Þremur stjórnarþingmönnum falið að rýna í hlutverk RÚV

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að rýna lög um Ríkisútvarpið og gera tillögur að breytingum. Fyrrverandi útvarpsstjóri er þar á meðal.

RÚV
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur falið þremur full­trúum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að rýna lög um Rík­is­út­varpið ohf. og gera til­lögur að breyt­ingum sem lík­legar eru til að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi og hlut­verk Rík­is­út­varps­ins. Ráð­gert er að þau ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næst­kom­andi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu í dag.

Full­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, full­trúi Vinstri grænna en hann verður jafn­framt for­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Páll Magn­ús­son, full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­stjóri.

Auglýsing

„Mál þessi hafa verið mikið til umfjöll­unar í sam­fé­lag­inu og á Alþingi, meðal ann­ars í tengslum við frum­varp ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla og þau sjón­ar­mið að umsvif Rík­is­út­varps­ins á fjöl­miðla­mark­aði valdi sam­keppn­is­skekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstr­ar­stöðu einka­rek­inna miðla hér á land­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Full­trú­arnir munu einnig, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, rýna núver­andi skil­grein­ingu á hlut­verki RÚV og meta hvort þörf sé á end­ur­skil­grein­ingu í ljósi breyttra sam­fé­lags­að­stæðna, tækni­þró­unar og vilja stjórn­valda til að varð­veita og þróa íslenskt mál.

Þeir munu leggja mat á hvernig Rík­is­út­varpið geti sem best náð mark­miði laga um stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu, menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og félags­legri sam­heldni í íslensku sam­fé­lagi.

Þeir munu meta hvernig Rík­is­út­varpið sinni best örygg­is­hlut­verki sínu, með upp­lýs­inga­miðlun um útvarp, öðrum boð­leiðum og/eða sam­starfi við aðra fjöl­miðla og rýna gild­andi kröfur og reglur um dreifi­kerfi Rík­is­út­varps­ins og hvort þörf sé á frek­ari upp­bygg­ingu kerf­is­ins eða grund­vall­ar­breyt­ingum á skipu­lagi dreifi­kerf­is­mála.

Enn fremur munu þeir meta hvernig fjár­mögnun RÚV sé best kom­ið, hvort núver­andi fyr­ir­komu­lagi skuli haldið óbreyttu til fram­tíðar eða hvort breyt­inga sé þörf.

„Þau mun nýta þær athug­anir og skýrslur sem gerðar hafa verið á síð­ustu árum um stöðu RÚV og fjöl­miðla og kanna hvaða sam­bæri­leg vinna hefur farið fram vegna ann­arra almanna­þjón­ustu­miðla í Evr­ópu,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent