Kallar eftir hagræðingu hjá hinu opinbera

Meiri hagræðing og skilvirkni ríkisútgjöldum er nauðsynleg svo að hægt sé að standa undir mótvægisaðgerðum í yfirstandandi kreppu, segir Ríkisendurskoðun í nýútgefinni skýrslu.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Auglýsing

Fjár­magns­kostn­aður rík­is­sjóðs jókst mikið á síð­asta ári vegna auk­innar lán­töku og mik­illar verð­bólgu í fyrra. Rík­is­end­ur­skoðun segir efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar í yfir­stand­andi kreppu vera kostn­að­ar­samar og að leita þurfi allra leiða til hag­ræð­ingar og auk­innar skil­virkni í rík­is­út­gjöldum til að standa undir þeim. 

Þetta kemur fram í nýút­gef­inni skýrslu stofn­un­innar um áhrif heims­far­ald­urs­ins á rík­is­fjár­mál. Sam­kvæmt henni var halli rík­is­sjóðs áætl­aður á 270 millj­örðum króna í fyrra og búist er við að hann nemi 264 millj­örðum króna í ár. 

Þetta eru mikil við­brigði frá árinu 2019, þar sem rík­is­sjóður var rek­inn með 42 millj­arða króna afgangi, og árinu 2018, þegar afgang­ur­inn nam 84 millj­örðum króna. Mögu­legt er að hall­inn verði enn meiri, þar sem eftir á að koma í ljós hvaða áhrif tekju­fall margra opin­berra fyr­ir­tækja, líkt og Isa­via, RÚV og Íslands­pósts, muni hafa á rík­is­sjóð. 

Auglýsing

Meiri kostn­aður vegna hærri verð­bólgu

Fjár­magns­kostn­aður rík­is­sjóðs var einnig 40 millj­örðum krónum meiri á fyrstu tíu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma árið 2019. Nær alla hækk­un­ina má rekja til verð­tryggðra lang­tíma­lána sem ríkið hefur tek­ið, en mikil verð­bólga í fyrra leiddi til þess að svo­kall­aður verð­bóta­þáttur lán­anna hækk­aði um 40 millj­arða. 

Meiri­hluti fjár­magns­kostn­aðar rík­is­sjóðs í fyrra var vegna verð­bóta á verð­tryggðum lán­um, en til sam­an­burðar námu verð­bæt­urnar ein­ungis 11 pró­sentum af fjár­magns­kostn­aði árið 2019. 

Sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoðun bíður stjórn­valda mikil áskorun á kom­andi árum við að draga úr halla­rekstri og greiða niður skuldir til að end­ur­heimta jafn­vægi í efna­hags­mál­um. Stofn­unin bætir við að rík­is­sjóður gæti haft tak­markað svig­rúm til ann­arra útgjalda ef vextir eða verð­bólga hækkar eða gengi krón­unnar veik­ist mikið á næst­unn­i. 

„Telur Rík­is­end­ur­skoðun að áfram verði að leita allra leiða til hag­ræð­ingar og auk­innar skil­virkni á útgjalda­hlið rík­is­fjár­mál­anna sam­hliða mót­væg­is­að­gerðum til stuðn­ings heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m,“ segir enn fremur í skýrsl­unni. „Efna­hagsúr­ræði stjórn­valda eru hugsuð sem tíma­bundnar ráð­staf­anir en ljóst má vera að þan­þol rík­is­sjóðs er tak­mörk­unum háð þegar fram í sæk­ir.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent