Vilja banna blóðmerahald og ónauðsynlegar aðgerðir á börnum

Velferð dýra og réttindi barna eru efst á baugi hjá þingmönnum Flokks fólksins í tveimur frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Þeir vilja bann við blóðtöku úr fylfullum merum og að ónauðsynlegar aðgerðir á börnum verði bannaðar.

Lög um velferð dýra hafa það að markmiði að vernda dýr gegn ómannúðlegri meðferð. Bannað er að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða misbjóða dýrum á annan hátt.
Lög um velferð dýra hafa það að markmiði að vernda dýr gegn ómannúðlegri meðferð. Bannað er að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða misbjóða dýrum á annan hátt.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu frum­varpi Ingu Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingu á lögum um vel­ferð dýra, er lagt til að svo­kallað blóð­mera­hald verði bannað og þar með bannað að taka blóð úr fyl­fullum merum í þeim til­gangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu.Í frum­varpi Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingar á lögum um rétt­indi sjúk­linga, er lagt til að kveðið verði á um afdrátt­ar­laust bann við ónauð­syn­legum aðgerðum og rann­sóknum á börnum í stað hins mats­kennda núver­andi orða­lags að „hlífa beri börn­um“ við slíku.

AuglýsingÍ grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem Inga hefur lagt fram er bent á að lög um vel­ferð dýra hafi það að mark­miði að vernda dýr gegn ómann­úð­legri með­ferð. Bannað sé að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða mis­bjóða dýrum á annan hátt. Á Íslandi sé þó „virkur iðn­að­ur“ sem felist í blóð­töku úr lif­andi hrossum í því skyni að vinna úr því hormón sem seld eru til líf­tækni­fyr­ir­tækja sem svo aftur fram­leiða úr þeim frjó­sem­is­lyf fyrir búfén­að. Horm­ónið sem um ræðir finnst aðeins í blóði fyl­fullra mer­a. 

„Líf­tækni­fyr­ir­tæki borga hátt verð fyrir horm­ónið og því hefur blóð­mera­hald auk­ist til muna hér á landi að und­an­förn­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Árið 2019 hafi 5.036 merar verið not­aðar í þessum til­gangi. Á nokkrum stöðum sé þetta orðið að stór­bú­skap þar sem um 200 merar séu haldnar til blóð­fram­leiðslu. Miklir fjár­hags­legir hvatar séu til staðar til að hámarka afköst. „Blóð­merar eru látnar ganga með folöld eins oft og mögu­legt er þar til horm­ónið fyr­ir­finnst ekki lengur í blóði þeirra og þá er þeim slátr­að. Folöldin fara að jafn­aði beint í slátr­un.“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Í frum­varpi um vel­ferð dýra er ekki fjallað sér­stak­lega um blóð­mera­hald og ekki heldur í reglu­gerðum um vel­ferð hrossa og vel­ferð dýra sem eru notuð í vís­inda­skyni. „Það er því ekk­ert í lögum eða reglu­gerðum sem kveður á um hve mikið af blóði megi taka úr fyl­fullum merum hverju sinni, né hve oft, né hvaða aðbún­aður þurfi að vera til stað­ar. Þetta er með öllu ótækt í ljósi þess hve umfangs­mikil þessi starf­semi er hér á land­i,“ stendur í grein­ar­gerð frum­varps Ingu Sæland.Dæmi eru um að merar drep­ist við blóð­tök­una en þótt þær geri það ekki „getur iðn­að­ur­inn haft slæm áhrif á líf og líðan þeirra,“ segir í grein­ar­gerð­inni og vitnað til Mat­væla­stofn­unar sem hafi gert alvar­legar athuga­semdir á þremur bæjum vegna blóð­mera­halds á síð­ustu þremur árum. „Það brýtur gegn öllum sjón­ar­miðum um vel­ferð dýra að rækta hross til blóð­fram­leiðslu í gróða­skyni. Því er lagt til að bannað verði að taka blóð úr fyl­fullum merum í því skyni að selja það eða vinna úr því vöru til sölu.“

Veita ber börnum við­hlít­andi verndÍ frum­varpi Guð­mundar Inga, þing­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingu á lögum um rétt­indi sjúk­linga, er lagt til að í stað núver­andi orða­lags í lög­un­um, þar sem segir að „hlífa beri börn­um“ við ónauð­syn­legum aðgerðum og rann­sóknum verði kveðið á um „af­drátt­ar­laust bann“ við slíku.Í grein­ar­gerð segir að þó að for­eldrar hafi for­ræði yfir börnum sínum sé vald þeirra til að taka ákvarð­anir um hag barna sinn ekki algert. Lög­gjaf­inn geti sett reglur sem tak­marki rétt­indi for­eldra. „Það er stjórn­ar­skrár­bundið hlut­verk lög­gjafans að gæta sér­stak­lega að því að lög veiti börnum við­hlít­andi vernd,“ segir í grein­ar­gerð­inni.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld BeckSér­staka athygli beri að veita þeim til­vikum þar sem ákvarð­anir séu teknar sem hafi var­an­leg áhrif á líf barns, svo sem ákvarð­anir um að fram­kvæma á börnum lækn­is­að­gerð­ir. Í lögum um rétt­indi sjúk­linga komi fram sú meg­in­regla að for­eldrar sem fari með for­sjá barns skuli veita sam­þykki fyrir nauð­syn­legum með­ferðum en frá þeirri meg­in­reglu séu þó und­an­tekn­ing­ar. Í lög­unum er lögð sú skylda á heil­brigð­is­starfs­menn að leita til barna­verndar neiti for­eldrar að sam­þykkja nauð­syn­lega með­ferð sjúkra barna. Þá er í þeim einnig heim­ild fyrir heil­brigð­is­starfs­menn til að grípa taf­ar­laust til nauð­syn­legrar með­ferðar ef ekki vinnst tími til að leita lið­sinnis barna­vernd­ar­yf­ir­valda.„Mik­il­vægt er að gæta þess að for­eldrar gangi ekki of langt þegar kemur að því að ákveða hvort barn skuli und­ir­gang­ast með­ferð,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps Guð­mundar Inga og í því sam­bandi bent á þá vísi­reglu frum­varps­ins að hlífa beri börnum við ónauð­syn­legum rann­sóknum og aðgerð­um. Bent er á að ólíkt þeim reglum sem gilda um nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð barna þá sé ekki fjallað um það í lög­unum „hvernig brugð­ist skuli við þegar for­eldrar óska eftir með­ferð sem er með öllu óþörf“.

Fag­legt mat ráðiVísireglan um að „hlífa beri börn­um“ er mats­kennd og „langt frá því að vera afdrátt­ar­laus“. Því leggja flutn­ings­menn til að 2. mgr. 27. gr. laga um rétt­indi sjúk­linga kveði á um það að óheim­ilt verði að fram­kvæma óþarfa aðgerðir og rann­sóknir á börn­um. Við mat á því hvort aðgerð telj­ist óþörf eða ekki þurfi eðli­lega að taka mið af hags­munum barns­ins auk lækn­is­fræði­legra og sál­fræði­legra þátta. „Flutn­ings­menn leggja áherslu á að lífs­skoð­anir for­eldra eiga ekki að geta rétt­lætt það að láta hjá líða að fram­kvæma til­tekna aðgerð eða valda því að til­teknar aðgerðir séu fram­kvæmd­ar, þá eigi það hvort for­eldrar telji að barn þeirra velji að und­ir­gang­ast til­tekna aðgerð í fram­tíð­inni ekki að hafa áhrif á lækn­is­fræði­legt mat á nauð­syn. Fag­legt mat eigi ávallt að ráða.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent