Aðsend Illviðri 1991
Aðsend

Fárviðri suðvestanlands – við hverju má búast?

Illviðrið sem gekk yfir Suðvesturland í febrúar árið 1991 og olli gríðarlegu tjóni á höfuðborgarsvæðinu kom að óvörum því ekki hafði tekist að spá fyrir um hversu svakalegt það yrði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um hamfaraveðrið og bendir á að mörg ný hverfi hafa ekki enn orðið fyrir þeirri vindáraun sem mest getur orðið.

Í fyrri umfjöllun um ill­viðri suð­vest­an­lands, sem birt var í Kjarn­anum 14. febr­ú­ar, var sjónum beint að svoköll­uðu Engi­hjalla­veðri sem olli miklu foktjóni 16. febr­úar 1981. Tíu árum seinna gerði áþekkt fár­viðri 3. febr­úar 1991. Eigna­tjón í því veðri var meira ef eitt­hvað var. Ekk­ert þeirra óveðra á síð­ari árum suð­vest­an­lands kom­ast í hálf­kvisti við þessi tvö. Litlu mátti þó muna í ill­viðri 14. mars 2015. Sú lægð var áþekk, reyndar ekki eins djúp. Leið hennar lá einnig fyrir vestan land. 

Mun­ur­inn var hins vegar sá að miðjan var lengra frá landi og þar með mesta vindröstin. Samt hlut­ust af tals­verðir fokskaðar og hund­ruð tjóna til­kynnt. 10 mín­útna með­al­vindur mæld­ist mestur á Reykja­vík­ur­flug­velli í 31,7 m/s sam­an­borið við 40,7 m/s árið 1991. Sá sam­an­burður er kannski ekki sann­gjarn því vind­mælir­inn var áður í heldur meiri hæð. Hann var líka af annarri gerð og átti það jafn­framt til að ofmeta vind­inn lítið eitt. Sam­an­burður mæl­inga er því ekki eins ein­faldur og ætla mætti, jafn­vel þótt mælt sé á sama stað.Auglýsing

Hvell­ur­inn sunnu­dag­inn 3. febr­úar 1991 er mörgum afar eft­ir­minni­leg­ur. Sjálfur var ég úti í Nor­egi að klára veð­ur­fræði­námið þennan vet­ur, en fylgd­ist með beinni frétta­út­send­ingu útvarps með sér­stöku stutt­bylgju­tæki. Mynd­skeiðið fræga af bílnum sem tókst á loft við bens­ín­dæl­una í Kefla­vík var síðan sýnt í norsku frétt­unum dag­inn eft­ir. Krist­ján Már Unn­ars­son, sem kalla má með réttu ham­fara­f­rétta­mann Íslands, var heima hjá sér í blokk í Háleit­is­hverf­inu. Hann hélt að glugg­a­rnir áveð­urs færu og sagð­ist aldrei hafa skynjað jafn áþreif­an­lega afl vinds­ins. Klár­lega mesta ógn af veðri sem hann man eftir inni í borg eins og hann orð­aði það.List­inn yfir tjón er langur og í rann­sókn á foksköðum á vegum Rann­sókn­ar­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins var áætlað að fár­viðrið hefði valdið tjóni á 4.550 hús­eign­um, frá Eyja­fjöll­um, vestur og norður um allt austur á Bakka­fjörð. Gríð­ar­legt tjón var á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hvað mesta athygli vakti útvarpsmastrið á Vatns­enda­hæð sem féll í veðr­inu. Þar með rofn­uðu lang­bylgju­út­send­ingar á ögur­stundu. Trausti Jóns­son veð­ur­fræð­ingur hefur tekið saman langan lista ásamt grein­ar­góðri umfjöllun um óveðr­ið.Forsíða Tímans 5. febrúar árið 1991.

Lægðin var um 940 hPa þegar hún var hvað dýpst hér við land­ið. End­ur­grein­ing ERA5 segir 942,0 hPa kl. 12 og er það í góðu sam­ræmi við mældan loft­þrýst­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þar fór lægð­ar­miðjan yfir skömmu og á eftir suð­austan ofsa­veðr­inu um morg­un­inn datt því allt í dúna­logn um stund. Sann­kallað svika­logn því röstin með suð­vestan átt sunnan lægð­ar­miðj­unnar var ekki umflúin og með henni varð veð­ur­ham­urinn hvað verstur sam­fara lægð­inni. Hvergi mæld­ist meiri vindur en á Stór­höfða, 56,6 m/s (10 mín vind­ur), sem þá var mesta mælda veð­ur­hæð á land­inu. Á kort­inu er sýndur vind­hraði í 850 hPa þrýstiflet­in­um, en hann gefur all­góða vís­bend­ingu hvers megi vænta nær jörðu. End­ur­grein­ingin gefur til kynna um og yfir 50 m/s og fyrr um morg­un­inn mátti sjá 60-80 m/s undan Suð­ur­landi, en það er fáheyrður vindur í þess­ari hæð. Veðr­inu var illa spáð og kom því að óvör­um. Tölvu­spár náðu ekki dýpkun lægðar­inn­ar, en veð­ur­fræð­ingar spáðu eins vel og kostur var eins og það var orðað í Morg­un­blað­inu.Mat á tjóniFor­síður blað­anna voru slá­andi. Álitið var að tjónið hefði á þávirði numið meira en einum millj­arði króna og þá var lang­bylgjumastrið ekki talið með. Margir voru ótryggðir en trygg­ing­ar­fé­lögin urðu líka fyrir þungu höggi. Hús­eig­enda­trygg­ing eða fast­eigna­trygg­ing bættu tjónið að miklu leyti. Nokkru seinna gerði Tómas Jóhann­es­son á Veð­ur­stof­unni sam­an­burð á sköðum vegna nátt­úru­ham­fara hér á landi. Í þeirri sam­an­tekt var álitið að foktjón af völdum veð­urs­ins 3. febr­úar hefði sam­svarað um 0,3% af vergri lands­fram­leiðslu. Svipað og metið eigna­tjón af völdum fyrri Suð­ur­lands­skjálft­anna árið 2000. Sé þessi tala heim­færð til lands­fram­leiðslu 2019 sam­svarar hún um 9 millj­örðum króna. Mætti því ætla að vænt eigna­tjón af slíkum veð­urofsa nú gæti orðið af stærð­argráðunni 10 millj­arð­ar, einna mest í þétt­býl­inu suð­vest­an­lands. Slíkt mat er auð­vitað háð mik­illi óvissu.Engu að síður hafa orðið gríð­ar­legar breyt­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá 1991. Íbúum suð­vest­an­lands, frá Suð­ur­nesjum til Akra­ness, hefur þannig fjölgað um 100 þús­und á þessum tæpu 30 árum. Fjöl­mörg ný hverfi hafa risið og sum þeirra liggja hærra í land­inu þar sem við vitum vel að stormar herja af heldur meiri krafti. Í því sam­bandi má nefna að öll byggðin í Kópa­vogi austan Reykja­nes­brautar og upp undir Elliða­vatn hefur orðið til síðan þá. Sama má segja um norð­ur­hluta Graf­ar­vogs, Norð­linga­holt og Graf­ar­holt. Úlf­arsár­dal og mörg hverfi í Mos­fellsbæ sem og Áslandið og Vell­irnir í Hafn­ar­firði. Og þannig mætti áfram telja. 

Færa má rök fyrir því að mann­virki þess­ara hverfa hafi ekki enn orðið fyrir þeirri vind­áraun sem mest getur orð­ið. Í nýju byggð­unum eru 4 til 10 hæða fjöl­býl­is­hús nokkuð algeng og reyndar sum tals­vert hærri. Margar þess­ara blokka standa hátt og teygja sig upp í röstina sem blæs af meiri styrk eftir því sem ofar er far­ið. Eðli­lega taka þau á sig meiri vind en lægri hús.Lægðin var um 940 hPa þegar hún var hvað dýpst hér við landið. Endurgreining ERA5 segir 942,0 hPa kl. 12 og er það í góðu samræmi við mældan loftþrýsting á Keflavíkurflugvelli.

Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hús, klæðn­ingar og þök séu hönnuð til að stand­ast mestu storma, en ýmis­legt í frá­gangi á seinni árum er vekur manni samt ákveð­inn ugg. Til dæmis lausu svala­lok­an­irnar og sól­stof­urnar sem sjá má víða og ekki síður þá tísku í arki­tektúr sem hér hefur rutt sér til rúms að klæða þök með lausum efn­um. Sjá má á þökum nýbygg­inga tún­þökur eða hell­ur. Eflaust er frá­gangur þess­ara útlits­klæðn­inga mis­jafn. 

Frægt var þegar Veð­ur­stofu­húsið á Bústaða­veg­inum var tekið í notkun gekk um það leyti yfir felli­bylja­lægðin Ellen snemma hausts­ins 1973. Möl hafði verið komið fyrir undir lausa tré­palla þar sem gengið er út til veð­ur­at­hug­ana á 3. hæð. Eldri starfs­menn sögðu mér að pall­arnir hefðu dansað til og frá og mölin sóp­að­ist öll í burtu í veð­urofs­an­um. Eðli­lega var hún aldrei end­ur­nýj­uð.Mesti vindhraði sem mælst hefur sagði m.a. í frétt Morgunblaðsins.

Við hverju má búast?Hönn­un­ar­við­mið mann­virkja suð­vest­an­lands sam­kvæmt staðli í þjóð­ar­skjali eins og það er kall­að, er 36 m/s. Gildið sam­svarar áætl­uðum 50 ára end­ur­komu­tíma 10 mín­útna vinds í 10 metra hæð yfir til­tölu­lega flötu landi. End­ur­komu­tími vinds hefur verið reikn­aður en sam­an­burður vind­mæl­inga yfir lengra tíma­bil er langt frá því að vera ein­faldur í Reykja­vík af ýmsum ástæð­um. M.a. hefur ekki gert fár­viðri í Reykja­vík eftir að vind­mæla­væð­ing hófst fyrir alvöru um og upp úr 1995. 

Hólms­heiði austan Reykja­víkur gefur hins vegar ágæta mynd af ótrufl­uðum vindi. Þar hefur verið mælt í um 15 ár. Guð­rún Nína Pet­er­sen ofl. gerðu útreikn­ing 50 ára end­ur­komu­tíma vinds þar (Kort­lagn­ing aftaka­vinda á Suð­vest­ur­landi – fyrstu skref, 2017). Fleiri hafa lagt hönd á plóg­inn, s.s. Jónas Þór Snæ­björns­son vind­verk­fræð­ing­ur. Nið­ur­staða þeirra er að 50 ára mesta vind megi áætla þar á bil­inu 38,5 – 40,0 m/s. En verstu óveðrin sem hér er fjallað um urðu áður en farið var að mæla vind á Hólms­heið­inni. Reikn­ing­arnir hafa samt ákveðið for­spár­gildi.Ný byggð á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1991.


Með réttu má samt segja að fjögur fár­viðri hafi orðið í Reykja­vík á um 80 árum og eru þau í talin upp í töflu hér að neðan ásamt hæsta mælda með­al­vindi, oft­ast á Reykja­vík­ur­flug­velli. Talan frá 1981 er úr mæli­reit Veð­ur­stofu Íslands við Bústaða­veg. Taflan gæti hugs­an­lega verið lengri, sér­stak­lega ef við horfum til óveðra sem eru meira stað­bundin eða afmörkuð á ein­hvern hátt. Höfða­torgs­veðrið með norðan hvelli 2. nóv­em­ber 2012 er dæmi um slíkt. Það var stað­bund­ið. Ekki er óhugs­andi að fár­viðri með miklu tjóni suð­vest­an­lands verði á bil­inu 3 til 6 á 100 árum. Fá má betra mat með því að leggj­ast skipu­lega yfir þessi mál.

Tafla: Einar SveinbjörnssonEn fyrr en seinna hittir okkur illa fyrir ein af þessum skæð­ustu ill­viðr­is­lægð­un­um. Þá er viss­ara að þekkja vel ein­kennin og við hverju megi búast. Nákvæmar spár geta vit­an­lega auð­veldað allt við­bragð. Í dag er áætlað að ríf­lega helm­ingur íbúð­ar­hús­næðis sé tryggt fyrir foktjóni en ekki nema um fjórð­ungur atvinnu­hús­næð­is. Til þess eru líka bóta­sjóðir trygg­inga­fé­lag­anna, að mæta meiri­háttar og víð­tækum skaða sem verstu óveður geta valdið á tryggðum eigum manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit