Dómnefnd metur Símon Sigvaldason hæfastan til að setjast í Landsrétt

Af þeim fjórum sem voru ekki metnir hæfastir til að setjast í Landsrétt sumarið 2017, en voru samt skipaðir í embætti við réttinn, er einungis einn sem hefur ekki fengið nýja skipun. Sá var ekki metinn hæfastur umsækjenda um lausa stöðu.

Landsréttur
Auglýsing

Símon Sig­valda­son hér­aðs­dóm­ari hefur verið met­inn hæf­astur þeirra þriggja sem sóttu um laust emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt áður en að umsókn­ar­frestur rann út í des­em­ber í fyrra. 

Aðrir umsækj­endur voru Ragn­heiður Snorra­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Jón Finn­björns­son, dóm­ari við Lands­rétt. 

Jón er eini dóm­­ar­inn af þeim fjórum sem dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu sem féll í mars 2019 í Lands­rétt­­ar­­mál­inu tekur til sem ekki hefur fengið nýja skipun við rétt­inn. Ásmundur Helga­­son var skip­aður að nýju 17. apríl síð­­ast­lið­inn, Arn­­fríður Ein­­ar­s­dóttir 1. júlí og Ragn­heiður Braga­dóttir þann 15. sept­­em­ber. Þegar dóm­nefnd mat 33 umsækj­endur um 15 lausar stöður við Lands­rétt árið 2017 setti hún Jón í 30 sæti af 33. Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað samt sem áður að skipa Jón, og þau þrjú sem nefnd voru hér að ofan, en voru ekki metin á meðal 15 hæf­ust­u.  Í kjöl­farið úrskurð­uðu íslenskir dóm­stólar að Sig­ríður hefði brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­dóm­­­­­stóll Evr­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­­ir. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra. 

Auglýsing
Fari Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra eftir mati dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda og skipi þann sem nefndin telur hæf­astan, Símon Sig­valda­son, verður ekki breyt­ing þar á. 

Hefur mikla reynslu

Í umsögn dóm­nefndar segir að það sé álit nefnd­ar­innar að Símon sé hæf­astur umsækj­enda til að gegna stöðu dóm­ara við Lands­rétt. Hann hafi mikla reynslu af dóm­störfum og hafi meðal ann­ars verið settur dóm­ari í Hæsta­rétti í fjöl­mörgum mál­um. Frá árinu 2017 hafi hann verið dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, hafi fjöl­þætta reynslu af stjórn­sýslu­störfum og verið for­maður dóm­stóla­ráðs um ára­bil. 

Símon hafi auk þess sinnt umtals­verðri kennslu í laga­deild Háskóla Íslands, samið tvö fræði­rit og skrifað fræði­greinar um lög­fræði­leg álita­efni. „Síð­ast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dóm­ari að hann hefur gott vald jafnt á einka­mála- og saka­mála­rétt­ar­fari og er fær um að leysa úr flóknum lög­fræði­legum ágrein­ings­efnum á grein­ar­góðan og rök­studdan hátt.“

Dóm­nefnd­ina skip­uðu: Eiríkur Tóm­as­son, for­mað­ur, Guð­rún Björk Bjarna­dótt­ir, Hall­dór Hall­dórs­son, Helga Mel­korka Ótt­ars­dóttir og Kristín Bene­dikts­dótt­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent