Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón

Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Auglýsing

Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt, sem var dæmd ólögmæt af Hæstarétti og Mannréttindadómstól Evrópu, er 140.952.843 krónur. Þá er ekki taldar með skaðabætur sem Eiríkur Jónsson, einn þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að leggja ekki til að yrði skipaður í réttinn þrátt fyrir að dómnefnd hafi talið hann á meðal hæfustu umsækjenda. Auk þess vantar kostnað af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnað vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi. Þá vantar inn í tölurnar kostnað vegna vinnu ríkislögmanns vegna málsins, en sá kostnaður hefur aldrei fengist uppgefinn. Því má ætla að endanlegur kostnaður vegna málsins verði mun hærri.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um kostnað íslenska ríkisins vegna málsins, sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Tók fjóra út og setti aðra fjóra inn

Í aðdrag­anda þess að Lands­réttur var settur á lagg­irn­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­ara við nýja milli­dóms­stig­ið. Sér­­­stök hæf­is­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón Höskuldsson var einnig á meðal 15 hæf­ustu að mati henn­ar. Sig­ríður Á. Andersen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Eiríkur og Jón voru báðir þar á meðal. Alþingi sam­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­ar.

Auglýsing
Ást­ráður Har­alds­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­ara­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar, stefndu rík­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­ar. Hæst­i­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­nefnd­­­­ar­inn­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra.

Tveir stefndu og vildu bætur

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­bæri­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón sem hann vann sigur í fyrir Hæstarétti fyrr í þessum mánuði. 

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­ars vegar og hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ara hins veg­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­spor Jóns stefndi rík­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­launa­ald­­­­­­ur.

Eiríkur sótti aftur um stöðu dóm­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­sum­ars 2019. Jón sótti sömu­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­sókn­ar­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns sagði meðal ann­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­lögu til Alþingis um skipun ann­ars eða ann­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­sókn, sam­an­burði og rök­stuðn­ingi fyrir breyttri til­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­astir til að gegna dóm­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­nefnd­ar. Að feng­inni slíkri til­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­laga ráð­herra full­nægði þessum kröfum[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­nefnd hafði sam­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­ustu umsækj­end­urna. Þá hefur Hæsti­réttur eins og í hér­aðs­dómi greinir þegar hafnað sjón­ar­miðum um að þeir ann­markar hafi verið á dóm­nefnd­ar­á­lit­inu að til­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­mæt með­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­arrar nið­ur­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Einn enn í leyfi

Hæsti kostnaðurinn vegna málsins féll til vegna settra dómara í fjarveru þeirra fjögurra dómara sem þurftu að fara í leyfi frá Landsrétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólögmæt. Þrír þeirra hafa nú verið endurskipaðir og sá fjórði, Jón Finnbogason, sótti um lausa stöðu við réttinn í lok síðasta árs. Fyrr í þessari viku komst dómnefnd um hæfi umsækjenda hins vegar að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, væri hæfasti umsækjandinn um það starf. Þegar upphaflega var skipað í Landsrétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækjendum á hæfnislista dómnefndar, en Sigríður ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostnaður Landsréttar vegna leyfis dómaranna var rúmlega 73 milljónir króna í lok síðasta árs og hann heldur væntanlega áfram að hækka á meðan að Jón er í leyfi. 

Dæmdur málskostnaður vegna mála er tapast hafa fyrir íslenskum dómstólum var 10,6 milljónir króna og málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 20 þúsund evrur, eða 3,1 milljón króna.  

Dæmdar miska- og/eða skaðabætur er íslenska ríkinu bar samkvæmt dómum að greiða umsækjendum um dómarastarf voru samtals 19,7 milljónir króna en inn í þá tölu vantar skaðabætur Eiríks Jónssonar, sem fékk viðurkennda skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart sér með dómi Hæstaréttar fyrr í febrúar. 

Sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu kostaði samtals um 36,1 milljón króna og íslensk þýðing dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu kostnaði um 1,1 milljón króna. Þýðing á íslenskum dómum, nefndarálitum og öðrum gögnum kostaði samtals um 5,3 milljónir króna. 

Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar