Þýðir ekki að við getum lifað „hinu villta góða lífi“

Þó að slakað verði á takmörkunum innanlands á næstu dögum þýðir það ekki að við getum farið að lifa „hinu villta góða lífi,“ segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Skap­ast hafa góðar aðstæður til að slaka enn meira á sótt­varna­að­gerðum inn­an­lands og hefur sótt­varna­læknir sent heil­brigð­is­ráð­herra til­lögur að til­sök­un­um. Búast má við nýrri reglu­gerð á næstu dög­um.Til að hægt sé að slaka á þarf far­ald­ur­inn í fyrsta lagi að vera í lág­marki inn­an­lands og einnig þarf að vera búið að ná nokkuð góðum tökum á landa­mær­un­um. Báðar þessar for­sendur eru nú til staðar að mati Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is. Hann leggur til ýmsar til­slak­anir á öllum þeim aðgerðum sem verið hafa í gangi en á upp­lýs­inga­fundi dags­ins vildi hann ekki fara nákvæm­lega ofan í til­lög­urnar þar sem stjórn­völd eigi enn eftir að fjalla um þær. „Eins og áður mun örugg­lega ein­hverjum þykja of bratt farið á meðan öðrum allt of hægt,“ sagði Þórólf­ur. Hann var spurður hvort að til standi að lengja opn­un­ar­tíma skemmti­staða og kráa og minnti hann þá á að þriðja bylgjan hafi haf­ist þar svo að mjög var­lega verði að fara í slíkt.Þó að nú sé hægt að feta sig í frek­ari til­slak­an­ir, eins og Þórólfur orð­aði það, þarf að gera það var­lega og enn er brýnt að fólk sinni áfram ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um. „Við viljum ekki fá bakslag núna á þess­ari stund­u.“

Auglýsing


Bólu­setn­ing­ar­daga­talið sem stjórn­völd gáfu út fyrir helgi er svar við ákalli um ein­hvern fyr­ir­sjá­an­leika, sagði sótt­varna­lækn­ir. Það er þó óvissu háð. Þó að von­ast sé til að bólu­efnin verði afhent hraðar á næsta árs­fjórð­ungi en hingað til hefur verið búist við er það alls ekki víst „og við þurfum að vera við öllu búin, líka því að dreif­ingin verði hæg­ari en við vild­um.“

Mögu­lega hægt að blása til stórra við­burðaSpurður hvort að hægt verði að halda stóra við­burði næsta sumar en allir slíkir voru blásnir af í fyrra, sagð­ist hann ekki telja það ólík­legt að því gefnu að megin þorri þjóð­ar­innar verði bólu­settur fyrir júní­lok og að ekki komi fram ný afbrigði veirunnar sem bólu­efnin virki ekki á.Nú er hafið þekk­ing­ar­söfnun á landa­mær­un­um,  með því að skylda far­þega til að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi og ef sú reynsla bendir til að óhætt sé með þeim hætti að afnema seinni skimun og jafn­vel sótt­kví verði það reynt 1. maí. „Ef það verður hægt og allt gengur vel þá ætti ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að við höfum aðeins laus­ari taum­inn næsta sum­ar. Hvernig það verður nákvæm­lega veit ég ekki. Það sem skiptir öllu máli er hvernig við hegðum okkur sem ein­stak­ling­ar. Ekki hvaða tak­mark­anir stjórn­völd setja. Þannig að þó að það sé verið að slaka á þá er mik­il­vægt að fólk haldi áfram að passa sig. Þetta þýðir ekki það að við getum lifað hinu villta góða líf­i.“Ekk­ert virkt smit hefur greinst utan sótt­kvíar inn­an­lands frá fyrsta febr­ú­ar. Þórólfur segir að auð­vitað séu ákveðnar áhyggjur fyrir hendi um að þegar slakað verði á aðgerðum ger­ist eitt­hvað. Aðstæður séu hins vegar mun betri á landa­mærum nú en áður. „Staða okkar er allt öðru­vísi nún­a,“ sagði hann um sam­an­burð við síð­asta sum­ar. „En vissu­lega er hættan alltaf fyrir hendi að far­ald­ur­inn blossi upp aft­ur. En við þurfum alltaf að lifa við þá hættu sama hvað við ger­um.“

58 ekki með vott­orð á landa­mær­unum

Síð­ustu vikur hafa um 170-180 far­þegar komið lands­ins dag­lega. Á föstu­dag tóku gildi nýjar reglur á landa­mær­unum og er öllum far­þegum nú skylt að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi, sem ekki má vera eldra en 72 stunda gam­alt, við kom­una til lands­ins. Þeir sem hafa gilt vott­orð um bólu­setn­ingu eða að hafa náð bata af COVID-19 eru und­an­þegnir því.

Um helg­ina komu 706 far­þegar til lands­ins og 503 fram­vís­uðu nei­kvæðu PCR-­prófi. 51 fram­vís­aði vott­orði um fyrri sýk­ingu og 54 vott­orði um bólu­setn­ingu. 58 voru ekki með vott­orð. Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði að í vik­unni yrði farið að sekta þá sem ekki fram­vísa gildu vott­orði. Sekt­ar­upp­hæð hefur enn ekki verið ákveð­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent