Ritari Vinstri grænna segist upplifa fullkomna höfnun

Eftir forval Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segist ritari flokksins upplifa fullkomna höfnun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður er sömuleiðis vonsvikin og ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún þiggi annað sætið á listanum.

Ingibjörg Þórðardóttir ritari, Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður og Bjarkey Olsen Gunnardóttir þingflokksformaður.
Ingibjörg Þórðardóttir ritari, Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður og Bjarkey Olsen Gunnardóttir þingflokksformaður.
Auglýsing

Ingi­björg Þórð­ar­dóttir rit­ari Vinstri grænna hlaut ekki braut­ar­gengi í for­vali flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Hún bauð sig þar fram til þess að taka fyrsta eða annað sætið á lista flokks­ins, en hún er í dag vara­þing­maður flokks­ins og var í þriðja sæti á lista í kjör­dæm­inu í kosn­ing­unum árið 2017.

„Það er aug­ljós­lega meira fram­boð af mér en eft­ir­spurn og félagar mínir í VG í NA hafna mér full­kom­lega. Það breytir nú samt ekki því að ég mun standa við bakið á VG og þessum lista sem sam­anstendur af frá­bæru fólki. Ég óska Óla Hall­dórs inni­lega til ham­ingju með kosn­inga­sig­ur­inn,“ skrifar Ingi­björg, sem var kjörin rit­ari flokks­ins árið 2019, á Face­book í dag.

Bjarkey ekki búin að ákveða hvort hún þiggi 2. sætið

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, seg­ist ekki viss um hvort hún muni þiggja annað sætið á lista flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Hún bauð sig fram til að leiða list­ann, en laut í lægra fyrir Óla, sem er sveit­ar­stjórn­ar­maður í Norð­ur­þingi og annar vara­þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu í dag.

Auglýsing

Bjarkey, sem setið hefur á þingi óslitið frá árinu 2013 ræddi málin við mbl.is og sagði að nið­ur­staða for­vals­ins hefði auð­vitað verið von­brigði. Hún sagð­ist ætla að taka sér þann tíma sem hún þyrfti til þess að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort hún tæki sæti á lista í kjöl­far þess­arar nið­ur­stöðu.

Alls voru 12 manns í fram­­boði í for­val­inu og 648 manns greiddu atkvæði, sem sam­svarar 62 pró­­sent kosn­­inga­þátt­­töku, en rösk­­lega þús­und voru á kjör­­skrá í kjör­­dæm­inu, sem hefur löngum verið eitt helsta vígi Vinstri hreyf­­ing­­ar­innar græns fram­­boðs.

Bjarkey hefur verið þar á öðru sæti á lista á eftir Stein­grími J. Sig­fús­syni fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins í und­an­förnum kosn­ing­um. Hún sótt­ist eftir því að leiða lista flokks­ins í for­val­inu og upp­skar 293 atkvæði í 1.-2. sæti. Óli fékk 304 atkvæði í odd­vita­sæt­ið.

Óli bauð sig fram til þess að verða vara­­for­­maður Vinstri grænna á lands­fundi hreyf­­ing­­ar­innar haustið 2017, en laut þá í lægra haldi fyrir Edward H. Hui­jbens, sem gegndi emb­ætt­inu þar til árið 2019, er Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son utan­­­þings­ráð­herra flokks­ins tók við því kefli.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent