Pfizer-rannsókn hefði skilað þekkingu „einmitt af því að við erum nánast veirufrí“

Rannsókn Pfizer á Íslandi hefði getað svarað mörgum spurningum um virkni bóluefnisins einmitt af þeirri ástæðu að hér eru mjög fá smit, segir líftölfræðingurinn Jóhanna Jakobsdóttir í viðtali við Kjarnann.

Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Auglýsing

Enn á eftir að svara mörgum spurn­ingum um virkni þeirra bólu­efna fyrir COVID-19 sem þegar eru komin á mark­að. Vitað er að þau veita vörn gegn alvar­legum veik­indum en svör vantar til dæmis enn við því hvort að bólu­settur geti enn borið smit í aðra og hversu góða vörn þau veita gegn nýjum afbrigðum veirunn­ar.Í des­em­ber og jan­úar fór af stað mikil umræða í sam­fé­lag­inu um mögu­lega þátt­töku Íslend­inga í bólu­efna­rann­sókn lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfiz­er. Bólu­efni þess, sem þróað var í sam­starfi við þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech, var það fyrsta sem fékk mark­aðs­leyfi í Evr­ópu og á Íslandi. Eftir fund sótt­varna­læknis og for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar með for­svars­mönnum Pfizer í febr­úar var hins vegar ljóst að af henni yrði lík­lega ekki. Skýr­ing­in: Hér eru of fá smit til að slík rann­sókn myndi skila þeim árangri sem stefnt var að.

AuglýsingJóhanna Jak­obs­dóttir lektor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands, veltir í við­tali við Kjarn­ann upp annarri hlið á mál­inu og segir að gera hefði mátt rann­sókn­ina einmitt af því að smitin eru fá. Þannig hefði feng­ist ný þekk­ing og önnur en í löndum þar sem byrjað var að bólu­setja af kappi í miðri bylgju far­ald­urs. „Rann­sóknin hefði getað svarað svo mörgum spurn­ing­um,“ segir hún. Ein sú helsta væri sú hversu mikið bólu­efni dregur úr því að bólu­settur ein­stak­lingur sem sýk­ist smiti aðra. „Við hefðum getað svarað því mjög fljótt og  það hefðu verið verð­mætar upp­lýs­ingar fyrir alla bólu­efna­fram­leið­end­ur. Því við erum með svo mikið af gögnum til að byggja á nú þeg­ar.“­Rann­sóknin hefði getað verið tví­skipt, segir Jóhanna. Ann­ars vegar byggt á því að fá leyfi vís­inda­siða­nefndar til að taka saman lýð­grunduð gögn og gera á þeim sam­an­tektir en slíkt er nú þegar gert að ein­hverju leiti þegar við fáum upp­lýs­ingar um stöðu far­ald­ur­ins frá sótt­varna­lækni. Fylgst er með þróun far­ald­urs­ins í þýð­inu. „Þannig má segja að við séum þegar partur af rann­sókn – innan gæsalappa,“ bendir Jóhanna á. En svo hefði einnig verið hægt að fara í klíníska rann­sókn þar sem fólk er kallað inn til þátt­töku, t.d. í mótefna­mæl­ingu og fleira, og þyrfti þá að sjálf­sögðu gefa sitt upp­lýsta sam­þykki.Pfizer er að gera sam­bæri­lega rann­sókn í Ísr­ael sam­hliða fjölda­bólu­setn­ingu en þar hófst hún í mestu bylgju far­ald­urs­ins frá upp­hafi. „Ég tel að rann­sókn hér hefði getað bætt við þekk­ingu einmitt af því að við erum nán­ast veiru­frí. Þegar mikið smit er í gangi skekkir það mat okkar á raun­veru­legri virkni bólu­efn­is. Fólk getur til dæmis smit­ast áður en efnið er farið að virka. En á Íslandi hefðum við mögu­lega getað sýnt fram á það að þegar nán­ast ekk­ert smit er í gangi er virknin meiri en á fyrri stigum klínískra rann­sókna. Við hefðum getað bólu­sett alla á skömmum tíma, í þessu góða ástandi, og svo hefði fólk farið að ferð­ast hingað og við héð­an. Hvað hefði þá ger­st? Þetta er áhuga­verð rann­sókn­ar­spurn­ing. Aðal­spurn­ingin sem Pfizer þarf að leita svara við snýst um hjarð­ó­næmið og hvort að bólu­efnið komi ekki aðeins í veg fyrir sjúk­dóm heldur einnig sýk­ingu yfir höfuð og hvort að bólu­settir beri smit á milli.Fyrir mér eru það von­brigði að rann­sóknin verði lík­lega ekki gerð hér. Ég held að hún hefði haft mikið gildi fyrir heims­byggð­ina.“Ítar­legt við­tal við Jóhönnu birt­ist í Kjarn­anum um helg­ina og má lesa hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent