Stórauknar kröfur á landamærunum frá 19. febrúar

Allir sem koma til Íslands eftir 19. febrúar þurfa að framvísa vottorði um að þeir séu ekki með COVID-19, sem má mest vera orðið þriggja daga gamalt. Áfram verður gerð almenn krafa um tvöfalda skimun á alla nema þá sem eru bólusettir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Frá og með 19. febr­úar þurfa allir sem koma til Íslands að fram­vísa nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr PCR-­prófi bæði fyrir brott­för á leið til Íslands og einnig á landa­mærum við kom­una. Einnig verður gerð krafa um tvö­falda skim­un. Prófið sem fram­vísað er þarf að vera tekið innan við 72 klukku­stundum fyrir brott­för.

Þeim sem grein­ast með COVID-19 við skimun á landa­mærum verður sömu­leiðis „skylt að dvelja í sótt­varna­húsi ef önnur við­un­andi aðstaða til ein­angr­unar er ekki fyrir hendi eða ef ein­stak­lingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smit­andi en önnur eða valda alvar­legri veik­ind­um.“

Þetta kemur fram á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag og er ákvörð­unin í sam­ræmi við til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um hertar aðgerðir á landa­mær­um.

Auglýsing

Þórólfur vill ekki taka bólu­setn­ing­ar­vott­orð gild en Svan­dís vill skoða málin betur

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra var einnig lagt til að horfið yrði frá því að veita þeim und­an­þágu frá sótt­varna­ráð­stöf­unum á landa­mærum sem fram­vísa gildu vott­orði um að þeir hafi verið bólu­settir gegn COVID-19.

Þórólfur segir í minn­is­blaði sínu að ekk­ert land í Evr­ópu hafi enn tekið þetta upog að í nýjum til­mælum frá Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni sé mælst til þess að bólu­setn­ing­ar­vott­orð séu ekki notuð til að und­an­skilja fólk frá aðgerðum á landa­mær­um.

Þórólfur Guðnason Mynd: Almannavarnir

„Ástæðan er sú,“ segir í minn­is­blaði Þór­ólfs, „að ekki hefur verið sýnt fram á með áreið­an­leg­um ­rann­sóknum að bólu­setn­ing komi í veg fyrir dreif­ingu veirunnar en von er á nið­ur­stöðum á næst­unni. Því væri óráð­legt á þess­ari stundu að losa bólu­setta ein­stak­linga und­an­ ­sótt­varna­ráð­stöf­unum á landa­mærum hvað sem síðar verð­ur­.“ 

„Heil­brigð­is­ráð­herra fellst ekki á þessa til­lögu sótt­varna­læknis að svo stöddu og telur hana þarfn­ast nán­ari skoð­un­ar. Reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra sem kveður á um fram­vísun bólu­setn­ing­ar­vott­orða á landa­mærum og kröfur sem gerðar eru til þeirra svo gild telj­ist tók gildi 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Síðan þá hafa 57 ein­stak­lingar fram­vísað bólu­setn­ing­ar­vott­orðum og af þeim vott­orðum hefur 9 verið hafn­að,“ segir um þetta í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent