Pfizer-rannsókn hefði skilað þekkingu „einmitt af því að við erum nánast veirufrí“

Rannsókn Pfizer á Íslandi hefði getað svarað mörgum spurningum um virkni bóluefnisins einmitt af þeirri ástæðu að hér eru mjög fá smit, segir líftölfræðingurinn Jóhanna Jakobsdóttir í viðtali við Kjarnann.

Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Auglýsing

Enn á eftir að svara mörgum spurn­ingum um virkni þeirra bólu­efna fyrir COVID-19 sem þegar eru komin á mark­að. Vitað er að þau veita vörn gegn alvar­legum veik­indum en svör vantar til dæmis enn við því hvort að bólu­settur geti enn borið smit í aðra og hversu góða vörn þau veita gegn nýjum afbrigðum veirunn­ar.Í des­em­ber og jan­úar fór af stað mikil umræða í sam­fé­lag­inu um mögu­lega þátt­töku Íslend­inga í bólu­efna­rann­sókn lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfiz­er. Bólu­efni þess, sem þróað var í sam­starfi við þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech, var það fyrsta sem fékk mark­aðs­leyfi í Evr­ópu og á Íslandi. Eftir fund sótt­varna­læknis og for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar með for­svars­mönnum Pfizer í febr­úar var hins vegar ljóst að af henni yrði lík­lega ekki. Skýr­ing­in: Hér eru of fá smit til að slík rann­sókn myndi skila þeim árangri sem stefnt var að.

AuglýsingJóhanna Jak­obs­dóttir lektor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands, veltir í við­tali við Kjarn­ann upp annarri hlið á mál­inu og segir að gera hefði mátt rann­sókn­ina einmitt af því að smitin eru fá. Þannig hefði feng­ist ný þekk­ing og önnur en í löndum þar sem byrjað var að bólu­setja af kappi í miðri bylgju far­ald­urs. „Rann­sóknin hefði getað svarað svo mörgum spurn­ing­um,“ segir hún. Ein sú helsta væri sú hversu mikið bólu­efni dregur úr því að bólu­settur ein­stak­lingur sem sýk­ist smiti aðra. „Við hefðum getað svarað því mjög fljótt og  það hefðu verið verð­mætar upp­lýs­ingar fyrir alla bólu­efna­fram­leið­end­ur. Því við erum með svo mikið af gögnum til að byggja á nú þeg­ar.“­Rann­sóknin hefði getað verið tví­skipt, segir Jóhanna. Ann­ars vegar byggt á því að fá leyfi vís­inda­siða­nefndar til að taka saman lýð­grunduð gögn og gera á þeim sam­an­tektir en slíkt er nú þegar gert að ein­hverju leiti þegar við fáum upp­lýs­ingar um stöðu far­ald­ur­ins frá sótt­varna­lækni. Fylgst er með þróun far­ald­urs­ins í þýð­inu. „Þannig má segja að við séum þegar partur af rann­sókn – innan gæsalappa,“ bendir Jóhanna á. En svo hefði einnig verið hægt að fara í klíníska rann­sókn þar sem fólk er kallað inn til þátt­töku, t.d. í mótefna­mæl­ingu og fleira, og þyrfti þá að sjálf­sögðu gefa sitt upp­lýsta sam­þykki.Pfizer er að gera sam­bæri­lega rann­sókn í Ísr­ael sam­hliða fjölda­bólu­setn­ingu en þar hófst hún í mestu bylgju far­ald­urs­ins frá upp­hafi. „Ég tel að rann­sókn hér hefði getað bætt við þekk­ingu einmitt af því að við erum nán­ast veiru­frí. Þegar mikið smit er í gangi skekkir það mat okkar á raun­veru­legri virkni bólu­efn­is. Fólk getur til dæmis smit­ast áður en efnið er farið að virka. En á Íslandi hefðum við mögu­lega getað sýnt fram á það að þegar nán­ast ekk­ert smit er í gangi er virknin meiri en á fyrri stigum klínískra rann­sókna. Við hefðum getað bólu­sett alla á skömmum tíma, í þessu góða ástandi, og svo hefði fólk farið að ferð­ast hingað og við héð­an. Hvað hefði þá ger­st? Þetta er áhuga­verð rann­sókn­ar­spurn­ing. Aðal­spurn­ingin sem Pfizer þarf að leita svara við snýst um hjarð­ó­næmið og hvort að bólu­efnið komi ekki aðeins í veg fyrir sjúk­dóm heldur einnig sýk­ingu yfir höfuð og hvort að bólu­settir beri smit á milli.Fyrir mér eru það von­brigði að rann­sóknin verði lík­lega ekki gerð hér. Ég held að hún hefði haft mikið gildi fyrir heims­byggð­ina.“Ítar­legt við­tal við Jóhönnu birt­ist í Kjarn­anum um helg­ina og má lesa hér.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent