Til stendur að tappa 8,5 milljörðum króna af Símanum í ár og skila til hluthafa

Salan á Sensa og breyting á fjármagnsskipan hefur gert það að verkum að Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum hálfan milljarð króna í arð og kaupa eigin bréf af þeim fyrir átta milljarða króna á þessu ári.

Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Auglýsing

Sím­inn ætlar að breyta fjár­magns­skipan sinni með því að dótt­ur­fé­lagið Míla verður látið ganga frá eigin fjár­mögnun frá Íslands­banka og móð­ur­fé­lagið sjálft er að ganga frá end­ur­fjár­mögnun frá Arion banka. Við þessar breyt­ing­ar, og söl­una á Sensa til Cra­yon Group í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins, sem skil­aði Sím­anum sölu­hagn­aði upp á 1,7 millj­arða króna, losnar um fjár­muni sem félagið telur að nýt­ist sér ekki í dag­legum rekstri. 

Í fjár­festa­kynn­ingu vegna upp­gjörs Sím­ans fyrir árið 2020 kemur fram að hluta þeirra fjár­muna verði komið til hlut­hafa og til stendur að leggja til­lögu fyrir aðal­fund um að færa niður eigið fé Sím­ans um átta millj­arða króna. Til við­bótar á að greiða arð upp á hálfan millj­arð króna vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Hlut­hafar Sím­ans munu því fá 8,5 millj­arða króna greidda út úr félag­inu í ár. Sam­hliða mun eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins lækka úr 57,2 í um 44 pró­sent. 

Í fyrra stóð yfir und­ir­bún­ingur á breyttri verka­skipt­ingu milli Sím­ans og dótt­ur­fé­lags­ins Mílu, sem heldur utan um fjar­skipta­inn­viði félags­ins. Sú breytta verka­skipt­ing tók gildi í byrjun þessa árs. Á meðal þess sem fólst í breyt­ing­unni var að Míla tók yfir net­rekstur sem áður var innan vébanda Sím­ans. 

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber í fyrra að fjár­festar hefðu lagt fram ófor­m­­legar fyr­ir­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­leg kaup á Mílu en að engar ákvarð­anir hefðu verið teknar um söl­una. Ljóst er að ef Míla yrði seld væri hægt að skila enn meiri fjár­munum úr rekstri Sím­ans til hlut­hafa félags­ins.

Stoðir stærsti hlut­haf­inn

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans er fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem á 14,86 pró­sent hlut í félag­inu. Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður Stoða, er einnig stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Miðað við núver­andi eign­ar­hlut geta Stoðir vænst að fá tæp­lega 1,3 millj­arða króna út úr Sím­anum í ár. Aðrir helstu eig­endur Sím­ans eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Stoðir eru líka stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka, þess sem nú end­ur­fjár­magnar skuldir Sím­ans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bank­anum und­an­farin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 millj­arða króna til hlut­hafa bank­ans. Á þessu ári munu arð­greiðslur verða þrír millj­arðar króna og end­ur­kaup á eigin bréfum 15 millj­arðar króna. Hlut­deild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 millj­ónir króna. 

Tekjur juk­ust í erf­iðu árferði

Tekjur Sím­ans juk­ust um 868 millj­ónir króna í fyrra þrátt fyrir það sem stjórn­endur félags­ins lýsa í kynn­ingu að hafi verið „erfitt árferði“ vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Tekjur af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust mest, alls um 632 millj­ónir króna. 

Þar mun­aði mest um tekjur af Prem­i­um-á­skrift Sjón­varps Sím­ans, sem juk­ust um hálfan millj­arð króna, og auknar aug­lýs­inga­tekj­ur, sem juk­ust um tæpar 100 millj­ónir króna. Flestir sam­keppn­is­að­ilar Sím­ans sáu aug­lýs­inga­tekjur sínar drag­ast umtals­vert saman vegna heims­far­ald­urs­ins. Tekjur af upp­lýs­inga­tækni juk­ust líka umtals­vert á milli ára og launa­kostn­aður var lækk­aður um 300 millj­ónir króna milli ára, meðal ann­ars með fækkun stöðu­gilda um 50.

Á móti lækk­uðu tekjur af reiki­gjöld­um, sem ferða­menn greiða að uppi­stöðu, um 400 millj­ónir króna í fyrra. Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans er sér­stak­lega tekið fram að félagið hafi ekki nýtt sér nein úrræði sem stjórn­völd buðu upp á vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, enda ekk­ert í rekstri félags­ins sem virð­ist hafa kallað á slíka nýt­ing­u. 

Hagn­aður Sím­ans á árinu 2020 var 2,9 millj­arðar króna sem er nán­ast sami hagn­aður og félagið skil­aði árinu áður.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent