Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón

Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Auglýsing

Beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna skip­unar dóm­ara í Lands­rétt, sem var dæmd ólög­mæt af Hæsta­rétti og Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, er 140.952.843 krón­ur. Þá er ekki taldar með skaða­bætur sem Eiríkur Jóns­son, einn þeirra fjög­urra sem Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað að leggja ekki til að yrði skip­aður í rétt­inn þrátt fyrir að dóm­nefnd hafi talið hann á meðal hæf­ustu umsækj­enda. Auk þess vantar kostnað af starfi dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og starfs­manns henn­ar, kostnað vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­bún­ings­stigi. Þá vantar inn í töl­urnar kostnað vegna vinnu rík­is­lög­manns vegna máls­ins, en sá kostn­aður hefur aldrei feng­ist upp­gef­inn. Því má ætla að end­an­legur kostn­aður vegna máls­ins verði mun hærri.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um kostnað íslenska rík­is­ins vegna máls­ins, sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Tók fjóra út og setti aðra fjóra inn

Í aðdrag­anda þess að Lands­­réttur var settur á lagg­irn­­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­­ara við nýja milli­­­dóms­­stig­ið. Sér­­­­­stök hæf­is­­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón Hösk­ulds­son var einnig á meðal 15 hæf­­ustu að mati henn­­ar. Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Eiríkur og Jón voru báðir þar á með­al. Alþingi sam­­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­­ar.

Auglýsing
Ást­ráður Har­alds­­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­­ara­­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­ar, stefndu rík­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar. Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra.

Tveir stefndu og vildu bætur

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­­bæri­­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón sem hann vann sigur í fyrir Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uð­i. 

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­­ars vegar og hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ara hins veg­­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­­spor Jóns stefndi rík­­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­­launa­ald­­­­­­­ur.

Eiríkur sótti aftur um stöðu dóm­­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­­sum­­­ars 2019. Jón sótti söm­u­­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns sagði meðal ann­­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­­lögu til Alþingis um skipun ann­­ars eða ann­­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­­­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­­legum sjón­­­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­­sókn, sam­an­­burði og rök­­stuðn­­ingi fyrir breyttri til­­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­­astir til að gegna dóm­­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­­nefnd­­ar. Að feng­inni slíkri til­­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­­laga ráð­herra full­nægði þessum kröf­um[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­­­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­­nefnd hafði sam­­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­­ustu umsækj­end­­urna. Þá hefur Hæst­i­­réttur eins og í hér­­aðs­­dómi greinir þegar hafnað sjón­­­ar­miðum um að þeir ann­­markar hafi verið á dóm­­nefnd­­ar­á­lit­inu að til­­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­­­mæt með­­­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­­arrar nið­­ur­­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Einn enn í leyfi

Hæsti kostn­að­ur­inn vegna máls­ins féll til vegna settra dóm­ara í fjar­veru þeirra fjög­urra dóm­ara sem þurftu að fara í leyfi frá Lands­rétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólög­mæt. Þrír þeirra hafa nú verið end­ur­skip­aðir og sá fjórði, Jón Finn­boga­son, sótti um lausa stöðu við rétt­inn í lok síð­asta árs. Fyrr í þess­ari viku komst dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að Símon Sig­valda­son, dóm­stjóri í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, væri hæf­asti umsækj­and­inn um það starf. Þegar upp­haf­lega var skipað í Lands­rétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækj­endum á hæfn­is­lista dóm­nefnd­ar, en Sig­ríður ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostn­aður Lands­réttar vegna leyfis dóm­ar­anna var rúm­lega 73 millj­ónir króna í lok síð­asta árs og hann heldur vænt­an­lega áfram að hækka á meðan að Jón er í leyf­i. 

­Dæmdur máls­kostn­aður vegna mála er tap­ast hafa fyrir íslenskum dóm­stólum var 10,6 millj­ónir króna og máls­kostn­aður fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu 20 þús­und evr­ur, eða 3,1 milljón króna.  

Dæmdar miska- og/eða skaða­bætur er íslenska rík­inu bar sam­kvæmt dómum að greiða umsækj­endum um dóm­ara­starf voru sam­tals 19,7 millj­ónir króna en inn í þá tölu vantar skaða­bætur Eiríks Jóns­son­ar, sem fékk við­ur­kennda skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins gagn­vart sér með dómi Hæsta­réttar fyrr í febr­ú­ar. 

Sér­fræði­ráð­gjöf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í aðdrag­anda og í kjöl­far nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu kost­aði sam­tals um 36,1 milljón króna og íslensk þýð­ing dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mál­inu kostn­aði um 1,1 milljón króna. Þýð­ing á íslenskum dóm­um, nefnd­ar­á­litum og öðrum gögnum kost­aði sam­tals um 5,3 millj­ónir króna. 

Hér er ótal­inn kostn­aður af starfi dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og starfs­manns henn­ar, kostn­aður vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­bún­ings­stigi.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar