Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman

Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið Sýn tap­aði 405 millj­ónum króna á síð­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­lega 2,2 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sýnar vegna 2020 sem birtur var í gær.

Árið 2019 réð mestu að virð­is­rýrnun við­skipta­vildar vegna fjöl­miðla sam­stæð­unnar var færð niður um tæp­lega 2,5 millj­arða króna, en á móti kom líka ein­skipt­is­sölu­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu P/F Hey upp á 872 millj­ónir króna.

Tekjur félags­ins juk­ust um tæpan millj­arð króna á milli ára og voru í heild 20,8 millj­arðar króna á síð­asta ári. Í fyrra féllu allar nýjar tekjur Sýnar til vegna dótt­ur­fé­lags­ins End­or, upp­­­­lýs­inga­­­­fyr­ir­tækis í hýs­ing­ar- og rekstr­ar­lausnum sem stýrir ofur­­­­tölv­um, sem Sýn keypti í lok árs 2019, og kom inn í sam­stæðu­reikn­ing félags­ins á árinu 2020. Kaup­verðið á Endor var 618 millj­ónir króna en getur enn tekið breyt­ingum eftir afkomu þess, og tekjur þess voru 2,4 millj­arðar króna í fyrra. Ef Endor hefði ekki komið inn í sam­stæðu­reikn­ing­inn í fyrra hefðu tekjur dreg­ist saman um 1,4 millj­arða króna.

Mesti sam­drátt­ur­inn í fjöl­miðla­tekjum

Allir aðrir tekju­stofnar Sýnar dróg­ust enda saman á milli ára. 

Mestur var sam­drátt­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­lega einn millj­arð króna. 

Auglýsing
Jákvæð teikn voru þó á lofti á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar tekjur af fjöl­miðlun voru sex millj­ónum krónum meiri en þær voru á sama fjórð­ungi 2019. 

Þorri sam­drátt­ar­ins er vegna þess að aug­lýs­inga­tekjur dróg­ust saman um 11 pró­sent milli ára. Tekjur af sjón­varps­dreif­ingu juk­ust hins vegar um 18 pró­sent. Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands vegna upp­gjörs­ins er haft eftir Heið­ari Guð­jóns­syni, for­stjóra Sýnar og eins stærsta hlut­hafa félags­ins, að með breyttu vöru­fram­boði hafi tek­ist að fjölga við­skipta­vinum Stöðvar 2 um 14 pró­sent á árinu 2020. „„Við höfum stöðugt lækkað verð frá því tókum yfir fjöl­miðla­rekst­ur­inn. Verð á Stöð 2 Sport hefur helm­ing­ast á síð­ustu 3 árum og nú bjóðum við upp á að kaupa áskrift að Stöð 2 Ísland og Stöð 2 Erlent á áður óþekktum verð­punkti, eða á 3.990 kr.“

Í fjár­festa­kynn­ingu sem fylgdi árs­reikn­ingnum segir meðal ann­ars að áskrif­endum Stöð 2 Sport hafi fjölgað um 26 pró­sent á milli des­em­ber 2019 og 2020. Efn­isveitan Stöð 2 + hafi sömu­leiðis fjölgað áskrif­endum um níu pró­sent og full­yrt er að hlut­deild Stöðvar 2 á mark­aði sé nú orðin sú sama og hún var áður en hinum svo­kall­aða opna glugga, sem inni­hélt fréttir stöðv­ar­innar og Ísland í dag, var lokað í síð­asta mán­uð­i. 

Fyr­ir­hugað að selja óvirka inn­viði

Á eftir sam­drætt­inum í fjöl­miðlun kemur sam­dráttur í far­síma­tekjum upp á 390 millj­ónir króna milli ára og tekjur vegna inter­nets, sem drag­ast saman um 254 millj­ónir króna. 

­Lækkun tekna vegna far­síma skýrist aðal­lega að 64 pró­sent sam­drætti í reiki­tekjum milli ára. Sýn full­yrðir hins vegar að jákvæð þróun hafi verið í fjölda við­skipta­vina milli ára. 

Í upp­gjöri Sýnar kemur fram að félagið sé langt komið með að selja svo­kall­aða óvirka far­síma­inn­viði félags­ins. Ætl­aður sölu­hagn­aður vegna þessa er um sex millj­arðar króna. Sýn mun svo leigja inn­við­ina til 20 ára af nýjum eig­anda, félagið í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­­sjóðs­ins Digi­tal Colony. Heiðar segir í til­kynn­ing­unni til Kaup­hallar Íslands að stjórn félags­ins hafi veitt stjórn­endum umboð til að und­ir­rita nauð­syn­leg skjöl á þeirri for­sendu að skjala­gerð verði að fullu lokið í síð­asta lagi fyrir birt­ingu árs­hluta­reikn­ings 1. fjórð­ungs 2021, en stefnt sé að því að und­ir­ritun samn­inga tak­ist vel fyrir þann tíma. 

Ef upp­gjör Sýnar eru skoðuð tvö ár aftur í tím­ann, og leið­rétt er fyrir ein­skipt­is­hagn­að­inum vegna söl­unnar á P/F Hey í byrjun árs 2019, þá hefur félagið skilað tapi á öllum árs­fjórð­ungum áranna 2019 og 2020 nema ein­um. Á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2020 skil­aði það átta milljón króna hagn­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar