Franskur verkfræðirisi leiðir hönnunarteymi Borgarlínu

Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group og danskir og íslenskir samstarfsaðilar þess urðu hlutskörpust í hönnunarútboði fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.

Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Auglýsing

Franska verk­fræði­fyr­ir­tækið Artelia Group mun leiða hönn­un­arteymi fyrstu lotu Borg­ar­lín­unnar í sam­starfi við dönsku verk­fræði­stof­una MOE, íslensku verk­fræði­stof­una Hnit, dönsku arki­tekta­stof­una Gott­lieb Palu­dan og hina íslensku Yrki arki­tekta. Nið­ur­stöður hönn­unar­út­boðs Borg­ar­lín­unnar voru kynntar í gær.

Ráð­ist var í útboðið á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu 7. maí í fyrra og til­boð opnuð þann 8. júní, en alls bár­ust til­boð frá átta teym­um. Sjá má útboðs­skil­málana í stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þrjú teymi komust áfram á næsta stig útboðs­ferl­is­ins, en auk teym­is­ins sem varð á end­anum hlut­skarp­ast var um að ræða teymi sem íslenska verk­fræði­stofan Efla leiddi í sam­starfi við danska og breska aðila og teymi sem sænska verk­fræði­stofan Sweco leiddi, en í því voru íslensku fyr­ir­tækin Ver­kís og Gláma Kím arki­tek­ar.

Hæfni vóg þyngra en verð

Þessi þrjú teymi fóru í samn­inga­við­ræður og skil­uðu svo aftur til­boðum í haust. Að end­ingu varð teymið sem Artelia Group leiðir hlut­skarpast, en sam­kvæmt svari Borg­ar­línu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans voru teymin þrjú metin á grund­velli hæfni og verðs, þar sem hæfnin vóg 70 pró­sent og verðið 30 pró­sent.

Hrafn­kell Á. Proppé for­stöðu­maður verk­efna­stofu Borg­ar­línu segir við Kjarn­ann að það sé ekki óal­gengt að hæfni vegi 60-80 pró­sent í útboðum sem þessum á móti verð­inu. Verðið sé hins vegar langstærsti ein­staki þátt­ur­inn, á meðan að hæfnin sé metin í mörgum ein­stökum lið­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu á vef Borg­ar­línu segir að Artelia Group, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Frakk­land en starf­semi í 40 löndum og yfir 6.100 starfs­menn á heims­vísu, hafi mikla reynslu og þekk­ingu af hrað­vagna­kerfum eins og Borg­ar­línan verð­ur­.

Þar segir að fyr­ir­tækið hafi hannað yfir 175 kíló­metra af hrað­vagna­leiðum og 255 kíló­metra af létt­lest­ar­kerfum víða um ver­öld, meðal ann­ars Pau BRT-­kerfið í Pýra­nea­fjöll­unum og hrað­vagna­kerfi í borg­inni Lens í Norð­ur­-Frakk­landi.

Danska verk­fræði­stofan MOE sá svo um grunn- og for­hönnun fyrir létt­lest­ar­kerfið í Kaup­manna­höfn og arki­tekta­stofan Gott­lieb Palu­dan Architects er í til­kynn­ingu Borg­ar­línu sögð þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir inn­viði á borð við létt­lest­ir, hrað­vagna­kerfi og umferð­ar­mið­stöðvar víða um heim.

„Þá eru Yrki arki­tektar og Hnit lyk­il­að­ilar í teym­inu og með nauð­syn­lega stað­bundna þekk­ingu. Hnit verk­fræði­stofa sér­hæfir sig í alhliða verk­fræði­ráð­gjöf á sviði mann­virkja­gerðar og Yrki arki­tektar bjóða upp á alhliða þjón­ustu á sviði arki­tekt­úrs og skipu­lags,“ segir í til­kynn­ingu Borg­ar­línu.

Verk­efni hönn­un­arteym­is­ins er að taka við þeim til­lögum sem koma fram í frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu sem kom út í upp­hafi þessa mán­aðar og útfæra verk­efnið nánar fram að fram­kvæmd­um, í sam­starfi við Vega­gerð­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent