Bólusetningu þjóðarinnar gæti verið lokið í júní, segir heilbrigðisráðuneytið

Ef allt gengur eftir, sem ekki er öruggt, gæti bólusetningu allra fullorðinna gegn COVID-19 hér á landi verið lokið í júní. Þetta segir heilbrigðisráðuneytið í nýrri tilkynningu, en búið er að setja bólusetningardagatal í loftið.

Bóluefni Pfizer
Auglýsing

Gangi allar for­sendur sem nú eru til staðar eftir gæti bólu­setn­ingu gegn COVID-19 verið lokið fyrir lok júní, sam­kvæmt nýju bólu­setn­ing­ar­daga­tali sem birt var af hálfu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins síð­degis á föstu­dag.

Daga­talið er unnið í sam­vinnu við sótt­varna­lækni og byggir á fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum um afhend­ingu bólu­efna og áætl­anir þar að lút­andi.

Því er ætlað að gefa fólki „vís­bend­ingu um hvenær lík­legt er að bólu­setn­ing hefj­ist í ein­stökum for­gangs­hóp­um“ og „er birt með fyr­ir­vara, enda að hluta til um áætlun að ræða sem mun taka breyt­ing­um. Gangi for­sendur eftir lýkur bólu­setn­ingu gegn COVID-19 hér á landi fyrir lok júní næst­kom­and­i,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Þrjú bólu­efni eru þegar komin með mark­aðs­leyfi og í notkun hér á landi. Þetta eru bólu­efni Pfiz­er/BioNTech, Astr­aZeneca og Moderna. Fyrir liggur stað­fest áætlun um afhend­ingu þess­ara lyfja til loka mars. Þá liggur einnig fyrir að þessir fram­leið­endur áforma að hafa fyrir lok júní afhent bólu­efni fyrir sam­tals 190.000 ein­stak­linga.

„Á grund­velli Evr­ópu­sam­starfs hefur Ísland gert samn­inga um kaup á Cura­vac og Jans­sen til við­bótar þeim þremur efnum sem þegar eru komin með mark­aðs­leyfi. Þá er Evr­ópu­sam­bandið að ljúka samn­ingi um bólu­efni Nova­vax sem Ísland fær hlut­deild í. Öll þessi lyf eru komin í áfanga­mat hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og þess vænst að þau fái mark­aðs­leyfi innan tíð­ar. Í samn­ingum um þessi bólu­efni kemur fram hve mikið fram­leið­endur þeirra áætla að geta afhent á öðrum árs­fjórð­ungi, þ.e. fyrir lok jún­í. ­Bólu­setn­ing­ar­daga­talið tekur mið af þessum upp­lýs­ingum en gögn hvað þetta varðar eru birt með fyr­ir­vara um að mark­aðs­leyfi liggja ekki fyrir og stað­festar afhend­ing­ar­á­ætl­anir ekki held­ur,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins, en vert er að minn­ast á að þessar áætl­anir eru í fullu sam­ræmi við það sem t.d. Danir kynntu fyrr í vik­unni.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið seg­ist þó ætla, í sam­vinnu við sótt­varna­lækni, að upp­færa bólu­setn­ing­ar­daga­talið „eftir því sem bólu­setn­ing­unni vindur fram og eftir því sem nýjar upp­lýs­ingar ber­ast um bólu­efni og afhend­ingu þeirra.“

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent