Hvað vissi ráðherrann?

Danskir þingmenn vilja fá að vita hvort samgönguráðherra landsins hafi haustið 2019 sagt þinginu allt sem hann vissi um öryggismál á Kastrup flugvelli. Málið snýst um biluð flugbrautarljós sem hefðu getað valdið stórslysi.

Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Auglýsing

Í nóv­em­ber árið 2019 komst dag­blaðið Politi­ken á snoðir um drög að skýrslu um fjögur svo­nefnd  „óör­ugg til­vik“ (usikre for­hold) á Kastr­up-flug­velli. Mikil leynd hvíldi yfir skýrslu­drög­unum en blaða­menn Politi­ken, sem ekki sáu gögn­in, vissu að málið snérist um ljósin á flug­brautum vall­ar­ins. Í drög­unum var talað um braut­ar­ljós og í fyrstu töldu blaða­menn að málið varð­aði svo­nefndar ljósastik­ur. Síðar kom í ljós að um var að ræða ljós sem felld eru niður í flug­braut­ina sjálfa, bæði miðju hennar og út við jaðrana. Afmarka þannig braut­ina. Ljós­in, sem eru 30 senti­metrar í þver­mál, og vega um það bil 8 kíló, eru fest með boltum við stál­rör, sem grafin eru niður í braut­ina. Á Kastrup flug­velli eru um 9 þús­und slík ljós. 

Það sem hafði ger­st, hin svo­nefndu „óör­uggu til­vik“, lýsti sér í stuttu máli þannig að í nokkur skipti höfðu braut­ar­ljósin losnað úr fest­ing­un­um, ýmist að hluta eða alveg. Ljósin og hlutar úr þeim fund­ust síð­ar, á flug­braut­un­um. Í einu hinna alvar­legu til­vika ók flug­vél sem var á leið í stæði á „eitt­hvað“ sem lá á braut­inni. Þetta „eitt­hvað“ reynd­ist vera braut­ar­ljós sem hafði losn­að. Ekk­ert tjón hlaust af enda vélin á lít­illi ferð.

Alvar­legar afleið­ingar

Auka­hlutir á flug­brautum geta haft mjög alvar­legar afleið­ingar eins og dæmin sanna. 25. júlí árið 2000 fórst Concorde þota í flug­taki frá Charles de Gaul­le-flug­vell­inum við Par­ís, 109 voru um borð og fór­ust all­ir. Við rann­sókn slyss­ins kom í ljós að vélin hafði ekið á hlut sem lá á braut­inni og hafði losnað af annarri vél skömmu áður. Þegar Concorde vélin ók á hlut­inn sprakk og rifn­aði dekk og hluti þess reif gat á annan væng­inn og leki kom að elds­neyt­is­geymi. Þá braust eldur út og vélin hrap­aði til jarðar úr lít­ill hæð.

Auglýsing

6. maí árið 2014 lenti Boeing 747, oft kölluð Jum­bo, á flug­vell­inum í Tókýó eftir 12 tíma flug frá JFK flug­vell­inum í New York. Ekk­ert bar til tíð­inda á leið­inni en eftir lend­ingu upp­götv­að­ist gat neðan á búk vél­ar­inn­ar. Gatið var eftir braut­ar­ljós sem hafði losn­að, og lenti á vél­inni þegar hún tók á loft. Ljósið var sams­konar og notuð eru á flug­völlum víða um heim, þar á meðal á Kastr­up. Í ljós kom að eft­ir­liti með braut­ar­ljós­unum á flug­vell­inum í New York hafði verið veru­lega ábóta­vant og flug­vall­ar­stjór­inn var lát­inn taka pok­ann sinn.

Rangur frá­gangur skapar hættu

Eins og áður var nefnt eru nið­ur­felldu braut­ar­ljósin boltuð við und­ir­stöð­una sem grafin er niður í braut­ina. Þótt það virð­ist kannski ekki flókið að herða tvo eða fjóra bolta þannig að þeir losni ekki þarf eigi að síður að gera það með réttum hætti. Og þar hefur iðu­lega orðið mis­brest­ur. Og þannig var það einmitt á flug­vell­inum í Kaup­manna­höfn, rétt eins og á JFK flug­vell­inum í New York, frá­gangur ljósanna var ekki með réttum hætti.Flugbrautarljós eins og þau sem eru á Kastrup, af gerðinni atg FX850A. Mynd: atg Airports

Þotu­hreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flug­taki mynda mik­inn sog­kraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á braut­inni. Kraft­ur­inn er svo mik­ill að hlutir eins og til dæmis flug­braut­ar­ljósin takast hrein­lega á loft og geta lent í hreyfl­inum sjálfum og stór­skemmt hann eða lent á flug­véla­búknum eins og raunin varð með Jumbo þot­una á JFK flug­vell­in­um. Hola eftir ljós sem hefur losnað getur líka valdið tjóni, eða slysi ef flug­vél­ar­hjól fer yfir hol­una. Dæmi eru um slíkt. Eftir því sem hjólin á flug­vél­inni eru minni því meiri er hætt­an.

Leyndu ástand­inu

Eftir að Politi­ken greindi frá skýrslu­drög­unum haustið 2019 kröfð­ust þing­menn þess að fá nán­ari vit­neskju um mál­ið. Benny Eng­el­brecht sam­göngu­ráð­herra vildi bíða eftir skýrsl­unni. Þegar skýrslan var til­bú­in, skömmu fyrir árs­lok 2019 mætti yfir­stjórn flug­vall­ar­ins á fund sam­göngu­nefndar þings­ins. Þar var farið yfir skýrsl­una sem nefnd á vegum yfir­stjórnar flug­vall­ar­ins hafði unnið en sam­göngu­nefnd þings­ins fékk ekki skýrsl­una sjálfa. Fram kom að við­haldi ljósa­bún­aðar vall­ar­ins væri mjög ábóta­vant og sama gilti um eft­ir­lit með ljós­un­um.Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur. Mynd: Af Facebook-síðu ráðherrans.Yfir­stjórn flug­vall­ar­ins ákvað að ekki væri ástæða til að loka flug­vell­in­um, ástandið væri ekki svo alvar­legt. Á fund­inum með sam­göngu­nefnd þings­ins nefndi flug­vall­ar­stjórnin ekki eitt mjög mik­il­vægt atriði: þrír sér­fræð­ingar í örygg­is­mál­um, starfs­menn flug­vall­ar­ins, töldu að loka ætti flug­vell­inum í fimm til sjö daga meðan ljósa­bún­að­ur­inn yrði yfir­far­inn. Sögðu ekki for­svar­an­legt að ­leyfa flug­um­ferð eins og ástandið væri. Á þessu fimm til sjö daga tíma­bili sem um ræðir fóru um 560 þús­und manns um flug­völl­inn. Í stað þess að loka flug­vell­inum brá yfir­stjórnin á það ráð að loka brautum vall­ar­ins til skiptis meðan ljósa­bún­að­ur­inn var yfir­far­inn, sú ákvörðun stríðir gegn regl­um. Sam­kvæmt þeim má ekki halda flug­braut, þar sem örygg­is­mál eru ekki í lagi, opinni. Þess má geta að ­sér­fræð­ing­arnir tveir, sem nefndir voru hér að fram­an, voru í hópi þeirra fjöl­mörgu starf­manna flug­vall­ar­ins sem misstu vinn­una í kjöl­far kór­óna­veirunn­ar.

Sagði pabba að fljúga ekki

Síð­ast­lið­inn sunnu­dag, 14. febr­ú­ar, birti dag­blaðið Politi­ken (sem fyrst sagði frá mál­inu 2019) langa umfjöllun um braut­ar­ljósin á Kastr­up-flug­velli. Blaðið hafði rætt við tvo þeirra örygg­is­sér­fræð­inga ­sem töldu að skil­yrð­is­laust hefði átt að loka flug­vell­inum í um viku­tíma í sept­em­ber 2019. 

Sér­fræð­ing­arnir tveir eru ekki lengur starfs­menn flug­vall­ar­ins. Í við­tal­inu við Politi­ken kom fram að þeir hefðu, meðan þeir voru við störf verið bundnir þagn­ar­skyldu. Annar þeirra sagð­ist hafa rofið þagn­ar­skyld­una og í sept­em­ber 2019 sagt föður sín­um, sem ferð­ast mikið með flugi, að hann skyldi halda kyrru fyr­ir, í til­tek­inn daga­fjölda. Án þess að til­greina nákvæm­lega ástæð­ur.

Hvað vissi ráð­herrann?

Umfjöllun Politi­ken og við­tölin við sér­fræð­ing­ana vöktu athygli þing­manna. Þeir vilja nú fá að vita hvað ráð­herr­ann vissi þegar sagt var frá skýrsl­unni um braut­ar­ljósin haustið 2019. ,,Hafi ráð­herrann vitað að örygg­is­sér­fræð­ingar vildu loka flug­vell­in­um, en brást ekki við er það mjög alvar­legt“ sagði einn þing­maður í við­tali vegna máls­ins.

Annar sagði það alvar­legt ef Sam­göngu­stofa (Trafik­styrel­sen) hafi ekki verið upp­lýst um allt inni­hald skýrsl­unnar á sínum tíma. Benny Eng­el­brecht sam­göngu­ráð­herra sagði að hann hefði þegar skrifað Sam­göngu­stofu og beðið um skýr svör við því hvaða upp­lýs­ingar menn þar á bæ hefðu fengið frá yfir­stjórn flug­vall­ar­ins. „Og ef Sam­göngu­stofa hefur vitað allt um málið vil ég fá að vita af hverju ekki var brugð­ist við,“ sagði ráð­herr­ann.

Nokkrir þing­menn hafa kraf­ist þess að sam­göngu­ráð­herr­ann geri hreint fyrir sínum dyr­um, segi afdrátt­ar­laust hvort hann vissi frá upp­hafi allt um inni­hald skýrsl­unn­ar. Málið sé grafal­var­legt „eini ljósi punkt­ur­inn er sá að ekki varð slys“ sagði þing­maður Ven­stre í við­tali vegna máls­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar