Traust til Alþingis hefur ekki mælst meira frá því fyrir hrun

Traust til stofnanna jókst á síðastliðnu ári. Mest jókst það gagnvart heilbrigðiskerfinu og traust til Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög mikið á tveimur árum. Um þriðjungur landsmanna treystir Alþingi.

Alþingi Íslendinga.
Alþingi Íslendinga.
Auglýsing

Alls bera 34 pró­­sent lands­­manna traust til Alþingis sam­­kvæmt nýjum þjóð­­ar­púlsi Gallup sem mælir árlega traust til stofn­anna sam­­fé­lags­ins. Það eykst um ell­efu pró­­sent­u­­stig milli ára og hefur auk­ist um 16 pró­sentu­stig á tveimur árum. en Alþingi er samt sem áður í fjórða neðsta sæti yfir þær stofn­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. Fyrir neðan Alþingi eru ein­ungis annað stjórn­­­vald, borg­­ar­­stjórn Reykja­víkur (22 pró­­sent traust), banka­­kerfið (26 pró­­sent) og þjóð­kirkjan (32 pró­sent), en hún fellur um eitt sæti á traust­list­anum milli ára.

Almennt hefur traust til stofn­anna íslensks sam­fé­lags auk­ist milli ára. Það mælist nú meira hjá ell­efu þeirra stofn­ana sem mæl­ingin nær til en í fyrra, en minna hjá þrem­ur. Þær þrjár stofn­anir sem mæl­ast með minna traust ný en 2020 lækka líti­lega. Lög­reglan lækkar um eitt pró­sentu­stig niður í 72 pró­sent, Umboðs­maður Alþingis um fjögur pró­sentu­stig niður í 49 pró­sent og Land­helg­is­gæslan um þrjú pró­sentu­stig niður í 86 pró­sent.  Hún er samt sem áður sú stofnun lands­ins sem lands­menn treysta best allra, líkt og var í fyrra. Í öðru sæti á þeim lista er for­seti Íslands sem nýtur trausts 80 pró­sent aðspurðra.

Traust til heil­brigð­is­­kerf­is­ins tekur gríð­ar­legt stökk upp á við eftir að hafa hrunið niður um tólf pró­­sent­u­­stig á einu ári milli 2019 og 2020. Í febr­úar í fyrra mæld­ist traust á því 57 pró­­sent en er nú 79 pró­sent. Engin ein stofnun bætir við sig jafn miklu trausti og heil­brigð­is­kerfið milli ára, en mikið hefur reynt á kerfið síð­ast­liðið ár vegna COVID-19. 

Auglýsing
Traust til Seðla­­banka Íslands tekur stökk upp á við annað árið í röð. Milli áranna 2019 og 2020 jókst það um 14 pró­­sent­u­­stig og nú mælist það 61 pró­sent. Traustið hefur því tvö­fald­ast frá árinu 2019, en seðla­banka­stjóra­skipti urðu á því ári þegar Ásgeir Jóns­­son tók við starf­inu af Má Guð­­munds­­syni, sem hafði gegnt því í ára­tug. Auk þess var Fjár­­­mála­eft­ir­litið sam­einað Seðla­­bank­­anum í byrjun árs 2020. Stýri­vextir hafa lækkað mikið í stjórn­ar­tíð Ásgeirs og eru nú 0,75 pró­sent, sem er það lægsta sem þeir hafa nokkru sinni ver­ið. Sú lækk­un­ar­hrina hefur leitt til þess að fjár­magns­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja hefur lækkað mik­ið. 

Greint var frá þjóð­­ar­púlsi Gallup á RÚV í gær­kvöldi.

Meira traust til Alþingis en í upp­­hafi árs 2018

Alþingi, lög­­gjafa­­sam­kunda Íslands, hefur átt við mikla trausterf­ið­­leika að stríða allt fá hruni. Í síð­­­ustu mæl­ingu Gallup á trausti til Alþingis fyrir þann atburð var nið­­ur­­staðan sú að 42 pró­­sent þjóð­­ar­innar treystu Alþingi. Árin eftir hrunið fór það niður í 10 til 13 pró­­sent. 

Svo virt­ist sem að traustið væri aðeins að ná sér á strik árið 2014 þegar það mæld­ist 24 pró­­sent, en svo komu Pana­ma­skjölin ári síðar og það lækk­­aði aftur um nokkur pró­­sent­u­­stig. Í byrjun árs 2017 var mynduð ný rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­sonar og traustið mæld­ist 22 pró­­sent. Hún sat í nokkra mán­uði og sprakk í sept­­em­ber sama ár vegna upp­­reist æru-­­máls­ins.

Aftur var kos­ið, í annað sinn á einu ári, og við tók rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur í des­em­ber 2017.

Í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála hennar er lögð umtals­verð áhersla á traust. Þar stendur meðal ann­­­ars: „Rík­­­is­­­stjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­­­­­málum og stjórn­­­­­sýslu.“ 

Í fyrstu mæl­ingu sem rík­­is­­stjórnin og nýtt Alþingi fékk tók traustið kipp upp á við og mæld­ist 29 pró­­sent. Það var sög­u­­lega enn lágt, og langt frá því sem var fyrir banka­hrun að jafn­­aði, en meira en nokkru sinni eftir þann atburð.

Árið 2019 hrundi það svo aftur og mæld­ist 18 pró­­sent, og hafði ekki mælst lægra frá því í upp­­hafi febr­­úar 2016. Ástæðan var nær örugg­­lega tengd, að minnsta kosti að hluta, Klaust­­ur­­mál­inu svo­­kall­aða og því hvernig Alþingi tókst á við það mál.

Síð­ustu tvö ár hefur traustið svo auk­ist og er nú fimm pró­sentu­stigum meira en í fyrstu mæl­ingu sem gerð var á trausti til Alþingis eftir að sitj­andi rík­­is­­stjórn­ var mynd­uð.

Borg­­ar­­stjórn náði sér tíma­bundið en hefur dalað hratt

Traust til borg­­ar­­stjórnar Reykja­víkur var í fyrra (17 pró­sent) á svip­uðum slóðum og þegar Gallup mældi það fyrst eftir hrun­ið, í febr­­úar 2009, eða nokkrum mán­uðum eftir banka­hrun. Þá var traustið 18 pró­­sent. Ári áður, í febr­­úar 2008, hafði það reyndar mælst enn lægra, eða níu pró­­sent. Það er í eina skiptið sem stjórn­­­vald hefur mælst með undir tíu pró­­sent traust. Þá hafði gengið mikið á í borg­­ar­­stjórn en alls fjórir meiri­hlutar sátu við völd það kjör­­tíma­bil. 

Traustið lag­að­ist hægt og rólega og árin 2014 og 2015, við lok borg­­ar­­stjórn­­­ar­­fer­ils Jóns Gnarr og við upp­­haf borg­­ar­­stjórn­­­ar­­fer­ils Dags B. Egg­erts­­son­­ar, mæld­ist það 31 pró­­sent. 

Það hefur oft­ast nær dalað á und­an­­förnum árum og er þá þróun ugg­­laust hægt að rekja til harð­vít­ugra átaka meiri­hluta og minn­i­hluta á vett­vangi borg­­ar­­stjórnar um flest mál sem þangað rata.

Þrátt fyrir að traustið auk­ist um fimm pró­sentu­stig á milli ára er traust til borg­ar­stjórnar enn minnst á meðal stofn­ana, eða 22 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent