Vilja banna blóðmerahald og ónauðsynlegar aðgerðir á börnum

Velferð dýra og réttindi barna eru efst á baugi hjá þingmönnum Flokks fólksins í tveimur frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Þeir vilja bann við blóðtöku úr fylfullum merum og að ónauðsynlegar aðgerðir á börnum verði bannaðar.

Lög um velferð dýra hafa það að markmiði að vernda dýr gegn ómannúðlegri meðferð. Bannað er að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða misbjóða dýrum á annan hátt.
Lög um velferð dýra hafa það að markmiði að vernda dýr gegn ómannúðlegri meðferð. Bannað er að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða misbjóða dýrum á annan hátt.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu frum­varpi Ingu Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingu á lögum um vel­ferð dýra, er lagt til að svo­kallað blóð­mera­hald verði bannað og þar með bannað að taka blóð úr fyl­fullum merum í þeim til­gangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu.



Í frum­varpi Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingar á lögum um rétt­indi sjúk­linga, er lagt til að kveðið verði á um afdrátt­ar­laust bann við ónauð­syn­legum aðgerðum og rann­sóknum á börnum í stað hins mats­kennda núver­andi orða­lags að „hlífa beri börn­um“ við slíku.

Auglýsing



Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem Inga hefur lagt fram er bent á að lög um vel­ferð dýra hafi það að mark­miði að vernda dýr gegn ómann­úð­legri með­ferð. Bannað sé að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða mis­bjóða dýrum á annan hátt. Á Íslandi sé þó „virkur iðn­að­ur“ sem felist í blóð­töku úr lif­andi hrossum í því skyni að vinna úr því hormón sem seld eru til líf­tækni­fyr­ir­tækja sem svo aftur fram­leiða úr þeim frjó­sem­is­lyf fyrir búfén­að. Horm­ónið sem um ræðir finnst aðeins í blóði fyl­fullra mer­a. 

„Líf­tækni­fyr­ir­tæki borga hátt verð fyrir horm­ónið og því hefur blóð­mera­hald auk­ist til muna hér á landi að und­an­förn­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Árið 2019 hafi 5.036 merar verið not­aðar í þessum til­gangi. Á nokkrum stöðum sé þetta orðið að stór­bú­skap þar sem um 200 merar séu haldnar til blóð­fram­leiðslu. Miklir fjár­hags­legir hvatar séu til staðar til að hámarka afköst. „Blóð­merar eru látnar ganga með folöld eins oft og mögu­legt er þar til horm­ónið fyr­ir­finnst ekki lengur í blóði þeirra og þá er þeim slátr­að. Folöldin fara að jafn­aði beint í slátr­un.“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Í frum­varpi um vel­ferð dýra er ekki fjallað sér­stak­lega um blóð­mera­hald og ekki heldur í reglu­gerðum um vel­ferð hrossa og vel­ferð dýra sem eru notuð í vís­inda­skyni. „Það er því ekk­ert í lögum eða reglu­gerðum sem kveður á um hve mikið af blóði megi taka úr fyl­fullum merum hverju sinni, né hve oft, né hvaða aðbún­aður þurfi að vera til stað­ar. Þetta er með öllu ótækt í ljósi þess hve umfangs­mikil þessi starf­semi er hér á land­i,“ stendur í grein­ar­gerð frum­varps Ingu Sæland.



Dæmi eru um að merar drep­ist við blóð­tök­una en þótt þær geri það ekki „getur iðn­að­ur­inn haft slæm áhrif á líf og líðan þeirra,“ segir í grein­ar­gerð­inni og vitnað til Mat­væla­stofn­unar sem hafi gert alvar­legar athuga­semdir á þremur bæjum vegna blóð­mera­halds á síð­ustu þremur árum. „Það brýtur gegn öllum sjón­ar­miðum um vel­ferð dýra að rækta hross til blóð­fram­leiðslu í gróða­skyni. Því er lagt til að bannað verði að taka blóð úr fyl­fullum merum í því skyni að selja það eða vinna úr því vöru til sölu.“

Veita ber börnum við­hlít­andi vernd



Í frum­varpi Guð­mundar Inga, þing­manns Flokks fólks­ins, um breyt­ingu á lögum um rétt­indi sjúk­linga, er lagt til að í stað núver­andi orða­lags í lög­un­um, þar sem segir að „hlífa beri börn­um“ við ónauð­syn­legum aðgerðum og rann­sóknum verði kveðið á um „af­drátt­ar­laust bann“ við slíku.



Í grein­ar­gerð segir að þó að for­eldrar hafi for­ræði yfir börnum sínum sé vald þeirra til að taka ákvarð­anir um hag barna sinn ekki algert. Lög­gjaf­inn geti sett reglur sem tak­marki rétt­indi for­eldra. „Það er stjórn­ar­skrár­bundið hlut­verk lög­gjafans að gæta sér­stak­lega að því að lög veiti börnum við­hlít­andi vernd,“ segir í grein­ar­gerð­inni.



Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld BeckSér­staka athygli beri að veita þeim til­vikum þar sem ákvarð­anir séu teknar sem hafi var­an­leg áhrif á líf barns, svo sem ákvarð­anir um að fram­kvæma á börnum lækn­is­að­gerð­ir. Í lögum um rétt­indi sjúk­linga komi fram sú meg­in­regla að for­eldrar sem fari með for­sjá barns skuli veita sam­þykki fyrir nauð­syn­legum með­ferðum en frá þeirri meg­in­reglu séu þó und­an­tekn­ing­ar. Í lög­unum er lögð sú skylda á heil­brigð­is­starfs­menn að leita til barna­verndar neiti for­eldrar að sam­þykkja nauð­syn­lega með­ferð sjúkra barna. Þá er í þeim einnig heim­ild fyrir heil­brigð­is­starfs­menn til að grípa taf­ar­laust til nauð­syn­legrar með­ferðar ef ekki vinnst tími til að leita lið­sinnis barna­vernd­ar­yf­ir­valda.



„Mik­il­vægt er að gæta þess að for­eldrar gangi ekki of langt þegar kemur að því að ákveða hvort barn skuli und­ir­gang­ast með­ferð,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps Guð­mundar Inga og í því sam­bandi bent á þá vísi­reglu frum­varps­ins að hlífa beri börnum við ónauð­syn­legum rann­sóknum og aðgerð­um. Bent er á að ólíkt þeim reglum sem gilda um nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð barna þá sé ekki fjallað um það í lög­unum „hvernig brugð­ist skuli við þegar for­eldrar óska eftir með­ferð sem er með öllu óþörf“.

Fag­legt mat ráði



Vísireglan um að „hlífa beri börn­um“ er mats­kennd og „langt frá því að vera afdrátt­ar­laus“. Því leggja flutn­ings­menn til að 2. mgr. 27. gr. laga um rétt­indi sjúk­linga kveði á um það að óheim­ilt verði að fram­kvæma óþarfa aðgerðir og rann­sóknir á börn­um. Við mat á því hvort aðgerð telj­ist óþörf eða ekki þurfi eðli­lega að taka mið af hags­munum barns­ins auk lækn­is­fræði­legra og sál­fræði­legra þátta. „Flutn­ings­menn leggja áherslu á að lífs­skoð­anir for­eldra eiga ekki að geta rétt­lætt það að láta hjá líða að fram­kvæma til­tekna aðgerð eða valda því að til­teknar aðgerðir séu fram­kvæmd­ar, þá eigi það hvort for­eldrar telji að barn þeirra velji að und­ir­gang­ast til­tekna aðgerð í fram­tíð­inni ekki að hafa áhrif á lækn­is­fræði­legt mat á nauð­syn. Fag­legt mat eigi ávallt að ráða.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent