Franskur verkfræðirisi leiðir hönnunarteymi Borgarlínu

Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group og danskir og íslenskir samstarfsaðilar þess urðu hlutskörpust í hönnunarútboði fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.

Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Auglýsing

Franska verk­fræði­fyr­ir­tækið Artelia Group mun leiða hönn­un­arteymi fyrstu lotu Borg­ar­lín­unnar í sam­starfi við dönsku verk­fræði­stof­una MOE, íslensku verk­fræði­stof­una Hnit, dönsku arki­tekta­stof­una Gott­lieb Palu­dan og hina íslensku Yrki arki­tekta. Nið­ur­stöður hönn­unar­út­boðs Borg­ar­lín­unnar voru kynntar í gær.

Ráð­ist var í útboðið á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu 7. maí í fyrra og til­boð opnuð þann 8. júní, en alls bár­ust til­boð frá átta teym­um. Sjá má útboðs­skil­málana í stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þrjú teymi komust áfram á næsta stig útboðs­ferl­is­ins, en auk teym­is­ins sem varð á end­anum hlut­skarp­ast var um að ræða teymi sem íslenska verk­fræði­stofan Efla leiddi í sam­starfi við danska og breska aðila og teymi sem sænska verk­fræði­stofan Sweco leiddi, en í því voru íslensku fyr­ir­tækin Ver­kís og Gláma Kím arki­tek­ar.

Hæfni vóg þyngra en verð

Þessi þrjú teymi fóru í samn­inga­við­ræður og skil­uðu svo aftur til­boðum í haust. Að end­ingu varð teymið sem Artelia Group leiðir hlut­skarpast, en sam­kvæmt svari Borg­ar­línu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans voru teymin þrjú metin á grund­velli hæfni og verðs, þar sem hæfnin vóg 70 pró­sent og verðið 30 pró­sent.

Hrafn­kell Á. Proppé for­stöðu­maður verk­efna­stofu Borg­ar­línu segir við Kjarn­ann að það sé ekki óal­gengt að hæfni vegi 60-80 pró­sent í útboðum sem þessum á móti verð­inu. Verðið sé hins vegar langstærsti ein­staki þátt­ur­inn, á meðan að hæfnin sé metin í mörgum ein­stökum lið­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu á vef Borg­ar­línu segir að Artelia Group, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Frakk­land en starf­semi í 40 löndum og yfir 6.100 starfs­menn á heims­vísu, hafi mikla reynslu og þekk­ingu af hrað­vagna­kerfum eins og Borg­ar­línan verð­ur­.

Þar segir að fyr­ir­tækið hafi hannað yfir 175 kíló­metra af hrað­vagna­leiðum og 255 kíló­metra af létt­lest­ar­kerfum víða um ver­öld, meðal ann­ars Pau BRT-­kerfið í Pýra­nea­fjöll­unum og hrað­vagna­kerfi í borg­inni Lens í Norð­ur­-Frakk­landi.

Danska verk­fræði­stofan MOE sá svo um grunn- og for­hönnun fyrir létt­lest­ar­kerfið í Kaup­manna­höfn og arki­tekta­stofan Gott­lieb Palu­dan Architects er í til­kynn­ingu Borg­ar­línu sögð þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir inn­viði á borð við létt­lest­ir, hrað­vagna­kerfi og umferð­ar­mið­stöðvar víða um heim.

„Þá eru Yrki arki­tektar og Hnit lyk­il­að­ilar í teym­inu og með nauð­syn­lega stað­bundna þekk­ingu. Hnit verk­fræði­stofa sér­hæfir sig í alhliða verk­fræði­ráð­gjöf á sviði mann­virkja­gerðar og Yrki arki­tektar bjóða upp á alhliða þjón­ustu á sviði arki­tekt­úrs og skipu­lags,“ segir í til­kynn­ingu Borg­ar­línu.

Verk­efni hönn­un­arteym­is­ins er að taka við þeim til­lögum sem koma fram í frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu sem kom út í upp­hafi þessa mán­aðar og útfæra verk­efnið nánar fram að fram­kvæmd­um, í sam­starfi við Vega­gerð­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent