Til stendur að tappa 8,5 milljörðum króna af Símanum í ár og skila til hluthafa

Salan á Sensa og breyting á fjármagnsskipan hefur gert það að verkum að Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum hálfan milljarð króna í arð og kaupa eigin bréf af þeim fyrir átta milljarða króna á þessu ári.

Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Auglýsing

Síminn ætlar að breyta fjármagnsskipan sinni með því að dótturfélagið Míla verður látið ganga frá eigin fjármögnun frá Íslandsbanka og móðurfélagið sjálft er að ganga frá endurfjármögnun frá Arion banka. Við þessar breytingar, og söluna á Sensa til Crayon Group í byrjun desember síðastliðins, sem skilaði Símanum söluhagnaði upp á 1,7 milljarða króna, losnar um fjármuni sem félagið telur að nýtist sér ekki í daglegum rekstri. 

Í fjárfestakynningu vegna uppgjörs Símans fyrir árið 2020 kemur fram að hluta þeirra fjármuna verði komið til hluthafa og til stendur að leggja tillögu fyrir aðalfund um að færa niður eigið fé Símans um átta milljarða króna. Til viðbótar á að greiða arð upp á hálfan milljarð króna vegna frammistöðu síðasta árs. Hluthafar Símans munu því fá 8,5 milljarða króna greidda út úr félaginu í ár. Samhliða mun eiginfjárhlutfall félagsins lækka úr 57,2 í um 44 prósent. 

Í fyrra stóð yfir undirbúningur á breyttri verkaskiptingu milli Símans og dótturfélagsins Mílu, sem heldur utan um fjarskiptainnviði félagsins. Sú breytta verkaskipting tók gildi í byrjun þessa árs. Á meðal þess sem fólst í breytingunni var að Míla tók yfir netrekstur sem áður var innan vébanda Símans. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í september í fyrra að fjárfestar hefðu lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á Mílu en að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um söluna. Ljóst er að ef Míla yrði seld væri hægt að skila enn meiri fjármunum úr rekstri Símans til hluthafa félagsins.

Stoðir stærsti hluthafinn

Stærsti einstaki hluthafi Símans er fjárfestingafélagið Stoðir, sem á 14,86 prósent hlut í félaginu. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, er einnig stjórnarformaður Símans. Miðað við núverandi eignarhlut geta Stoðir vænst að fá tæplega 1,3 milljarða króna út úr Símanum í ár. Aðrir helstu eigendur Símans eru íslenskir lífeyrissjóðir.

Stoðir eru líka stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka, þess sem nú endurfjármagnar skuldir Símans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bankanum undanfarin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 milljarða króna til hluthafa bankans. Á þessu ári munu arðgreiðslur verða þrír milljarðar króna og endurkaup á eigin bréfum 15 milljarðar króna. Hlutdeild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 milljónir króna. 

Tekjur jukust í erfiðu árferði

Tekjur Símans jukust um 868 milljónir króna í fyrra þrátt fyrir það sem stjórnendur félagsins lýsa í kynningu að hafi verið „erfitt árferði“ vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur af sjónvarpsþjónustu jukust mest, alls um 632 milljónir króna. 

Þar munaði mest um tekjur af Premium-áskrift Sjónvarps Símans, sem jukust um hálfan milljarð króna, og auknar auglýsingatekjur, sem jukust um tæpar 100 milljónir króna. Flestir samkeppnisaðilar Símans sáu auglýsingatekjur sínar dragast umtalsvert saman vegna heimsfaraldursins. Tekjur af upplýsingatækni jukust líka umtalsvert á milli ára og launakostnaður var lækkaður um 300 milljónir króna milli ára, meðal annars með fækkun stöðugilda um 50.

Á móti lækkuðu tekjur af reikigjöldum, sem ferðamenn greiða að uppistöðu, um 400 milljónir króna í fyrra. Í fjárfestakynningu Símans er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki nýtt sér nein úrræði sem stjórnvöld buðu upp á vegna kórónuveirufaraldursins, enda ekkert í rekstri félagsins sem virðist hafa kallað á slíka nýtingu. 

Hagnaður Símans á árinu 2020 var 2,9 milljarðar króna sem er nánast sami hagnaður og félagið skilaði árinu áður.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent