Ábyrgð þeirra mikil sem daðra við fordóma

Þingmaður Pírata segir að sögulega séð hafi ákveðin pólitísk öfl beislað fordómafulla umræðu sér í vil með slæmum og oft hörmulegum afleiðingum. Mikil sé því ábyrgð þeirra sem daðra við slíka fordóma – jafnvel þeirra sem meina vel og daðra óvart við þá.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Ef fólk skilur ekki mikilvægi þess að hafa tillitssemi að leiðarljósi í umræðu um innflytjendamál þá liggur vandinn þar; í skilningsleysi á afleiðingum fordóma og óvandaðrar umræðu gagnvart hópum sem geta ekki svarað fyrir sig.“

Þetta sagði þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í síðustu viku. Miklar umræður spruttu upp í kringum frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum um mál­efni inn­flytj­enda en Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, gagnrýndi þing­menn Mið­flokks­ins harð­lega fyrir það hvernig orð­ræðu þeir við­hefðu um útlend­inga­mál hér á landi. Hann sagði hana meðal ann­ars líkj­ast for­dóma­fullri orð­ræðu um sam­kyn­hneigða á tíunda ára­tugi síð­ustu aldar og gyð­inga­hat­ur.

Björn Leví sagði í sinni ræðu að hann ætlaði ekki að fara nánar út í þá umræðu sem þar fór fram en að eitt þyrfti þó að bæta við og væri það tillitssemi.

Auglýsing

Þýðir ekki hömlur á tjáningarfrelsi eða ritskoðun

„Innflytjendur eru fjölbreyttur minnihlutahópur í íslensku samfélagi, hvað þá hópurinn sem hefur komið hingað vegna ofsókna í heimalandi sínu. Þetta er hópur sem getur illa tekið þátt í opinberri umræðu og á erfitt með að svara fyrir sig af augljósum ástæðum. Þessi staðreynd hefur ákveðnar afleiðingar í för með sér fyrir opinbera umræðu. Hún krefst þess að fjallað sé um málefni þessa hóps af þeirri tillitssemi sem er nauðsynleg til að þeir sem geta ekki svarað fyrir sig þurfi ekki að svara fyrir sig. Það þýðir ekki hömlur á tjáningarfrelsi eða ritskoðun, það þýðir einfaldlega að við þurfum að vanda málflutning okkar,“ sagði Björn Leví.

Telur hann að óvandað mál gagnvart þessum hópi geti mjög auðveldlega misskilist á alla vegu með mjög alvarlegum afleiðingum. 

„Sögulega séð eru nokkrir hópar sem óvönduð og fordómafull umræða hefur bitnað sérstaklega illa á. Þar eru innflytjendur, trúarhópar og fólk með öðruvísi húðlit augljósustu dæmin.

Sögulega séð hafa ákveðin pólitísk öfl beislað fordómafulla umræðu sér í vil með slæmum og oft hörmulegum afleiðingum. Mikil er því ábyrgð þeirra sem daðra við slíka fordóma, jafnvel þeirra sem meina vel og daðra óvart við þá. Afleiðingunum er alveg sama um hversu vel meinandi fordómarnir voru,“ sagði þingmaðurinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent