Pfizer-rannsókn hefði skilað þekkingu „einmitt af því að við erum nánast veirufrí“

Rannsókn Pfizer á Íslandi hefði getað svarað mörgum spurningum um virkni bóluefnisins einmitt af þeirri ástæðu að hér eru mjög fá smit, segir líftölfræðingurinn Jóhanna Jakobsdóttir í viðtali við Kjarnann.

Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Auglýsing

Enn á eftir að svara mörgum spurningum um virkni þeirra bóluefna fyrir COVID-19 sem þegar eru komin á markað. Vitað er að þau veita vörn gegn alvarlegum veikindum en svör vantar til dæmis enn við því hvort að bólusettur geti enn borið smit í aðra og hversu góða vörn þau veita gegn nýjum afbrigðum veirunnar.


Í desember og janúar fór af stað mikil umræða í samfélaginu um mögulega þátttöku Íslendinga í bóluefnarannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Bóluefni þess, sem þróað var í samstarfi við þýska líftæknifyrirtækið BioNtech, var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu og á Íslandi. Eftir fund sóttvarnalæknis og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar með forsvarsmönnum Pfizer í febrúar var hins vegar ljóst að af henni yrði líklega ekki. Skýringin: Hér eru of fá smit til að slík rannsókn myndi skila þeim árangri sem stefnt var að.

Auglýsing


Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands, veltir í viðtali við Kjarnann upp annarri hlið á málinu og segir að gera hefði mátt rannsóknina einmitt af því að smitin eru fá. Þannig hefði fengist ný þekking og önnur en í löndum þar sem byrjað var að bólusetja af kappi í miðri bylgju faraldurs. „Rannsóknin hefði getað svarað svo mörgum spurningum,“ segir hún. Ein sú helsta væri sú hversu mikið bóluefni dregur úr því að bólusettur einstaklingur sem sýkist smiti aðra. „Við hefðum getað svarað því mjög fljótt og  það hefðu verið verðmætar upplýsingar fyrir alla bóluefnaframleiðendur. Því við erum með svo mikið af gögnum til að byggja á nú þegar.“


Rannsóknin hefði getað verið tvískipt, segir Jóhanna. Annars vegar byggt á því að fá leyfi vísindasiðanefndar til að taka saman lýðgrunduð gögn og gera á þeim samantektir en slíkt er nú þegar gert að einhverju leiti þegar við fáum upplýsingar um stöðu faraldurins frá sóttvarnalækni. Fylgst er með þróun faraldursins í þýðinu. „Þannig má segja að við séum þegar partur af rannsókn – innan gæsalappa,“ bendir Jóhanna á. En svo hefði einnig verið hægt að fara í klíníska rannsókn þar sem fólk er kallað inn til þátttöku, t.d. í mótefnamælingu og fleira, og þyrfti þá að sjálfsögðu gefa sitt upplýsta samþykki.


Pfizer er að gera sambærilega rannsókn í Ísrael samhliða fjöldabólusetningu en þar hófst hún í mestu bylgju faraldursins frá upphafi. „Ég tel að rannsókn hér hefði getað bætt við þekkingu einmitt af því að við erum nánast veirufrí. Þegar mikið smit er í gangi skekkir það mat okkar á raunverulegri virkni bóluefnis. Fólk getur til dæmis smitast áður en efnið er farið að virka. En á Íslandi hefðum við mögulega getað sýnt fram á það að þegar nánast ekkert smit er í gangi er virknin meiri en á fyrri stigum klínískra rannsókna. Við hefðum getað bólusett alla á skömmum tíma, í þessu góða ástandi, og svo hefði fólk farið að ferðast hingað og við héðan. Hvað hefði þá gerst? Þetta er áhugaverð rannsóknarspurning. 


Aðalspurningin sem Pfizer þarf að leita svara við snýst um hjarðónæmið og hvort að bóluefnið komi ekki aðeins í veg fyrir sjúkdóm heldur einnig sýkingu yfir höfuð og hvort að bólusettir beri smit á milli.


Fyrir mér eru það vonbrigði að rannsóknin verði líklega ekki gerð hér. Ég held að hún hefði haft mikið gildi fyrir heimsbyggðina.“


Ítarlegt viðtal við Jóhönnu birtist í Kjarnanum um helgina og má lesa hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent