Hundagjöld í Reykjavík lækkuð í von um að skráningum fjölgi

Dýraþjónusta Reykjavíkur heitir nýtt borgarapparat sem stofnað hefur verið utan um þjónustu við hunda og ketti og eigendur þeirra. Með þessum breytingum er Hundaeftirlitið lagt niður sem sjálfstæð eining og málefni katta færast frá meindýraeftirlitinu.

Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Auglýsing

Meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur stað­festi á fundi sínum í vik­unni ákvörðun borg­ar­ráðs um að stofna nýja Dýra­þjón­ustu Reykja­víkur til þess að fara með mál­efni hunda og katta í borg­inni, bæði gælu­dýra og þeirra sem eru villt. Með þess­ari ákvörðun er Hunda­eft­ir­lit Reykja­víkur lagt niður og mál­efni katta flutt frá mein­dýra­eft­ir­liti borg­ar­innar til hinnar nýju dýra­þjón­ustu, sem fengið hefur nafnið DÝR og verður með starfs­stöð í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um. Hunda­gjöldin lækkuð til þriggja ára í von um aukna skrán­inguBorg­ar­yf­ir­völd byggja þessa ákvörðun á til­lögum starfs­hóps, sem skoð­aði mál­efni hunda og katta og taldi að hag­kvæmni myndi nást fram með því að færa alla þjón­ustu við dýrin á einn stað. Vænt­ingar eru uppi um að að fleiri hunda­eig­endur skrái dýrin sín eftir þessar breyt­ing­ar, en sam­hliða stofnun DÝR er gjald fyrir að skrá nýjan hund lækkað um rúm 40 pró­sent og árlegt þjón­ustu- og eft­ir­lits­gjald um 50 pró­sent.  

Auglýsing


Gjald fyrir skrán­ingu hunds verður 11.900 krónur í stað 20.800 króna áður og árlega þjón­ustu­gjaldið fer úr 19.850 krónum í 9.900 krón­ur. Áfram mun kosta 30.200 krónur að láta hunda­eft­ir­lits­menn borg­ar­innar hand­sama óskráðan hund.Lækkun gjalds­ins er til­rauna­verk­efni til þriggja ára, en skráðum dýrum þarf að fjölga um 80 pró­sent á því tíma­bili til að reikn­ings­dæmið gangi upp og hunda­gjöldin standi undir hunda­eft­ir­lits­hluta Dýra­þjón­ustu Reykja­vík­ur.Með breyt­ing­unum sem gerðar hafa verið er hunda­hald form­lega leyft í Reykja­vík. Í bókun meiri­hluta borg­ar­ráðs frá 4. febr­úar segir að á um 40 pró­sent heim­ila í Reyka­vík búi gælu­dýr og að með þessum breyt­ingum vilji meiri­hlut­inn „gera dýrum og gælu­dýra­eig­endum hærra undir höfð­i,“ enda séu dýr mik­il­vægur hluti af borg­ar­sam­fé­lagi.Telja hunda­leyfi og -gjöld „tíma­skekkju“Ekki var full sam­staða um þessa breyttu gælu­dýra­stefnu innan borg­ar­ráðs og síðan borg­ar­stjórn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagð­ist gegn breyt­ingum í borg­ar­ráði og í bók­unum í fund­ar­gerðum borg­ar­innar má lesa að full­trúar hans og Flokks fólks­ins telji sér­stakar leyf­is­veit­ingar fyrir hunda tíma­skekkju.Ákvarðanir um breytingar á gæludýraeftirliti borgarinnnar voru staðfestar á fundi borgarstjórnar í vikunni. Mynd: Bára Huld Beck„Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks fagna lækkun hunda­eft­ir­lits­gjalds en myndu heldur vilja að gjaldið yrði að fullu fellt niður og hunda­eft­ir­lit Reykja­víkur lagt nið­ur. Hunda­eig­endur hafa ekki notið þjón­ustu í skiptum fyrir hunda­eft­ir­lits­gjald borg­ar­innar og telja inn­heimt­una því órétt­mæta gjald­töku,“ segir í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks. Þeir sögðu einnig að örmerkja­skrán­ingar hunda­eig­enda í land­lægan gagna­grunn ættu að fela í sér nægi­lega skrán­ingu og bentu á að í Bret­landi og í öðrum nor­rænum ríkjum hefði sveit­ar­fé­lög lagt niður sína skrán­ing­ar­skyldu eftir að land­lægir örmerkja­gagna­grunnar komu til sög­unn­ar.

Málefni katta hafa færð frá meindýraeftirliti borgarinnar. Mynd: Arnar Þór„Hið opin­bera þarf ekki að sinna sér­stöku eft­ir­liti eða skrá­setn­ingum hunda enda hafa borg­ar­búar og einka­fram­tak tekið sér þessi verk­efni í hendur með far­sælum hætti hér­lend­is,“ segir í bók­un­inni.Sagði hunda­eft­ir­lits­menn hafa „lítið sem ekk­ert að gera“Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í borg­ar­ráði sagði það úrelt fyr­ir­komu­lag að vera að fylgj­ast sér­stak­lega með hunda­haldi í Reykja­vík. Í bókun hennar segir að hunda­eft­ir­lit borg­ar­innar sé óþarfi. Aðeins 8 hundar hefðu verið vistaðir í geymslu árið 2018 og kvört­unum fækkað niður í nokkra tugi árlega.Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir hundagjöld ósanngjörn. Mynd: Bára Huld Beck„Samt sem áður hefur starfs­gildum ekki fækkað sem er léleg nýt­ing á fjár­munum hunda­eig­enda. Að hunda­leyf­is­gjöldin standi ekki undir kostn­aði stenst ekki skoðun því ástæðan er launa­kostn­aður starfs­manna sem hafa lítið sem ekk­ert að gera og sinna til­gangs­lausum verk­efn­um,“ segir í bókun Kol­brúnar frá 4. febr­ú­ar.Hún sat hjá við end­an­lega afgreiðslu máls­ins í borg­ar­stjórn í lið­inni viku og gagn­rýndi á ný að verið væri að halda skrá yfir hunda og hunda­eig­end­ur.„Hunda­eig­endur standa einir undir öllum kostn­aði við dýra­eft­ir­lit í borg­inni. Hunda­eig­endur sjá um sig sjálfir enda eru þeir öfl­ugir á sam­fé­lags­miðlum og fljótir til að aðstoða hvern annan ef upp koma vanda­mál. Hundar valda sjaldan tjóni og hægt er að tryggja hunda hjá trygg­ing­ar­fé­lög­um. Hunda­eft­ir­lits­gjaldið er ekk­ert annað en refsiskattur sem lýsir for­dóm­um,“ segir í bókun Kol­brúnar frá því á þriðju­dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent