Dómnefnd metur Símon Sigvaldason hæfastan til að setjast í Landsrétt

Af þeim fjórum sem voru ekki metnir hæfastir til að setjast í Landsrétt sumarið 2017, en voru samt skipaðir í embætti við réttinn, er einungis einn sem hefur ekki fengið nýja skipun. Sá var ekki metinn hæfastur umsækjenda um lausa stöðu.

Landsréttur
Auglýsing

Símon Sigvaldason héraðsdómari hefur verið metinn hæfastur þeirra þriggja sem sóttu um laust embætti dómara við Landsrétt áður en að umsóknarfrestur rann út í desember í fyrra. 

Aðrir umsækjendur voru Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og Jón Finnbjörnsson, dómari við Landsrétt. 

Jón er eini dóm­ar­inn af þeim fjórum sem dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem féll í mars 2019 í Lands­rétt­ar­mál­inu tekur til sem ekki hefur fengið nýja skipun við rétt­inn. Ásmundur Helga­son var skip­aður að nýju 17. apríl síð­ast­lið­inn, Arn­fríður Ein­ars­dóttir 1. júlí og Ragn­heiður Braga­dóttir þann 15. sept­em­ber. Þegar dómnefnd mat 33 umsækjendur um 15 lausar stöður við Landsrétt árið 2017 setti hún Jón í 30 sæti af 33. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað samt sem áður að skipa Jón, og þau þrjú sem nefnd voru hér að ofan, en voru ekki metin á meðal 15 hæfustu.  Í kjöl­farið úrskurðuðu íslenskir dóm­stólar að Sig­ríður hefði brotið stjórnsýslulög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra. 

Auglýsing
Fari Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eftir mati dómnefndar um hæfni umsækjenda og skipi þann sem nefndin telur hæfastan, Símon Sigvaldason, verður ekki breyting þar á. 

Hefur mikla reynslu

Í umsögn dómnefndar segir að það sé álit nefndarinnar að Símon sé hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Hann hafi mikla reynslu af dómstörfum og hafi meðal annars verið settur dómari í Hæstarétti í fjölmörgum málum. Frá árinu 2017 hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, hafi fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum og verið formaður dómstólaráðs um árabil. 

Símon hafi auk þess sinnt umtalsverðri kennslu í lagadeild Háskóla Íslands, samið tvö fræðirit og skrifað fræðigreinar um lögfræðileg álitaefni. „Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent