Telur að Íslendingar ættu að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi

Fjármála- og efnahagsráðherra og þingmaður Flokks fólksins ræddu lífeyrismál á þingi í gær.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra deildu ekki sömu skoðun varð­andi líf­eyr­is­sjóðs­kerfið hér á landi í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær. Bjarni sagði meðal ann­ars að „við ættum að vera stolt af því hversu ótrú­lega öfl­ugt almanna­trygg­inga­kerfi við höfum byggt upp til að styðja við fólk sem ekki hefur náð að leggja til hliðar í líf­eyr­is­sparn­að“.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á því að segja að ein­stak­lingur sem hefði verið með 400 þús­und krónur í mán­að­ar­laun mætti reikna með að fá 50 pró­sent af því, eða um 200.000 krón­ur, úr líf­eyr­is­sjóði. „Þessi ein­stak­lingur verður fyrir skerð­ingu, 45 pró­sent skerð­ingu, allt að frá 60 pró­sent og upp undir 80 pró­sent skerð­ingu, þegar hann skráir sig hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. Með­al­launin í við­kom­andi stétt eru enn 400.000 og þar af leið­andi á hann enga mögu­leika á að kom­ast upp í það sem hann hafði áður fyrir utan það að hann er kom­inn í fátækt.

Á sama tíma og 60 til 80 pró­sent skerð­ingar og skattar ganga yfir þessa elli­líf­eyr­is­þega erum við með arð­greiðslur upp á millj­arða og þar er verið að ríf­ast um hvort verið sé að skatta millj­arð­ana um 10 pró­sent eða 20 pró­sent. Er þetta eðli­legt? Finnst hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra þetta eðli­legt? Finnst honum þetta eðli­leg skipt­ing? Ætti ekki að snúa þessu algjör­lega við?“ spurði Guð­mundur Ingi.

Auglýsing

„Er sann­gjarnt að þeir sem fá millj­arða fái 10 til 20 pró­sent skatt af arð­inum sín­um? Ættu þeir sem eru með lög­þving­aðan eign­ar­rétt­ar­var­inn líf­eyr­is­sjóð þá ekki frekar að fá svona 10 til 20 pró­sent eða bara fjár­magnstekju­skatt á sitt?“ spurði hann enn frem­ur.

Íslend­ingar að gera betur en flestir

Bjarni svar­aði og sagð­ist ætla að gera sitt besta til að bregð­ast við þegar farið væri svona vítt yfir völl­inn. „Ég ætla byrja á því að segja að ríkið tekur engan tekju­skatt af 200.000 króna líf­eyr­is­tekjum elli­líf­eyr­is­þega, bara eng­an. Hins vegar myndi við­kom­andi skila útsvari til sveit­ar­fé­lags. Hátt­virtur þing­maður gerir athuga­semd við það að sá sem hefur haft ein­hverjar til­teknar mán­að­ar­tekjur yfir starfsæv­ina skuli ekki halda þeim þegar hann gengur á líf­eyr­is­ald­ur. En þannig er líf­eyr­is­kerfið okkar ekki byggt upp. Við gerum ekki ráð fyrir því almennt að fólk haldi að fullu óbreyttum launum á elli­líf­eyr­is­aldri, enda eru menn almennt sam­mála um að það sé óþarf­i.“

Sagði hann að þetta breytti því þó ekki að of stór hópur hér á landi hefði ekki náð að nýta starfsæv­ina til að tryggja sér við­un­andi fram­færslu á grund­velli eig­inn sparn­aðar í gegnum líf­eyr­is­kerfið yfir starfsæv­ina.

„Þá koma rétt­indi úr almanna­trygg­ingum til sög­unnar til að bæta stöð­una. Það fer eftir því hvernig maður horfir síðan á sam­spil þess­ara kerfa hvort menn kalli það skerð­ingu eða aukin rétt­indi sem kemur frá almanna­trygg­ing­um. Ég lít þannig á að við ættum að vera stolt af því hversu ótrú­lega öfl­ugt almanna­trygg­inga­kerfi við höfum byggt upp til að styðja við fólk sem ekki hefur náð að leggja til hliðar í líf­eyr­is­sparnað það sem þarf til að fram­fleyta sér á efri árum. Það erum við að gera betur en flestir og við erum að gera það mun betur en lang­flest­ir.

Við höfum sömu­leiðis stigið risa­stór skref á nán­ast hverju ári und­an­farin ár þannig að til dæmis frá árinu 2015 höfum við aukið ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem þiggja bætur frá almanna­trygg­ingum að með­al­tali um um það bil 25 pró­sent. Ég er að tala um kaup­mátt ráð­stöf­un­ar­tekna, 25 pró­sent aukn­ing frá 2015. Þetta eru auð­vitað ótrú­legar fram­farir á ekki lengri tíma,“ sagði Bjarni.

„Þið viljið hafa þá fátæku fátæk­ari og þá ríku rík­ari“

Guð­mundur Ingi spurði í annað sinn og sagði að enn einu sinni væri verið að snúa út úr hlut­un­um. „Auð­vitað lifir eng­inn á með­al­tali af ein­hverju mjög lágu sem hefur við­geng­ist. Við vitum að neyslu­vísi­talan hefur ekki komið nálægt launa­vísi­tölu­þró­un. Það vantar að minnsta kosti 30 pró­sent upp á. En það er fullt af stétt­um, til dæmis banka­stjór­ar, hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar, jafn­vel ráð­herrar og þing­menn, sem fá og halda sínum launum alveg 100 pró­sent eftir að farið er á eft­ir­laun. Þannig að það er verið að mis­muna.“

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann því hvort það væri eðli­legt að því rík­ari sem fólk yrði og því meiri pen­ing sem það fengi því meira héldi fólk eftir og því minna sem fólk hefði því minna fengi það.

„Ef þú telur virki­lega að þetta sé sann­gjarnt áttu bara að segja að þetta sé það sem þið voruð stefna á og að þetta sé það sem þið viljið hafa. Þið viljið hafa þá fátæku fátæk­ari og þá ríku rík­ari,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þegar á heild­ina er litið erum við að gera mjög vel

Bjarni kom í pontu í annað sinn og sagði að hann sæti þarna undir langri bunu af rang­færsl­um.

„Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand­anna af þeim sem fá bætur frá almanna­trygg­ingum batnað hrað­ast á und­an­förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand­anna en þiggja þó eitt­hvað úr almanna­trygg­inga­kerf­inu.

Má ég vekja athygli á einni stað­reynd? Það er ekk­ert sjálf­sagt að ríki séu í aðstöðu til þess að bæta þeim upp sem ekki hafa náð að nýta starfsæv­ina til að leggja til hliðar eða byggja upp líf­eyr­is­rétt­indi með jafn mynd­ar­legum hætti og við Íslend­ingar höfum gert og erum sífellt að bæta í. Það er ekki sjálf­sagt. En á sama tíma og við erum að gera það erum við líka, þeir sem eru núna á vinnu­mark­aði, að greiða fyrir ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar fyrri ára. Það erum við að gera á hverju ári. Við erum að borga 7 til 8 millj­arða á ári og munum gera núna í 30 til 35 ár. Þar fyrir utan eru vinn­andi ein­stak­lingar í dag að taka á sig að leggja til hliðar þannig að eng­inn annar þurfi að taka til eftir þá. Ofan á allt þetta erum við að fjár­magna almanna­trygg­ing­ar. Þannig að ég segi: Þegar á heild­ina er litið erum við að gera mjög vel,“ sagði ráð­herr­ann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent