Segir erfitt að sjá að salan á Íslandsbanka leiði til aukinnar samkeppni

Doktor í fjármálum segir erfitt að sjá að skráning eignarhluta Íslandsbanka á hlutabréfamarkaði leiði til frekari samkeppni á fjármálamarkaði í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Sala rík­is­ins á eign­ar­hlut sínum í Íslands­banka gæti leitt til enn frek­ari stækk­unar Lands­bank­ans, þar sem sam­keppni um arð­greiðslur gætu minnkað banka­starf­semi einka­banka. Þetta segir Ásgeir Brynjar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, í grein í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem birt­ist núna á föstu­dag­inn. 

Í grein­inni, sem fjallar um sam­spil sam­fé­lags­ins og mark­að­ar­ins, fer Ásgeir einnig yfir mögu­leg áhrif banka­söl­unnar á sam­fé­lag­ið. Þar minn­ist hann á nefnd­ar­á­lit efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um söl­una, en í því er kraf­ist að stuðlað verði að auk­inni sam­keppni á mark­aði við útboð og skrán­ingu bank­ans á hluta­bréfa­mark­að­i. 

Ásgeir segir þó óljóst hvernig salan muni gera það, en nefndin skýri það ekk­ert frekar í áliti sínu. Þá minn­ist hann á skrán­ingu Arion banka á mark­aði, sem hann segir að hefur aukið mögu­leika á arð­greiðslum til hlut­hafa með því að draga úr starf­semi sinni og þar með minnkað sam­keppni á íslenskum fjár­mála­mark­aði. Þannig hafi útlán ekki auk­ist hjá þeim banka, á meðan rík­is­bank­arnir tveir hafi aukið sín útlán veru­lega.

Auglýsing

Ásgeir Brynjar segir bank­ann virð­ist hafa tekið þessa ákvörðun til að minnka sig og losa þannig um eigið fé til að geta greitt það til hlut­hafa, og vitnar hann í grein Gylfa Magn­ús­sonar í Stund­inni, sem fjall­aði um sama mál. 

„Erfitt er að sjá að skrán­ing á hluta­bréfa­mark­að, eins og nú er unnið að, leiði til­ frek­ari sam­keppni, nema þá mögu­lega sam­keppni um að greiða meiri arð til hlut­hafa með lækkun eigin fjár og með því að stunda minni banka­starf­sem­i,“ bætir Ásgeir Brynjar við í grein­inni. „Sam­fé­lags­leg áhrif þess eru óljós, en mögu­lega stækkar þá eini hrein­rækt­aði rík­is­bank­inn enn meira ef marka má nýlegar sögu­legar talna­upp­lýs­ing­ar.“

 Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent