Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman

Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið Sýn tap­aði 405 millj­ónum króna á síð­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­lega 2,2 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sýnar vegna 2020 sem birtur var í gær.

Árið 2019 réð mestu að virð­is­rýrnun við­skipta­vildar vegna fjöl­miðla sam­stæð­unnar var færð niður um tæp­lega 2,5 millj­arða króna, en á móti kom líka ein­skipt­is­sölu­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu P/F Hey upp á 872 millj­ónir króna.

Tekjur félags­ins juk­ust um tæpan millj­arð króna á milli ára og voru í heild 20,8 millj­arðar króna á síð­asta ári. Í fyrra féllu allar nýjar tekjur Sýnar til vegna dótt­ur­fé­lags­ins End­or, upp­­­­lýs­inga­­­­fyr­ir­tækis í hýs­ing­ar- og rekstr­ar­lausnum sem stýrir ofur­­­­tölv­um, sem Sýn keypti í lok árs 2019, og kom inn í sam­stæðu­reikn­ing félags­ins á árinu 2020. Kaup­verðið á Endor var 618 millj­ónir króna en getur enn tekið breyt­ingum eftir afkomu þess, og tekjur þess voru 2,4 millj­arðar króna í fyrra. Ef Endor hefði ekki komið inn í sam­stæðu­reikn­ing­inn í fyrra hefðu tekjur dreg­ist saman um 1,4 millj­arða króna.

Mesti sam­drátt­ur­inn í fjöl­miðla­tekjum

Allir aðrir tekju­stofnar Sýnar dróg­ust enda saman á milli ára. 

Mestur var sam­drátt­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­lega einn millj­arð króna. 

Auglýsing
Jákvæð teikn voru þó á lofti á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar tekjur af fjöl­miðlun voru sex millj­ónum krónum meiri en þær voru á sama fjórð­ungi 2019. 

Þorri sam­drátt­ar­ins er vegna þess að aug­lýs­inga­tekjur dróg­ust saman um 11 pró­sent milli ára. Tekjur af sjón­varps­dreif­ingu juk­ust hins vegar um 18 pró­sent. Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands vegna upp­gjörs­ins er haft eftir Heið­ari Guð­jóns­syni, for­stjóra Sýnar og eins stærsta hlut­hafa félags­ins, að með breyttu vöru­fram­boði hafi tek­ist að fjölga við­skipta­vinum Stöðvar 2 um 14 pró­sent á árinu 2020. „„Við höfum stöðugt lækkað verð frá því tókum yfir fjöl­miðla­rekst­ur­inn. Verð á Stöð 2 Sport hefur helm­ing­ast á síð­ustu 3 árum og nú bjóðum við upp á að kaupa áskrift að Stöð 2 Ísland og Stöð 2 Erlent á áður óþekktum verð­punkti, eða á 3.990 kr.“

Í fjár­festa­kynn­ingu sem fylgdi árs­reikn­ingnum segir meðal ann­ars að áskrif­endum Stöð 2 Sport hafi fjölgað um 26 pró­sent á milli des­em­ber 2019 og 2020. Efn­isveitan Stöð 2 + hafi sömu­leiðis fjölgað áskrif­endum um níu pró­sent og full­yrt er að hlut­deild Stöðvar 2 á mark­aði sé nú orðin sú sama og hún var áður en hinum svo­kall­aða opna glugga, sem inni­hélt fréttir stöðv­ar­innar og Ísland í dag, var lokað í síð­asta mán­uð­i. 

Fyr­ir­hugað að selja óvirka inn­viði

Á eftir sam­drætt­inum í fjöl­miðlun kemur sam­dráttur í far­síma­tekjum upp á 390 millj­ónir króna milli ára og tekjur vegna inter­nets, sem drag­ast saman um 254 millj­ónir króna. 

­Lækkun tekna vegna far­síma skýrist aðal­lega að 64 pró­sent sam­drætti í reiki­tekjum milli ára. Sýn full­yrðir hins vegar að jákvæð þróun hafi verið í fjölda við­skipta­vina milli ára. 

Í upp­gjöri Sýnar kemur fram að félagið sé langt komið með að selja svo­kall­aða óvirka far­síma­inn­viði félags­ins. Ætl­aður sölu­hagn­aður vegna þessa er um sex millj­arðar króna. Sýn mun svo leigja inn­við­ina til 20 ára af nýjum eig­anda, félagið í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­­sjóðs­ins Digi­tal Colony. Heiðar segir í til­kynn­ing­unni til Kaup­hallar Íslands að stjórn félags­ins hafi veitt stjórn­endum umboð til að und­ir­rita nauð­syn­leg skjöl á þeirri for­sendu að skjala­gerð verði að fullu lokið í síð­asta lagi fyrir birt­ingu árs­hluta­reikn­ings 1. fjórð­ungs 2021, en stefnt sé að því að und­ir­ritun samn­inga tak­ist vel fyrir þann tíma. 

Ef upp­gjör Sýnar eru skoðuð tvö ár aftur í tím­ann, og leið­rétt er fyrir ein­skipt­is­hagn­að­inum vegna söl­unnar á P/F Hey í byrjun árs 2019, þá hefur félagið skilað tapi á öllum árs­fjórð­ungum áranna 2019 og 2020 nema ein­um. Á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2020 skil­aði það átta milljón króna hagn­aði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar