Kallar eftir hagræðingu hjá hinu opinbera

Meiri hagræðing og skilvirkni ríkisútgjöldum er nauðsynleg svo að hægt sé að standa undir mótvægisaðgerðum í yfirstandandi kreppu, segir Ríkisendurskoðun í nýútgefinni skýrslu.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í fyrra.
Auglýsing

Fjár­magns­kostn­aður rík­is­sjóðs jókst mikið á síð­asta ári vegna auk­innar lán­töku og mik­illar verð­bólgu í fyrra. Rík­is­end­ur­skoðun segir efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar í yfir­stand­andi kreppu vera kostn­að­ar­samar og að leita þurfi allra leiða til hag­ræð­ingar og auk­innar skil­virkni í rík­is­út­gjöldum til að standa undir þeim. 

Þetta kemur fram í nýút­gef­inni skýrslu stofn­un­innar um áhrif heims­far­ald­urs­ins á rík­is­fjár­mál. Sam­kvæmt henni var halli rík­is­sjóðs áætl­aður á 270 millj­örðum króna í fyrra og búist er við að hann nemi 264 millj­örðum króna í ár. 

Þetta eru mikil við­brigði frá árinu 2019, þar sem rík­is­sjóður var rek­inn með 42 millj­arða króna afgangi, og árinu 2018, þegar afgang­ur­inn nam 84 millj­örðum króna. Mögu­legt er að hall­inn verði enn meiri, þar sem eftir á að koma í ljós hvaða áhrif tekju­fall margra opin­berra fyr­ir­tækja, líkt og Isa­via, RÚV og Íslands­pósts, muni hafa á rík­is­sjóð. 

Auglýsing

Meiri kostn­aður vegna hærri verð­bólgu

Fjár­magns­kostn­aður rík­is­sjóðs var einnig 40 millj­örðum krónum meiri á fyrstu tíu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma árið 2019. Nær alla hækk­un­ina má rekja til verð­tryggðra lang­tíma­lána sem ríkið hefur tek­ið, en mikil verð­bólga í fyrra leiddi til þess að svo­kall­aður verð­bóta­þáttur lán­anna hækk­aði um 40 millj­arða. 

Meiri­hluti fjár­magns­kostn­aðar rík­is­sjóðs í fyrra var vegna verð­bóta á verð­tryggðum lán­um, en til sam­an­burðar námu verð­bæt­urnar ein­ungis 11 pró­sentum af fjár­magns­kostn­aði árið 2019. 

Sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoðun bíður stjórn­valda mikil áskorun á kom­andi árum við að draga úr halla­rekstri og greiða niður skuldir til að end­ur­heimta jafn­vægi í efna­hags­mál­um. Stofn­unin bætir við að rík­is­sjóður gæti haft tak­markað svig­rúm til ann­arra útgjalda ef vextir eða verð­bólga hækkar eða gengi krón­unnar veik­ist mikið á næst­unn­i. 

„Telur Rík­is­end­ur­skoðun að áfram verði að leita allra leiða til hag­ræð­ingar og auk­innar skil­virkni á útgjalda­hlið rík­is­fjár­mál­anna sam­hliða mót­væg­is­að­gerðum til stuðn­ings heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m,“ segir enn fremur í skýrsl­unni. „Efna­hagsúr­ræði stjórn­valda eru hugsuð sem tíma­bundnar ráð­staf­anir en ljóst má vera að þan­þol rík­is­sjóðs er tak­mörk­unum háð þegar fram í sæk­ir.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent