Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB

Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.

Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegri könnun frá Mask­ínu er lítil hreyf­ing á afstöðu Íslend­inga til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á milli ára, en 41,8 pró­sent segj­ast and­víg því að ganga í sam­bandið á meðan að 29,6 pró­sent segj­ast hlynnt því. 28,6 pró­sent taka hvorki afstöðu með eða á móti í könn­un­inni, sem Mask­ína fram­kvæmdi að eigin frum­kvæði dag­ana 21. jan­úar til 1. febr­úar 2021.

Mask­ína hefur mælt afstöðu lands­manna til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið með sam­bæri­legum hætti þrjú ár í röð og hafa sveifl­urnar verið litl­ar. Í fyrra voru um 31 pró­sent hlynnt inn­göngu en um 39 pró­sent and­víg og árið 2019 voru 32 pró­sent hlynnt inn­göngu en 43 pró­sent and­víg.

Skarp­ari skil voru þarna á milli í könnun sem Mask­ína gerði árið 2013, en þá voru 28 pró­sent hlynnt inn­göngu og rúmur helm­ing­ur, eða um 51 pró­sent, sögð­ust and­víg því að Ísland gengi í ESB. Þá tóku ein­ungis 21 pró­sent ekki afstöðu með eða á móti, en sá hópur hefur stækkað á kostnað þeirra sem segj­ast and­vígir inn­göngu.

Niðurstöður síðustu þriggja kannana eru keimlíkar. Mynd: Maskína.

Kjarn­inn fékk nýj­ustu nið­ur­stöð­urnar afhentar í heild sinni frá Mask­ínu á dög­un­um. Hér verður dregið fram hvaða hópar Íslend­inga það eru sem eru hlynntir því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið.

Kjós­endur „frjáls­lyndu miðju­flokk­anna“

Þegar afstaða fólks er brotin niður eftir stjórn­mála­skoð­unum eða kosn­inga­ætlan þarf ekki að koma neinum á óvart að þeir flokkar sem tala fyrir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið skera sig úr og segj­ast að meiri­hluta hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið.

Auglýsing

Segja má að kjós­endur Við­reisnar séu þeir evr­ópusinn­uð­ustu á Íslandi, en tæp 77 pró­sent þeirra sem segja að þeir myndu kjósa Við­reisn ef kosið væri í dag eru sömu­leiðis hlynnt því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. 

Hið sama á við um rúm 62 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una og rúm 58 pró­sent þeirra sem ætla að kjósa Pírata, en hjá væntum kjós­endum ann­arra flokka er ekki meiri­hluta­stuðn­ingur við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Íslenskir sós­í­alistar volgir … eða hvað?

Athygli vekur að á meðal væntra kjós­enda þeirra tveggja flokka sem ætla mætti að teld­ust lengst til vinstri á hinu póli­tíska lit­rófi á Íslandi, Sós­í­alista­flokks­ins og Vinstri grænna, eru fleiri sem segj­ast hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en and­víg.

Þó skal tekið fram að tæpt 41 pró­sent væntra kjós­enda Vinstri grænna tekur ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina, en tæp 34 pró­sent segj­ast hlynnt inn­göngu og rúm 25 pró­sent and­víg. Á meðal væntra kjós­enda Sós­í­alista­flokks­ins eru slétt 41 pró­sent sem segj­ast hlynnt inn­göngu en 26,3 pró­sent and­víg. Tæpur þriðj­ungur er hvorki með né á móti.

Áhuga­verðar umræður um þessar nið­ur­stöður Mask­ínu spunn­ust fram á dög­unum á spjall­síðu Sós­í­alista­flokks­ins á Face­book.

Upp­hafs­maður umræð­unnar var Klem­ens Ó. Þrast­ar­son, sem er fjöl­miðla­full­trúi sendi­skrif­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi. Spurði hann ein­fald­lega hvort þessar nið­ur­stöð­ur, sem birt­ust á vef Mask­ínu fyrr í mán­uð­in­um, hefðu verið ræddar á vett­vangi flokks­ins.

Und­ir­tekt­irnar voru æði mis­jafn­ar. „Hvað er upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefndar ESB á Íslandi að boða hér? Að Sós­í­alista­flokk­ur­inn sé að svíkja kjós­endur sína með því að boða ekki inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­band­ið? Hvað er hann að leggja til? Að fólk skuli frekar kjósa Við­reisn?“ skrif­aði Gunnar Smári Egils­son, stofn­andi og helsti tals­maður Sós­í­alista­flokks­ins út á við, í athuga­semd við færsl­una.

Gunnar Smári Egilsson spurði hvort fjölmiðlafulltrúi ESB á Íslandi væri að biðja sósíalista um að kjósa Viðreisn.„Þegar meira að segja Sam­fylk­ingin gerir sér grein fyrir að ESB aðild Íslands er dauða­dæmdur mál­staður þá væri nú und­ar­legt að Sósi­alista­flokk­ur­inn tæki þann mál­stað upp. Enn í grunn­inn er ESB banda­lag um hags­muni auð­valds og ber að draga helstu álykt­anir af því meg­in­at­riði máls­ins,“ skrif­aði Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar á þræð­in­um, þar sem margir aðrir lýstu því yfir að önnur mál en Evr­ópu­sam­bands­að­ild væru mun mik­il­væg­ari í umræð­unni, þessi miss­er­in.

Þau sem telja að Ísland gæti „náð hag­stæðum samn­ingi við ESB“

Mask­ína spurði einnig að því í könn­un­inni hvort fólk teldi að Ísland gæti náð hag­stæðum samn­ingi um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Í ljós kom að meiri­hluti, eða 56,7 pró­sent aðspurðra, telja að Íslend­ingar gætu náð hag­stæðum samn­ingi um inn­göngu.

Þessi meiri­hluti sam­anstendur að lang­mestu leyti mestu af þeim sem eru hlynnt inn­göngu eða taka hvorki afstöðu með eða á mót­i. 

Rúm 99 pró­sent þeirra sem eru hlynnt inn­göngu í ESB telja að Ísland gæti náð hag­stæðum samn­ingi á meðan að rök 72 pró­sent þeirra sem taka hvorki afstöðu með eða á móti aðild eru á þeirri trú. Á móti kemur að ein­ungis 15,6 pró­sent þeirra sem eru and­víg aðild trúa því að Ísland gæti fengið góðan samn­ing.

Svo er það spurn­ingin hvort kemur á und­an, afstaðan til Evr­ópu­sam­bands­að­ildar eða trúin á að Ísland gæti náð góðum samn­ingi um inn­göng­una.

---

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 866 tals­ins, koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá og end­ur­spegla því þjóð­ina prýði­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent