Kolbeinn segir gagnrýni á hópavinnu sína með Silju og Páli „furðulega“

Stjórnarandstæðingar á þingi hafa sumir brugðist við skipan þriggja manna þingmannahóps um málefni RÚV með háðblandinni gagnrýni. Formaður hópsins furðar sig á þeim viðhorfum og segir að enginn ætti að undrast að stjórnarflokkarnir vilji ná saman.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Auglýsing

Stjórn­ar­and­stæð­ingar eru gagn­rýnir á skipan nýrrar nefndar sem á að rýna í stöðu Rík­is­tú­varps­ins. Gagn­rýnin bein­ist að því að í nefnd­inni, sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið til­kynnti um í gær, sitji ein­ungis þrír stjórn­ar­þing­menn. Nefnd­inni er ætlað að „sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi og hlut­verk Rík­is­út­varps­ins.“

„Af­sakið en hvaða grín er þetta?“ spyr Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar á Face­book og gagn­rýnir að engir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn séu hafðir með í ráð­um. Hið sama gerir Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar, einnig í færslu á Face­book.  

„Sann­kölluð ráð­stjórn­ar­vinnu­brögð!“ skrifar Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar í athuga­semd við færslu Hönnu Katrín­ar. Freyja Stein­gríms­dóttir aðstoð­ar­maður Loga Ein­ars­sonar for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar segir í annarri athuga­semd að það sé „fynd­ið“ að það þurfi sér­stakan vinnu­hóp til að sætta ólík sjón­ar­mið innan rík­is­stjórn­ar­flokk­ana.

Það finnst for­manni þing­manna­hóps­ins hins vegar ekk­ert hlægi­legt, heldur eðli­legt.

Í sam­tali við Kjarn­ann um hlut­verk hóps­ins seg­ir Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þing­maður VG að hann telji þetta vera „furðu­lega gagn­rýni“ af hálfu stjórn­ar­and­stæð­inga, en bætir við að það komi honum ekki á óvart að umræðan „snú­ist fremur um form en efn­i“. 

Hér sé ein­fald­lega á ferð til­raun til þess að sjá hvort stjórn­ar­flokk­arnir þrír nái saman um ein­hverjar til­lögur að breyt­ingum sem síðan geti farið áfram í eðli­lega þing­lega með­ferð.

Kol­beinn bendir á að venju­lega þegar ráð­herrar leggi fram mál þá bara vinni þeir að þeim innan síns ráðu­neytis án aðkomu hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Hér séu full­trúar þriggja flokka að reyna að ná saman um ein­hverjar breyt­ingar sem allir geti fellt sig við. Ef ekki næst saman um til­lögur á þeim rúma mán­uði sem hóp­ur­inn hef­ur, „þá er það bara þannig og það ger­ist ekk­ert.“

Auglýsing

Kol­beinn segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með stjórn­málum að afar ólík sjón­ar­mið séu uppi um hlut­verk Rík­is­út­varps­ins innan þeirra flokka sem myndað hafa saman rík­is­stjórn yfir miðju frá árinu 2017. Hann sjálfur hafi til dæmis mikið rif­ist við sjálf­stæð­is­menn um málið í þing­sal. 

„Ég hef lengi haldið á lofti mik­il­vægi RÚV,“ segir Kol­beinn við blaða­mann og þau sjón­ar­mið seg­ist hann fara með inn á fundi sína með þeim Páli Magn­ús­syni þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks og Silju Dögg Gunn­ars­dóttur frá Fram­sókn.

Þeir sem segja A þurfi að segja B

Kol­beinn segir að þing­manna­hóp­ur­inn muni skoða ýmsa þætti í starf­semi Rík­is­út­varps­ins. Eitt af því sem tekið verður fyrir er staða Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­mark­aði, sem margir telja að valdi sam­keppn­is­skekkju á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði.

„Ég hef sagt síð­ustu ár að þau sem segja að það þurfi að draga úr umfangi RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þurfi þá einnig að svara því hvað á að koma í stað­inn,“ segir Kol­beinn og bætir við: „Ef þú segir A þarftu að segja B“ og á þá við að finna verði út úr því hvernig eigi að tryggja Rík­is­út­varp­inu næga fjár­muni „til að halda úti sinni mik­il­vægu starf­sem­i.“

„Ég er eng­inn sér­stakur tals­maður fyrir því að RÚV sé á aug­lýs­inga­mark­að­i,“ segir Kol­beinn, og bætir því við að upp hafi teikn­ast skrítin staða á und­an­förnum árum, þar sem þeir sem vilji veg Rík­is­út­varps­ins sem mestan í íslensku sam­fé­lagi séu orðin „vörslu­menn aug­lýs­inga í Rík­is­út­varp­inu“ af því að áður­nefnt svar við B liggi ekki fyr­ir.

Frestur til 31. mars

Kol­beinn seg­ist fara bjart­sýnn inn í þessa vinnu með þeim Silju og Páli, en hóp­ur­inn á að skila til­lögum til Lilju Alfreðs­dóttur fyrir 31. mar­s. 

„Ég lagði ríka áherslu á að tím­inn væri hafður knapp­ur,“ segir Kol­beinn og bætir við að ef það eigi að takast að leggja fram ein­hver þing­mál upp úr vinnu hóps­ins sé 31. mars í reynd loka­frestur fyrir fram­lagn­ingu. Kol­beinn segir þetta ein­falda til­raun til að athuga hvor stjórn­ar­flokk­arnir nái saman um ein­hverjar breyt­ing­ar.

„Ef það tekst fer það inn í þingið og allir hafa skoð­anir á því og aðkomu og þá er nú til ein­hvers unn­ið. Ef það tekst ekki, þá er bara vinnu­tímum okkar þriggja þing­manna sóað og það er ekk­ert stór­mál í sjálfu sér,“ segir þing­mað­ur­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent