Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón

Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Auglýsing

Beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna skip­unar dóm­ara í Lands­rétt, sem var dæmd ólög­mæt af Hæsta­rétti og Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, er 140.952.843 krón­ur. Þá er ekki taldar með skaða­bætur sem Eiríkur Jóns­son, einn þeirra fjög­urra sem Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað að leggja ekki til að yrði skip­aður í rétt­inn þrátt fyrir að dóm­nefnd hafi talið hann á meðal hæf­ustu umsækj­enda. Auk þess vantar kostnað af starfi dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og starfs­manns henn­ar, kostnað vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­bún­ings­stigi. Þá vantar inn í töl­urnar kostnað vegna vinnu rík­is­lög­manns vegna máls­ins, en sá kostn­aður hefur aldrei feng­ist upp­gef­inn. Því má ætla að end­an­legur kostn­aður vegna máls­ins verði mun hærri.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um kostnað íslenska rík­is­ins vegna máls­ins, sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Tók fjóra út og setti aðra fjóra inn

Í aðdrag­anda þess að Lands­­réttur var settur á lagg­irn­­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­­ara við nýja milli­­­dóms­­stig­ið. Sér­­­­­stök hæf­is­­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón Hösk­ulds­son var einnig á meðal 15 hæf­­ustu að mati henn­­ar. Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Eiríkur og Jón voru báðir þar á með­al. Alþingi sam­­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­­ar.

Auglýsing
Ást­ráður Har­alds­­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­­ara­­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­ar, stefndu rík­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar. Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra.

Tveir stefndu og vildu bætur

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­­bæri­­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón sem hann vann sigur í fyrir Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uð­i. 

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­­ars vegar og hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ara hins veg­­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­­spor Jóns stefndi rík­­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­­launa­ald­­­­­­­ur.

Eiríkur sótti aftur um stöðu dóm­­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­­sum­­­ars 2019. Jón sótti söm­u­­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns sagði meðal ann­­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­­lögu til Alþingis um skipun ann­­ars eða ann­­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­­­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­­legum sjón­­­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­­sókn, sam­an­­burði og rök­­stuðn­­ingi fyrir breyttri til­­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­­astir til að gegna dóm­­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­­nefnd­­ar. Að feng­inni slíkri til­­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­­laga ráð­herra full­nægði þessum kröf­um[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­­­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­­nefnd hafði sam­­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­­ustu umsækj­end­­urna. Þá hefur Hæst­i­­réttur eins og í hér­­aðs­­dómi greinir þegar hafnað sjón­­­ar­miðum um að þeir ann­­markar hafi verið á dóm­­nefnd­­ar­á­lit­inu að til­­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­­­mæt með­­­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­­arrar nið­­ur­­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Einn enn í leyfi

Hæsti kostn­að­ur­inn vegna máls­ins féll til vegna settra dóm­ara í fjar­veru þeirra fjög­urra dóm­ara sem þurftu að fara í leyfi frá Lands­rétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólög­mæt. Þrír þeirra hafa nú verið end­ur­skip­aðir og sá fjórði, Jón Finn­boga­son, sótti um lausa stöðu við rétt­inn í lok síð­asta árs. Fyrr í þess­ari viku komst dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að Símon Sig­valda­son, dóm­stjóri í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, væri hæf­asti umsækj­and­inn um það starf. Þegar upp­haf­lega var skipað í Lands­rétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækj­endum á hæfn­is­lista dóm­nefnd­ar, en Sig­ríður ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostn­aður Lands­réttar vegna leyfis dóm­ar­anna var rúm­lega 73 millj­ónir króna í lok síð­asta árs og hann heldur vænt­an­lega áfram að hækka á meðan að Jón er í leyf­i. 

­Dæmdur máls­kostn­aður vegna mála er tap­ast hafa fyrir íslenskum dóm­stólum var 10,6 millj­ónir króna og máls­kostn­aður fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu 20 þús­und evr­ur, eða 3,1 milljón króna.  

Dæmdar miska- og/eða skaða­bætur er íslenska rík­inu bar sam­kvæmt dómum að greiða umsækj­endum um dóm­ara­starf voru sam­tals 19,7 millj­ónir króna en inn í þá tölu vantar skaða­bætur Eiríks Jóns­son­ar, sem fékk við­ur­kennda skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins gagn­vart sér með dómi Hæsta­réttar fyrr í febr­ú­ar. 

Sér­fræði­ráð­gjöf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í aðdrag­anda og í kjöl­far nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu kost­aði sam­tals um 36,1 milljón króna og íslensk þýð­ing dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mál­inu kostn­aði um 1,1 milljón króna. Þýð­ing á íslenskum dóm­um, nefnd­ar­á­litum og öðrum gögnum kost­aði sam­tals um 5,3 millj­ónir króna. 

Hér er ótal­inn kostn­aður af starfi dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og starfs­manns henn­ar, kostn­aður vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­bún­ings­stigi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar