Sveinn M. Árnason/Héraðsskjalasafn Kópavogs Engihjallaveðrið Mynd: Sveinn M. Árnason
Sveinn M. Árnason/Héraðsskjalasafn Kópavogs

40 ár frá Engihjallaveðrinu 16. febrúar 1981

Fjörutíu ár eru liðin frá fárviðri sem olli því að „þakplötur fóru eins og skæðadrífa yfir Kópavoginn“ og „nokkur hús í Austurbænum voru yfirgefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotnar,“ eins og sagði í fréttum á þessum tíma. Engihjallaveðrið svokallaða olli einnig skemmdum á hundruðum bíla. Tjónið var gríðarlegt og víða sátu húseigendur eftir með sárt ennið og óbætt tjón.

Á þriðju­dag, sprengi­dag, verða fjöru­tíu ár liðin frá hinu svo­kall­aða Engi­hjalla­veðri sem gekk yfir 16. febr­úar 1981. Reyndar eru einnig liðin 30 ár frá öðru eft­ir­minni­legu fár­viðri af svip­uðum toga sem varð 3. febr­úar 1991. Bæði þessi ill­viðri ollu fáheyrðu tjóni á þétt­býlum svæðum suð­vest­an­lands. Trygg­ing­ar­fé­lögin bættu tjón vegna þess síð­ara fyrir nokkra millj­arða á núvirði. Ótryggt tjón nam svip­aðri upp­hæð.

Sjálfur var ég 16 ára þegar Engi­hjalla­veðrið gekk yfir og er mér nokkuð minn­is­stætt. Miklir klaka­bunkar höfðu mynd­ast á götum og gang­stéttum dag­ana og vik­urnar á undan í umhleyp­inga­tíð. 16. febr­úar bar upp á venju­legan mánu­dag og við­vörun vegna veð­urs­ins var send út í útvarpi og sjón­varpi og almanna­varna­nefndir um allt land voru settar í við­bragðs­stöðu. Ekki man ég eftir þeim og breytti því ekki að ég fór út um kvöld­ið, en fjöl­skylda mín bjó í Norð­ur­bænum í Hafn­ar­firði. Um það bil sem veðrið var í hámarki fór ég ein­sam­all heim frá vini mínum um 500 metra leið með storm­inn í bak­ið. Rétt­ara sagt skaut­aði á klak­anum á milli húsa og í lokin eltur af báru­járns­plötu sem skaust ofan höfði mér út í busk­ann.

Auglýsing

Engi­hjalla­veðrið dregur nafn sitt af svipt­ingum einmitt þar. Í frétt Vísis dag­inn eftir sagði: „Þak­plötur fóru eins og skæða­drífa yfir Kópa­vog­inn í nótt og nokkur hús í Aust­ur­bænum voru yfir­gefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotn­ar. [...] Við Engi­hjalla var geysi­legur vind­styrkur og bílar fuku saman á bíla­stæð­unum og skemmd­ust mik­ið. Sjón­ar­vottar herma að þeir hafi séð stóra bíla takast á loft og hrein­lega svífa í loft­inu yfir aðra bíla og lenda síðan með miklum lát­u­m.“

Um 2.000 sjálf­boða­lið­ar, m.a. frá björg­un­ar­sveit­un­um, voru við störf um nótt­ina og í Reykja­vík einni var sagt að útköll hefðu ekki verið færri en 500. Af mörgu má nefna að þakið á fæð­ing­ar­deild Land­spít­al­ans tók flug­ið, eins og það var orðað í Tím­an­um, og hafn­aði niður á Bar­óns­stíg. Við bætt­ist mik­ill vatns­agi og tjón af völdum hans. Raf­magns­flutn­ingur frá Sogi og úr Búr­felli trufl­að­ist og voru fjórar flutn­ings­línur til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins úti á sama tíma. Mann­skaði varð og tveir menn fór­ust á Heimaey VE en bát­ur­inn strand­aði við Eyj­ar.Baksíða Dagblaðsins daginn eftir óveðrið, 17. febrúar 1981.

Nánar um veðrið

Lægðin sem óveðr­inu olli var mjög dæmi­gerð. Hún var bæði kröpp og djúp. Leið hennar til norð­urs skammt fyrir vestan land olli því að öfl­ug­asti vind­streng­ur­inn austan við lægð­ar­miðj­una gekk yfir landið suð­vest­an­vert. Veð­ur­kortið sýnir lægð­ar­miðj­una 943 hPa vestur af Snæ­fells­nesi kl. 23 um kvöld­ið, um það bil sem veð­ur­ham­urinn var verstur suð­vest­an­lands. Kortið var sér­stak­lega gert fyrir þessa umfjöllun og unnið upp úr end­ur­grein­ingu Evr­ópsku reikni­m­ið­stöðv­ar­innar (ECMWF). Sú nýjasta kall­ast ERA5 og gefur kost á grein­ingu veð­urs á klukku­stunda­fresti, nú orðið aftur til 1959.

Kortið var sérstaklega gert fyrir þessa umfjöllun og unnið upp úr endurgreiningu Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF).

Stað­setn­ing og dýpt lægð­ar­innar ber vel saman við sam­tíma­veð­ur­grein­ingar þetta kvöld og lægsti loft­þrýst­ing­ur­inn mæld­ist á mið­nætti, 946,2 hPa á Galt­ar­vita norðan Súg­anda­fjarð­ar. End­ur­grein­ing óveð­urslægð­ar­innar er því mjög trú­verð­ug. Vindur er sýndur í 850 hPa hæð, sem með svo djúpri lægð reikn­ast í um 900-1.000 metra hæð. Það er einmitt vindur úr þeirri hæð sem slær sér niður undir yfir­borð. Sjá má hring utan um rauð­asta svæðið sem nær inn á Reykja­nes með 48-56 m/s og ann­ars suð­vest­an­lands eru 42-48 m/s. Fátítt er að vindur í þess­ari hæð fari yfir 50 m/s almennt séð, en vind­áttin og áhrif lands­lags og yfir­borðs eru síðan ráð­andi þættir fyrir raun­vind í 10-50 m hæð yfir jörðu.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru aðeins tveir vind­mælar og stutt á milli þeirra. Annar á Reykja­vík­ur­flug­velli, en sá á Veð­ur­stof­unni sýndi mest 39,6 m/s með­al­vind og mesta vind­hviðan mæld­ist 52,5 m/s. Þetta er mesti vind­hraði á Veð­ur­stof­unni á Bústaða­vegi frá 1973, en meiri vindur hefur mælst á Flug­vell­inum (reyndar í 17 m hæð, sem er hærra en stað­al­hæð mælis í 10 m). Engar fregnir hef ég hins vegar af mæl­inum á Reykja­vík­ur­flug­velli þetta kvöld.

Hundruð bíla skemmdust í veðurofsanum. Hér má sjá hvernig veðrið lék bíla á bílastæði við Engihjallann.
Sveinn M. Árnason

Bætur fyrir óveð­urstjón

Tjónið 16. febr­úar 1981 nam millj­örðum gam­alla króna og tugum millj­óna nýkróna eins og það var orðað þarna skömmu efir mynt­breyt­ingu. Víða sátu hús­eig­endur uppi með sárt ennið og óbætt tjón. Hús­eig­enda­trygg­ing sem bætir foktjón var ekki orðin almenn á þessum árum. Engi­hjalla­veðrið átti eflaust mik­inn þátt í því að fólk vildi tryggja sig betur fyrir ófyr­ir­séðu veð­ur­tjóni eins og þessu.

Hús­eig­enda­trygg­ingar eru að stofni til frá 1969 eftir því sem ég best veit, en sér­stakar fok­trygg­ingar rekja sögu sína aftur til um 1960. Þá voru líka í boði gler­trygg­ing­ar. Í sept­em­beró­veðri árið 1973, sem kennt er við felli­byl­inn Ellen, var mikið foktjón suð­vest­an­lands og reyndar víð­ar. Í Þjóð­vilj­anum var slegið upp á for­síðu að Breið­holt 3 hafi verið eins og eftir loft­árás. Þá var hverfið í bygg­ingu. Fæstir fengu tjóni sitt bætt og til­tölu­lega fáir tryggðir umfram skyldugra bruna­trygg­inga.

Árið áður voru sam­þykkt lög um nýjan Bjarg­ráða­sjóð. Til­urð hans var til­komin vegna skakka­falla í land­bún­aði á kal- og haf­ísár­unum 1965-1971. En í Bjarg­ráða­sjóði var líka deild vegna ann­arra nátt­úru­ham­fara. Þarna voru menn líka að glíma við eft­ir­köst Vest­manna­eyja­goss­ins og stofnað til Við­laga­sjóðs til að halda utan um gríð­ar­legt tjón af völdum þess. Stjórn Bjarg­ráða­sjóðs ákvað sem sé þarna haustið 1973 að lána vaxta­laus lán til sveit­ar­fé­laga sem aftur lán­uðu til ein­stak­linga sem orðið höfðu fyrir tjóni. Þessir fjár­munir voru í raun ígildi tjóna­bóta á þessum verð­bólgu­ár­um. Lítið fékkst því til baka.Auglýsing

Þegar Engi­hjalla­veðrið skall á var Bjarg­ráða­sjóður tóm­ur. Umræður voru utan­dag­skrár á Alþingi og nokkrir þing­menn töldu óveðrið klár­lega til nátt­úru­ham­fara og að við­laga­trygg­ing ætti að bæta tjón. Lögin voru hins vegar skýr hvað þetta varð­aði og ári síðar þegar Svavar Gests­son, þá félags­mála­ráð­herra, mælti fyrir breyt­ingum á Við­laga­trygg­ingu Íslands, tók hann sér­stak­lega fram að vilji væri fyrir því að almenni vátrygg­inga­mark­að­ur­inn ann­að­ist áfram fok­trygg­ing­ar. Við­laga­trygg­ing sem nú kall­ast Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands bætir ekki fyrir tjón af völdum vinds, ein­göngu það sem rekja má til sjó­gangs.

Eitt var ein­kenn­andi fyrir Engi­hjalla­veðrið 1981 að bílar skemmd­ust í hund­raða­tali. Tals­verð reki­stefna varð dag­ana á eftir hvort kaskó­trygg­ing bætti tjón vegna áfoks, en skil­málar kváðu á um það bætur fengjust aðeins ef bíll­inn sjálfur fyki. Sam­vinnu­trygg­ingar sál­ugu hjuggu á hnút­inn og ákváðu að bæta þeim kaskó­tryggðu tjón vegna áfoks ef trygg­ing­ar­taki hafði líka heim­il­is- og hús­eig­enda­trygg­ingu. Fjúk­andi brak í bíla eða nudd frá öðrum sem færð­ust til fékkst því bætt.Hluti þaks af fæðingardeild Landsspítalns fauk í fárviðrinu. Tíminn 18. febrúar 1981.

Tjónið í Engi­hjalla­veðr­inu var vissu­lega gríð­ar­mikið og áhuga­vert væri að freista þess að upp­reikna það til verð­lags í dag. Flestir þurftu að bera tjónið sjálfir og umræða var nokkur í kjöl­farið að eig­endur hús­eigna ættu sjálfir að geta komið í veg fyrir foktjón með fyr­ir­byggj­andi aðgerðum og eðli­legu við­haldi. Á að sumu leyti við, en samt ósann­gjarnt þar sem veð­ur­hæð í verstu ill­viðrum veldur hæg­lega skemmdum á jafn­vel bestu mann­virkj­um.

Tíu árum síðar þegar fár­viðrið 3. febr­úar 1991 skall á, voru menn reynsl­unni rík­ari og mun fleiri keyptu sér hús­eig­enda­trygg­ing­ar. Í seinni grein verður fjallað aðeins um það veður og eins lagt mat á end­ur­komu­tíma fár­veð­urs suð­vest­an­lands, en nú eru 30 ár frá því að síð­ast skall í skolt­um. Mat verður líka lagt á hugs­an­legt tjón af sam­bæri­legu veðri nú þegar fjölgað hefur um 100 þúsús­und manns frá 1991 á suð­vest­ur­horn­inu og fjöl­mörg ný hverfi ris­ið.  Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit