Gert ráð fyrir styrkjum til einkarekinna fjölmiðla næstu árin í fjármálaáætlun

Þrátt fyrir að frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé enn til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd þá er gert ráð fyrir því að styrkirnir verði lögfestir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Fjölmiðlar
Auglýsing

Í nýframlagðri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að framlög til fjölmiðlunar úr ríkissjóði hækki ár frá ári út árið 2025, en standi svo í stað í krónum talið á árinu 2026. Hækkunin á næsta ári er upp á tæplega fimm prósent, árið eftir verður hún um fjögur prósent og svo þrjú prósent milli áranna 2024 og 2025. Árið 2026 er gert ráð fyrir að framlög úr ríkissjóði til fjölmiðlunar verði fimm milljónum krónum lægri en árið áður á verðlagi ársins 2021. Þegar búið er að taka tillit til þess að verðlagsbreytingar munu óumflýjanlega verða á tímabilinu liggur fyrir að framlög til málaflokksins verða skert á því tímabili sem fjármálaáætlun nær yfir. 

Á fjárlögum ársins 2021 var 5.138 milljónum króna veitt til fjölmiðlunar. Sú upphæð skiptist þannig að RÚV fær 4.746 milljónir króna og 392 milljónir króna voru áætlaðar í styrkjagreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Frumvarp um styrkjagreiðslurnar hefur verið lagt fram og er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Heimildir Kjarnans herma að væntingar séu til þess að frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni fljótlega, og geti þá farið til annarrar umræðu í þinginu. 

Áætlunin gerir ráð fyrir styrkjunum

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á mánudag, er gert ráð fyrir að framlögin verði 5.390 milljónir króna á næsta ári, eða tæplega fimm prósent hærri en í ár. Þau hækka síðan ár frá ári fram til ársins 2025, þótt hlutfallslega hægi á hækkuninni og heilt yfir sé hún fyrst og síðast líkleg til að ná yfir verðlagsbreytingar, og feli þar með ekki í sér raunhækkun. Árið 2026 verður svo breyting á þegar framlögin eru áætlum 5.991 milljón króna, eða fimm milljónum króna lægri en árið áður. 

Auglýsing
Tölurnar benda til þess að gert sé ráð fyrir styrkjakerfisgreiðslum til einkarekinna fjölmiðla út spátímann. Sam­kvæmt frum­varp­inu er hægt að sækja um 25 pró­sent end­ur­greiðslu á stuðn­ings­hæfum kostn­aði en stuðn­ingur hvers og eins getur ekki orðið meiri en 25 pró­sent af fjár­veit­ingum til verk­efn­is­ins, sem eru áætlaðar 400 milljónir króna. Það þýðir að einstakur styrkur getur aldrei orðið meiri en 100 millj­ónir króna.

Margra ára ferli

Stuðn­ings­greiðslur úr rík­is­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla hafa verið í deigl­unni árum sam­an. Segja má að ferlið hafa haf­ist í lok árs 2016 þegar sett var saman nefnd til að móta til­lögur um styrk­ingu rekstr­ar­um­hverfis einka­rek­inna fjöl­miðla. Drög að frum­varpi um þær voru kynnt af Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fyrir tveimur árum síðan en komust hins vegar ekki á dag­skrá vor­­­þings þess árs vegna mik­illar and­­­­stöðu við málið hjá hluta þing­­­­flokks Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks. 

Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­­­stöðu. Í þeim fólst aðal­­­­­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­­­ast á mót­i. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­­­ast fram í sept­­­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­­­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­­­­­festa slíkt styrkja­­­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­­­stilli þing­­­manna Sjálf­­­stæð­is­­­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­­­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­­­skiptis neyð­­­ar­­­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­­­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­­­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­­­runa­­­legri úthlut­un­­­ar­að­­­gerð að sú upp­­­hæð sem stærstu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­­­is­­­sjóð var tvö­­­­­föld­uð, úr 50 millj­­­ónum króna í 100 millj­­­ónir króna. 

Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. 

Það frum­varp sem nú er til umfjöll­unar á þingi er í anda reglu­gerð­ar­inn­ar.

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­­­ings­greiðsl­­­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent