Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.

100-volcano-paintings-amy-riches-3.jpg
Auglýsing

Amy Alice Riches er mynd­list­ar­kona frá Bret­landi en hefur búið á Íslandi síð­ast­liðin þrjú ár, hel­tekin af íslensku lands­lagi sem hún elskar að mála. Hún vinnur sem graf­ískur hönn­uður og mynd­list­ar­kona, þar sem hún sér­hæfir sig í lands­lags­mál­un, bak­grunns­hönnun og mynd­skreyt­ingu. Amy leggur áherslu á að vinna úti í nátt­úr­unni þar sem hún getur málað fyr­ir­mynd­irnar í eðli­legu umhverfi. Hún nýtur þess að mála, bæði staf­rænt og með olíu­máln­ingu - helst með góðan tebolla sér við hlið. Síð­ast­liðið ár setti hún sér það mark­mið að mála 100 mál­verk af eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli.

Amy segir hug­mynd­ina hafa fæðst 20. mars 2021, dag­inn eftir að eld­gosið í Fagra­dals­fjalli hófst. „Ég sat límd við vef­mynda­vél­ina og var að horfa á fyrsta eld­gosið mitt. Ég varð svo hrifin af því að ég ákvað að mála eitt mál­verk á dag af eld­gos­inu á meðan á því stæði, eða a.m.k. í 100 daga, ef það myndi standa leng­ur.“

Auglýsing
Þema verk­efn­is­ins er túlkun á eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli í gegnum mál­verk. „Til­gang­ur­inn var að fylgja eld­gos­inu eftir og sjá hvernig það stækk­aði og breytt­ist og sjá hvernig hvert mál­verk gat verið ein­stakt þar sem hver dagur bauð upp á nýja mögu­leika, með breyt­ingu á gos­inu, öðru­vísi veðri og mis­mun­andi birtu! Fyrstu 50 mál­verkin mál­aði ég sam­hliða eld­gos­inu og spannar það fyrstu 50 dag­ana frá 20. mars - 8. maí. Upp frá þeim tíma­punkti fór eld­gosið að líta mjög svipað út dag frá degi. Vegna þess valdi ég mál­verk 51-100 eftir áhuga­verð­ustu dög­unum frekar en eina á dag. Til að skilja eld­gosið betur fór ég tvisvar upp að gos­s­töðv­unum til að berja þau augum og mála á staðn­um. Hin verkin eru máluð með hjálp vef­mynda­véla RÚV og MBL.“

Amy málaði sum verkin með hjálp vefmyndavéla fjölmiðla. Mynd: AðsendBókin sem Amy er að safna fyrir á Karol­ina Fund er gerð til þess að fagna því að hún hafi klárað öll 100 mál­verk­in. „Þetta er fyrsta bókin mín og er til­gangur bók­ar­innar fyrst og fremst að fagna áfang­anum og deila mál­verk­unum með heim­in­um. Söfn­unin er til að safna nógu mik­illi upp­hæð fyrir prent­kostnað en ekki til gróða.

Mál­verkin voru flest máluð í olíu­máln­ingu, í skissu­bók að stærð A5. Þessi mál­verk verða prentuð í bók­inni í fullum lit þar sem hægt er að sjá ótrú­lega fram­þróun eld­goss­ins með mínum aug­um. Einnig er hægt að sjá nokkrar myndir „bak­við tjöldin" og hvernig aðferð ég nota til að mála.“

Hún segir bók­ina til­valda jóla­gjöf fyrir hvaða eld­gosa­á­huga­mann og mynd­list­arunn­anda sem er. 

Hér er hægt að skoða verk­efnið og taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk