Hundagjöld í Reykjavík lækkuð í von um að skráningum fjölgi

Dýraþjónusta Reykjavíkur heitir nýtt borgarapparat sem stofnað hefur verið utan um þjónustu við hunda og ketti og eigendur þeirra. Með þessum breytingum er Hundaeftirlitið lagt niður sem sjálfstæð eining og málefni katta færast frá meindýraeftirlitinu.

Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Auglýsing

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum í vikunni ákvörðun borgarráðs um að stofna nýja Dýraþjónustu Reykjavíkur til þess að fara með málefni hunda og katta í borginni, bæði gæludýra og þeirra sem eru villt. 


Með þessari ákvörðun er Hundaeftirlit Reykjavíkur lagt niður og málefni katta flutt frá meindýraeftirliti borgarinnar til hinnar nýju dýraþjónustu, sem fengið hefur nafnið DÝR og verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 


Hundagjöldin lækkuð til þriggja ára í von um aukna skráningu


Borgaryfirvöld byggja þessa ákvörðun á tillögum starfshóps, sem skoðaði málefni hunda og katta og taldi að hagkvæmni myndi nást fram með því að færa alla þjónustu við dýrin á einn stað. Væntingar eru uppi um að að fleiri hundaeigendur skrái dýrin sín eftir þessar breytingar, en samhliða stofnun DÝR er gjald fyrir að skrá nýjan hund lækkað um rúm 40 prósent og árlegt þjónustu- og eftirlitsgjald um 50 prósent.  

Auglýsing

Gjald fyrir skráningu hunds verður 11.900 krónur í stað 20.800 króna áður og árlega þjónustugjaldið fer úr 19.850 krónum í 9.900 krónur. Áfram mun kosta 30.200 krónur að láta hundaeftirlitsmenn borgarinnar handsama óskráðan hund.


Lækkun gjaldsins er tilraunaverkefni til þriggja ára, en skráðum dýrum þarf að fjölga um 80 prósent á því tímabili til að reikningsdæmið gangi upp og hundagjöldin standi undir hundaeftirlitshluta Dýraþjónustu Reykjavíkur.


Með breytingunum sem gerðar hafa verið er hundahald formlega leyft í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarráðs frá 4. febrúar segir að á um 40 prósent heimila í Reykavík búi gæludýr og að með þessum breytingum vilji meirihlutinn „gera dýrum og gæludýraeigendum hærra undir höfði,“ enda séu dýr mikilvægur hluti af borgarsamfélagi.


Telja hundaleyfi og -gjöld „tímaskekkju“


Ekki var full samstaða um þessa breyttu gæludýrastefnu innan borgarráðs og síðan borgarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn breytingum í borgarráði og í bókunum í fundargerðum borgarinnar má lesa að fulltrúar hans og Flokks fólksins telji sérstakar leyfisveitingar fyrir hunda tímaskekkju.


Ákvarðanir um breytingar á gæludýraeftirliti borgarinnnar voru staðfestar á fundi borgarstjórnar í vikunni. Mynd: Bára Huld Beck


„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna lækkun hundaeftirlitsgjalds en myndu heldur vilja að gjaldið yrði að fullu fellt niður og hundaeftirlit Reykjavíkur lagt niður. Hundaeigendur hafa ekki notið þjónustu í skiptum fyrir hundaeftirlitsgjald borgarinnar og telja innheimtuna því óréttmæta gjaldtöku,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks. 


Þeir sögðu einnig að örmerkjaskráningar hundaeigenda í landlægan gagnagrunn ættu að fela í sér nægilega skráningu og bentu á að í Bretlandi og í öðrum norrænum ríkjum hefði sveitarfélög lagt niður sína skráningarskyldu eftir að landlægir örmerkjagagnagrunnar komu til sögunnar.

Málefni katta hafa færð frá meindýraeftirliti borgarinnar. Mynd: Arnar Þór


„Hið opinbera þarf ekki að sinna sérstöku eftirliti eða skrásetningum hunda enda hafa borgarbúar og einkaframtak tekið sér þessi verkefni í hendur með farsælum hætti hérlendis,“ segir í bókuninni.


Sagði hundaeftirlitsmenn hafa „lítið sem ekkert að gera“


Kolbrún Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði sagði það úrelt fyrirkomulag að vera að fylgjast sérstaklega með hundahaldi í Reykjavík. Í bókun hennar segir að hundaeftirlit borgarinnar sé óþarfi. Aðeins 8 hundar hefðu verið vistaðir í geymslu árið 2018 og kvörtunum fækkað niður í nokkra tugi árlega.


Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir hundagjöld ósanngjörn. Mynd: Bára Huld Beck


„Samt sem áður hefur starfsgildum ekki fækkað sem er léleg nýting á fjármunum hundaeigenda. Að hundaleyfisgjöldin standi ekki undir kostnaði stenst ekki skoðun því ástæðan er launakostnaður starfsmanna sem hafa lítið sem ekkert að gera og sinna tilgangslausum verkefnum,“ segir í bókun Kolbrúnar frá 4. febrúar.


Hún sat hjá við endanlega afgreiðslu málsins í borgarstjórn í liðinni viku og gagnrýndi á ný að verið væri að halda skrá yfir hunda og hundaeigendur.


„Hundaeigendur standa einir undir öllum kostnaði við dýraeftirlit í borginni. Hundaeigendur sjá um sig sjálfir enda eru þeir öflugir á samfélagsmiðlum og fljótir til að aðstoða hvern annan ef upp koma vandamál. Hundar valda sjaldan tjóni og hægt er að tryggja hunda hjá tryggingarfélögum. Hundaeftirlitsgjaldið er ekkert annað en refsiskattur sem lýsir fordómum,“ segir í bókun Kolbrúnar frá því á þriðjudag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent