Traust til Alþingis hefur ekki mælst meira frá því fyrir hrun

Traust til stofnanna jókst á síðastliðnu ári. Mest jókst það gagnvart heilbrigðiskerfinu og traust til Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög mikið á tveimur árum. Um þriðjungur landsmanna treystir Alþingi.

Alþingi Íslendinga.
Alþingi Íslendinga.
Auglýsing

Alls bera 34 pró­­sent lands­­manna traust til Alþingis sam­­kvæmt nýjum þjóð­­ar­púlsi Gallup sem mælir árlega traust til stofn­anna sam­­fé­lags­ins. Það eykst um ell­efu pró­­sent­u­­stig milli ára og hefur auk­ist um 16 pró­sentu­stig á tveimur árum. en Alþingi er samt sem áður í fjórða neðsta sæti yfir þær stofn­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. Fyrir neðan Alþingi eru ein­ungis annað stjórn­­­vald, borg­­ar­­stjórn Reykja­víkur (22 pró­­sent traust), banka­­kerfið (26 pró­­sent) og þjóð­kirkjan (32 pró­sent), en hún fellur um eitt sæti á traust­list­anum milli ára.

Almennt hefur traust til stofn­anna íslensks sam­fé­lags auk­ist milli ára. Það mælist nú meira hjá ell­efu þeirra stofn­ana sem mæl­ingin nær til en í fyrra, en minna hjá þrem­ur. Þær þrjár stofn­anir sem mæl­ast með minna traust ný en 2020 lækka líti­lega. Lög­reglan lækkar um eitt pró­sentu­stig niður í 72 pró­sent, Umboðs­maður Alþingis um fjögur pró­sentu­stig niður í 49 pró­sent og Land­helg­is­gæslan um þrjú pró­sentu­stig niður í 86 pró­sent.  Hún er samt sem áður sú stofnun lands­ins sem lands­menn treysta best allra, líkt og var í fyrra. Í öðru sæti á þeim lista er for­seti Íslands sem nýtur trausts 80 pró­sent aðspurðra.

Traust til heil­brigð­is­­kerf­is­ins tekur gríð­ar­legt stökk upp á við eftir að hafa hrunið niður um tólf pró­­sent­u­­stig á einu ári milli 2019 og 2020. Í febr­úar í fyrra mæld­ist traust á því 57 pró­­sent en er nú 79 pró­sent. Engin ein stofnun bætir við sig jafn miklu trausti og heil­brigð­is­kerfið milli ára, en mikið hefur reynt á kerfið síð­ast­liðið ár vegna COVID-19. 

Auglýsing
Traust til Seðla­­banka Íslands tekur stökk upp á við annað árið í röð. Milli áranna 2019 og 2020 jókst það um 14 pró­­sent­u­­stig og nú mælist það 61 pró­sent. Traustið hefur því tvö­fald­ast frá árinu 2019, en seðla­banka­stjóra­skipti urðu á því ári þegar Ásgeir Jóns­­son tók við starf­inu af Má Guð­­munds­­syni, sem hafði gegnt því í ára­tug. Auk þess var Fjár­­­mála­eft­ir­litið sam­einað Seðla­­bank­­anum í byrjun árs 2020. Stýri­vextir hafa lækkað mikið í stjórn­ar­tíð Ásgeirs og eru nú 0,75 pró­sent, sem er það lægsta sem þeir hafa nokkru sinni ver­ið. Sú lækk­un­ar­hrina hefur leitt til þess að fjár­magns­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja hefur lækkað mik­ið. 

Greint var frá þjóð­­ar­púlsi Gallup á RÚV í gær­kvöldi.

Meira traust til Alþingis en í upp­­hafi árs 2018

Alþingi, lög­­gjafa­­sam­kunda Íslands, hefur átt við mikla trausterf­ið­­leika að stríða allt fá hruni. Í síð­­­ustu mæl­ingu Gallup á trausti til Alþingis fyrir þann atburð var nið­­ur­­staðan sú að 42 pró­­sent þjóð­­ar­innar treystu Alþingi. Árin eftir hrunið fór það niður í 10 til 13 pró­­sent. 

Svo virt­ist sem að traustið væri aðeins að ná sér á strik árið 2014 þegar það mæld­ist 24 pró­­sent, en svo komu Pana­ma­skjölin ári síðar og það lækk­­aði aftur um nokkur pró­­sent­u­­stig. Í byrjun árs 2017 var mynduð ný rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­sonar og traustið mæld­ist 22 pró­­sent. Hún sat í nokkra mán­uði og sprakk í sept­­em­ber sama ár vegna upp­­reist æru-­­máls­ins.

Aftur var kos­ið, í annað sinn á einu ári, og við tók rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur í des­em­ber 2017.

Í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála hennar er lögð umtals­verð áhersla á traust. Þar stendur meðal ann­­­ars: „Rík­­­is­­­stjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­­­­­málum og stjórn­­­­­sýslu.“ 

Í fyrstu mæl­ingu sem rík­­is­­stjórnin og nýtt Alþingi fékk tók traustið kipp upp á við og mæld­ist 29 pró­­sent. Það var sög­u­­lega enn lágt, og langt frá því sem var fyrir banka­hrun að jafn­­aði, en meira en nokkru sinni eftir þann atburð.

Árið 2019 hrundi það svo aftur og mæld­ist 18 pró­­sent, og hafði ekki mælst lægra frá því í upp­­hafi febr­­úar 2016. Ástæðan var nær örugg­­lega tengd, að minnsta kosti að hluta, Klaust­­ur­­mál­inu svo­­kall­aða og því hvernig Alþingi tókst á við það mál.

Síð­ustu tvö ár hefur traustið svo auk­ist og er nú fimm pró­sentu­stigum meira en í fyrstu mæl­ingu sem gerð var á trausti til Alþingis eftir að sitj­andi rík­­is­­stjórn­ var mynd­uð.

Borg­­ar­­stjórn náði sér tíma­bundið en hefur dalað hratt

Traust til borg­­ar­­stjórnar Reykja­víkur var í fyrra (17 pró­sent) á svip­uðum slóðum og þegar Gallup mældi það fyrst eftir hrun­ið, í febr­­úar 2009, eða nokkrum mán­uðum eftir banka­hrun. Þá var traustið 18 pró­­sent. Ári áður, í febr­­úar 2008, hafði það reyndar mælst enn lægra, eða níu pró­­sent. Það er í eina skiptið sem stjórn­­­vald hefur mælst með undir tíu pró­­sent traust. Þá hafði gengið mikið á í borg­­ar­­stjórn en alls fjórir meiri­hlutar sátu við völd það kjör­­tíma­bil. 

Traustið lag­að­ist hægt og rólega og árin 2014 og 2015, við lok borg­­ar­­stjórn­­­ar­­fer­ils Jóns Gnarr og við upp­­haf borg­­ar­­stjórn­­­ar­­fer­ils Dags B. Egg­erts­­son­­ar, mæld­ist það 31 pró­­sent. 

Það hefur oft­ast nær dalað á und­an­­förnum árum og er þá þróun ugg­­laust hægt að rekja til harð­vít­ugra átaka meiri­hluta og minn­i­hluta á vett­vangi borg­­ar­­stjórnar um flest mál sem þangað rata.

Þrátt fyrir að traustið auk­ist um fimm pró­sentu­stig á milli ára er traust til borg­ar­stjórnar enn minnst á meðal stofn­ana, eða 22 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent