Ábyrgð þeirra mikil sem daðra við fordóma

Þingmaður Pírata segir að sögulega séð hafi ákveðin pólitísk öfl beislað fordómafulla umræðu sér í vil með slæmum og oft hörmulegum afleiðingum. Mikil sé því ábyrgð þeirra sem daðra við slíka fordóma – jafnvel þeirra sem meina vel og daðra óvart við þá.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Ef fólk skilur ekki mik­il­vægi þess að hafa til­lits­semi að leið­ar­ljósi í umræðu um inn­flytj­enda­mál þá liggur vand­inn þar; í skiln­ings­leysi á afleið­ingum for­dóma og óvand­aðrar umræðu gagn­vart hópum sem geta ekki svarað fyrir sig.“

Þetta sagði þing­maður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í síð­ustu viku. Miklar umræður spruttu upp í kringum frum­varp Ásmundar Ein­­ars Daða­­sonar félags- og barna­­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum um mál­efni inn­­flytj­enda en Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, gagn­rýndi þing­­menn Mið­­flokks­ins harð­­lega fyrir það hvernig orð­ræðu þeir við­hefðu um útlend­inga­­mál hér á landi. Hann sagði hana meðal ann­­ars líkj­­ast for­­dóma­­fullri orð­ræðu um sam­kyn­hneigða á tíunda ára­tugi síð­­­ustu aldar og gyð­inga­hat­­ur.

Björn Leví sagði í sinni ræðu að hann ætl­aði ekki að fara nánar út í þá umræðu sem þar fór fram en að eitt þyrfti þó að bæta við og væri það til­lits­semi.

Auglýsing

Þýðir ekki hömlur á tján­ing­ar­frelsi eða rit­skoðun

„Inn­flytj­endur eru fjöl­breyttur minni­hluta­hópur í íslensku sam­fé­lagi, hvað þá hóp­ur­inn sem hefur komið hingað vegna ofsókna í heima­landi sínu. Þetta er hópur sem getur illa tekið þátt í opin­berri umræðu og á erfitt með að svara fyrir sig af aug­ljósum ástæð­um. Þessi stað­reynd hefur ákveðnar afleið­ingar í för með sér fyrir opin­bera umræðu. Hún krefst þess að fjallað sé um mál­efni þessa hóps af þeirri til­lits­semi sem er nauð­syn­leg til að þeir sem geta ekki svarað fyrir sig þurfi ekki að svara fyrir sig. Það þýðir ekki hömlur á tján­ing­ar­frelsi eða rit­skoð­un, það þýðir ein­fald­lega að við þurfum að vanda mál­flutn­ing okk­ar,“ sagði Björn Leví.

Telur hann að óvandað mál gagn­vart þessum hópi geti mjög auð­veld­lega mis­skilist á alla vegu með mjög alvar­legum afleið­ing­um. 

„Sögu­lega séð eru nokkrir hópar sem óvönduð og for­dóma­full umræða hefur bitnað sér­stak­lega illa á. Þar eru inn­flytj­end­ur, trú­ar­hópar og fólk með öðru­vísi húð­lit aug­ljós­ustu dæm­in.

Sögu­lega séð hafa ákveðin póli­tísk öfl beislað for­dóma­fulla umræðu sér í vil með slæmum og oft hörmu­legum afleið­ing­um. Mikil er því ábyrgð þeirra sem daðra við slíka for­dóma, jafn­vel þeirra sem meina vel og daðra óvart við þá. Afleið­ing­unum er alveg sama um hversu vel mein­andi for­dóm­arnir vor­u,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent