Nennir ekki að VG og Framsókn verði „enn og aftur“ með „öll spil á hendi“

Formaður Viðreisnar sagði í hlaðvarpsþætti að hún skildi sjónarmið Samfylkingar um að útiloka samstarf við Miðflokk og Sjálfstæðisflokk. Hún vill þó ekki að VG og Framsókn verði enn á ný með öll spil á hendi við myndun næstu ríkisstjórnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar segir að hún vilji ekki úti­loka stjórn­ar­sam­starf með neinum flokki fyrir kosn­ing­arnar síðar á árinu, meðal ann­ars vegna þess að hún nennir ekki að „það verði enn og aftur alltaf bara Vinstri græn og Fram­sókn sem sitji eftir með öll spil á hend­i.“ 

Þetta sagði Þor­gerður Katrín í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Ein pæl­ing, sem birt­ist á hlað­varpsveitum á sunnu­dag.

„Ég skil mjög vel þegar Sam­fylk­ingin og Logi vinur minn eru búin að segja að þau vilji ekki vinna með Mið­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ég skil alveg þessa nálg­un, út frá mörgum sjón­ar­horn­um, en ég ætla heldur ekki að leyfa mér að fara frá því að ein­blína á mál­efn­in, og síðan er hitt: Ég nenni ekki að það verði enn og aftur alltaf bara Vinstri græn og Fram­sókn sem sitji eftir með öll spil á hendi eftir yfir­lýs­ingaglaða for­menn ann­arra flokka,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætt­in­um.

„Pínu­lítil útópía“ í sumu sem sós­í­alistar segja

Þor­gerður Katrín var spurð sér­stak­lega að því hvort hún gæti hugsað sér að fara í sam­starf með Sós­í­alista­flokknum og úti­lok­aði þau ekki frekar en aðra flokka, þrátt fyrir að á henni væri að heyra að hug­mynda­fræði­legur grund­völlur fyrir slíku sam­starfi væri ekki mik­ill. 

Auglýsing

„Það er sama svar­ið. Ég horfi á þau og það sem þau eru að segja, sumt er fal­legt og sumt er eitt­hvað sem ég ætti erfitt með að sam­þykkja og er pínu­lítil útópía, finnst mér. En það er fullt af fínu fólki þarna,“ sagði for­maður Við­reisn­ar, sem heldur öllu opnu fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Svar­aði fyrir kúlu­lán og afskriftir

Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Þor­gerði Katrínu um það í upp­hafi við­tals­ins hvernig hún myndi svara ungri mann­eskju sem segði að kúlu­lán og afskriftir til eig­in­manns henn­ar, sem starf­aði hjá Kaup­þingi fyrir hrun, kæmu í veg fyrir að umrædd mann­eskja gæti hugsað sér að kjósa Við­reisn. 

Þor­gerður Katrín sagð­ist ekki verða „vör við nákvæm­lega þessar pæl­ingar hjá ungu fólki“ en að hún teldi „heil­brigt og jákvætt að fólk sé að velta fyrir sér for­tíð­inn­i,“ án þess að fest­ast í henn­i. 

„Ég hef farið í end­ur­skoð­un, end­ur­mat, end­ur­menntun með sjálfa mig, hvernig maður horfir á þennan tíma,“ sagði Þor­gerður Katrín, sem sagð­ist aldrei hafa skor­ast undan að svara fyrir lán sem eig­in­maður henn­ar, Krist­ján Ara­son, fékk til þess að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi er hann starf­aði þar. Þau mál væru öll upp­gerð.

Þor­gerður Katrín sagði að stóra málið væri hin póli­tíska ábyrgð. „Ég steig til hliðar á meðan að rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis var samin og unn­in. Ég taldi það mik­il­vægt. Ég kom inn í þingið aftur og svo hætti ég í póli­tík 2013 af því að ég taldi að ef ég ætti að vilja vera áfram í póli­tík þyrfti ég ein­fald­lega að setj­ast niður með sjálfri mér og horfa til baka og hugsa: Hvernig get ég lært að þessu?“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti síðan við að sumt sem hefði verið við­haft og sagt um þessi mál hefði ekki verið rétt.

Þor­gerður Katrín sagði að hún hefði ekki talið sér stætt að halda áfram árið 2013, til þess væri hún ekki með trú og traust hjá almenn­ingi. „Ég ákvað að hætta í póli­tík, meðal ann­ars út af þessu.“

Síðan hefði hún sótt sér end­ur­nýjað umboð og end­ur­nýjað traust árið 2016 er Við­reisn fór fram og ein­sett sér að gera ekki sömu hlut­ina á ný, til að þurfa ekki að upp­lifa aftur svip­aða hluti í póli­tík.

Langar að skamma verka­lýðs­hreyf­ing­una og SA fyrir að pæla ekki í krón­unni

Í við­tal­inu sagði Þor­gerður Katrín að efna­hags­málin yrðu aðal­á­herslu­málið fyrir kom­andi kosn­ingar og að ræða þyrfti íslensku krón­una. Hún sagð­ist hafa upp­lifað að vera komin inn í eins konar berg­máls­helli eins og hafi verið hér á landi fyrir efna­hags­hrunið 2008 þegar hún átti orða­stað við Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um gjald­mið­ils­mál í þing­inu í síð­ustu viku.

For­sæt­is­ráð­herra sagð­ist þá ekki vera hissa á því að Þor­gerður Katrín kæmi í ræðu­stól Alþingis og tal­aði niður krón­una, því það væri „auð­vitað hluti af stefnu stjórn­mála­flokks henn­ar.“

„Þegar ráð­herrar eru byrj­aðir að tala um að það megi ekki tala niður gjald­mið­il­inn þá finnst mér ég vera komin í eitt­hvað „echo cham­ber“ frá fyrir hruns-­tíma. Það má ekki eyði­leggja partý­ið,“ sagði Þor­gerður Katrín, sem sjálf var einmitt gagn­rýnd fyrir að hafa sem ráð­herra skellt skolla­eyrum við var­úð­ar­röddum að utan í aðdrag­anda falls íslenska banka­kerf­is­ins.

Hún sagði hafa verið farið „mjög óvar­lega“ hér á landi í aðdrag­anda efna­hags­hruns­ins, þó ekki mætti draga dul á að fall Lehman Brothers og fleiri erlendir áhrifa­þættir hefðu komið á óvart og vegið þungt. Sem betur fer væri búið að gera miklar breyt­ingar á banka­kerf­inu. En gjald­mið­ill­inn væri stórt mál sem þyrfti að ræða fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

„Mig langar að skamma verka­lýðs­hreyf­ing­una núna fyrir að vera ekki með þetta mál á sinni dag­skrá og líka Sam­tök atvinnu­lífs­ins [...]. Þetta er risa­hags­muna­mál fyrir íslenskan almenn­ing, að hann sitji ekki eftir með áhætt­una af íslensku krón­unn­i,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent