Heiða Guðný gefur kost á sér í oddvitasæti Vinstri grænna sunnanlands

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarkona hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til komandi kosninga.

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Auglýsing

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi, sveitarstjórnarkona og varaþingmaður hefur bæst í hóp þeirra sem gefa kost á sér til þess að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til næstu alþingiskosninga.

Hún sendi frá sér framboðstilkynningu í dag og segir þar að hennar helstu áherslumál í stjórnmálum og lífinu séu umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni, jafnrétti og mannréttindi hvers konar og íslenskur landbúnaður.

„Að þessum málum og fleirum langar mig að vinna áfram innan raða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,“ segir í tilkynningu frá Heiðu, sem er sauðfjárbóndi að Ljótarstöðum í Skaftárhreppi.

Auk Heiðu hafa Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði boðað að þau gefi kost á sér til þess að leiða Vinstri græn í Suðurkjördæmi.

Ari Trausti Guðmundsson er eini þingmaður flokksins í kjördæminu, en hann ætlar ekki að gefa kost á sér til þingstarfa að nýju. 

Enn gæti bæst í þann hóp sem hefur gefið kost á sér til að leiða lista VG í kjördæminu, en framboðsfresturinn til efstu fimm sæta í forvali flokksins rennur út 8. mars. Kjörfundur verður rafrænn dagana 10.-12. apríl.

Auglýsing


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent