Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.

100-volcano-paintings-amy-riches-3.jpg
Auglýsing

Amy Alice Riches er mynd­list­ar­kona frá Bret­landi en hefur búið á Íslandi síð­ast­liðin þrjú ár, hel­tekin af íslensku lands­lagi sem hún elskar að mála. Hún vinnur sem graf­ískur hönn­uður og mynd­list­ar­kona, þar sem hún sér­hæfir sig í lands­lags­mál­un, bak­grunns­hönnun og mynd­skreyt­ingu. Amy leggur áherslu á að vinna úti í nátt­úr­unni þar sem hún getur málað fyr­ir­mynd­irnar í eðli­legu umhverfi. Hún nýtur þess að mála, bæði staf­rænt og með olíu­máln­ingu - helst með góðan tebolla sér við hlið. Síð­ast­liðið ár setti hún sér það mark­mið að mála 100 mál­verk af eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli.

Amy segir hug­mynd­ina hafa fæðst 20. mars 2021, dag­inn eftir að eld­gosið í Fagra­dals­fjalli hófst. „Ég sat límd við vef­mynda­vél­ina og var að horfa á fyrsta eld­gosið mitt. Ég varð svo hrifin af því að ég ákvað að mála eitt mál­verk á dag af eld­gos­inu á meðan á því stæði, eða a.m.k. í 100 daga, ef það myndi standa leng­ur.“

Auglýsing
Þema verk­efn­is­ins er túlkun á eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli í gegnum mál­verk. „Til­gang­ur­inn var að fylgja eld­gos­inu eftir og sjá hvernig það stækk­aði og breytt­ist og sjá hvernig hvert mál­verk gat verið ein­stakt þar sem hver dagur bauð upp á nýja mögu­leika, með breyt­ingu á gos­inu, öðru­vísi veðri og mis­mun­andi birtu! Fyrstu 50 mál­verkin mál­aði ég sam­hliða eld­gos­inu og spannar það fyrstu 50 dag­ana frá 20. mars - 8. maí. Upp frá þeim tíma­punkti fór eld­gosið að líta mjög svipað út dag frá degi. Vegna þess valdi ég mál­verk 51-100 eftir áhuga­verð­ustu dög­unum frekar en eina á dag. Til að skilja eld­gosið betur fór ég tvisvar upp að gos­s­töðv­unum til að berja þau augum og mála á staðn­um. Hin verkin eru máluð með hjálp vef­mynda­véla RÚV og MBL.“

Amy málaði sum verkin með hjálp vefmyndavéla fjölmiðla. Mynd: AðsendBókin sem Amy er að safna fyrir á Karol­ina Fund er gerð til þess að fagna því að hún hafi klárað öll 100 mál­verk­in. „Þetta er fyrsta bókin mín og er til­gangur bók­ar­innar fyrst og fremst að fagna áfang­anum og deila mál­verk­unum með heim­in­um. Söfn­unin er til að safna nógu mik­illi upp­hæð fyrir prent­kostnað en ekki til gróða.

Mál­verkin voru flest máluð í olíu­máln­ingu, í skissu­bók að stærð A5. Þessi mál­verk verða prentuð í bók­inni í fullum lit þar sem hægt er að sjá ótrú­lega fram­þróun eld­goss­ins með mínum aug­um. Einnig er hægt að sjá nokkrar myndir „bak­við tjöldin" og hvernig aðferð ég nota til að mála.“

Hún segir bók­ina til­valda jóla­gjöf fyrir hvaða eld­gosa­á­huga­mann og mynd­list­arunn­anda sem er. 

Hér er hægt að skoða verk­efnið og taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk