Böðvar Þórisson Tjaldur Mynd: Böðvar Þórisson
Böðvar Þórisson

Ástarsaga úr fjörunni – flaug til makans og setti Íslandsmet

Kannski var það afkomuótti frekar en söknuður sem rak hana yfir hafið mun fyrr en dæmi eru um. En hver svo sem ástæðan er hafa þau fundið hvort annað eftir langan aðskilnað og tryggt sér búsetu á óðalinu í sumar.

LO-W(CC) og NR-W(CC) eru sam­einuð á ný. Þetta eru ekki þjál­ustu nöfnin í ást­ar­sögum sam­tím­ans, svo mikið er víst, og ekki eru þetta nöfnin sem þau kalla hvort annað enda eru þau fugl­ar, nánar til tekið tjald­ar. En þetta eru nöfnin sem þau eru þekkt undir í heimi fugla­fræð­inga og ann­ars áhuga­fólks sem fylgist með ferðum þeirra hér um land og erlendis – þangað sem vængirnir bera þau hverju sinni.LO-W(CC) ætti kannski að fá nýtt nafn og fal­legra eftir það afrek sem hún hefur nú unn­ið. Vetr­inum eyddi hún á Ermar­sundeyj­unni Guernsey en þann 18. febr­úar var hún mætt á óðalið sitt í Kjós­inni eins og sannri drottn­ingu sæm­ir. Hún er nefni­lega ekki á því að láta það af hendi svo glatt til ein­hverra ann­arra sem kunna að girn­ast það, óðalið við sjó­inn – mat­ar­kist­una miklu.

Auglýsing

En aftur af afrek­inu. Svo snemm­búið far­flug tjalds frá útlöndum hefur ekki áður verið stað­fest. Fyrra metið var 28. febr­ú­ar. Auð­vitað kann að vera að aðrir tjaldar hafi komið yfir hafið á svip­uðum árs­tíma áður en af því að LO-W(CC) ber tvo lit­hringi á vinstri löpp og einn hvítan hring með stöfn­unum CC á þeim hægri er hægt að skrá afrekið í sögu­bæk­urn­ar: Þetta er Íslands­met.Þangað til annað kemur í ljós.Hring­ana fékk hún ekki hjá honum NR-W(CC) sínum heldur voru það fugla­fræð­ingar sem færðu henni þá árið 2018 svo hægt yrði að fylgj­ast með ferðum hennar og læra meira um hegðun hennar og ann­arra tjalda. Í sama til­gangi fékk NR-W(CC) líka hringa á fæt­urna 2015. Það er því fylgst með þeim. Þó úr fjarska sé. Eng­inn stað­setn­ing­ar­bún­aður er í þessum merk­ing­um.  Óðalsparið fór út að borða er þau höfðu hist á ný eftir langan aðskilnað.
Böðvar Þórisson

Böðvar Þór­is­son fugla­fræð­ingur og verk­efn­is­stjóri hjá Rann­sókn­ar­setri Háskóla Íslands á Suð­ur­landi var staddur í Hval­firði í síð­ustu viku að telja vað­fugla í fjör­unum er hann og sam­starfs­maður hans, Sölvi Rúnar Vign­is­son, komu auga á LO-W(CC). Um þriðj­ungur íslenska tjalda­stofns­ins hefur hér vet­ur­setu og því ekki óal­gengt að sjá tjalda á þessum árs­tíma. En þegar betur var að gáð og les­ið  af merk­inu hennar kom í ljós að síð­ast hafði sést til hennar á Guernsey í Ermar­sundi þann 4. febr­ú­ar. Er Böðvar og Sölvi sáu hana hafði hún þegar fundið mak­ann sem hún hefur haldið tryggð við í að minnsta kosti nokkur ár.„Við vorum að vona að þeir væru ekki mætt­ir, þessir sem hafa verið erlend­is, svo að við fengjum góða mynd af þeim sem hafa hér vet­ur­set­u,“ segir Böðvar um rann­sókn­ar­leið­ang­ur­inn. Tjaldar koma yfir­leitt til Íslands í fyrsta lagi um 1. mars. Á fyrstu dögum mán­að­ar­ins fer það svo ekki fram­hjá neinum að þeir eru farnir að koma í stríðum straum­um. Það sést vel sunn­an­lands þar sem stóra hópa þeirra er oft að finna, til dæmis í fjör­unni á Eyr­ar­bakka.„En það er alla vega einn kom­inn nú þeg­ar,“ segir hann.Tjaldaparið hefur helgað sér óðal við Laxa­vog í Hval­firði og það kann að skýra af hverju hún var svona snemma á ferð­inni. „Við vitum það ekki fyrir víst en kannski koma fuglar sem eiga sér varp­staði nálægt fjörum fyrr en aðr­ir,“ segir Böðvar enda fæði nægt þó vetur ríki enn. Fuglar sem dvelja inn til lands­ins, til dæmis á Suð­ur­landi, eru ekki vænt­an­legir fyrr en í mars.Tjaldar aðstoða unga sína fram eftir aldri við að afla fæðu. Leggja orma fyrir framan þá og láta þá glíma við þá.
Tómas Grétar Gunnarsson

LO-W(CC) sást oft á Ermar­sunds­eyj­unum í vet­ur. Böðvar telur lík­leg­ast að hún hafi fært sig smám saman nær Íslandi og að hún hafi því verið til­tölu­lega nýkomin til lands­ins þegar hann kom auga á hana 18. febr­ú­ar.Hann er með þá kenn­ingu að hún hafi komið svona snemma til að vera þess full­viss að hún myndi halda óðal­inu sínu. Ef aðrir tjaldar kæmu á undan henni gæti hún misst það. „Það eru ekki mörg varppör þarna því það er frekar þröng­t.“Mak­inn hefur þó að öllum lík­indum haldið til á Íslandi yfir vet­ur­inn og hefur því óþreyttur tekið á móti kellu sinni þegar hún kom heim í óðalið eftir að minnsta kosti 700 kíló­metra flug­ferð. Þó að hún hafi valið að dvelja á Guernsey í vetur er það ekki beint „heit­ur“ vetr­ar­dval­ar­staður tjalda. Þeir fara flestir til Bret­landseyja, aðal­lega Norð­ur­-Ír­lands, yfir vetr­ar­mán­uð­ina. Ein­hverjir fljúga þó alla leið til Spán­ar.

Þessi tjaldur er vel merktur. Einkenni tjalda eru annars auðvitað goggurinn og bleiku fæturnir.
Tómas Grétar Gunnarsson

Vor­veðrið sem ríkt hefur á Suð­vest­ur­landi síð­ustu daga og vikur er ekki endi­lega bein­línis ástæðan fyrir snemm­kom­unni – og þó. LO-W(CC) hefur að öllum lík­indum nýtt sér hag­stæða vinda til að hjálpa sér með flug­ið.En er ein­hver hætta á ferðum fyrir hana – að mæta svona snemma í óðal sitt?„Eins og við vitum að þá gæti hér gert hörku­vetur enn­þá,“ segir Böðv­ar. „Það er alltaf viss áhætta fólgin í því að koma snemma.“En tjaldar með sína tign­ar­legu rauð­gulu gogga og bleik­rauðu sterk­byggðu fætur eru dug­legir fugl­ar. Þeir eiga það til að taka sjensa, eru djarfir og verpa til dæmis fyrr en flestir fiðraðir frændur þeirra og þurfa svo að hafa meira fyrir upp­eldi ung­anna því þeir eru ósjálf­bjarga þegar þeir klekj­ast úr eggi og stóla á að for­eldr­arnir mati þá. „Venju­lega eru ungar vað­fugla sjálf­bjarga um fæðu eftir fyrsta dag­inn eða svo,“ bendir Böðvar á.Auglýsing

Allir ungar þurfa í fyrstu skjól og vernd for­eldranna, bæði fyrir veðri og afræn­ingj­um. Ungar tjalds­ins fylgja for­eldr­unum jafn­vel fram í sept­em­ber. „Þá eru þeir enn að betla fæðu af þeim,“ segir Böðv­ar. Tjaldar verja unga sína með því „að láta öllum illum látum í kringum mann og reyna að leiða mann í burt­u.“Tjald­ur­inn verpur einu sinni yfir sum­ar­ið. Ef varpið mis­heppn­ast í fyrstu til­raun er þó mögu­legt að hann reyni aft­ur. Jafn­vel þrisvar. Þeir kunna vel sig í fjör­unum og velja sér oft varp­stað í námunda við þær – stundum í aðeins of mik­illi nálægð og missa hreiðrin út á stór­streymi. Flestir reyna því að verpa ofan fjöru­bakk­ans.

Vel er þekkt að tjaldar komist á fertugsaldur. Og ef allt gengur vel halda pörin tryggð. Mynd: Vísindavefurinn

Óðal­sparið LO-W(CC) og NR-W(CC) virð­ist sprækt en margt getur enn átt eftir að ger­ast áður en að ungar þeirra koma úr eggi. Margir ásæl­ast eggin og ósjálf­bjarga ung­ana. Minkur og tófa eru þeirra helstu fer­fættu óvinir og af fuglum eru það mávar og hrafn­ar. „Svo getur mað­ur­inn óvart labbað ofan a hreiðrin eða keyrt yfir þau,“ bendir Böðvar á.Það er einmitt slíkt sem getur valdið skiln­uðum hjá fugl­um. Að koma ekki ungum á legg. Tjaldar maka sig ekki fyrir lífs­tíð eins og stundum er sagt um fugla. Á því er allur gang­ur. „Þeir geta vissu­lega haldið saman í mörg ár, jafn­vel ára­tug, ef óðalið er gott og þeir ná að koma upp ungum ár hvert. Þetta eru mjög praktísk sam­bönd. Og sumir eru alltaf að skipta.“Böðvar mun fara aftur í Hval­fjörð­inn í vor og mæla hreið­ur. Þá verður tjaldaparið von­andi á vegi hans á ný. Ef allt gengur að ósk­um.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent