Kallar eftir hagræðingu hjá hinu opinbera

Meiri hagræðing og skilvirkni ríkisútgjöldum er nauðsynleg svo að hægt sé að standa undir mótvægisaðgerðum í yfirstandandi kreppu, segir Ríkisendurskoðun í nýútgefinni skýrslu.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Auglýsing

Fjármagnskostnaður ríkissjóðs jókst mikið á síðasta ári vegna aukinnar lántöku og mikillar verðbólgu í fyrra. Ríkisendurskoðun segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kreppu vera kostnaðarsamar og að leita þurfi allra leiða til hagræðingar og aukinnar skilvirkni í ríkisútgjöldum til að standa undir þeim. 

Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu stofnuninnar um áhrif heimsfaraldursins á ríkisfjármál. Samkvæmt henni var halli ríkissjóðs áætlaður á 270 milljörðum króna í fyrra og búist er við að hann nemi 264 milljörðum króna í ár. 

Þetta eru mikil viðbrigði frá árinu 2019, þar sem ríkissjóður var rekinn með 42 milljarða króna afgangi, og árinu 2018, þegar afgangurinn nam 84 milljörðum króna. Mögulegt er að hallinn verði enn meiri, þar sem eftir á að koma í ljós hvaða áhrif tekjufall margra opinberra fyrirtækja, líkt og Isavia, RÚV og Íslandspósts, muni hafa á ríkissjóð. 

Auglýsing

Meiri kostnaður vegna hærri verðbólgu

Fjármagnskostnaður ríkissjóðs var einnig 40 milljörðum krónum meiri á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs en á sama tíma árið 2019. Nær alla hækkunina má rekja til verðtryggðra langtímalána sem ríkið hefur tekið, en mikil verðbólga í fyrra leiddi til þess að svokallaður verðbótaþáttur lánanna hækkaði um 40 milljarða. 

Meirihluti fjármagnskostnaðar ríkissjóðs í fyrra var vegna verðbóta á verðtryggðum lánum, en til samanburðar námu verðbæturnar einungis 11 prósentum af fjármagnskostnaði árið 2019. 

Samkvæmt Ríkisendurskoðun bíður stjórnvalda mikil áskorun á komandi árum við að draga úr hallarekstri og greiða niður skuldir til að endurheimta jafnvægi í efnahagsmálum. Stofnunin bætir við að ríkissjóður gæti haft takmarkað svigrúm til annarra útgjalda ef vextir eða verðbólga hækkar eða gengi krónunnar veikist mikið á næstunni. 

„Telur Ríkisendurskoðun að áfram verði að leita allra leiða til hagræðingar og aukinnar skilvirkni á útgjaldahlið ríkisfjármálanna samhliða mótvægisaðgerðum til stuðnings heimilum og fyrirtækjum,“ segir enn fremur í skýrslunni. „Efnahagsúrræði stjórnvalda eru hugsuð sem tímabundnar ráðstafanir en ljóst má vera að þanþol ríkissjóðs er takmörkunum háð þegar fram í sækir.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent