Nennir ekki að VG og Framsókn verði „enn og aftur“ með „öll spil á hendi“

Formaður Viðreisnar sagði í hlaðvarpsþætti að hún skildi sjónarmið Samfylkingar um að útiloka samstarf við Miðflokk og Sjálfstæðisflokk. Hún vill þó ekki að VG og Framsókn verði enn á ný með öll spil á hendi við myndun næstu ríkisstjórnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar segir að hún vilji ekki úti­loka stjórn­ar­sam­starf með neinum flokki fyrir kosn­ing­arnar síðar á árinu, meðal ann­ars vegna þess að hún nennir ekki að „það verði enn og aftur alltaf bara Vinstri græn og Fram­sókn sem sitji eftir með öll spil á hend­i.“ 

Þetta sagði Þor­gerður Katrín í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Ein pæl­ing, sem birt­ist á hlað­varpsveitum á sunnu­dag.

„Ég skil mjög vel þegar Sam­fylk­ingin og Logi vinur minn eru búin að segja að þau vilji ekki vinna með Mið­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ég skil alveg þessa nálg­un, út frá mörgum sjón­ar­horn­um, en ég ætla heldur ekki að leyfa mér að fara frá því að ein­blína á mál­efn­in, og síðan er hitt: Ég nenni ekki að það verði enn og aftur alltaf bara Vinstri græn og Fram­sókn sem sitji eftir með öll spil á hendi eftir yfir­lýs­ingaglaða for­menn ann­arra flokka,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætt­in­um.

„Pínu­lítil útópía“ í sumu sem sós­í­alistar segja

Þor­gerður Katrín var spurð sér­stak­lega að því hvort hún gæti hugsað sér að fara í sam­starf með Sós­í­alista­flokknum og úti­lok­aði þau ekki frekar en aðra flokka, þrátt fyrir að á henni væri að heyra að hug­mynda­fræði­legur grund­völlur fyrir slíku sam­starfi væri ekki mik­ill. 

Auglýsing

„Það er sama svar­ið. Ég horfi á þau og það sem þau eru að segja, sumt er fal­legt og sumt er eitt­hvað sem ég ætti erfitt með að sam­þykkja og er pínu­lítil útópía, finnst mér. En það er fullt af fínu fólki þarna,“ sagði for­maður Við­reisn­ar, sem heldur öllu opnu fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Svar­aði fyrir kúlu­lán og afskriftir

Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Þor­gerði Katrínu um það í upp­hafi við­tals­ins hvernig hún myndi svara ungri mann­eskju sem segði að kúlu­lán og afskriftir til eig­in­manns henn­ar, sem starf­aði hjá Kaup­þingi fyrir hrun, kæmu í veg fyrir að umrædd mann­eskja gæti hugsað sér að kjósa Við­reisn. 

Þor­gerður Katrín sagð­ist ekki verða „vör við nákvæm­lega þessar pæl­ingar hjá ungu fólki“ en að hún teldi „heil­brigt og jákvætt að fólk sé að velta fyrir sér for­tíð­inn­i,“ án þess að fest­ast í henn­i. 

„Ég hef farið í end­ur­skoð­un, end­ur­mat, end­ur­menntun með sjálfa mig, hvernig maður horfir á þennan tíma,“ sagði Þor­gerður Katrín, sem sagð­ist aldrei hafa skor­ast undan að svara fyrir lán sem eig­in­maður henn­ar, Krist­ján Ara­son, fékk til þess að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi er hann starf­aði þar. Þau mál væru öll upp­gerð.

Þor­gerður Katrín sagði að stóra málið væri hin póli­tíska ábyrgð. „Ég steig til hliðar á meðan að rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis var samin og unn­in. Ég taldi það mik­il­vægt. Ég kom inn í þingið aftur og svo hætti ég í póli­tík 2013 af því að ég taldi að ef ég ætti að vilja vera áfram í póli­tík þyrfti ég ein­fald­lega að setj­ast niður með sjálfri mér og horfa til baka og hugsa: Hvernig get ég lært að þessu?“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti síðan við að sumt sem hefði verið við­haft og sagt um þessi mál hefði ekki verið rétt.

Þor­gerður Katrín sagði að hún hefði ekki talið sér stætt að halda áfram árið 2013, til þess væri hún ekki með trú og traust hjá almenn­ingi. „Ég ákvað að hætta í póli­tík, meðal ann­ars út af þessu.“

Síðan hefði hún sótt sér end­ur­nýjað umboð og end­ur­nýjað traust árið 2016 er Við­reisn fór fram og ein­sett sér að gera ekki sömu hlut­ina á ný, til að þurfa ekki að upp­lifa aftur svip­aða hluti í póli­tík.

Langar að skamma verka­lýðs­hreyf­ing­una og SA fyrir að pæla ekki í krón­unni

Í við­tal­inu sagði Þor­gerður Katrín að efna­hags­málin yrðu aðal­á­herslu­málið fyrir kom­andi kosn­ingar og að ræða þyrfti íslensku krón­una. Hún sagð­ist hafa upp­lifað að vera komin inn í eins konar berg­máls­helli eins og hafi verið hér á landi fyrir efna­hags­hrunið 2008 þegar hún átti orða­stað við Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um gjald­mið­ils­mál í þing­inu í síð­ustu viku.

For­sæt­is­ráð­herra sagð­ist þá ekki vera hissa á því að Þor­gerður Katrín kæmi í ræðu­stól Alþingis og tal­aði niður krón­una, því það væri „auð­vitað hluti af stefnu stjórn­mála­flokks henn­ar.“

„Þegar ráð­herrar eru byrj­aðir að tala um að það megi ekki tala niður gjald­mið­il­inn þá finnst mér ég vera komin í eitt­hvað „echo cham­ber“ frá fyrir hruns-­tíma. Það má ekki eyði­leggja partý­ið,“ sagði Þor­gerður Katrín, sem sjálf var einmitt gagn­rýnd fyrir að hafa sem ráð­herra skellt skolla­eyrum við var­úð­ar­röddum að utan í aðdrag­anda falls íslenska banka­kerf­is­ins.

Hún sagði hafa verið farið „mjög óvar­lega“ hér á landi í aðdrag­anda efna­hags­hruns­ins, þó ekki mætti draga dul á að fall Lehman Brothers og fleiri erlendir áhrifa­þættir hefðu komið á óvart og vegið þungt. Sem betur fer væri búið að gera miklar breyt­ingar á banka­kerf­inu. En gjald­mið­ill­inn væri stórt mál sem þyrfti að ræða fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

„Mig langar að skamma verka­lýðs­hreyf­ing­una núna fyrir að vera ekki með þetta mál á sinni dag­skrá og líka Sam­tök atvinnu­lífs­ins [...]. Þetta er risa­hags­muna­mál fyrir íslenskan almenn­ing, að hann sitji ekki eftir með áhætt­una af íslensku krón­unn­i,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent