar til­teknar mán­að­ar­tekjur yfir starfsæv­ina skuli ekki halda þeim þegar hann gengur á líf­eyr­is­ald­ur. En þannig er líf­eyr­is­kerfið okkar ekki byggt upp. Við gerum ekki ráð fyrir því almennt að fólk haldi að fullu óbreyttum launum á elli­líf­eyr­is­aldri, enda eru menn almennt sam­mála um að það sé óþarf­i.“

Sagði hann að þetta breytti því þó ekki að of stór hópur hér á landi hefði ekki náð að nýta starfsæv­ina til að tryggja sér við­un­andi fram­færslu á grund­velli eig­inn sparn­aðar í gegnum líf­eyr­is­kerfið yfir starfsæv­ina.

„Þá koma rétt­indi úr almanna­trygg­ingum til sög­unnar til að bæta stöð­una. Það fer eftir því hvernig maður horfir síðan á sam­spil þess­ara kerfa hvort menn kalli það skerð­ingu eða aukin rétt­indi sem kemur frá almanna­trygg­ing­um. Ég lít þannig á að við ættum að vera stolt af því hversu ótrú­lega öfl­ugt almanna­trygg­inga­kerfi við höfum byggt upp til að styðja við fólk sem ekki hefur náð að leggja til hliðar í líf­eyr­is­sparnað það sem þarf til að fram­fleyta sér á efri árum. Það erum við að gera betur en flestir og við erum að gera það mun betur en lang­flest­ir.

Við höfum sömu­leiðis stigið risa­stór skref á nán­ast hverju ári und­an­farin ár þannig að til dæmis frá árinu 2015 höfum við aukið ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem þiggja bætur frá almanna­trygg­ingum að með­al­tali um um það bil 25 pró­sent. Ég er að tala um kaup­mátt ráð­stöf­un­ar­tekna, 25 pró­sent aukn­ing frá 2015. Þetta eru auð­vitað ótrú­legar fram­farir á ekki lengri tíma,“ sagði Bjarni.

„Þið viljið hafa þá fátæku fátæk­ari og þá ríku rík­ari“

Guð­mundur Ingi spurði í annað sinn og sagði að enn einu sinni væri verið að snúa út úr hlut­un­um. „Auð­vitað lifir eng­inn á með­al­tali af ein­hverju mjög lágu sem hefur við­geng­ist. Við vitum að neyslu­vísi­talan hefur ekki komið nálægt launa­vísi­tölu­þró­un. Það vantar að minnsta kosti 30 pró­sent upp á. En það er fullt af stétt­um, til dæmis banka­stjór­ar, hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar, jafn­vel ráð­herrar og þing­menn, sem fá og halda sínum launum alveg 100 pró­sent eftir að farið er á eft­ir­laun. Þannig að það er verið að mis­muna.“

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann því hvort það væri eðli­legt að því rík­ari sem fólk yrði og því meiri pen­ing sem það fengi því meira héldi fólk eftir og því minna sem fólk hefði því minna fengi það.

„Ef þú telur virki­lega að þetta sé sann­gjarnt áttu bara að segja að þetta sé það sem þið voruð stefna á og að þetta sé það sem þið viljið hafa. Þið viljið hafa þá fátæku fátæk­ari og þá ríku rík­ari,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þegar á heild­ina er litið erum við að gera mjög vel

Bjarni kom í pontu í annað sinn og sagði að hann sæti þarna undir langri bunu af rang­færsl­um.

„Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand­anna af þeim sem fá bætur frá almanna­trygg­ingum batnað hrað­ast á und­an­förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand­anna en þiggja þó eitt­hvað úr almanna­trygg­inga­kerf­inu.

Má ég vekja athygli á einni stað­reynd? Það er ekk­ert sjálf­sagt að ríki séu í aðstöðu til þess að bæta þeim upp sem ekki hafa náð að nýta starfsæv­ina til að leggja til hliðar eða byggja upp líf­eyr­is­rétt­indi með jafn mynd­ar­legum hætti og við Íslend­ingar höfum gert og erum sífellt að bæta í. Það er ekki sjálf­sagt. En á sama tíma og við erum að gera það erum við líka, þeir sem eru núna á vinnu­mark­aði, að greiða fyrir ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar fyrri ára. Það erum við að gera á hverju ári. Við erum að borga 7 til 8 millj­arða á ári og munum gera núna í 30 til 35 ár. Þar fyrir utan eru vinn­andi ein­stak­lingar í dag að taka á sig að leggja til hliðar þannig að eng­inn annar þurfi að taka til eftir þá. Ofan á allt þetta erum við að fjár­magna almanna­trygg­ing­ar. Þannig að ég segi: Þegar á heild­ina er litið erum við að gera mjög vel,“ sagði ráð­herr­ann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent