„Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu embætti“

Formaður VR segir að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi staðfest að hann sé hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við veiðiþjófnað. Fréttaflutningur Fréttablaðsins sé „sjokkerandi“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég held að flestir sjái nú í gegnum þetta en þetta er sá veruleiki sem við búum við. Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu embætti. Ég held að þetta sé bara byrjunin.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Kjarnann þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við frétt á forsíðu Fréttablaðsins í morgun þar sem fram kemur að lögð hafi verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans og að hann hafi verið í hópi þeirra sem var staðinn að ólöglegu netalögninni.

Ragnar segir í samtali við Kjarnann að hann hafi verið gestkomandi á svæðinu og að einhver annar hafi verið búinn að leggja þessi net sem um ræðir. „Fréttablaðið hefði getað fengið það staðfest hverjir lögðu netin ef þeir hefðu hringt í landeigandann. Deilurnar virðast snúast um hvað má og hvað má ekki á svæðinu og þá er það væntanlega landeigandans að svara fyrir það, sem ber ábyrgð á þessu neti. Hann er sá eini sem getur svarað fyrir það. Ég lagði ekki þessi net og þar af leiðandi get ég ekki verið málsaðili.“

Auglýsing

Segist hann sömuleiðis hafa fengið yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurlandi þar sem staðfest sé að hann sé hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við málið.

Fréttaflutningur ekki tilviljun

Varðandi fréttaflutninginn sjálfan segir Ragnar Þór hann vera „sjokkerandi“.

„Að slá svona máli upp á forsíðu þegar ég er með sms sem ég sendi á fréttamanninn sem hringir í mig vegna fréttarinnar þar sem ég bendi honum á að tala við landareigandann til að fá úr því skorið hver lagði netin. Það virðist algjörlega hafa verið hunsað og sömuleiðis því slegið fram eins og það sé kæra á hendur mér fyrir þjófnað.“

Ragnar Þór telur að fréttaflutningurinn sé ekki tilviljun. „Það eru kosningar framundan í VR og hefur eigandi Fréttablaðsins og Torgs, Helgi Magnússon fjárfestir, haft horn í síðu verkalýðshreyfingarinnar. Honum var bolað út úr stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna meðal annars af verkalýðshreyfingunni fyrir það að vera augljóslega báðum megin borðs sem fjárfestir og takandi ákvarðanir um fjárfestingar lífeyrissjóðsins. Sko, án þess að vera með einhverjar samsæriskenningar þá óneitanlega læðist að manni sá grunur að tímasetningin sé alveg sérstök. Sérstaklega vegna þess að þarna er verið að vísa í mál sem gerðist síðastliðið haust þar sem ég var gestkomandi á Holti ásamt mörgum fleirum.“

Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram til embættis formanns VR gegn Ragnari Þór í byrjun febrúar. Allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu hefst þann 8. mars næstkomandi og lýkur á hádegi þann 12. mars.

Ragnar Þór segir að lögmenn hans séu komnir í málið. „Það eru ekki nema einhverjir klukkutímar síðan þessu var slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins en það er alveg ljóst að við verðum að svara þessu,“ segir hann og bætir því við að ekki hafi verið tekið ákvörðun um framhaldið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent