Til stendur að tappa 8,5 milljörðum króna af Símanum í ár og skila til hluthafa

Salan á Sensa og breyting á fjármagnsskipan hefur gert það að verkum að Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum hálfan milljarð króna í arð og kaupa eigin bréf af þeim fyrir átta milljarða króna á þessu ári.

Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Auglýsing

Sím­inn ætlar að breyta fjár­magns­skipan sinni með því að dótt­ur­fé­lagið Míla verður látið ganga frá eigin fjár­mögnun frá Íslands­banka og móð­ur­fé­lagið sjálft er að ganga frá end­ur­fjár­mögnun frá Arion banka. Við þessar breyt­ing­ar, og söl­una á Sensa til Cra­yon Group í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins, sem skil­aði Sím­anum sölu­hagn­aði upp á 1,7 millj­arða króna, losnar um fjár­muni sem félagið telur að nýt­ist sér ekki í dag­legum rekstri. 

Í fjár­festa­kynn­ingu vegna upp­gjörs Sím­ans fyrir árið 2020 kemur fram að hluta þeirra fjár­muna verði komið til hlut­hafa og til stendur að leggja til­lögu fyrir aðal­fund um að færa niður eigið fé Sím­ans um átta millj­arða króna. Til við­bótar á að greiða arð upp á hálfan millj­arð króna vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Hlut­hafar Sím­ans munu því fá 8,5 millj­arða króna greidda út úr félag­inu í ár. Sam­hliða mun eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins lækka úr 57,2 í um 44 pró­sent. 

Í fyrra stóð yfir und­ir­bún­ingur á breyttri verka­skipt­ingu milli Sím­ans og dótt­ur­fé­lags­ins Mílu, sem heldur utan um fjar­skipta­inn­viði félags­ins. Sú breytta verka­skipt­ing tók gildi í byrjun þessa árs. Á meðal þess sem fólst í breyt­ing­unni var að Míla tók yfir net­rekstur sem áður var innan vébanda Sím­ans. 

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber í fyrra að fjár­festar hefðu lagt fram ófor­m­­legar fyr­ir­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­leg kaup á Mílu en að engar ákvarð­anir hefðu verið teknar um söl­una. Ljóst er að ef Míla yrði seld væri hægt að skila enn meiri fjár­munum úr rekstri Sím­ans til hlut­hafa félags­ins.

Stoðir stærsti hlut­haf­inn

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans er fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem á 14,86 pró­sent hlut í félag­inu. Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður Stoða, er einnig stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Miðað við núver­andi eign­ar­hlut geta Stoðir vænst að fá tæp­lega 1,3 millj­arða króna út úr Sím­anum í ár. Aðrir helstu eig­endur Sím­ans eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Stoðir eru líka stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka, þess sem nú end­ur­fjár­magnar skuldir Sím­ans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bank­anum und­an­farin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 millj­arða króna til hlut­hafa bank­ans. Á þessu ári munu arð­greiðslur verða þrír millj­arðar króna og end­ur­kaup á eigin bréfum 15 millj­arðar króna. Hlut­deild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 millj­ónir króna. 

Tekjur juk­ust í erf­iðu árferði

Tekjur Sím­ans juk­ust um 868 millj­ónir króna í fyrra þrátt fyrir það sem stjórn­endur félags­ins lýsa í kynn­ingu að hafi verið „erfitt árferði“ vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Tekjur af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust mest, alls um 632 millj­ónir króna. 

Þar mun­aði mest um tekjur af Prem­i­um-á­skrift Sjón­varps Sím­ans, sem juk­ust um hálfan millj­arð króna, og auknar aug­lýs­inga­tekj­ur, sem juk­ust um tæpar 100 millj­ónir króna. Flestir sam­keppn­is­að­ilar Sím­ans sáu aug­lýs­inga­tekjur sínar drag­ast umtals­vert saman vegna heims­far­ald­urs­ins. Tekjur af upp­lýs­inga­tækni juk­ust líka umtals­vert á milli ára og launa­kostn­aður var lækk­aður um 300 millj­ónir króna milli ára, meðal ann­ars með fækkun stöðu­gilda um 50.

Á móti lækk­uðu tekjur af reiki­gjöld­um, sem ferða­menn greiða að uppi­stöðu, um 400 millj­ónir króna í fyrra. Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans er sér­stak­lega tekið fram að félagið hafi ekki nýtt sér nein úrræði sem stjórn­völd buðu upp á vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, enda ekk­ert í rekstri félags­ins sem virð­ist hafa kallað á slíka nýt­ing­u. 

Hagn­aður Sím­ans á árinu 2020 var 2,9 millj­arðar króna sem er nán­ast sami hagn­aður og félagið skil­aði árinu áður.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent