Ragnar Þór hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við meintan veiðiþjófnað

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur staðfest að formaður VR sé hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við meintan veiðiþjófnað í Holtsá. Lögmaður Ragnars Þórs krefst þess að frétt Fréttablaðsins verði dregin til baka og hann beðinn afsökunar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­landi stað­fest­ir, í bréfi sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að sam­kvæmt gögnum máls er varðar mein­tan veiði­þjófn­aðar og/eða ólög­lega neta­veiði í Holtsá sé Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hvorki skráður sem sak­born­ingur né vitni í tengslum við þetta mál.

Frétta­blaðið birti í morgun frétt á for­síðu blaðs­ins þar sem fram kemur að lögð hafi verið fram kæra vegna veiði­þjófn­aðar á landi Seðla­bank­ans og að Ragnar Þór hafi verið í hópi þeirra sem var stað­inn að ólög­legu neta­lögn­inni.

Þess kraf­ist að fréttin verði dregin til baka og Ragnar Þór beð­inn afsök­unar

Lög­maður Ragn­ars Þórs hefur enn fremur sent bréf til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs ehf., Jóns Þór­is­son­ar, rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, Þor­bjargar Mar­in­ós­dótt­ur, rit­stjóra DV, og Þor­steins Frið­riks Hall­dórs­sonar blaða­manns þar sem þess er kraf­ist að frétt Frétta­blaðs­ins verði dregin til baka og Ragnar Þór beð­inn afsök­un­ar.

Auglýsing

„Í frétt­inni kemur m.a. fram að veiði­þjófn­aður á landi Seðla­banka Íslands á Suð­ur­landi hafi verið kærður til lög­reglu fyrr í vetur og að sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hafi Ragnar Þór verið í hópi þriggja manna sem stað­inn var að ólög­legri neta­lögn. Í frétt­inni kemur einnig fram að Lög­reglan á Suð­ur­landi stað­festi að kæra hafi borist emb­ætt­inu vegna ólög­legrar neta­lagnar í Holtsá sem fellur í Skaftá, þann 24. októ­ber sl. Þá segir í frétt­inni að rann­sókn máls­ins sé lokið og ákvörðun um ákæru sé nú í höndum ákæru­sviðs,“ segir í bréf­inu.

Þá kemur fram að Ragnar Þór sé rang­lega bendl­aður við málið í umfjöll­un­inni. „Með frétt­inni hefur fjöl­mið­ill­inn brotið gegn frum­skyldu sinni sem mælt er fyrir um í siða­reglum blaða­manna um að blaða­menn skuli vanda upp­lýs­inga­öflun sína, úrvinnslu og fram­setn­ingu eins og kostur er. Einnig ákvæði fjöl­miðla­laga um að fjöl­mið­ill gæti að því að upp­fylla kröfur um hlut­lægni og nákvæmni í frétta­flutn­ingi, sbr. t.d. 26. gr. lag­anna.“

Þess er kraf­ist að allir miðlar Torgs ehf. fjar­lægi fram­an­greindar umfjall­an­ir, leið­rétti og dragi til baka fréttir sínar um að Ragnar Þór hafi verið stað­inn að hinni ólög­legri neta­lögn og birti slíka leið­rétt­ingu með sama hætti og hinar röngu fréttir voru birt­ar.

Þess er jafn­framt kraf­ist að umfjall­anir verði fjar­lægðar taf­ar­laust og að leið­rétt­ing birt­ist á vef­miðlum í dag, 16. febr­úar 2021, og í prent­aðri útgáfu Frétta­blaðs­ins á morg­un, 17. febr­úar 2021. ­Jafn­framt er þess kraf­ist Ragnar Þór verði beð­inn afsök­unar á umfjöll­un­inni.

Í bréfi lög­manns­ins segir að verði ekki orðið við fram­an­greindum kröfum muni Ragnar Þór neyð­ast til þess að láta reyna á fram­an­greind ákvæði um skyldur blaða­manna og fjöl­miðla.

Ragnar Þór sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að frétta­flutn­ing­ur­inn hefði verið „sjokker­and­i“. Þó teldi hann að flestir sæju í gegnum þetta. „Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu emb­ætti. Ég held að þetta sé bara byrj­un­in.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent