Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB

Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.

Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegri könnun frá Mask­ínu er lítil hreyf­ing á afstöðu Íslend­inga til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á milli ára, en 41,8 pró­sent segj­ast and­víg því að ganga í sam­bandið á meðan að 29,6 pró­sent segj­ast hlynnt því. 28,6 pró­sent taka hvorki afstöðu með eða á móti í könn­un­inni, sem Mask­ína fram­kvæmdi að eigin frum­kvæði dag­ana 21. jan­úar til 1. febr­úar 2021.

Mask­ína hefur mælt afstöðu lands­manna til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið með sam­bæri­legum hætti þrjú ár í röð og hafa sveifl­urnar verið litl­ar. Í fyrra voru um 31 pró­sent hlynnt inn­göngu en um 39 pró­sent and­víg og árið 2019 voru 32 pró­sent hlynnt inn­göngu en 43 pró­sent and­víg.

Skarp­ari skil voru þarna á milli í könnun sem Mask­ína gerði árið 2013, en þá voru 28 pró­sent hlynnt inn­göngu og rúmur helm­ing­ur, eða um 51 pró­sent, sögð­ust and­víg því að Ísland gengi í ESB. Þá tóku ein­ungis 21 pró­sent ekki afstöðu með eða á móti, en sá hópur hefur stækkað á kostnað þeirra sem segj­ast and­vígir inn­göngu.

Niðurstöður síðustu þriggja kannana eru keimlíkar. Mynd: Maskína.

Kjarn­inn fékk nýj­ustu nið­ur­stöð­urnar afhentar í heild sinni frá Mask­ínu á dög­un­um. Hér verður dregið fram hvaða hópar Íslend­inga það eru sem eru hlynntir því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið.

Kjós­endur „frjáls­lyndu miðju­flokk­anna“

Þegar afstaða fólks er brotin niður eftir stjórn­mála­skoð­unum eða kosn­inga­ætlan þarf ekki að koma neinum á óvart að þeir flokkar sem tala fyrir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið skera sig úr og segj­ast að meiri­hluta hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið.

Auglýsing

Segja má að kjós­endur Við­reisnar séu þeir evr­ópusinn­uð­ustu á Íslandi, en tæp 77 pró­sent þeirra sem segja að þeir myndu kjósa Við­reisn ef kosið væri í dag eru sömu­leiðis hlynnt því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. 

Hið sama á við um rúm 62 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una og rúm 58 pró­sent þeirra sem ætla að kjósa Pírata, en hjá væntum kjós­endum ann­arra flokka er ekki meiri­hluta­stuðn­ingur við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Íslenskir sós­í­alistar volgir … eða hvað?

Athygli vekur að á meðal væntra kjós­enda þeirra tveggja flokka sem ætla mætti að teld­ust lengst til vinstri á hinu póli­tíska lit­rófi á Íslandi, Sós­í­alista­flokks­ins og Vinstri grænna, eru fleiri sem segj­ast hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en and­víg.

Þó skal tekið fram að tæpt 41 pró­sent væntra kjós­enda Vinstri grænna tekur ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina, en tæp 34 pró­sent segj­ast hlynnt inn­göngu og rúm 25 pró­sent and­víg. Á meðal væntra kjós­enda Sós­í­alista­flokks­ins eru slétt 41 pró­sent sem segj­ast hlynnt inn­göngu en 26,3 pró­sent and­víg. Tæpur þriðj­ungur er hvorki með né á móti.

Áhuga­verðar umræður um þessar nið­ur­stöður Mask­ínu spunn­ust fram á dög­unum á spjall­síðu Sós­í­alista­flokks­ins á Face­book.

Upp­hafs­maður umræð­unnar var Klem­ens Ó. Þrast­ar­son, sem er fjöl­miðla­full­trúi sendi­skrif­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi. Spurði hann ein­fald­lega hvort þessar nið­ur­stöð­ur, sem birt­ust á vef Mask­ínu fyrr í mán­uð­in­um, hefðu verið ræddar á vett­vangi flokks­ins.

Und­ir­tekt­irnar voru æði mis­jafn­ar. „Hvað er upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefndar ESB á Íslandi að boða hér? Að Sós­í­alista­flokk­ur­inn sé að svíkja kjós­endur sína með því að boða ekki inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­band­ið? Hvað er hann að leggja til? Að fólk skuli frekar kjósa Við­reisn?“ skrif­aði Gunnar Smári Egils­son, stofn­andi og helsti tals­maður Sós­í­alista­flokks­ins út á við, í athuga­semd við færsl­una.

Gunnar Smári Egilsson spurði hvort fjölmiðlafulltrúi ESB á Íslandi væri að biðja sósíalista um að kjósa Viðreisn.„Þegar meira að segja Sam­fylk­ingin gerir sér grein fyrir að ESB aðild Íslands er dauða­dæmdur mál­staður þá væri nú und­ar­legt að Sósi­alista­flokk­ur­inn tæki þann mál­stað upp. Enn í grunn­inn er ESB banda­lag um hags­muni auð­valds og ber að draga helstu álykt­anir af því meg­in­at­riði máls­ins,“ skrif­aði Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar á þræð­in­um, þar sem margir aðrir lýstu því yfir að önnur mál en Evr­ópu­sam­bands­að­ild væru mun mik­il­væg­ari í umræð­unni, þessi miss­er­in.

Þau sem telja að Ísland gæti „náð hag­stæðum samn­ingi við ESB“

Mask­ína spurði einnig að því í könn­un­inni hvort fólk teldi að Ísland gæti náð hag­stæðum samn­ingi um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Í ljós kom að meiri­hluti, eða 56,7 pró­sent aðspurðra, telja að Íslend­ingar gætu náð hag­stæðum samn­ingi um inn­göngu.

Þessi meiri­hluti sam­anstendur að lang­mestu leyti mestu af þeim sem eru hlynnt inn­göngu eða taka hvorki afstöðu með eða á mót­i. 

Rúm 99 pró­sent þeirra sem eru hlynnt inn­göngu í ESB telja að Ísland gæti náð hag­stæðum samn­ingi á meðan að rök 72 pró­sent þeirra sem taka hvorki afstöðu með eða á móti aðild eru á þeirri trú. Á móti kemur að ein­ungis 15,6 pró­sent þeirra sem eru and­víg aðild trúa því að Ísland gæti fengið góðan samn­ing.

Svo er það spurn­ingin hvort kemur á und­an, afstaðan til Evr­ópu­sam­bands­að­ildar eða trúin á að Ísland gæti náð góðum samn­ingi um inn­göng­una.

---

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 866 tals­ins, koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá og end­ur­spegla því þjóð­ina prýði­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent