EPA Taíland ferðamennska
EPA

„Það er ekki þannig að heimurinn verði alveg eins“

Þegar ég hef fengið bólusetningu, get ég þá lagst í ferðalög um heiminn? Hætt að bera grímu, farið að knúsa og kyssa fólk – jafnvel á Tene? Kjarninn ræddi við líftölfræðinginn Jóhönnu Jakobsdóttur um áleitnar spurningar sem vaknað hafa með tilkomu bóluefna og samhliða voninni um „eðlilegt líf“ á ný.

Bólu­efnið er kom­ið! Tæp­lega 10 þús­und íbúar á Íslandi eru nú þegar full­bólu­sett­ir. Þessi tala er sú eina á upp­lýs­inga­vefnum covid.is sem við hlökkum til að sjá hækka. Og hún mun gera það. ­Fyrir lok júní verður mögu­lega búið að bólu­setja stóran hluta þjóð­ar­inn­ar, sam­kvæmt bólu­setn­ing­ar­daga­tali stjórn­valda sem kynnt var í gær.Við erum þegar farin að láta okkur dreyma. Vonin um að „eðli­legt líf“ sé í sjón­máli hefur kviknað á ný. Hvítar sand­strendur og lit­ríkir svala­drykkir undir pálmatrjám. Búð­aráp og bjór­þamb í evr­ópskri borg. Hjóla­ferð um hæð­ótta eyju – með hlýjan vind­inn í hár­ið. Bros á vör. Sól í sinni.Lífið eins og það var fyrir bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Lífið eins og það verður eftir hana. Þannig hugsa lík­lega margir nú um stund­ir. En þá gleymum við kannski ákveðnum milli­bil­skafla – fullum óvissu.En hvenær get ég ferð­ast á ný eftir að hafa verið bólu­sett? Hvaða þáttum þarf ég að huga að? Með öðrum orð­um: Hvað þarf að ger­ast svo að draumur minn um ferða­lag verði ekki einmitt bara draumur – heldur geti orðið að veru­leika?Svarið er: Flók­ið.Auglýsing

Að mörgu er að huga líkt og líf­töl­fræð­ing­ur­inn Jóhanna Jak­obs­dótt­ir, sem Kjarn­inn leit­aði til, útskýr­ir.„Ef þú hugsar bara um sjálfa þig og gengur út frá því að bólu­efnið veiti þér full­komna vörn þá ættir þú fræði­lega séð að geta ferð­ast áhyggju­laus um leið og bólu­setn­ing hefur náð fullri virkn­i,“ segir hún. „En ef þú hugsar um fleiri en sjálfa þig, sem ég vænti að flestir geri, þá veistu ekki hvort þú getur borið smit og smitað aðra. Þá hugsar þú kannski: Ég ætla þá ekki að ferð­ast til landa þar sem smit er útbreitt. Ég ætla hvorki að taka sjens­inn á því að bera mögu­lega smit manna á milli í því landi og ekki heldur á því að bera það hingað heim þar sem enn á eftir að bólu­setja hópa fólks.Ef þú ákveður að fara til landa þar sem smit er útbreitt, sem á við mörg lönd heims­ins í dag, þá gætir þú einnig hugs­að: Ég ætla áfram að vera með grímu, halda fjar­lægð og gæta að öllum per­sónu­bundnum sótt­vörn­um. Ég ætla að gista í Air­bnb, borða alltaf heima en ekki á veit­inga­húsum og svo fram­veg­is.En hvað sem þú ger­ir, hvert sem þú ferð, þarftu að hafa bak við eyrað að það er ekki enn búið að sýna fram á að öll bólu­efni gagn­ist vel gegn nýjum afbrigðum veirunn­ar. Það er ekki heldur komið í ljós hversu lengi vörnin end­ist sem bólu­efnið gefur þér.“Ofan á allt saman eru strangar ferða­tak­mark­anir í gildi í mörgum lönd­um. Bólu­setn­inga­vott­orð eru rétt nýfarin að líta dags­ins ljós en þau eru ekki sam­ræmd milli landa enn sem komið er og vel getur verið að á leið þinni til áfanga­staðar lendir þú í ein­hverjum erf­ið­leik­um.

Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í sérfræðiteymi Háskóla Íslands sem gerir spálíkanið um þróun faraldursins.
Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

„Eins og staðan er núna myndi ég sjálf ekki taka þá áhættu að fara erlendis í ferða­lag,“ segir Jóhanna. „Mér finnst þekk­ingin á bólu­efn­unum í augna­blik­inu ekki komin það langt. Við vitum að þau vernda gegn alvar­legum veik­ind­um. En ég gæti svarað þess­ari spurn­ingu á allt annan hátt í sum­ar, þegar við verðum von­andi komin með frek­ari upp­lýs­ingar um virkni bólu­efn­anna, hvort að þau virki­lega dragi úr líkum á því að ég beri smit, hvort að þau verji mig fyrir nýjum afbrigðum veirunnar og hversu lengi mögu­lega vörnin dug­ar.“

Ekki kveðja draumanaÞó að ómur­inn af fóta­taki þínu á stein­lögðum stéttum evr­ópskra borga hafi mögu­lega hljóðnað við þennan lestur og lit­ur­inn á svala­drykknum við túr­kís­blátt haf dofnað er auð­vitað óþarfi að hætta að láta sig dreyma. Og gott að rifja upp að það var aðeins fyrir ári sem kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hóf að breið­ast út á ógn­ar­hraða. Síðan þá höfum við farið um langan veg, bólu­efni komin á markað og fleiri á leið­inni. En það mun taka tíma að ná hjarð­ó­næmi, hér og ann­ars stað­ar, og þangað til að við sjáum glitta í þann áfanga eru ferða­tösk­urnar lík­lega best geymdar í geymsl­unn­i. „Það á eftir að koma í ljós, sem er þó lík­legt, hvort að ein­hverjar hömlur verði settar á ferða­lög með til­liti til hvort að þú sért bólu­settur eða ekki,“ bendir Jóhanna enn­fremur á. Slíkar hömlur er ekki óþekkt fyr­ir­bæri. Í dag er kraf­ist vott­orða um bólu­setn­ingu gegn ákveðnum sjúk­dómum þegar ferð­ast er til fjar­lægra landa. Þú þarft til dæmis bólu­setn­ingu gegn tauga­veiki og gulu­sótt áður en þú ferð til Afr­íku og lifr­ar­bólgu ef stefnan er tekin á Asíu. Þetta eru sjúk­dómar sem eru land­lægir á ákveðnum stöðum í heim­inum þó að nöfn þeirra hljómi fram­andi í okkar íslensku eyr­um. „Þessi krafa er ekki aðeins gerð til að vernda þig heldur einnig til að vernda heil­brigð­is­kerfi við­kom­andi landa sem þyrftu að sinna alvar­legum veik­indum þín­um“ segir Jóhanna. Þannig gætu tak­mark­anir á ferða­lögum vegna COVID-19 einnig orðið í nán­ustu fram­tíð.

En hvað sem þú gerir, hvert sem þú ferð, þarftu að hafa bak við eyrað að það er ekki enn búið að sýna fram á að öll bóluefni gagnist vel gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Það er ekki heldur komið í ljós hversu lengi vörnin endist sem bóluefnið gefur þér.
Einn ferðamaður á leið um Kings Cross lestarstöðina í London í vikunni.
EPA

Það er góð ástæða til að hlusta á varn­að­ar­orð sér­fræð­ings­ins Jóhönnu. Til hennar mennt­unar og starfs­reynslu hafa íslensk yfir­völd horft í far­aldr­inum hingað til. Hún er stærð­fræð­ingur frá Háskóla Íslands í grunn­inn og tók svo fram­halds­nám í líf­töl­fræði í Banda­ríkj­un­um, fyrst við Háskól­ann í Pitts­burgh og svo í Chicago. Að námi loknu flutti hún heim og hóf störf hjá Hjarta­vernd við erfða­rann­sóknir og far­alds­fræði. Hún skipti um starfs­vett­vang að loknu fæð­ing­ar­or­lofi og réði sig til starfa á mið­stöð í lýð­heilsu­vís­indum þar sem vinna við stóra og áhuga­verða rann­sókn, Áfalla­sögu kvenna, var að hefj­ast. Um svipað leyti hóf hún að kenna líf­töl­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands og fékk nokkru síðar lekt­ors­stöðu sem hún gegnir í dag.

Sú sem spyr leið­in­legu spurn­ing­anna

Fljót­lega eftir að far­ald­ur­inn braust út hóf hópur vís­inda­manna við HÍ að rýna í hann og spá fyrir um mögu­lega þróun hans og var Jóhanna kölluð inn í það sér­fræð­ingateymi sem Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði, leið­ir. „Mitt hlut­verk í teym­inu hefur svo­lítið falist í því að vera leið­in­lega mann­eskjan,“ segir Jóhanna og kím­ir. „Að spyrja stöðugt hvaða áhrif hinn og þessi þátt­ur­inn gæti haft á þró­un­ina.“ Því það er ekki þannig að far­aldur sjúk­dóms í sam­fé­lagi geti aðeins breiðst út á einn eða tvo vegu. Svo sann­ar­lega ekki. Mann­leg hegðun er t.d. stór breyta og hún er marg­þætt, flókin og ekki alltaf fyr­ir­sjá­an­leg.Teymið hefur ekki gefið út spá frá því um miðjan des­em­ber. „Núna er staðan ein­fald­lega þannig að það er til­gangs­laust,“ bendir Jóhanna á. „Og við viljum auð­vitað halda því þannig, að það sé algjör­lega órök­rétt að spá, því það þýðir að það séu bara örfá smit í sam­fé­lag­in­u.“

Enginn situr í skugga þessa pálmatrés á strönd í Suður-Afríku. Faraldur geisar.
EPA

Hér að ofan var nefnt að áður en hjarð­ó­næmi náist þurfi að fara sér­stak­lega var­lega þegar ferða­lög eru fyr­ir­hug­uð. En hvað þýðir almennt að ná hjarð­ó­næmi?„Hjarð­ó­næmi er hug­tak sem segir í raun til um hversu hátt hlut­fall af þýði er ónæmt fyrir ákveðnum sjúk­dómi,“ byrjar Jóhanna á að útskýra. „Ef við ætlum að vera mjög nákvæm þá tölum við um hjarð­ó­næm­is­þrösk­uld. Það er línan sem við komumst yfir þegar það er orðið það mikið ónæmi í þýð­inu að jafn­vel þótt það komi smit inn í það nær ekki að brjót­ast út far­ald­ur. Þegar við erum komin yfir þennan þrösk­uld þá er hægt að segja að búið sé að ná hjarð­ó­næmi í þýð­inu. Þá getur áfram komið upp smit en það deyr út af nátt­úru­legum ástæðum án þess að þýðið breyti hegðun sinn­i.“Áður en lengra er haldið skal útskýra hvað þýði er. Þýði er hug­tak sem töl­fræð­ingum er tamt að nota um ákveð­inn hóp ein­stak­linga. Þýði getur þannig átt við sam­fé­lag af mis­mun­andi stærð, svo sem íslensku þjóð­ina eða alla heims­byggð­ina.Auglýsing

En aftur að hjarð­ó­næm­inu. Það er þá ekki ein­hver fasti, föstu pró­senta, heldur háð sýkl­inum sem um ræðir í hverju til­viki?„Já, en það fer líka eftir hegðun innan sam­fé­lags,“ svarar Jóhanna og kynnir smit­stuð­ul­inn fræga, R-töl­una, til leiks. „Við getum reiknað út með­al­tals­stuðul um hversu marga hver og einn getur smitað en stuð­ull­inn er svo aftur háður hegðun fólks og þjóð­fé­lags­gerð­inni að ein­hverju leyti. Það er ekki fasti. Ekki fasti yfir tíma og ekki fasti yfir lönd eða heims­álf­ur.“Og þar sem hegðun er mis­jöfn, bæði innan sam­fé­laga og á milli þeirra, hafa töl­fræð­ingar verið að reyna að meta með­al­tal smit­stuð­uls­ins í til­viki COVID-19 og kom­ist að því að hver og ein mann­eskja sem smit­ast smitar að með­al­tali 2,5 til 3 aðra.Þessi smit­stuð­ull er ákaf­lega mis­jafn milli sjúk­dóma. Hvað misl­inga varð­ar, svo dæmi sé tek­ið, er hann um 15. „Í þeim sam­an­burði hljómar 2,5-3 ekki hátt en er það þó engu að síð­ur,“ segir Jóhanna og bendir á að smit­stuð­ull inflú­ensu sé í 1,5 eða lægri.Miðað við með­al­tal smit­stuð­uls COVID-19 er oft talað um að 60-70 pró­sent fólks í sam­fé­lagi þurfi að vera ónæmt svo hjarð­ó­næm­is­þrös­k­uldi sé náð.Talið er að hver manneskja sem sýkist af kórónuveirunni smiti að meðaltali 2,5 til 3 aðrar.
EPA

En hvað ger­ist í sam­fé­lagi þegar þeim áfanga er náð?„Veiran hverfur ekki. Hún þarf ekki að hverfa frá Íslandi og hún þarf ekki að hverfa úr heim­in­um,“ segir Jóhanna. Veiran er lík­leg til að fylgja mann­kyn­inu til ein­hverrar fram­tíð­ar. Þegar 60-70 pró­sent íslensku þjóð­ar­innar hefur fengið bólu­setn­ingu og eru því ónæm, eru enn 30-40 pró­sent það ekki. Það sem hins vegar ger­ist er að ef sýk­ing brýst út verður hún „von­andi það lítil að við náum að hlaupa fram fyrir hana,“ segir Jóhanna. Auð­veld­ara verður að beita verk­fær­unum okk­ar; smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angr­un, til að ráða nið­ur­lögum hóp­sýk­inga. Á einum bar, svo dæmi sé tek­ið, myndu ekki 70 manns smit­ast á einu kvöldi heldur kannski þrjá­tíu. „Það eitt og sér, að meira en helm­inga fjöld­ann í slíkum hóp­sýk­ing­um, mun gera alla verk­ferla og allt okkar kerfi ein­fald­ara í fram­kvæmd.“Að sama skapi yrði þá búið að bólu­setja þá sem í mestri áhættu eru að fá alvar­lega sýk­ingu og þar með minnka líkur á sjúkra­húsinn­lögnum veru­lega. „Fólk sem er yngra en þrí­tugt og jafn­vel yngra en tví­tugt getur orðið alvar­lega veikt af COVID þó að það sé ólík­legra til þess en eldra fólk. Þetta er ekki mesti áhættu­hóp­ur­inn en af því að svo gríð­ar­lega margir eru að smit­ast á stuttum tíma þá fjölgar líka þeim ein­stak­lingum sem veikj­ast alvar­lega úr þessum hópi. Sem dæmi má nefna að flestir þeirra sem eru á önd­un­ar­vélum vegna COVID-19 í Bret­landi eru á aldr­inum 50-60 ára. Við getum því alls ekki alveg slakað á þegar við erum búin að bólu­setja sex­tíu ára og eldri. Útbreitt smit í yngri ald­urs­hópum getur haft alvar­legar afleið­ing­ar.“Börn virðast ólíklegri en fullorðnir til að smitast af veirunni og bera smit. Þau eru ólíklegri til að veikjast og mun ólíklegri til að veikjast alvarlega. En ef börn á aldrinum 0-16 ára, sem er stór hópur, verða ekki bólusett, er sá möguleiki fyrir hendi að faraldur brjótist út á meðal þeirra.
EPA

Íslensk yfir­völd líkt og víð­ast hvar í heim­inum hafa farið þá leið að bólu­setja við­kvæmu hópana og fram­línu­starfs­menn fyrst. Bólu­efnin verða svo gefin sífellt yngra fólki þegar skammt­arnir ber­ast. En ekk­ert bólu­efni sem komið er á markað hefur verið sam­þykkt fyrir fólk yngra en sextán ára. „Þannig að sam­kvæmt skil­grein­ingu munum við ekki ná hjarð­ó­næmi í þýð­inu – íslensku sam­fé­lagi í þessu til­viki – því börn verða áfram næm fyrir sjúk­dómn­um.“

Sjald­gæfir atburðir geta gerstJóhanna seg­ist hafa vissar áhyggjur af því. Börn virð­ast ólík­legri en full­orðnir til að smit­ast af veirunni og bera smit. Þau eru ólík­legri til að veikj­ast og mun ólík­legri til að veikj­ast alvar­lega. En ef börn á aldr­inum 0-16 ára, sem er stór hóp­ur, verða ekki bólu­sett, er sá mögu­leiki fyrir hendi að far­aldur brjót­ist út á meðal þeirra. Jóhanna útskýrir þetta frekar:„Það er margt áhuga­vert við hjarð­ó­næmi. Segjum sem svo að við förum yfir þrösk­uld­inn, bólu­setjum yfir sex­tíu pró­sent þjóð­ar­innar – að meiri­hlut­inn lands­manna sé orð­inn ónæmur fyrir sýk­ingu af völdum veirunnar og sam­fé­lagið fari aftur af stað án tak­mark­ana. R-stuð­ull­inn fer niður fyrir 1 en hann er bara með­al­tal og getur verið hærri innan ákveð­inna hópa, t.d. barna. Far­ald­ur­inn getur því við­haldið sér áfram í þeim hópum sem enn eru næm­ir. Fái hann að fara um þá óáreittur fara sjald­gæfir atburðir að ger­ast. Sjald­gæfir alvar­legir atburðir sem við viljum ekki sjá.“Rann­sóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bólu­efnis Astr­aZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagn­að­ar­efni.Ekkert bóluefni sem komið er á markað hefur verið samþykkt fyrir fólk yngra en sextán ára. „Þannig að samkvæmt skilgreiningu munum við ekki ná hjarðónæmi í þýðinu – íslensku samfélagi í þessu tilviki – því börn verða áfram næm fyrir sjúkdómnum,“ segir Jóhanna.
EPA

Hvaða máli mun það skipta að ná hjarð­ó­næmi íslensku þjóð­ar­innar á meðan slíkur áfangi er aðeins fjar­lægur draumur ann­ars staðar í heim­in­um?„Það er ekki þannig að heim­ur­inn verði alveg eins,“ segir Jóhanna. „Þó að við náum að bólu­setja hátt hlut­fall þjóð­ar­innar þá er þetta ekki alveg búið, skulum við segja.Auð­vitað skiptir það máli fyrir okkur að stór far­aldur brjót­ist ekki út inn­an­lands með alvar­legum heilsu­bresti fyrir ein­stak­linga og til­heyr­andi afleið­ingum á heil­brigð­is­kerf­ið. Okkar hjarð­ó­næmi gæti þýtt að landa­mærin yrðu opnuð og hingað færu að streyma ferða­menn að utan í þús­unda­vís á mán­uði sem er eft­ir­sókn­ar­vert fyrir efna­hags­líf­ið. En þá megum við ekki gleyma að þessir ferða­menn verða kannski ekki bólu­settir nema við krefj­umst þess sér­stak­lega. Þeir geta borið með sér veiruna þótt það yrði ekki til þess að stór far­aldur myndi brjót­ast út meðal íbúa hér. En þeir geta líka sýkst sjálfir og veikst alvar­lega. Þá munu þeir þurfa að nota íslenska heil­brigð­is­kerf­ið. Þannig að það er áhættu­þáttur sem við þurfum að taka til­lit til ef við viljum opna landa­mærin meira en nú er.“Okkar hjarðónæmi gæti þýtt að landamærin yrðu opnuð og ferðamenn tækju að streyma inn. Þá þarf að gæta mikillar varúðar.
Birgir Þór

Annar óvissu­þáttur sem huga þarf að er hversu lengi ónæmi bólu­setn­ingar var­ir. Hvenær og hvort bólu­settir verða aftur orðnir næmir fyrir smiti og hættan á far­aldri eykst inn­an­lands af þeim sök­um. „Þess vegna tel ég að við þurfum að halda áfram tvö­faldri skimun á landa­mær­unum í ein­hvern tíma. Á ein­hverjum tíma­punkti gætum við tekið skref­ið, slakað örlítið á og leyft ferða­mönnum að vera í smit­gát í stað sótt­kvíar fyrstu dag­ana. Ég giska á að þannig gætum við farið að hafa það í sum­ar. Við getum þá boðið ferða­menn vel­komna en að þeir þurfi áfram að fara í sýna­töku, þeir sem ekki hafa fengið COVID-19 eða verið bólu­settir í sínu heima­landi, og í smit­gát. Þannig getum við verið aðeins rólegri.“ Ekki sé þó hægt að fara þessa leið, að hennar mati, fyrr en búið verður að bólu­setja stóran hluta þjóð­ar­inn­ar, að minnsta kosti sem flesta fjöru­tíu ára og eldri.Jóhanna fagnar því að búið sé að taka upp breytt fyr­ir­komu­lag á landa­mær­unum og fram­vísa þurfi nei­kvæðu og nýlegu PCR-­prófi sem og að fara í tvö­falda skimun með sótt­kví á milli. Sótt­varna­læknir hefur talað um að í maí verði mögu­lega hægt, ef reynslan af hinum hertu aðgerðum nú sýni fram á það, að hafa aðeins eina sýna­töku fyrir ferða­menn sem fram­vísa nei­kvæðu prófi og að afnema eða stytta þar með sótt­kví þeirra.

Dregið veru­lega úr áhættu með aðgerðum á landa­mærumÞað góða við að hafa tvö próf, bendir Jóhanna á, er að ef þú grein­ist ekki í því fyrra en grein­ist svo í því seinna þá eru aðeins fimm dagar á milli. Og það auð­veldar smitrakn­ing­arteym­inu vinn­una. Við vitum að það er minni hætta á smiti milli erlendra ferða­manna og heima­manna en á milli heima­manna almennt séð. Það breytir því ekki að það þarf aðeins eitt smit til að koma af stað far­aldri inn­an­lands. „Ef Íslend­ingar eru orðnir nokkuð vel bólu­sett­ir, þótt hjarð­ó­næmi verði ekki náð, getur enn brot­ist út far­ald­ur, þó minni en ella.“Sam­hliða hert­ari aðgerðum á landa­mærum hafa yfir­völd nú einnig rík­ari heim­ildir til að skylda fólk til að fara í sótt­kví eða ein­angrun í far­sótt­ar­húsi. Þessu er Jóhanna einnig hlynnt og segir að í ljósi þess að sam­fé­lagið er komið á tölu­vert skrið væri án harðra landamæra­að­gerða aðeins tíma­spurs­mál hvenær næsti „landamæra­leki“ ylli usla inn­an­lands.„Að­gerðir okkar á landa­mær­unum hafa virkað ótrú­lega vel. Í þau skipti sem smit hafa lekið í gegn frá því að við tókum upp tvö­falda skimun hefur það aðal­lega verið bundið við fjöl­skyldur ferða­manna og hægt að bregð­ast hratt við.“

Auglýsing

Um átta­tíu pró­sent far­þega sem grein­ast með veiruna gera það í fyrri skim­un. En í ljósi þess að far­ald­ur­inn fór á tíma­bili í byrjun árs aftur á mikið flug í Evr­ópu og dæmi voru um að 10 pró­sent far­þega hafi reynst smit­aðir í einni og sömu flug­vél­inni, jókst hættan á því að fólk kæm­ist í tæri við veiruna á ferða­lag­inu sjálfu. „Þá er við­kom­andi ekki að fara að grein­ast í fyrstu skimun og auk þess eru ákveðnar líkur á því að þú grein­ist ekki heldur í seinni skimun fimm dögum seinna,“ bendir Jóhanna á. Skiptir þá heldur engu hvort að hann fram­vísi vott­orði um nei­kvætt PCR-­próf sem tekið er allt að þremur dögum áður en hann kemur til lands­ins. „Ég myndi gjarnan vilja að ef fólk er útsett fyrir smiti á ferða­lag­inu sjálfu þá fari það í sótt­kví eins og þeir sem orðið hafa útsettir inn­an­lands,“ segir Jóhanna. Hún telur „að­eins of mikla áhættu“ fel­ast í því að fólk fari heim til sín beint eftir ferða­lag og bíði þar eftir nið­ur­stöðum úr fyrri sýna­töku. Þar er það í sótt­kví, ekki ein­angr­un, og því mögu­legt að aðrir á heim­il­inu smit­ist. Það getur gerst á fyrsta degi og það getur gerst á fimmta degi. Til að koma í veg fyrir þetta þyrfti fólk að vera í sótt­kví utan heim­il­is, í far­sótt­ar­húsi eða sum­ar­húsi til dæmis og er ný reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra einmitt skref í þá átt.Er þetta sér­stak­lega mik­il­vægt núna þegar meira smit­andi afbrigði eru komin á flug?„Við sáum hvað gerð­ist í Dan­mörku. Breska afbrigðið kemur inn og harðar aðgerðir sem voru í gildi eru hertar enn frek­ar. Það sem ger­ist svo er að far­aldur af völdum ann­arra afbrigða fer niður en far­aldur af því breska fer áfram upp. Þessi reynsla bendir til þess að við þurfum að vera mjög var­kár.“Í þessu sam­bandi þarf einnig að hafa í huga að meira smit­andi afbrigði hækka smit­stuð­ul­inn og þar með þann þrösk­uld sem þarf að ná fyrir hjarð­ó­næmi. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Erfiðlega hefur gengið að ná tökum á faraldrinum í landinu og mjög hörðum aðgerðum verið beitt.
EPA

Er hætta á fjórðu bylgju far­ald­urs­ins?„Miðað við aðgerðir á landa­mær­unum þá höfum við dregið mjög mikið úr hætt­unn­i,“ segir Jóhanna. „En hlutir ger­ast í líf­fræði sem eru ótrú­leg­ir. Og þó að við séum enn með tak­mark­anir í sam­fé­lag­inu þá eru aðstæður þannig að hóp­sýk­ingar geta orðið ef við erum óhepp­in. Við þurfum ekki öll að vera í hóp­knúsi til að slíkt ger­ist. Við getum þó ekki spáð fyrir um hvenær þetta ger­ist eða hvort þetta ger­ist yfir höf­uð. Það eina sem við getum sagt er að það er mögu­leiki á því.“Hvað þá með tak­mark­anir inn­an­lands eins og tveggja metra regl­una?„Við ættum ekki að hætta með tveggja metra regl­una fyrr en við erum komin að minnsta kosti mjög nálægt hjarð­ó­næm­is­þrösk­uld­i,“ segir Jóhanna og minnir á að smit­stuð­ull­inn stjórn­ist ann­ars vegar af hegðun okkar og hins vegar af eig­in­leikum veirunn­ar. „Þar sem sam­fé­lags­smit hafa ekki greinst í tölu­verðan tíma þá er smit­stuð­ull­inn í raun­inni met­inn núll en ef smit læki yfir landa­mærin þá myndum við mögu­lega sjá að smit­stuð­ull­inn væri rúm­lega 1 núna miðað við þær tak­mark­anir sem við búum við. Ef þeim yrði aflétt myndi hann hækk­a.“ 

Þess vegna er áfram mjög mik­il­vægt, þó að meira verði slakað á inn­an­lands, að gæta að per­sónu­bundnum sótt­vörn­um, halda fjar­lægð og nota grímur við ákveðnar aðstæð­ur.Enn er nauðsynlegt að gæta að nálægðarmörkum og persónubundnum sóttvörnum.
EPA

Jóhanna segir það hafa verið fyr­ir­séð að veiran myndi stökk­breyt­ast og helstu sér­fræð­ingar á sviði erfða­fræð­innar höfðu séð það fyrir að afbrigði eins og nú hafa skotið upp koll­inum kæmu mögu­lega fram. Engu að síður hefur þessi þróun komið mörgum leik­mann­inum á óvart og stjórn­mála­menn víða glennt upp augun í for­undr­an.„Hjarð­ó­næmi með bólu­efni á sama tíma og ný afbrigði eru að koma fram er samt ekki draum­sýn,“ segir hún. „Við munum geta náð hjarð­ó­næmi með þessum hætti þannig að hætta á stór­kost­legum vanda­málum verður úr sög­unni. En það munu koma upp smit, alveg eins og ger­ist með misl­inga. Ég er sann­færð um að þegar við erum búin að bólu­setja um það bil 80 pró­sent þjóð­ar­innar munum við vel ráða við þau smit sem upp kunna að koma. For­sendan fyrir þessu er þó að bólu­setn­ing komi í veg fyrir að bólu­settir beri smit, þ.e. annað hvort að bólu­settir sýk­ist síður af veirunni eða ef þeir sýkj­ast þá smiti þeir síður aðra. Við náum ekki hjarð­ó­næmi nema að þetta haldi. Óvissu­þætt­irnir eru hversu lengi vörn bólu­efnis varir og hvort að veirunni tak­ist að stökk­breyt­ast það mikið að end­ur­nýja þurfi bólu­efnin reglu­lega.“

COVID-­sprauta reglu­lega?Við hinni árlegu inflú­ensu er brugð­ist með bólu­setn­ingu. Veiran sem henni veldur breytir sér frá ári til árs en með því að breyta bólu­efn­inu er komið í veg fyrir útbreidda far­aldra. Ekki er þó ráð­ist í risa­stórar klínískar rann­sóknir með þús­undum þátt­tak­enda ár hvert af þessu til­efni. Bólu­efn­inu er breytt inni á rann­sókn­ar­stofum og ferlið tekur aðeins fáa mán­uði.Um þetta ræða vís­inda­menn núna í tengslum við COVID-19. „Við þurfum að kom­ast á þennan sama stað fyrir COVID, að vera með bólu­efni sem við getum breytt og að það þurfi ekki í hvert sinn að fara í gegnum tíma­frekar rann­sókn­ir.“Gæti þetta orðið fram­tíð­in, að gefin yrði COVID-­sprauta reglu­lega?„Það gæti vel gerst að við þyrftum að upp­færa bólu­efnin reglu­lega og gefa fólki „bú­st“ eins og gert er með inflú­ens­una. Það er ekk­ert nýtt og ekk­ert bundið við inflú­ensu. Fleiri bólu­efni hafa verið þróuð áfram og þeim breytt eftir að þau koma fyrst fram.“Bóluefni Pfizer var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi.
EPA

Í des­em­ber og jan­úar fór af stað mikil umræða í sam­fé­lag­inu um mögu­lega þátt­töku Íslend­inga í bólu­efna­rann­sókn lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfiz­er. Bólu­efni þess, sem þróað var í sam­starfi við þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech, var það fyrsta sem fékk mark­aðs­leyfi í Evr­ópu og á Íslandi. Eftir fund sótt­varna­læknis og for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar með for­svars­mönnum Pfizer í febr­úar var hins vegar ljóst að af henni yrði lík­lega ekki. Skýr­ing­in: Hér eru of fá smit til að slík rann­sókn myndi skila þeim árangri sem stefnt var að, eins og Kári Stef­áns­son, for­stjóri ÍE, orð­aði það.

Pfizer er að gera sam­bæri­lega rann­sókn í Ísr­ael sam­hliða fjölda­bólu­setn­ingu en þar hófst hún í mestu bylgju far­ald­urs­ins frá upp­hafi. „Ég tel að rann­sókn hér hefði getað bætt við þekk­ingu einmitt af því að við erum nán­ast veiru­frí,“ segir Jóhanna. 

„Þegar mikið smit er í gangi skekkir það mat okkar á raun­veru­legri virkni bólu­efn­is. Fólk getur til dæmis smit­ast áður en efnið er farið að virka. En á Íslandi hefðum við mögu­lega getað sýnt fram á það að þegar nán­ast ekk­ert smit er í gangi er virknin meiri en á fyrri stigum klínískra rann­sókna. Við hefðum getað bólu­sett alla á skömmum tíma, í þessu góða ástandi, og svo hefði fólk farið að ferð­ast hingað og við héð­an. Hvað hefði þá ger­st? Þetta er áhuga­verð rann­sókn­ar­spurn­ing. ­Fyrir mér eru það von­brigði að rann­sóknin verði lík­lega ekki gerð hér. Ég held að hún hefði haft mikið gildi fyrir heims­byggð­ina.“ 

Auglýsing

Talandi um heims­byggð­ina. 

Hjarð­ó­næmi hér á Íslandi og hjarð­ó­næmi heims­byggðar eru tveir hlut­ir. Hver er hættan sem skap­ast í þessu ójafn­vægi?„Það felst áhætta í því að far­aldur sé ekki undir stjórn í heim­inum sem heild. Þá eykst hættan á því að það verði til stökk­breyt­ingar og ger­ist það ein­hvers staðar ann­ars staðar þá munu þær engu að síður ber­ast hingað á end­an­um. Þannig er heim­ur­inn í dag. Við vitum svo ekki hvort að bólu­efnin komi til með að virka gegn nýjum afbrigðum eða hvort að ónæmið dvíni veru­lega gagn­vart þeim. Þetta er áhætt­an. Við verðum ekki örugg fyrr en far­ald­ur­inn verður undir nokkuð góðri stjórn á sem flestum stöðum í heim­in­um. Það er alveg klárt mál.“Veiran er óút­reikn­an­leg. Um það vitna ótal dæmi alls staðar að. „Það ger­ast alltaf ólík­legir hlutir þegar margir atburðir fá að ger­ast sam­tím­is,“ segir Jóhanna. Einmitt þess vegna þarf stöðugt að vera að afla gagna. Rýna í þau frá öllum mögu­legum og ómögu­legum hlið­um. Finna sam­nefn­ara heims­horna á milli. Reyna að beita vís­ind­unum til að ná for­skoti á ólík­inda­tólið SAR­S-CoV-2, veiruna sem hefur herjað á okkur í rúm­lega ár.„Við höfum aflað ótrú­lega góðra gagna hér á Ísland­i,“ bendir Jóhanna á. „Þegar þessi far­aldur verður búinn verður haldið áfram að lesa í þau og læra. Og und­ir­búa sig fyrir þann næsta.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal