„Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu embætti“

Formaður VR segir að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi staðfest að hann sé hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við veiðiþjófnað. Fréttaflutningur Fréttablaðsins sé „sjokkerandi“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég held að flestir sjái nú í gegnum þetta en þetta er sá veru­leiki sem við búum við. Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu emb­ætti. Ég held að þetta sé bara byrj­un­in.“

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er inntur eftir við­brögðum við frétt á for­síðu Frétta­blaðs­ins í morgun þar sem fram kemur að lögð hafi verið fram kæra vegna veiði­þjófn­aðar á landi Seðla­bank­ans og að hann hafi verið í hópi þeirra sem var stað­inn að ólög­legu neta­lögn­inni.

Ragnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi verið gest­kom­andi á svæð­inu og að ein­hver annar hafi verið búinn að leggja þessi net sem um ræð­ir. „Frétta­blaðið hefði getað fengið það stað­fest hverjir lögðu netin ef þeir hefðu hringt í land­eig­and­ann. Deil­urnar virð­ast snú­ast um hvað má og hvað má ekki á svæð­inu og þá er það vænt­an­lega land­eig­and­ans að svara fyrir það, sem ber ábyrgð á þessu neti. Hann er sá eini sem getur svarað fyrir það. Ég lagði ekki þessi net og þar af leið­andi get ég ekki verið máls­að­il­i.“

Auglýsing

Seg­ist hann sömu­leiðis hafa fengið yfir­lýs­ingu frá lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­landi þar sem stað­fest sé að hann sé hvorki skráður sem sak­born­ingur né vitni í tengslum við mál­ið.

Frétta­flutn­ingur ekki til­viljun

Varð­andi frétta­flutn­ing­inn sjálfan segir Ragnar Þór hann vera „sjokker­and­i“.

„Að slá svona máli upp á for­síðu þegar ég er með sms sem ég sendi á frétta­mann­inn sem hringir í mig vegna frétt­ar­innar þar sem ég bendi honum á að tala við land­ar­eig­and­ann til að fá úr því skorið hver lagði net­in. Það virð­ist algjör­lega hafa verið hunsað og sömu­leiðis því slegið fram eins og það sé kæra á hendur mér fyrir þjófn­að.“

Ragnar Þór telur að frétta­flutn­ing­ur­inn sé ekki til­vilj­un. „Það eru kosn­ingar framundan í VR og hefur eig­andi Frétta­blaðs­ins og Torgs, Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, haft horn í síðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Honum var bolað út úr stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna meðal ann­ars af verka­lýðs­hreyf­ing­unni fyrir það að vera aug­ljós­lega báðum megin borðs sem fjár­festir og tak­andi ákvarð­anir um fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóðs­ins. Sko, án þess að vera með ein­hverjar sam­sær­is­kenn­ingar þá óneit­an­lega læð­ist að manni sá grunur að tíma­setn­ingin sé alveg sér­stök. Sér­stak­lega vegna þess að þarna er verið að vísa í mál sem gerð­ist síð­ast­liðið haust þar sem ég var gest­kom­andi á Holti ásamt mörgum fleir­um.“

Helga Guð­rún Jón­as­dóttir bauð sig fram til emb­ættis for­manns VR gegn Ragn­ari Þór í byrjun febr­ú­ar. Alls­herj­ar­at­kvæða­greiðsla í félag­inu hefst þann 8. mars næst­kom­andi og lýkur á hádegi þann 12. mars.

Ragnar Þór segir að lög­menn hans séu komnir í mál­ið. „Það eru ekki nema ein­hverjir klukku­tímar síðan þessu var slegið upp á for­síðu Frétta­blaðs­ins en það er alveg ljóst að við verðum að svara þessu,“ segir hann og bætir því við að ekki hafi verið tekið ákvörðun um fram­hald­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent