Hágæða íslenskir grænkera ostar framleiddir með jarðvarma í Hveragerði

Erlendur Eiríksson matreiðslumeistari safnar á Karolina Fund fyrir húsnæði undir vistvæna framleiðslu á grænkera ostum með jarðvarma í Hveragerði. Sérstaða framleiðslunnar felst meðal annars í ostum sem búnir eru til úr kartöflum.

Ostar karolina
Auglýsing

Erlendur Eiríks­son er mennt­aður mat­reiðslu­meist­ari frá Hót­el- og Veit­inga­skóla Íslands, leik­ari frá Arts Educational Schools í London og með meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskól­anum á Bif­röst. Erlendur hefur starfað á fjölda veit­inga­húsa bæði sem stjórn­andi og mat­reiðslu­mað­ur­ hér á landi og erlend­is. Séð um kennslu í mat­reiðslu hjá Salt eld­húsi og tekur reglu­lega nám­skeið til að við­halda fersk­leika og frum­sköp­un. Hann starf­aði sem yfir­mat­reiðslu­meist­ari og fram­leiðslu­stjóri skyr­gerðar hjá Skyr­gerð­inni í Hvera­gerði í um þrjú ár. Erlendur hefur einnig komið að upp­setn­ingum af verkum leik­listar hóps­ins Vest­ur­ports, unnið í kvik­mynd­um, ­sjón­varpi, hljóð­varpi og á sviði sem leik­ari. Nú safnar hann fyrir því á Karol­ina Fund að geta komið vist­vænni fram­leiðslu á há­gæða íslenskum græn­kera ostum með jarð­varma á kopp­inn í atvinnu­hús­næði í Hvera­gerð­i. 

Erlendur segir hug­mynd­ina að því að prófa þessa leið hafa sprottið upp úr því að hann og sam­starfs­að­ilar hans hafi verið að leita að at­vinnu­hús­næði sem hent­aði undir osta­gerð­ina. „Við hjónin vorum að selja íbúð sem við átt­u­m hlut í og ákváðum að nota fjár­magnið til þess að kaupa atvinnu­hús­næði. Þegar við fórum að ­skoða komu nokkur hús­næði til greina en staðan breytt­ist hratt þegar við sáum hús­næð­ið okk­ar. Fram­tíð­ar­hús­næði fyrir osta­gerð­ina. Við fórum að hugsa leiðir til þess að ná að fjár­magna það hús­næði og af hverju ekki að nýta okkur hóp­fjár­mögn­un? Eig­in­kona mín og fram­kvæmda­stjóri Livefood ehf, hún Fjóla Ein­ars­dótt­ir, fór strax í málið og innan tveggja daga var síðan komin í loft­ið. Í því ferli var magnað hversu mik­ill stuðn­ingur og hvatn­ing kom frá­ ­starfs­mönnum Karol­ina Fund.“

Auglýsing
Markmið verk­efn­is­ins er skýrt: að kaupa atvinnu­hús­næði í Hvera­gerði til að fram­leiða hágæða inn­lenda osta úr plöntu­af­urð­um, jarð­epla- og hafra­mjólkur osta ásamt mjúkum hvít- og blámyglu­ost­um. „Við ákváðum í upp­hafi að fram­leiðslan yrði að vera í Hvera­gerði þar sem við viljum nota jarð­varma við fram­leiðsl­una. Hvera­gerði hefur verið okkar heima­bær sein­ustu sex ár og í okkar augum besti staður ver­ald­ar. Við fram­leiðsl­una munum við nota íslenskt hrá­efni upp­ að því marki sem hægt er og lág­marka kolefn­is­spor með því að nota þessa dásam­legu vist­væn­u orku. Við munum að auki nota íslenskar krydd­jurt­ir, fjalla­grös og reykað­ferðir for­feðra okkar við osta­gerð­ina og skapa þannig sér­stöðu á ört vax­andi mat­væla mark­aði fyrir græn­kera. Við ­leggjum áherslu á að nota vörur sem eru líf­rænt rækt­að­ar, hollar og beint frá býli. Við vilj­u­m einnig styðja við fram­leið­endur í okkar nærum­hverfi í anda sókn­ar­á­ætl­unar Suð­ur­lands.“

Sér­staka fram­leiðsl­unnar verða kart­öflu­ost­ar. „Þá osta er ég búinn að þróa í þó nokkuð langan tíma þar ­sem áherslan var lögð á að geta fram­leitt plöntu­ost úr íslensku hrá­efni í heima­byggð. Þess­ir ostar eru í grunn­inn fram­leiddir úr íslenskum kart­öflum og unnir með mjólk sem við fram­leið­u­m úr íslenskum höfr­um. Breyti­legt er hvað við setjum í þessa osta þar sem not­aðar eru árs­tíða­bundnar vörur til að gera sem skemmti­leg­ustu brögð hverju sinni. Þrátt fyrir að ­þró­un­ar­ferlið og upp­bygg­ing nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækis okkar hafi tekið tíma og alla okkar auka orku þá erum við svo hrika­leg stolt af því að vera loks­ins komin á þann stað að fjár­festa í at­vinnu­hús­næði og sjáum ljósið í enda gang­anna.“

Erlendur með osta. Mynd: Aðsend

Staðan á mark­aði hér á landi er sú að ekki er fram­leiðsla á þess­ari vöru hér inn­an­lands, þ.e. ­plöntu­ostum þar sem uppi­staðan eru kart­öflur og hafra­mjólk, og skapar það sína sér­stöðu. „Það er því mik­il­vægt að hefja fram­leiðslu hér á landi eins fljótt og auðið er. Græn­kera mat­ar­gerð fer hratt vax­andi út um allan heim og mun halda áfram að þró­ast á ógn­ar­hraða. Áhugi og þörf á að ­geta sinnt ört stækk­andi mark­aði með afurðir úr plöntu­rík­inu er brýn og hefur verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins orðið var við þá þróun í gegnum starf sitt í atvinnu­eld­húsum lands­ins. Græn­ker­a osta­gerð er ný hér á landi en hefur tekið mikið stökk í lönd­unum í kringum okk­ur. Sam­kvæmt ­mark­aðs­rann­sóknum var Evr­ópa með mestu mark­aðs­hlut­deild­ina eða 43%. Búist er við að heims­mark­að­ur­inn fyrir græn­kera osta muni ná mark­aðsvirði 3,9 millj­arða doll­ara í lok árs 2024, ­sam­an­borið við 2,1 millj­arð doll­ara árið 2016 Innflutn­ingur á græn­kera ostum er alger og því ­kalli ætlar Livefood að svara. Við Íslend­ingar höfum alla burði til þess að vera leið­andi á þessu sviði. Með því að fram­leiða vöru, fyrir þann markað sem ekki vill eða getur notað hefð­bundna osta, náum við að stuðla að breið­ari og fjöl­breytt­ara vöru­úr­vali fyrir alla. Með það að mark­mið­i að fram­leiða úr íslensku hrá­efni og að stuðla að sem minnsta kolefn­is­fótspori erum við að bæta allt okkar umhverfi. Að auki með því að fram­leiða hágæða vöru með áherslu á það hug­vit og vinnu­fram­lag sem er til staðar hér í okkar nærum­hverfi á Suð­ur­landi mun þetta verk­efni verða lyfti­stöng og atvinnu­skap­andi, til lengri tíma.

Erlendur bendir á að græn­ker­a­fæði njóti nú sívax­andi vin­sælda, sér­stak­lega á með­al­ yngri kyn­slóða. „Fyrir því eru meðal ann­ars eft­ir­far­andi ástæð­ur­: Í fyrsta lagi hefur fólk ein­lægan áhuga á því að minnka kolefn­is­spor sitt og vistspor al­mennt. Með því að nýta betur inn­lenda fram­leiðslu og skapa úr henni verð­mæti er ­dregið úr orku­frekum milli­landa­flutn­ingum á hrá­efni. Með því að nýta inn­lent hrá­efni má að auki sleppa við inn­flutn­ing á algengum hrá­efnum til fram­leiðslu græn­ker­a­fæð­is. Í öðru lagi hafa stofn­anir eins og Sam­ein­uðu þjóð­irnar og aðrar þrýst mjög á um ­sjálf­bæra þróun í heim­inum og að við eigum að skila plánet­unni til næstu kyn­slóða í jafn­góðu eða betra ásig­komu­lagi en við tókum við henni. Mikið er í húfi og teljum við að verk­efni okkar stuðli tví­mæla­laust að slíkri þró­un. Í þriðja lagi viljum við auka val­frelsi neyt­and­ans. Íslend­ingar hafa sýnt það og sannað að þeir ­taka feg­ins hendi við auknu úrvali.

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni og versla sér græn­kera osta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiFólk